Vesturland


Vesturland - 27.06.1951, Blaðsíða 1

Vesturland - 27.06.1951, Blaðsíða 1
&fí??® afésarFwzxm S3áGFS3ms»s»rmtm XXVIII. árgangur ísafjörður, 27. júní 1951. 9. tölublað. Kjarabætur sovétsamsteypunnar, Nálega hálfrar milljón króna skattur lagður á bæjarbúa. Kratarnir, með aðstoð kommúnista, knúðu fram í bæjar- stjórn hækkun á gjaldskrá rafveitunnar umfram tillögur rafveitustjórans. Aumleg frammistaða kratanna á bæjar- stjórnarfundi. Fulltrúi kommúnista sat kefiaður allan fundinn. en rétti upp hendina þegar Guðm. G. Kristjáns- son kippti í spottann. Ný gjaldskrá. Á rafveitustjórnarfundi 29. maí s.l. samþykkti rafveitustjórn, að fela rafveitustjóra að gera áætlun um tekjur og gjöld rafveitunnar á þessu ári og gera tillögur um tekjuaukningu. Þessa áætlun lagði rafveitustjóri fyrir rafveitustjórn 22. júní og lagði til að rafmagns- verð yrði sem hér segir: Til Ijósa kr. 1,60 pr. kw.st. Var kr. 1,10. Til suðu, hita og stærri véla kr. 0,35. Var kr. 0,25. Til smærri véla kr. 1,10. Var kr. 1,00. Til bökunar kr. 0,30. Var 0,25. Til götu- og hafnarljósa kr. 0,50. Var kr. 0,40. Til súgþurrkunar o.fl. kr. 0,20. Var kr. 0,15. Eftir þessum taxta áætlaði raf- veitustjóri að árstekjur rafveit- unnar yrðu kr. 1.342.600,00, en gjöldin kr. 1.073.000,00. Þar í eru afskriftir kr. 185.000,00. Áætlaður hagnaður á rekstri er því um 270 þús. krónur. Skoðun rafveitustjórnar. Formaður rafveitustjórnar flutti breytingartillögu þess efnis, að ljósaverð yrði ekki hærra en kr. 1,40 pr. kw.st., en sú tillaga þýddi um kr. 49.500,00 lækkun tekna. Færði hann óhrekjanleg rök fyrir því, að afskriftir væru áætlaðar a. m.k. 35 þús. kr. of háar og ef sín tillaga yrði samþykkt þá væri hreinn rekstrarhagnaður um 255 þús. kr. Samningsbundnar afborg- anir skulda nema um 250 þús. kr., sem tekjuafgangnum yrði þá varið til. Eftir væri þá fyrningarsjóður 150 þús. kr. sem mætti þá að nokkru leyti verja til nýrra. fram- kvæmda. Þessi tillaga formanns var svo samþykkt í rafveitustjórn með 3 atkv. gegn 2 (Birgir og Hannibal), en tveir sátu hjá, sett- ur bæjarstjóri og fulltrúi Sósíal- ista Jón Jónsson, sem lét það samt 'á sér skilja, að hann væri þó hlynntur tillögu formanns-og þeim rökum sem hann færði fyrir tillögu sinni. Kratarnir frelsa komma. En þegar mál þetta kom fyrir bæjarstjórn á mánudagskvöld til afgreiðslu, þá skeður það, að full- trúar krata og kommúnistinn fella tillögu formanns rafveitustjórnar og flytja þrír þeirra, verkalýðs- „leiðtoginn" Guðm. G. Kristjáns- son, sjómanna-„leiðtoginn" Jón H. Guðmundsson og fulltrúi þeirra allra snauðustu, Haraldur Guð- mundsson, þá ósvífnu tillögu að hækka rafmagn til suðu og hitunar upp í 0,38 pr. kw.st., eða þremur aurum hærra en rafveitustjóri lagði til. En það þýðir um 43 þús. kr. hækkun rafmagnsgjalda. Þessi tillaga var svo samþykkt og gjald- skrártillaga rafveitustjóra að öðru leyti. Samtals mun þessi hækkun nema árlega um 413 þús. krónur. Það er sæmilegur skattur sem þar með er lagður á herðar borgar- anna. Afþurrkunarklútarnir duga vel. Kratarnir voru auðsjáanlega ó- ánægðir með Jón Jónsson á raf- veitustjórnarfundi og nú voru góð ráð dýr. Halldór frá Gjögri og Har aldur Steinþórsson, sem kratarnir hafa til skamms tíma talið óalandi og óferjandi, en nú síðustu vikurn- ar hafa verið notaðir eins og ó- merkilegir afþurrkunarklútar og hinu ryksæla krataheimill var nú veitt sú upphefð að fá því fram- gengt í sellunni, að lagður yrði 473 þús. kr. skattur á borgarana eða tæplega 100 þús. kr. hærri en þarf. Þetta hlutverk leystu afþurrkunar- klútarnir með mestu prýði, en af því að Haraldur litli hefur að und- anförnu orðið að fremja hvert skít- verkið öðru verra með krötunum, þá fannst þeim dánumönnum hyggilegra að velta þessu raf- magnshlassi á hið breiða bak Har- aldar stóra og því var hann látinn mæta á fundinum, en litli Haraldur ráfaði á götunum á meðan. Sjálfstæðismenn móttmæla þessari ósvífnu hækkun. Þrír af fulltrúum Sjálfstæðis- manna þeir, Matthías Bjarnason, Símon Helgason og Kristján Tryggváson tóku til máls á fund- inum og mótmæltu harðlega þess- ari ósvífnu hækkun rafmagnsins. Flutti Matthías Bjarnason ítarlega ræðu um málið og lýsti skoðun Sjálfstæðismanna til þess. Hann taldi að rafveitan ætti á hverjum tíma að vera efnahagslega sjálf- stætt fyrirtæki og standa við skuldbindingar um greiðslu á af- borgunum lána og ef tillögur raf- veitustjóra yrðu samþykktar með þeirri breytingu, sem hann legði til að ljósaverð yrði 1,40 pr. kw.st., þá væri rekstur fyrirtækisins ör- uggur. En að fara lengra í því efni kæmi ekki til greina, það væri full- komin ósvífni við rafmagnsnot- endur og árás á lífskjör manna, sem harðast kæmi niður á þeim, sem við lélegustu kjör búa. Hann gat þess að 1945, þegar kratarnir stjórnuðu, þá hefði ljósaverð verið kr. 1,00 kw.st. og rafmagn til suðu og hitunar kr. 0,18 pr. kw.st., þenn- an taxta hækkuðu Sjálfstæðismenn ekkert í fimm ár. En sökum vax- andi dýrtíðar varð á árinu 1950 að hækka taxtana og urðu þá ljósin kr. 1,10 pr. kw.st. og suðu og hiti kr. 0,25 pr. kw.st. Minntir á skrípaleikinn. Þegar þessi hækkun var gerð ef tir 5 síhækkandi dýrtíðarár, þá hefðu kratarnir æpt hver um annan þveran, að þetta væri svívirðilegir skattar á bæjarbúa og sjálfur skrifstofustjóri rafveitunnar sýndi þá ljóslega innræti sitt til þess fyr- irtækis, sem hefur alið hann við brjóst sér í 14 ár, að gera þá taxta- breytingu tortryggilega á alla lund. Ritstjóri Skutuls, Birgir Finnsson, hefði þá í sínu skelegga málgagni farist orð um rafmagns- hækkunina á þessa leið: „Það má með sanni segja, að þessum herrum flökri ekki við að velta síauknum útgjöldum svo hundruðum þúsunda skipti yfir á herðar almennings þó kunnugt sé, að greiðslugeta fólks hefur aldrei verið minni en nú. Eftir upplýsingum, sem formað- ur rafveitustjórnar, Matthías Bjarnason, gaf á bæjarstjórnar- fundinum nemur þessi hækkun nú á þessu ári milli 2—300 þús. kr. og er það þungbær baggi ofan á allt annað. Eins og áður segir er ástæðan fyrir þessari miklu hækk- un vægast sagt mjög hæpin og tor- tryggileg". Þegar Matthías hafði lesið þetta upp úr Skutli horfði Birgir í gaupnir sér og skammaðist sín auð sjáanlega og sýnir það, að honum er ekki alls varnað. En nú ári síðar hika þessir herrar ekki við, að leggja tæplega V2 millj. kr. byrði á heimilin og atvinnutækin hér. Talsmenn kjarabótanna. Guðmundur G. Kristjánsson var aðaltalsmaður meirihlutans og dró hann mjög í efa, að þessi hækkun fengist öll, því að þeir, sem hefðu úr minstu að spila myndu minnka rafmagnsnotkun sína mjög mikið. M.ö.o. verkalýðsleiðtoginn telur höfuðnauðsyn þess, að rafmagns- verðið verði það hátt, að verka- manna- og sjómannafjölskyldur verði, sakir fátæktar, að hætta að nota raforku. Jón H. flutti stutta ræðu, minnt- ist engu orði á gjaldskrábreyting- una, en skvetti úr sér vanalegum óþverra og skömmum og var helzt á honum að heyra, að hann myndi berjast fyrir því, að dieselvélin yrði ekki notuð meira, því að hann teldi rekstur hennar drápsklyfjar á rafveituna og bæjarbúa og skammaði Sjálfstæðismenn og þá Framhald á 4. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.