Vesturland


Vesturland - 27.06.1951, Blaðsíða 4

Vesturland - 27.06.1951, Blaðsíða 4
Úr bæ og byggð Fundust meðvitundarlausir í jeppa. S.I. föstudag vildi það til, að tveir litlir drengir, Reynir, sonur Jóhanns Gunnars Ólafssonar, bæj- arfógeta, sjö ára og Páll, sonur Hrólfs Þórarinssonar, sjómanns, fimm ára, fundust meðvitundar- lausir í jeppabifreið. Höfðu þeir farið inn í jeppann, bundið aftur hurðirnar og opnað slökkvitæki, sem var í bílnum. Þegar hið eitr- aða loft fór að streyma út í bílinn úr slökkvitækinu munu litlu dreng- irnir brátt hafa oltið út af, og ef ekki hefði viljað svo lánlega til, að komið var að þeim í tæka tíð, hefði ef til vill hlotist þarna hörmulegt slys. Sonur bæjarfóget- ans hresstist fljótlega eftir að hann kom út í hreint loft, en sjúkrahússlæknirinn, Bjarni Sig- urðsson, varð að gera lífgunartil- raunir á Páli litla og gefa honum sprautu áður en hann rankaði við sér. Það var fósturdóttir Jóns Finnssonar , lögregluþjóns, sem fyrst kom að þar, sem litlu dreng- irnir lágu meðvitundarlausir inni í bílnum. Andlát. Hinn 17. júní s.l. andaðist í Reykjavík, Kristín Guðmundsdótt- ir, kona Sigurðar Guðmundssonar, bakarameistara hér í bæ. Hún verður jarðsett á morgun. fsborg landaði í Reykjavík 12. júní s.l. 340 tonnum í frystingu og bræðslu og 22. júní 300 tonnum í bræðslu. HÆKKAÐ KAFMAGNSVERÐ. Framhald af 1. síðu. um leið Sósíalista botnlausum skömmum fyrir byggingu hennar. Undir þessum skömmum sat Har- aldur Guðmundsson eins og hann væri keflaður og líktist hann átak- anlega nafna sínum Steinþórssyni á undanförnum fundum, þegar kratarnir hafa verið að svívirða fyrrverandi meirihluta, Sjálfstæð- ismenn og Sósíalista, fyrir allar þær framkvæmdir sem þessir flokkar stóðu að, því að þá hefir þessi piltur setið hreyfingarlaus. og hljóður undir þeim skömmum og er engu líkara en þessir komrri- únistar hafi selt sál sína krötunum að fullu og öllu. Flokksmenn þessara tveggja flokka og bæjarbúar almennt fá vonandi tækifæri til þess, að sýna þessum mönnum verðugt þakklæti fyrir þessa stórhöfðinglegu gjöf, sem sýnir ljóslega áhuga þeirra í baráttunni fyrir bættum lífskjör- um til handa alþýðu þessa bæjar. i \*# &jsn® a/essrFwzxm sdúepss-æ&jsjmmfi XXVIII. árgangur 27. júní 1951. I 9. tölublað. Húsmæðraskókoum slitið. Þriðjudaginn 12. júní s.l. var Húsmæðraskólanum hér sagt upp. Við það tækif æri gaf skólastjórinn, ungfrú Þor- björg Bjarnadóttir frá Vigur, skýrslú um starf skólans á s.l. vetri. — Skólinn var fullskipaður og voru nemendur 36. Helztu námsgreinar voru: fata- saumur, útsaumur, vefnaður, mat- reiðsla, þvottur og ræsting auk bóklegra námsgreina, íslenzku, bú- reikninga, manneldisfræði, heilsu- fræði og vefnaðarfræði. Kennarar voru auk skólastjóra: Jakobína Pálmadóttir, Stella Edwald og Gerður Kristjánsdóttir. Sýning var haldin á handavinnu nemenda dagana 8. og 9. júní. Alls voru unnin í skólanum á þessum vetri 279 stykki ofin, 122 stykki útsaumuð, 556 stykki í fatasaum, 149 stykki hekluð og prjónuð. Kostnaður við skólavist hvers nemanda reyndist vera tæpar 5 þús. kr. að meðtöldu handavinnu- efni. í þessari tölu er allur kostn- aður innifalinn. Fæði kostaði kr. 11 á dag fyrir nemanda. Skóla- stjóri gat þess, að skólanum hefði undanfarið borizt ýmsar góðar gjafir frá velunnurum sínum, og flutti hún gefendum þakkir fyrir hlýhug þeirra í garð skólans. Þetta er þriðja starfsár Hús- mæðraskólans í hinum nýju og glæsilegu húsakynnum hans. Hef- ir hann jafnan verið fullskipaður nemendum og er nær fullráðið í hann næsta vetur. Skólastjóri þakkaði nemendum og kennurum góða samvinnu á skólaárinu og sagði síðan skólanum slitið. Á undan og eftir skólaslitaræðunni voru sungnir sálmar. 1 oxomgieg gjoi. Birgir Finnsson sendi hafnarnefnd fyrir skömmu bréf, þar sem hann biður hafnarnefnd að gefa Samvinnufélaginu aðeins kr. 78.034,05 — sjötíu og átta þúsund þrjátíu og fjórar krónur og fimm aura af skuld þessa athafnasama fyrirtækis. Hafnarnefnd og bæjarstjórn sáu ekki annars úrkosta, en verða við þessari beiðni. Kratarnir og kommúnistinn telja sjálfsagt og eðlilegt að leigja þessu firma eignir hafnarsjóðs í Neðstakaupr stað og gefa svo leiguna eftir í „slumpum". Bræðslusíldarverðið 102 krónur málið. Atvinnumálaráðherra hefir nú ákveðið, samkv. tillögum stjórnar SR, að bræðslusíldarverðið í sum- ar skuli vera 102 krónur fyrir mál- ið, en endanlegt verð 110,16 kr., ef meðalafli á skip reynist minni en 6000 mál. Stjórn SR samþykkti þessar tillögur með 4 samhljóða atkvæðum. Þetta er langhæsta síldarverð, sem verið hefir hingað til hér á landi og stafar það af mjög hagstæðu verði á síldarlýsi á erlendum mörkuðum. Er óhætt að segja, að allt það síldarlýsi, sem framleitt verður, sé selt, en aftur á móti, hefir ekki enn verið samið um sölu á síldarmjöli. Þetta háa verð mun eins og eðli- legt er vera hvatning fyrir útgerð- armenn og sjómenn til þess, enn einu sinni, að leggja í síldarútgerð, þrátt fyrir hið mikla aflaleysi und- anfarin sex sumur. Ríkisstjórnin hefir hlutast til um að rannsókn- arskip verði sent til austur- og norðurmiðanna, og er því ætlað að fylgjast með göngum síldarinnar, ekki aðeins við land, heldur og langt norður og austur í haf, en um þær slóðir er talið líklegt, að síldin hafi lagt leið sína undanfar- in ár. Ekki er enn vitað, hver þátt- takan muni verða í síldveiðunum í sumar, en útlit er fyrir, að hún verði svipuð og áður, en í fyrra stunduðu 235 skip veiðarnar en 250 árið áður. --------_0----------- UTGERÐARMENN! SKIPSTJÓRAR! Eigum von á spennustillum (ádomötum) fyrir 12 og 32 wolt. Sparar perur, eykur öryggið. Talið við okkur sem fyrst. Raftækjavinnustofan R A F h.f., sími 28, Isafirði. 17. júní áísafirði Þjóðhátíðin hófst kl. 13,30 með leik Lúðrasveitar Isaf jarðar, undir stjórn Harry Herlufsen, fyrir framan Gagnfræðaskólann. Þaðan var haldið í skrúðgöngu upp á handknattleiksvöll l.B.Í. Þar flutti Guttormur Sigurbjörnsson ávarp. Matthías Bjarnason, forseti bæjar- stjórnar, hélt ræðu og lúðrasveitin lék. Að því loknu kepptu bílstjórar og opinberir starfsmenn í nagla- boðhlaupi og sigruðu þeir síðar- nefndu. Starfstúlkur sjúkrahússins og stúlkur úr öðrum starfsgrein- um kepptu í eggjaboðhlaupi og sigruðu þær fyrrnefndu. Iðnskól- inn og Gagnfræðaskólinn kepptu í blaki og sigraði Iðnskólinn. Kl. 16,30 kepptu gamlir knattspyrnu- menn úr Herði og Vestra í knatt- spyrnu. Lauk þeim leik með jafn- tefli 2:2, eftir jafnan og skemmti- legan leik. Síðan fór fram keppni í handknattleik kvenna I. &:, um Hafnarfjarðarbikarinn. Sigraði Vestri Hörð með 6:1 og vann þar með bikarinn til eignar. Að lokum var keppt í knattspyrnu I. fl., um Leósbikarinn og sigraði Hörður Vestra með 6:1. Um kvöldið var stiginn dans í Alþýðuhúsinu og Uppsölum. Veður var f agurt allann daginn, logn og sólskin og blöktu fánar við hún hvarvetna í bænum. -O- 17 júní í Reykjanesi. í Reykjanesi fóru fram hátíða- höld á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Hófust þau með því, að Gunnar Valdimarsson, Hörgshlíð, setti sam komuna og bauð fólk velkomið. Þá fór fram guðsþjónusta, séra Þor- steinn Jóhannesson, prófastur í Vatnsfirði, predikaði. Að guðs- þjónustunni lokinni fiutti Baldur Bjarnason, Vigur, ræðu fyrir minni dagsins. Þá flutti Ragnar Jóhannesson, skólastjóri á Akra- nesi, ávarp og las upp ættjarðar- ljóð eftir Hannes Hafstein. Því riæst las Ásgeir Guðmundsson í Æðey upp kvæði. Að lokum var svo stiginn dans. Samkoma þessi var mjög fjöl- sótt og skemmtu menn sér hið bezta, enda var fagurt veður, sól- skin og blíða. Það eru ungmennafélögin í Djúpinu, sem staðið hafa að há- tíðahöldum í Reykjanesi nokkur undanfarin ár þann 17. júní. Er það mjög að vonum að æska hér- aðsins skuli þannig verða til þess að minnast þjóðhátíðardagsins og vekja menn til umhugsunar um þjóðleg verðmæti, fortíð og fram- tíð íslenzku þjóðarinnar. VIL SELJA 2 rúma skektu í ágætu standi; Guðmundur Jónsson, Heimabæjarveg 6, Hnífsdal.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.