Vesturland


Vesturland - 27.06.1951, Blaðsíða 2

Vesturland - 27.06.1951, Blaðsíða 2
VESTURLAND L- PIÍM STAKSTEINAR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjarnason frá Vigur Skrifstofa Uppsölum, simi 193 Afgreiðsla og auglýsingar: Engilbert Ingvarsson, Hafnar- stræti 12 (Uppsalir). — Verð árgangsins krónur 20,00. Stækkun landhelginnar. Á sjómannadaginn og öðrum hátíðum sjómanna eru fluttar margar ræður um ýms hagsmunamál sjómannastéttarinnar, og fer varla hjá því, að þá sé minnst á það málið, sem mest er um vert og þýðingarmest, ekki aðeins fyrir sjómennina, heldur einnig fyrir alla þjóðina, en það er stækkun landhelginnar íslenzku. Þáð mun láta nærri, að ekki minna en 95% af útflutningsverzlun okkar sé fiskur og fiskafurðir, og liggur því í augum uppi, hvílíkur voði það væri fyrir okkur, ef fiskimiðin eyddust og nytjafiskum væri útrýmt þar. Með þeim mikla flota erlendra togara, sem er hér við land við veiðar er ekki hinn minnsti vafi á því, að fiskistofninn á miðunum er í miklum voða, ef ekki eru gerðar ráðstafanir honum til verndar, og fiskveiðar við íslandsstrendur dæmdar til þess að verða starf, sem gefur ein- staklingunum lítið fyrir erfiði sitt, og færir þjóðarbúinu stöðugt rýrari tekjur. Það er því eitt stærsta fjárhagsmál okkar, að fiskistofninum verði veitt eðlileg vernd með stækkun landhelginnar. Viðurkenning erlendra þjóða á slíkri nýskipan væri betri öllum Marshallgjöfum, því að það væri stuðningur til að hjálpa þjóðinni til þess að bjargast sjálf af ís- lenzkum gæðum. Það væri okkur til handa einskonar líftrygging, sem miðlaði okkur gjöfum, er við getum þegið kinnroðalaust og með fullri sæmd um ókomin ár. Þetta stórmál verður hinsvegar ekki leyst, nema fast sé knúið á, af íslenzkum stjórnvöldum, og þeim erlendum þjóðum, sem finnst sínum hagsmunum hnekkt með rýmkun íslenzku landhelginnar sé gert fylli- lega Ijóst, hvílíkt alvörumál sé hér á ferðinni, mál, sem hefir ekki minni þýðingu fyrir .framtíð og afkomu íslenzku þjóðarinnar, en það hefði til dæmis fyrir Bretland að brezku kolanámurnar væru uppurnar af út- lendingum, svo að til fullrar þurrðar horfði og grundvöllurinn undir þjóðarbúina væri að raskast. Það má einnig benda á það, að fleiri eiga hér hagsmuna að gæta en aðeins íslendingar varðandi verndun fiskistofnsins. Fræðimenn segja, að um það bil helmingur mannkynsins búi við matvælaskort og fái ekki nóg að borða. Jafnframt kemur mönnum saman um það, að matvæla- ástandið sé alvarlegasta áhyggjuefni mannkynsins, ekki sízt vegna þess, að hungrið í heiminum er einhver helzta orsök ófriðar, svo að styrjaldarhættan í allri sinni ógn vofir yfir hrjáðu mannkyninu, meðan hungurvofan helgar sér mikinn hluta heimsins. Það er því ljóst, að rányrkjan er versti óvinur mannkynsins og mesta böl þess. Erlendum þjóðum, sem við þurfum að semja við um stækkun íslenzku landhelginnar er því ekki aðeins rétt, heldur einnig blátt áfram skylt að hafa þetta í huga í sambandi við hagnýtingu fiskimiðanna kringum Island. Ef þar verður rekin áfram eins skefjalaus rányrkja eins og hingað til er stefnt að beinni eyðingu miðanna. Á þann hátt yrði unnið að því að gera matvælaástand framtíðarinnar verra og allar framtíðarhorfur mannkynsins óglæsilegri. Allar menningarþjóðir hljóta að skilja þetta og allar friðelskandi þjóð- ir ættu líka að gera sér það ljóst, að með slíkri rányrkju er verið að grafa grunninn undan friðarvonum framtíðarinnar. Slík rányrkja er öfugþróun í þjónustu dauðans og leggur sitt lóð á þá vogarskál, sem ver gegnir, þar sem öll hamingja og framtíð mannkynsins er í húfi. Stækkun íslenzku landhelginnar er því ekki aðeins hagsmunamál ís- lendinga heldur alls mannkynsins. Islenzka þjóðin hlýtur að líta svp á, að hún eigi landgrunn íslands og þær nytjar, sem það gefur, eigi að koma ,í hennar hlut. Hún telur sig hafa óskertan rétt til þess að gera þær ráðstafanir, er þarf til þess að gæðum þess sé ekki tortímt með rányrkju, ekki aðeins hennar vegna heldur einnig vegna alls mannkynsins. Þessar ráðstafanir vill hún þó gera í vinsamlegu samráði við þá er helzt stunda veiðar hér við land, ef þess er nokkur kostur. Aðeins forkólfarnir fengu af tertunni. Það var í Hafnarfirði eftir síð- ustu bæjarstjórnarkosningar, að Alþýðuflokksfélögin þar efndu til mikillar ,,sigur"hátíðar í tilefni af kosningaúrslitunum. Til veizlunnar var boðið öllu því Alþýðuflokks- fólki, sem á einn eða annan hátt hafði stuðlað að þessum „sigri", og eins og vænta mátti var það margt manna, sem þáði boðið og vildi gæða sér á því lostæti, sem félögin af rausn sinni myndu veita þeim. En er menn höfðu fengið sér sæti við veizluborðin, og eftir að Helgi Hannesson hafði með hjartnæmri ræðu þakkað mönn- um vel unnin störf og beðið menn síðan að gjöra svo vel að njóta þess, sem fram væri reitt, kom það mönnum heldur kynlega fyrir sjónir, að einungis við há- borðið, þar sem hinir bitlíngasjúku Alþýðuflokksbroddar sátu, var borin stór og mikil rjómaterta, en á önnur borð í salnum aðeins smá- kökur og þess háttar brauð. Var ekki laust við að veizlufólkinu yrði heldur tíðlitið upp til forkólfanna við háborðið, þar sem þeir voru að gæða sér á ljúffengri rjómatert- unni, meðan það varð að láta sér nægja hálfgert snarl. Alþýðan er tækið — tilgangurinn bitlingar. Hvað var nú hin mikla jafnað- armennska kratanna? Hversvegna áttu þeir Helgi Hannesson, Emil Jónsson og þeirra nótar að njóta þessara kræsinga frekar en alþýð- an? Var það þó ekki einmitt alþýð- an, sem þeir áttu allt að þakka? Var það ekki einmitt fyrir hennar tilstilli, að þeir höfðu náð þeim valdastöðum og bitlingum, sem þeir nú höfðu? Hvar væru þeir svo sem staddir allir þessir krata- broddar, ef alþýðan í sakleysi og trúgirni sinni hefði ekki hossað þeim og hampað? Þessum og þvílíkum spurningum veltu veizlugestirnir fyrir sér og ekki að ástæðulausu, því einmitt þarna í veizlunni kom greinilega í Ijós eðli og innræti þeirra, sem stjórna Alþýðuflokknum, það að nota alþýðuna til þess að útvega sjálfum sér aukin völd og sífellt meiri og betri bitlinga, svo að þeir sjálfir geti setið að krásum og lost- æti, þótt alþýðan bíði ef til vill við það tjón. Alþýðan er tækið, en bitlingarnir tilgangurinn. Þeir berjast alls ekki fyrir bættum hag þjóðarinnar í heild eða vexti og viðgangi alls þjóðfélagsins, heldur fyrir sérhagsmunum örfárra valda- sjúkra manna. Þetta hefur komið berlega íram í öllu starfi Alþýðu- flokksins og stefnu, ef stefnu skyldi kalla, því að miklu nær væri að nefna það hringlandahátt og krókaleiðir. Þeir hafa gert það, sem enginn ábyrgur flokkur, ekki einusinni nokkur Alþýðuflokkur í öllum heiminum hefir gert. Þeir hafa elt kjósendur, það er að segja, hagað sér eins og forkólfarnir hafa talið að væri vinsælast meðal kjósenda í það og það skiptið, eða líklegast til aukinna valda, en alls ekki far- ið að eins og skynsamlegast héfur verið og hagkvæmast fyrir þjóðar- heildina og þá auðvitað fyrir allar stéttir þjóðfélagsins um leið. -----------O----------- Finnur skemmtir sér. Fyrir nokkru síðan bauð Efnahags stofnun S. Þ. nokkrum verkalýðs- leiðtogum í heimsókn til Banda- ríkjanna. Stjórn Alþýðusambands- ins átíi svo aö ákveða, hverjir ættu að fá aö njóta þessa ágæta boðs, og er nú búin að því fyrir nokkru síðan. Eins og vænta mátti var Helgi Hannesson ekki lengi að bjóða sjálfum sér í þessa för, en sem fararstjóri og þó meir sem túlkur fyrir Helga var fenginn „verkalýðsleiðtoginn" Finnur Jóns- son forstjóri innkaupastofnunar ríkisins, sem engin veit, hvað kaupir inn. Finn hefir sjálfsagt verið farið að langa til að skemmta sér á kostnað annarra, og fengið Helga til að taka sig með sem túlk fyrir hann. Síefnir er tímarit S j álf stæðismanna. Vestfirskir Sjálfstæðismenn, káuið og útbreiðið Stefni. Árgangurinn kostar aðeins kr. 25.00, og nýir áskrifendur geta fengið I. árg. fyrir kr. 10.00 Áskrif talistar liggja frammi í Bókabúð Matthíasar Bjarnasonar, Isafirði og hjá Jónatan Einarssyni Bolungarvík. Isfirðingar, enginn sundfær mað- ur, karl eða kona, má láta hjá líða að taka þátt í norrænu sundkeppn- inni og synda 200 metrana. Alstað- ar þar sem til spyrst er þátttakan í keppninni mjög almenn. Við meg- um þessvegna ekki láta okkar hlut eítir liggja. Minnist þess fyrr en síðar.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.