Vesturland

Árgangur

Vesturland - 29.09.1951, Blaðsíða 6

Vesturland - 29.09.1951, Blaðsíða 6
6 VESTURLAND Orðsending. Bókasafn Isafjarðar var opnað til útlána 1. sept. s.l. Utlánstími verður sem hér segir: Mánudaga kl. 4—6,30 e.h. Þriðjudaga kl. 4—6,30 e.h. Miðvikudaga kl. 4—6,30 e.h. Föstudaga kl. 4—6,30 e.h. Lestrarsalur verður opnaður síðar og verður það þá auglýst. Bókavörður. Auglýsing um innsiglun útvarpstækja. Samkvæmt ákvæðum 34. og 35. greina reglugerðar Ríkisútvarpsins hef ég í dag mælt svo fyrir við alla innheimtumenn að þeim sé, að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, heimilt og skylt að taka viðtæki þeirra manna, er eigi greiða afnotagjöld sín af útvarpi, úr notkun og setja þau undir innsigli. Athygli skal vakin á því, að viðtæki verða því aðeins tekin undan innsigli, að útvarpsnotandi hafi greitt afnotagjald sitt að fullu auk innsiglunargjalds, er nemur 10% af afnotagjaldinu. Þetta tilliynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Skrifstofu Ríkisútvarpsins, 17. ágúst 1951. OTVARPSSTJÓRI. 35/1951. TILKYNNING Innilegar þakkir fyrir vináttu og góðar óskir á sextugs- afmæli mínu. HANS HÁSLER. Aðalíundur Aðalfundur í h.f. Djúpbáturinn verður haldinn að Uppsölum mið- vikudaginn 3. október kl. 2 e.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Lagabreytingar. ísafirði, 17. september 1951, STJÓRNIN. Nr. 37/1951. Tilkynning Fjárhagsráð hefur ákveðið, að vörur þær, sem falla undir liðinn „vélar og verkfæri" í tilkynningu ráðsins nr. 31/1951, sé heimilt að verðleggja eftir þeim reglum, sem giltu fyrir 10. júlí, 1951. Reykjavík, 9. ágúst, 1951, Verðlagsskrifstofan. AUGLYSING nr. 11, 1951 frá Innflutnings- og gjaldeyrisdeild f járhagsráðs. Ákveðið hefur verið að „SKAMMTUR" 11, 1951 og „SKAMMTUR" 12, 1951 af núgildandi „Þriðja skömmtunarseðli 1951“ skuli hvor um sig vera lögleg innkaupaheimild fyrir 500 grömmum af smjöri, frá og með deginum í dag og til loka desembermánaðar 1951. Mjólkurbúum skal vera heimilt, fram til 16. september 1951, að af- greiða til smásöluverzlana smjör gegn SKAMMTI 10, 1951. Smásölu- verzlunum er hins vegar ekki heimilt að afgreiða smjör til viðskipta- vina sinna gegn skammti 10, 1951, eftir 31. ágúst þ.á. Reykjavík, 1. september 1951, Innflutnings- og gjaldeyrisdeild fjárhagsráðs. Fjárhagsráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brauðum í smásölu: Rúgbrauð, óseydd 1500 gr............ kr. 4,07 kr. 4,20 Normalbrauð 1250 gr................. — 4,07 — 4,20 Séu nefnd brauð bökuð með annari þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í lilutfalli við ofan greint verð. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfaiuli, má bæta sannan- legum flutningskostnaði við hámarksverðið. , Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera kr. 0,20 hærra en að framan greinir. Reykjavík, 19. sept. 1951, VERÐLAG SSKRIFSTOF AN. Ljúffengt °g hressandi w w - Atvinna. Þakkarávarp. Innilegt þakklæti til sóknarbama minna, vandamanna og vina vorra víðsvegar um land, er sýndu oss samúðar- og virð- ingarvott, við fráfall og jarðarför eiginkonu, móður og tengda- móður okkar, Guðrúnar Jónsdóttur á Stað í Grunnavík. Jónmundur Halldórsson, börn og tengdabörn. Vantar fólk til netahnýtingar. lISlF]Iltl>]Ð>][N<GHU]Ht IHÍ1F

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.