Vesturland

Volume

Vesturland - 31.10.1951, Page 1

Vesturland - 31.10.1951, Page 1
w uf & mmm 2RS) SfesU’FWZ'X&H Sdft M1 GFS37£$»Smxm XXVIII. árgangur j ísafjörður, 31. október 1951 || 14.—15. tölublað. Milljóna lántökur bæjarsjóðs. Um 700000 lcr. af þessum lántðkum hefur verið notað írekstur bæjarsjóðs 1051 Lántökur á s.l. sumri. Veðdeild Landsbankans lánaði bæjarsjóði einnar miljón króna lán til 25 ára, sem tryggt er með ýms- um fasteignum bæjarins og lóðum. Andvirði þessa láns var bæjar- sjóði afhent í veðdeildarbréfum og annaðist bæjarsjóður sjálfur sölu bréfanna. Þá var tekið lán í Útvegsbanka íslands h.f., útibúinu á Isafirði, að upphæð kr. 515.000,00, sem greið- ist á 15 árum og er það lán tryggt með 1. veðrétti í Elliheimilinu og Dagheimilinu og með II. veðrétti í Kirkjubóli. Gjaldþrotabær fær miljón króna veðdeild. Á undanförnum árum hefur það verið föst regla kratanna að út- hrópa þetta bæjarfélag bæði hér heima og í Reykjavík og óspart notað blöð sín til þessarar iðju. Kratarnir hafa haldið því fram að þetta bæjarfélag væri fyrir löngu síðan komið á vonarvöl eða með öðrum orðum, gjaldþrota. Sann- leikurinn í þessu máli er hinsveg- ar sá að skuldlaus eign bæjarfél- agsins hefur vaxið frá því að krat- arnir misstu einræðisvald sitt í ársbyrjun 1946 til ársloka 1950 um ekki minna en 2 milj. og þrjátíu og þrjú þúsund krónur. Þegar kratarnir komust á ný í meirihlutaaðstöðu í apríl s.l. þá urðu þeir í sambandi við lánsút- vegun sína, að kingja þeim rógi að þetta bæjarfélag hafi verið á gjald þrotsbarmi. Eða vilja kratarnir halda því fram, að veðdeild Lands- bankans hafi lánað Isafjarðarbæ eina miljón, ef bærinn hefði verið búinn að veðsetja allar eigur sínar? Biekkingar kratablaðanna. Á s.l. hausti létu kratablöðin, Alþýðublaðið og Skutull, mikið yf- ir því, að Alþýðuflokksmenn, und- ir framkvæmdastjórn Jóns Guð- jónssonar, væru búnir að vinna stórkostlegt afrek þessa mánuði, sem þeir hefðu ráðið og hefði nú verið komið reglu á fjármál bæj- arins og óreiðuskuldir greiddar. Hefðu lán þau sem fengust farið í það, að greiða óreiðuskuldir í- haldskomma, eins og kratamir nefna það, og þeim hefur verið kippt í lag af Alþýðuflokksmönn- um einum. (Það er takmörkuð virðing borin fyrir Haraldi Stein- þórssyni). Hvað var greitt með veðdeildarbréfunum. Skuld bæjarsjóðs við Trygging- arstofnun ríkisins um s.l. áramót nam kr. 320. 732,62. Áætlað fram- lag bæjarsjóðs reyndist við út- reikning ofhátt áætlað um krónur 36.677,87. Þá hafði tryggingarráð fengið ávísun frá bæjarsjóði á ríkissjóð út á ógreidd stofnfjár- framlög skólanna að upphæð kr. 100 þús, svq að raunverulega var áfallin skuld við stofnunina því kr. 184.054,75 um s.l. áramót. En tryggingarstofnuninni var hinsvegar greitt í veðdeildarbréf- um um 512 þús. kr., það var öll skuldin frá fyrra ári og fékk bæj- arsjóður aftur ávísunina að upp- hæð kr. 100 þús., til þess að fá út á hana peninga í rekstur þessa árs, sem síðar verður vikið að, og ennfremur greiddir 3 ársfjórðung- ar af iðgjaldi bæjarins til trygg- ingarstofnunarinnar á þessu ári á 3ja hundrað þúsund kr. Þá var Brunabótafélagi íslands greitt með veðdeildarbréfum 55 þús. kr. skuld. Af þeirri skuld er um 23 þús. kr. afborgun og vextir af vatnsveituláni, sem féll í gjald- daga í febrúar. Afborgun og vext- ir af þessu láni hafa á undanföm- um árum verið greidd með vatns- skatti, en innheimta hans hófst ekki fyrr en í apríllok s.l. Þá hefur Rafveitunni verið afhent um 295 þús. kr. í veðdeildarbréfum fyrir skuld bæjarsjóðs við Rafveituna og til greiðslu á rafmagnsnotkun á þessu ári. Útvegsbankalánið. Bæjarsjóður ísaf., hefur fengið skuldum sínum í Útvegsbankanum breytt í fast lán til 15 ára. Þessar skuldir voru víxill kr. 370 þús., tryggður með ávísun á ríkissjóð vegna ógreiddra stofnframlaga til skólabygginga, víxill kr. 150 þús., útgefinn af Kaupfélagi ísfirðinga, víxill út á útsvör um kr. 58.800,00 og víxill útg. af M. Bernharðssyni um kr. 11,200,00 og að lokum víxill vegna Sjúkrahúss kr. 75 þús. Sam- tals nema þessar skuldir krónur 660 þús. kr. og eru 515 þús. kr. breytt í fast lán með tryggingu í Elliheimilinu, Dagheimilinu og með II. veðrétti í Kirkjubóli. Út- vegsbankinn gefur svo bæjarsjóði eftir ávísun á ríkissjóð, að upphæð 370 þús. kr. í staðinn fyrir hinar nýju tryggingar! Auk þess hefur verið samið um að greiða 150 þús. kr. víxilinn, sem gefinn er út af K.Í., á 15 árum. Um hálf miljón kr. til ráðstöfunar. Með því að fá aftur 100 þús. kr. ávísun frá Tryggingarstofnun rík- isins og 370 þús. kr. ávísun frá Útvegsbankanum vegna ógreiddra stofnfjárfrapalaga til skólabygg- inga, þá hefur bæjarsjóður fengið þai’na 470 þ\is. kr. til ráðstöfunar. Af þessu fé hefur ríkissjóður nú greitt kr. 155 þús., en lán tekið út á eftirstöðvarnar hjá Tryggingar- stofnuninni kr. 150 þús. og hjá Búnaðarbankanum um kr. 167 þús. Allt þetta fé hefur að miklu leyti verið notað í launagreiðslur á þessu ári, svo að óhætt er að full- yrða, að af þessum lánum og veð- deildarbréfum hefur verið notað ekki minna en 600 til 700 þús. kr. í rekstursfé á þessu ári. Þeir koma reglu á fjármálin. Skutull sagði að bæjarstjóran- um hefði tekizt að koma reglu á fjármálin. Sama blað talar um fjölskrúðugt safn af víxlum, sem bærinn átti í vanskilum í Lands- bankanum. Alþýðublaðið segir 16. sept. s.l. orðrétt: „Ennfremur hafa óreiðuskuldir bæjarsjóðs við útibú Landsbank- ans á ísafirði verið gi’eiddar að fullu“. Jafnframt birtir blaðið mynd af Jóni Guðjónssyni, bæjar- stjóra, og lítur því út fyrir, að úpp lýsingar þessar séu frá honum komnar eða einhverjum öðrum nákomnum krata hér í bæjarmál- unum. Sannleikurinn kemur í ljós. Samkvæmt óski minni í bæjar- ráði, lagði bæjarstjórinn fram skýrslu um skuldir bæjarsjóðs í bönkunum og segir í skýrslu bæj- arstjórans þar orðrétt eins og bók- að er í fundargerð bæjarráðs 8. október: ,,í Landsbankanum skiptast skuldirnar þannig: Vegna vatns- veitu kr. 360.667,89, vegna Hús- v « mæðraskóla kr. 500 þús., vegna Sundhallar kr. 50 þús. og vegna Sjúkrahúss kr. 45 þús. Samtals. kr. 955.667,89“. í aprílmánuði í vor, þegar krat- ar og kommúnistar opinberuðu tmilofun sína, þá stóðu þessar skuldir þannig: Vatnsveitulánið var í fullum skilum, vextir af öðru þeirra greiddir til 15/6 og af hinu til 21/6. Hvorugt þessai'a lána stóðu kratarnir við. Þau lágu í vanskilum til 12. sept. s.l. Hús- mæðraskólalánið var í vanskilum í api’íl og það er í vanskilum enn, vextir og dráttarvextir hafa því bætzt við á kratatímabilinu en engin greiðsla. Sundhallarskuldin kr. 50 þús. var í skilum til 1. maí, hún lá í vanskilum hjá krötunum til 12. september. Loks er Sjúkra- hússlánið kr. 45 þús., vextir af því eru greiddir til 30. des. n.k., svo kratarnir hafa því ekki fengið tæki færi til þess að koma því í vanskil. Ef Jón Guðjónsson hefði löngun til, að málgögn flokksins skýrðu nokkurn veginn rétt frá störfum hans, þá hefði hann birt leiðrétt- ingu á þessum ósannindavaðli. Engin leiðrétting hefur enn komið frá Jóni, því er líklegt, að hann, eins ög aðrir kratar, telji nauðsyn þess, að skreyta flokkinn með skrökfjöðrum, því ski’aut af beti’a taginu finnst varla í þeim herbúð- um. Matthías Bjai’nason.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.