Vesturland

Árgangur

Vesturland - 29.09.1951, Blaðsíða 2

Vesturland - 29.09.1951, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND ... Brotnar þung og há ... Rógsferð SkutuLs svarað. 1 síðasta tbl. Skutuls er óvenju rætin grein á fyrstu síðu með fyr- irsögninni: „Marar báran blá“. Grein þessi er persónulegar hug- leiðingar ritstjórans um tugthús, sakamálarannsókn og svik, sem einungis lýsa sjúku sálarlífi manns, sem eiriskis svífst til að reyna að ata pólitíska andstæð- inga sína auri án nokkurs tilefnis. Staðreyndum snúið við. Til þess að ná þessum tilgangi er öllum staðreyndum snúið við eða sniðgengnar eftir því sem hann hefur vit til. Vitið hrekkur bara ekki lengra en það, að hann upp- lýsir sjálfur, að hann fer alger- lega með staðlausa stafi, er hann birtir samþykkt bæjarstjórnar frá 21. jan. 1950 um heimild til þess að ábyrgjast lán, að upphæð kr. 50 þús. til 2ja ára, vegna kaupa á m.s. íslending. öll rógsgreinin byggist hinsveg- ar á því, að engin slík heimild frá bæjarstjóm hafi verið til. Allar hugleiðingarnar um sakamála- rannsókn, tugthús og sviksemi í sambandi við 25 þús. kr. „furðu- víxil“, byggist á því, að heimild bæjarstjómar hafi skort til að gefa hann út. Ritstjórinn flengir sjálfan sig með því að upplýsa ótilkvaddur, að þetta er tilhæfu- laust með öllu, með því að birta sjálfa heimildina og þar með að kollvarpa allri undirstöðunni und- ir hinum furðulegu hugleiðingum sínum. Skilyrði fyrir ábyrgðinni. Heimild bæjarstjórnar til út- gáfu umrædds víxils var gefin með samþykkt bæjarstjórnar 21. jan. 1950. Við þá heimild er ekkert at- hugavert. Ábyrgðin er vel tryggð með 3ja veðrétti og uppfærslurétti næst á eftir I. veðréttarláni og væntanlegu II. veðréttarláni, sam- tals að upphæð um 450 þús. kr., sem verður að teljast ágæt trygg- ing miðað við verðmæti skipsins. Þá er skilyrði um það, að skipið sé gert út frá Isafirði og veiti hér atvinnu og verði hér skrásett. Þegar kratarnir fá lán og gjafir. Ábyrgðarheimild þessi tryggir því hagsmuni bæjarsjóðs prýði- lega í alla staði og stingur mjög í stúf við samþykktir þær, sem gerðar voru á valdaárum kratana í sambandi við samþykktir um vaxtalaus lán til kaupa á Svíþjóð- arbátum að upphæð kr. 37.500,00 á bát. Þar var einskis veðréttar óskað né nein skilyrði sett, fyrir lánum bæjarsjóðs. Enda eru þau lán öll glötuð og eftirgefin fyrir löngu, samtals að upphæð krónur 187.500,00. Krötunum hefur alltaf verið ósárt um fé bæjarsjóðs, ef þeirra fyrirtæki hafa átt hlut að máli, samanber fiskábyrgðin í fyrra, sem kostaði bæjarsjóð um 170 þús. kr. Þá mátti engin skil- yrði setja fyrir ábyrgð.inni. Slíkt var talin móðgun við bátafélögin. Á grundvelli ábyrgðarheimildar bæjarstjórnar frá 21. jan. 1950 gaf þáverandi bæjarstjóri, Steinn Leós, út víxil að upphæð kr. 25 þús., sem Landsbanki Islands, úti- búið á ísafirði keypti. Var víxill þessi gefinn út 29. febrúar, ekki af Matthíasi Bjarnasyni, eins og Skutull heldur fram, heldur Steini Leós. Samþykkjandi var Kjartan Jóhannsson læknir f.h. hlutafé- lagsins Mar, sem stofnað var til að kaupa og gera út m.s. Islend- ing. Kaupsamningur gerður. Skömmu áður, eða nánar tiltek- ið 22. febrúar, hafði h.f. Mar gert kaupsamning um m.s. Islending og greitt við undirskrift þess samn- ings kr. 100 þús. upp í kaupverð skipsins. Á grundvelli þessa kaup- samnings gaf þáverandi bæjar- stjóri út umræddan 25 þús. króna víxil, svo sem honum var heimilt og skylt að gera samkvæmt sam- þykkt bæjarstjórnar frá 21. jan. Heimild bæjarstjóra til víxilútgáf- unnar var ótvíræð og víst er, að Landsbankinn hefði ekki keypt víxilinn, ef hann hefði talið vafa leika á því hvort heimild til víxil- útgáfunnar væri fyrir hendi. Mun fáum blandast hugur um að álit Landsbankans um það at- riði er traustara en álit ritstjóra Skutuls. Fölsun staðreynda. Það er staðreynd, að Matthías Bjarnason gaf ekki víxilinn út. Sú staðhæfing Skutuls er einungis gerð til þess að reyna að koma pólitískum stimpli á málið og telja almenningi trú um, að hér hafi verið um pólitíska misbeitingu á valdi bæjarstjóra að ræða. Það er og staðreynd, að kaup- samningur var gerður um m.s. ís- lending 22. febrúar 1950 og skip- ið var gert út með ísfirzkri áhöfn frá ísafirði nálega í heilt ár og veitti mikla vinnu hér í bænum og nærliggjandi þorpum og var þá aðaltilgangi með skilyrðum bæjar- stjórnar náð. Persónuábyrgð fyrri eiganda. Við kaupin á m.s. íslending var við þá örðugleika að stríða, að að- eins eitt lán, að upphæð kr. 175 þús. hvíldi á I. veðrétti skipsins hjá Fiskiveiðasjóði Islands. Hins- vegar voru fyrri eigendur í per- sónuábyrgð fyrir víxilláni að upp- hæð kr. 278 þús. í Útvegsbanka Islands h.f. í Reykjavík, sem þeir töldu sig geta fengið bankann til að yfirfæra á II. veðrétt skipsins, ef þeir seldu skipið. Þegar til kast- anna kom treystist bankinn ekki til þess að sleppa persónuábyrgð þeirra fyrir láninu, en var því þó hlyntur að kaupsamningur um skipið yrði gerður við h.f. Mar. Á þessum tíma stóð gengisbreyting fyrir dyrum og áttu bankarnir í miklum erfiðleikum. Hinsvegar bundu menn miklar vonir við það, að gengisbreytingin skapaði betri grundvöll fyrir rekstri útgerðar- arinnar almennt. Taldi bankinn líkur til þess, að fjárhagsástandið gæti breytzt svo, er fram á árið kæmi, sérstaklega ef síldveiði yrði góð, að hægt yrði að yfirfæra lán- ið eða eftirstöðvar þess á II. veð- rétt skipsins. Afsalið fékkst ekki. Af þessum sökum var ekki unnt að fá hreint afsal fyrir skipinu við undirskrift kaupsamningsins, enda eru þess mörg dæmi, að afsal fari síðar fram, t.d. við húsakaup. Báð- ir samningsaðilar töldu sig þó mega vænta velvildar bankans síð- ar á árinu, þannig að seljendur losnuðu úr persónuábyrgð sinni og lánið eða eftirstöðvar þess fengist yfirfært á II. veðrétt skipsins. Það gat ómögulega talizt goðgá að trúa því, að hægt væri að fá að láta um 450 þús. kr. hvíla á I. og II. veðrétti m.s. íslendings, þegar þess er gætt, að á öllum þorra Svíþjóðarbátanna, sem eru bæði minni skip, með minni aflamögu- leika og ólíkt óhentugri til síld- veiða og fiskflutninga, hvíldi yfir- leitt 7—800 þús. kr. og jafnvel yfir 1 miljón kr. í veðskuldum. Með þessa staðreynd í huga, í trú á batnandi tíma fyrir útgerðina, gott síldarár og batnandi hag bankans, var kaupsamningurinn um m.s. íslending undirritaður 22. febrúar 1950. í 3. gr. kaupsamningsins segir svo: Eigna yfirfærslan strandar. „Seljendur lofa að aðstoða og vinna að því, að eftirstöðvar láns, sem greinir undir b lið 3. gr. samnings þessa, verði yfirfært á II. veðrétt skipsins“. Gengisbreytingin fór fram. Fisk- verð til bátanna hækkaði ekki. Síldveiðin brást. Hagur bátaút- vegsins stór versnaði og erfiðleik- ar bankanna fóru sívaxandi. Út- vegsbankinn sá sér ekki fært að yfirfæra lánið á II. veðrétt skips- ins. Hann vildi ekki sleppa fyrri eigendum úr persónuábyrgðinni, nema a.m.k. jafntrygg persónu- ábyrgð og fasteignaveð kæmi í staðinn. Fyrri eigendur voru fjár- hagslega sterkir og húseigendur í Reykjavík. Það þurfti marga menn á ísafirði til að jafnast á við þá, hvað tryggingu snerti. Reynt var að bjóða fram 10—15 ábyrgðar- menn, en allt kom fyrir ekki. Bæj- ar- eða ríkisábyrgð þótti nauðsyn- leg. Ríkisábyrgð var ófáanleg a.m. k. að svo stöddu og stjórn h.f. Mar þótti ekki rétt að óska ábyrgðar bæjarsjóðs til yfirfærslu II. veð- réttarláns, að upphæð um kr. 220 þúsund, og skapa með því for- dæmi, sem gat haft ófyrirséðar af- leiðingar fyrir bæjarsjóð. Við alla þessa erfiðleika drógst málið svo á langinn, að fyrri eig- endur notuðu ákvæði í samningn- um til að rifta kaupin snemma í vor. Það reyndist fyrir atburðanna rás ómögulegt að yfirfæra lánið á II. veðrétt skipsins eða að losa fyrri eigendur í persónuábyrgð sinni. Hvorugum samningsaðila verður um það kennt. Af því leiddi aftur, að ekki var hægt að fá af- sal fyrir skipinu og skrá það á Isa- firði. Þegar svo var komið þá fyrst brast forsenda fyrir ábyrgð bæjarsjóðs á láni vegna kaupa á m. s. íslending, sem hann hafði tekizt á hendur til 2ja ára, eða til 29. febrúar 1952. Þau tvö ár eru enn ekki liðinn og er því bæjar- sjóður enn í ábyrgð sinni og getur ekki sagt henni upp fyrr en í febr. n. k. Hefði mátt vænta þess, að bæjarstjórinn sýndi þá sjálfsagða skilning og framlengja víxilinn, ef þess hefði verið óskað, til þess tíma. Hefði Samvinnufélagið átt hlut að máli. Ef Samvinnufélag ísfirðinga hefði átt í hlut, er ekki að efa, að bæj- arstjórinn hefði framlengt ábyrgð- ina út þessi tvö ár, sem hún náði til, og að því loknu lagt til að bæjarsjóður tæki ábyrgðina á sig. Framhald á 8. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.