Vesturland

Árgangur

Vesturland - 14.06.1951, Blaðsíða 1

Vesturland - 14.06.1951, Blaðsíða 1
Víkkun landhelginnar og verndun fiski- miðanna stærsta mál Vestfirðinga. 1,3 milj. kr. varið til verklegra framkvæmda og samgangna á sjó í Norður-ísafjarðarsýslu á þessu ári. Úr ræðu Sigurðar Bjarnasonar alþingismanns. Á leiðarþingum þeim, sem Sigurður Bjarnason, þingmaður Norður- lsfirðinga, hélt í Bolungarvík, Hnífsdal og Súðavík dagana 4., 5. og 6. júní s.l., skýrði liann meðal annars frá fjárveitingum til framkvæmda í sýslunni á þessu sumri. A fjárlögum ársins 1951 eru veittar tæplega 1,3 milj. kr.til hafnar- og lendingarbóta, nýrra þjóðvega, brúargerða og samgangna á sjó í N orður-Isaf jarðar sýslu. Á þessum leiðarþingum gerði Sigurður Bjarnason einnig ýtarlega grein fyrir viðhorfunum í landhelgismálunum og stefnu sinni í þeim málum. Hafnarframkvæmdir. Til Brimbrjótsins í Bolungarvík eru nú veittar 50 þús. kr. vegna þeirra framkvæmda, sem þar voru unnar á síðastliðnu ári og kostuðu um 360 þús. kr. En auk þess var ríkisstjórninni veitt heimild til þess í 22. gr. fjárlaga að verja fé úr ríkissjóði til þess að bæta það tjón, sem varð á mannvirkinu hinn 10. desember s.l. Er gert ráð fyrir að þær endurbætur kosti 350 til 400 þús. kr. Hefur ríkisstjórnin nýlega ákveðið að sú heimild skuli notuð á þessu sumri, og mun ríkis- sjóður kosta viðgerðina einn. Verð- ur því allt að 450 þús. kr. varið til brimbrjótsins á þessu ári. Sigurður Bjarnason gat þess að á næstunni yrði að hef ja byggingu sandvarnargarðs innan við Brim- brjótinn til þess, að koma í veg fyrir, að þar grynni árlega af völd- um árframburðar. Hann kvað hafnarframkvæmdir í Bolungar- vík hafa tafizt mjög vegna skemmda, sem orðið hefðu á hafnarmannvirkjum staðarins. En Brimbrjóturinn væri nú um 70 metrum lengri en árið 1946, þegar hafizt var handa um framlengingu hans. Samtals væri hann nú um 200 metra langur. Þær fram- kvæmdir, sem unnar hefðu verið á þessum 5 árum kostuðu samtals á þriðju miljón króna. Þá eru 40 þús. kr. veittar til bryggjunnar í Hnífsdal vegna framkvæmda við hana á s.l. sumri. Var hún þá lengd um 20 metra. Nokkrar skemmdir hafa einnig orðið á því mannvirki í vetur. Hef- ur einhver hluti nýbyggingarinn- ar sigið.. Sigurður Bjarnason kvað það fullkomið áhyggjuefni, hversu tíð- ar skemmdir yrðu á hafnarmann- virkjum hér við Djúp. Væri rík ástæða til þess að athuga nánar, hvernig á þessu gæti staðið. Til bryggjunnar í Reykjanesi eru veittar 10 þús. kr. og til ferju- bryggju í ögri 25 þús. kr. Verður þeirri bryggju lokið innan skamms. Hafa þá verið byggðar 6 ferju- bryggjur í Djúpinu. Eru þær til mikils hagræðis fyrir bændur og afgreiðslu djúpbátsins. Samtals eru á fjárlögum þessa árs veittar 485 þús. kr. til hafnar- og lendingarbóta í Norður- ísafjarðarsýslu. Aðaláherzlan lögð á Ögurveginn. Til vegaframkvæmda eru veittar þessar fjárveitingar: Til Bolungarvíkurvegar kr. 75 000 Til Súðavíkurvegar .. — 60 000 Til Ármúlavegar .... — 80 000 Til ögurvegar ...... — 150 000 Aðaláherzlan verður nú og næstu árin lögð á ögurveginn, en það er vegurinn út með Djúpinu vestanverðu um Reykjafjarðar- og ögurhrepp. Fjárveitingarnar til Bolungarvíkur- og Súðavíkur- vega verða notaðar til þess að byggja ræsi í þá vegi og fullgera þá að öðru leyti. Samtals eru 365 þús. kr. veittar til nýrra þjóðvega. Sigurður Bjarnason skýrði frá því, að hann hefði á síðasta þingi flutt frumvarp um þá breytingu vegalaga, að vegurinn úr Súðavík um Álftafjörð, Seyðisfjörð, Hest- fjörð og Skötufjörð í Ögur, skyldi tekinn í þjóðvegatölu. Ennfremur vegur úr Isafirði í Reykjánes og Vatnsfjörð og frá Grunnavík að Dynjanda. Vegalög hefðu hinsveg- ar ekki verið opnuð á þessu þingi. En það yrði að öllum ‘líkindum gert á næsta þingi. Kæmust þá einhverjir þessara vega áreiðan- lega í þjóðvegatölu. Þingmaðurinn sagði að ef nægi- leg tæki væru til gerði hann sér von um að lagning vega út með Djúpinu kringum firði þess ætti ekki að taka langan tíma. En mik- ið verk og all fjárfrekt væri fram- undan í vegamálum Norður-fsfirð- inga. Tvær brýr byggðar. Þá var veitt fé til bygginga brúa yfir tvær ár í sýslunni. Verður önnur þeirra byggð á Gjörfudalsá í ísafirði. Kostar hún 130. þús. kr. Hin brúin verður byggð á Selja- landsá í Álftafirði. Góðar vonir standa nú til þess að fé fáist á næsta ári úr brúasjóði til brúar á Selá í Nauteyrarhreppi. Er það mjög dýr brú enda er Selá eitt versta vatnsfall á Vestfjörðum. Notendasímar. Þingmaðurinn sagðist hafa sótt um að notendasími yrði á þessu sumri lagður til þeirra þriggja bæja í Nauteyrarhreppi, sem ekki hefðu þegar fengið síma. Ennfrem- ur til bæja í Mjóafirði og bæjanna í Skötufirði í Ögurhreppi. Eru það einnig einu bæimir í þessum hreppum, sem ekki hafa fengið síma. Þá væri nauðsyn til þess að nokkrir bæir í Grunnavíkurhreppi fengju notendasíma. En því miður Sigurður Bjarnason gengju framkvæmdir í símamálun- um allt of hægt. Ástandið í síma- málunum hér við Djúp væri heldur engan veginn gott. Kvaðst þing- maðurinn hafa rætt þau mál þrá- sinnis við símamálastjórnina. Á- ætlanir hefðu verið gerðar um end- urbætur, en framkvæmd þeirra virtist ennþá bíða þetri tíma. Samgöngur á sjó. Til Djúpbátsins eru veittar í rekstursstyrk 235 þús. kr. á þessu ári. Til sjómannalesstofu í Bolungar- vík eru veittar 1200 krónur, eins og undanfarin ár. Mun sjómanna- lesstofan fá húsnæði í hinu nýja félagsheimili, sem verið er að byggja í Bolungarvík og verður meðal hinna glæsilegustu sam- komuhúsa hér á landi. Ríkisrafveita í Bolungarvík. Á síðasta þingi var einnig sam- þykkt frumvarp frá þingmanni Norður-ísfirðinga um ríkisrafveitu fyrir Bolungarvík. Samkvæmt því er ríkisstjórn- inni heimilt að fela rafmagnsveit- um ríkisins að virkja Fossá í Hóls- hreppi til orkuvinnslu allt að 700 hestafla orkuveri og leggja þaðan aðalorkuveitu til Bolungarvíkur. Jafnframt heimilast ríkisstjórn- Framhald á 3. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.