Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.07.1951, Blaðsíða 1

Vesturland - 24.07.1951, Blaðsíða 1
XXVIII. árgangur jj Isafjörður, 24. júlí 1951. 11. tölublað. Kratarnir á Rafmagnshækkunin er of mikil. Svona eiga skrifstofumenn að vera. í síðasta tölublaði Skutuls gefur að líta mikla og þvælulega grein um síðustu gjaldskrárbreytingu rafveitunnar, skrifaða af hinum „dugmikla“ skrifstofumanni henn- ar, Guðmundi G. Kristjánssyni. í þessari langloku sinni reynir hann með vanmátta tilburð'um aö ráðast á formann rafveitustjórnar, Matthías Bjamason og sálufélaga hans, eins og hann kallar það, en þar mun hann eiga við kommún- ista. Reyndar er nú G.G.Kr. sjálf- ur í nánum og innilegum sálufé- lagsskap við þessa sömu menn, kommúnistana, núna og virðist kunna allt annað en illa við sig þar. Það, sem G.G. Kr. ræðst á for- mann rafveitustjórnar fyrir, er það, að hann skuli ekki hafa hækk- að rafmagnsverðið nóg. Fyrir ári síðan lagði þáverandi bæjarstjómarmeirihluti til, að , gjaldskrá rafveitunnar yrði hækk- uð nokkuð, en þá hafði hún ekki verið hækkuð neitt í 5 ár, eða allt frá því að kratarnir fói'u með stjórn bæjarins. Miklar umræður urðu um þessa hækkun þá, og gerðu kratarnir allt, sem þeir gátu til þess að ó- frægja hana á allan hátt. Meira að segja gekk þessi frómi skrifstofu- maður G. G. Kr. manna mest fram í því að gera hækkun þessa sem allra tortryggilegasta í augum al- mennings, og reyndi eftir því sem hann gat að telja fólki trú um, að hún væri alltof mikil. Það er und- arlegt lánleysi og liggur við að segja megi glópska, sem fylgir þessum blessuðum manni, því að núna, ekki nema ári seinna er hann að burðast við að skamma formann rafveitustjórnar fyrir að hafa ekki hækkað rafmagnið nógu mik- ið. 1 fyrra var rafmagnshækkun formanns í'afveitustjórnar alltof mikil', en núna er hún ekki nóg, á- lítur þessi langlokuhöfundur. Hvað á nú eiginlega svona hringavitleysa að þýða, hjá manni, sem á að vera nákunnugur öllu viðvíkjandi raf- veitunni, sem alið hefir hann við brjóst sér í 14 ár? Reynslan frá gjaldskrárbreyt- ingunni 1950 sýnir, að sú raf- magnshækkun var ekki nóg, enda taldi formaður rafveitustjómar þá strax, að líklega myndi hún tæp- lega nægja. En það var G.G.Kr. sem taldi hana alltof háa og útbás- unaði að hún væri svívirðileg árás á bak alþýðu þessa bæjar. Þá var öldin önnur. Þessa skoðun skrifstofumanns rafveitunnar jöpluðu svo kratamir hver eftir öðrum í langan tíma, og skrifuðu um hana grein í Skutul, þar sem segir orðrétt: „Það má með sanni segja að þessum herrum (þ.e. þáverandi bæ j arst j órnarmeirihluta) f lökrar ekki við að velta síauknum út- gjöldum svo hundruðum þúsunda skiptir yfir á herðar almennings þó kunnugt sé, að greiðslugeta fólks hefur aldrei verið minni en nú. Eftir upplýsingum, sem formað- ur rafveitustjórnar, Matthías Bjarnason, gaf á bæjarstjórnar- fundinum nemur þessi hækkun nú á þessu ári milli 2—300 þús. kr. og er það þungbær baggi ofan á allt annað. Eins og áður segir er ástæðan fyrir þessari miklu hækk- un vægast sagt mjög hæpin og tortryggileg“. Þannig var hljóðið í krötunum þá, en nú er annað hljóð komið í strokkinn. G.G.Kr. og sálufélagar hans töldu ástæðurnar fyrir raf- magnshækkuninni í fyrra „vægast sagt mjög hæpnar og tortryggi- legar“ og talar um að þáverandi bæjarstjórnarmeirihluta „flökri ekki við að velta síauknum útgjöld- um“ á almenning. En eftir ár skammast þessir sömu menn með G.G.Kr. í broddi fylkingar yfir því að þessi „síauknu útgjöld“ hafi ekki verið nógu há, og knýja nú flótta. fram stórfellda hækkun, sem meira að segja er allmiklu hærri en sjálfur rafveitustjórinn taldi nauð- synlega. Það væri gaman að fá að vita við hverju þessum mönnum flökrar. Áreiðanlega flökrar þeim ekki við að mergsjúga alla alþýðu þessa bæjar, það er augljóst af verkum þeirra. Rafmagnshækkun krata og kommúnista er furðuleg ósvífni. Hinum fína skrifstofumanni raf- veitunnar væri nær að verja tíma sínum í þágu þess fyrirtækis, sem hann lifir á, heldur en að eyða honum í marklaus blaðaskrif og gera sjálfan sig þannig beran að öðrum eins endemis hringlanda- hætti og kom fram í síðustu Skut- ulsgrein hans. Hingað til hefir það viljað brenna við, að ekki hefir verið gengið frá reikningsuppgjöri rafveitunnar fyrr en liðnir hafa verið fimm eða sex mánuðir frá áramótum, og reikningamir fyrir árið 1949 vóru ekki lagðir fram fyrr en í ágúst 1950. Má nærri geta hver áhrif þetta hefir á allan rekstur fyrirtækisins, þegar ekki er hægt að gera sér neina grein fyrir því, hvernig reksturinn geng- ur, fyrr en seint og síðar meir. Menn gætu líka freistast til að halda, að G.G.Kr. hafi í raun og veru ekkert vitað hvað hann var að segja í fyrra, er hann réðzt með skömmum á þáverandi bæjarstjórn armeirihluta, lítur út fyrir að enn vaði hann reyk í öllu skrafi sínu og skrifum um þessi mál. 1 öllum hringlandahætti og vaðli G.G.Kr. og hans nóta eru kommún- istar trúir og dyggir fylgismenn. Hingað til hafa þeir þó talið sig vera fulltrúa hinna snauðustu. En forsprakkar þeirra virðast alger- lega hafa gleymt öllum boðorðum lærifeðra sinna, og mega teljast góðir ef þeir eru ekki nú þegar búnir að fá ákúrur þaðan. Það er aðeins eitt sem kommúnistar hér virðast fylgja fastlega, en það er: Verum krötunum trúir, enda hafa þeir nú algerlega horfið frá já- kvæðri stefnu í bæjarmálunum, og fylgja nú dyggilega afturhaldi kratanna, eins og tryggur hundur eltir húsbónda sinn. G.G.Kr. þvælir um það á einum stað í „ritsmíð“ sinni að áfallnar afborganir og vextir, sem hvíla á rafveitunni séu hátt á 300. þúsund. En sá góði maður verður einnig að minnast þess að rafveitan á úti- standandi næstum því þessa sömu upphæð í ógreiddum rafmagns- gjöldum, sem að miklu leyti eru hjá bænum. Ef bærinn greiðir þessar skuldir getur rafveitan vel staðið við sínar skuldbindingar, eins og líka vera ber. Skutulsgrein G.G.Kr. afsannar á engan hátt þau rök, sem færð voru í síðasta tölublaði Vesturlands fyrir því, að rafmagnshækkunin er að minnsta kosti 100 þús. kr. of mikil, og því stendur það óhaggað, að núverandi meirihluti krata og kommúnista er ber að því að ætla að sjúga út úr rafmagnsnotendum 100 þús. kr. hærri upphæð en nauð synlegt getur taiizt. HVAÐ LlÐUR UTSVÖRUNUM? Niðurjöfnunarnefndin mun liafa lokið niðurjöfnun útsvara fyrir um það bil mánuði síðan, en þau hafa ekki enn verið birt. Ekkert hefir verið látið upp- skátt um það, hvað valdið hefir þessum drætti, en hins vegar eru menn þess vel minnugir, að kratamir héldu því mjög fram í vetur, áður en þeir komust í samfélag við kommúnista, að ó- gerlegt væri að jafna niður hærri upphæð á bæjarbúa en einni og hálfri milljón króna. Væntanlega er skoðun þeirra á þessu óbreytt, en sjáum hvað setur. Einhverntíman kemur útsvarsskráin, varla er hætt við öðru. ----------— ——» Héraðsmót sjálfstæðis- manna í Reykjanesi. Félag ungra sjálfstæðismanna í Norður-ísaf jarðarsýslu hefir á- kveðið að halda héraðsmót sjálf- stæðismanna í Reykjanesi þann 5. ágúst n.k. Dagskrá mótsins hefir enn ekki verið ákveðin, en mun verða með svipuðu sniði og undan- farin ár.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.