Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.07.1951, Blaðsíða 3

Vesturland - 24.07.1951, Blaðsíða 3
I VESTURLAND 3 Nr. 27/1951. Fjárhagsráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á benzíni og olíum: 1. Benzín ................... pr. líter kr. 1,54 2. Ljósaolía ................ — tonn — 1135,00 3. Hráolía ................... — líter 66y2 eyrir Ofangreint verð á benzíni og hráolíu er miðað við afhendingu frá „tank“ í Reykjavík eða annarri innflutningshöfn, en ljósaolíuverðið við afhendingu á tunnum í Reykjavík eða annarri innflutningshöfn. Sé hrá- olía og benzín afhent í tunnum, má verðið vera 2y2 eyri hærra hver líter af hráolíu og 3 aurum hærri hver líter af benzíni. í Hafnarfirði skal benzínverð vera sama og í Reykjavík. 1 Borgarnesi má benzínverð vera 5 aurum hærra hver lítri, og í Stykkishólmi, Pat- reksfirði, Isafirði, Skagaströnd, Sauðárkróki, Siglufirði, Akureyri, Húsa- vík, Þórshöfn, Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði og Vestmannaeyjum má verðið vera 7 aurum hærra hver lítri. Ef benzín er flutt á landi frá ein- hverjum framangreindra staða, má bæta einum eyri pr. líter við grunn- verðið á þessum stöðum fyrir hverja 15 km., sem benzínið er flutt og má reikna gjaldið, ef um er að tfæða helming þeirrar vegalengdar eða meira. Á öðrum stöðum utan Reykjavíkur, sem benzín er flutt til sjóleiðis, má verðið vera 11 aurum hærra en í Reykjavík. Verðgæzlustjóri ákveður verðið á hverjum sölustað samkvæmt fram- ansögðu. 1 Hafnarfirði skal verðið á hráolíu vera hið sama og í Reykjavík. 1 verstöðvum við Faxaflóa og á Suðurnesjum má verðið vera 3y2 eyri hærra pr. líter, en annars staðar á landinu 4y2 eyri pr. líter, ef olían er ekki flutt inn beint frá útlöndum. Sé um landflutning að ræða frá birgðastöð má bæta við verðið 1 eyri pr. líter fyrir hverja 15 km. Heimilt er einnig að reikna iy2 eyrir pr. lítra fyrir heimkeyrzlu, þegar olían er seld til húsakyndingar eða annar- ar notkunar í landi. í Hafnarfirði skal verðið á ljósaolíu vera hið sama og í Reykjavík, en annars staðar á landinu má það vera kr. 70,00 hærra pr. tonn, ef olían er ekki flutt oeint frá útlöndum. Söluskattur á benzíni og ljósaolíu er innifalinn í verðinu. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 4. júlí 1951. Reykjavík, 3. júlí 1951, VERÐLAGSSKRIFðTOFAN Crossley Dieselvélar CROSSLEY vélin er: ★ Auðveld í meðferð ★ Aflmikil ★ Sparneytin ★ Varahluta birgðir jafnan fyrirliggjandi CEOSSLEY verksmiðjan byggir dieselvélar til notkunar á sjó og landi í stærðum 10 - 3000 hestöfl 80 ARA REYNSLA AÐ BAKI HVERRAR VÉLAR FJALAR H.F. Hafnarstræti 10-12 —Símar 81785 - 6439 Reykjavík. Ljúffengt og hressandi Þakka innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konu minnar, Kristínar Guðmundsdóttur. i F. h. aðstandenda, Sigurður Guðmundsson. SEMENT fyrirliggjandi VERZLUN E. GUÐFINNSSONAR Símar 4 og 18 — Bolungarvík F YRIRLIGG JANDI: Frostlögur, amerískur. Heitvatnsgeymar, ýmsar stærðir. Hljóðkútar fyrir jeppa og aðrar bifreiðar. Sjálfvirk súgspjöld í reykháfa. Trawl-bobbingar 8”, 10” og 12”. VÉLSMIÐJAN ÞÓR H.F. lsafirði. Stefnir er tímarit S j álf stæðismanna. Vestfirskir Sjálfstæðismenn, kaupið og útbreiðið Stefni. Argangurinn kostar aðeins kr. 25.00, og nýir áskrifendur geta fengið I. árg. fyrir kr. 10.00 Askriftalistar liggja frammi í Bókabúð Matthíasar Bjarnasonar, Isafirði og hjá Jónatan Einarssyni Bolungarvík. HÚS TIL SÖLU. Húseign mín, Efri-Tunga, Skut- ulsfirði, er til sölu. Guðm. Bjarnason, Efri-Tungu. v

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.