Vesturland

Årgang

Vesturland - 15.11.1951, Side 1

Vesturland - 15.11.1951, Side 1
3JSR® StJeSSrFmZXVM SSÚ8FSSríBS»SMflXm XXVIII. árgangur ísafjörður, 15. nóvember 1951. 16. tölublað. Vestíirðin gar fái Marshallfé • • i _ _ r _ i tll Sc imeigmlegra raforki iivera Tillaga Sigurðar Bjarnasonar o.fl. á Alþingi Fyrir skömmu var iögð fram á Alþingi tillaga til þings- ályktunar um rannsókn virkjunarskilyrða á Yestfjörðum. Eru flutningsmenn hennar þeir Sigurður Bjarnason, Ásgeir Ásgeirsson, Gísli Jónsson, Hannibal Valdimarsson. Tillagan er á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fram fara ýtarlega rann- sókn á því, hvaða fallvatn eða fallvötn séu vænlegust til raforkuframleiðslu fyrir Vestfirði. Skal rannsóknin miðuð við virkjun eða virkjanir í svo rík- um mæli, að fullnægt geti örugglega öllum raforkuþörfum þessa landshluta á komandi áratugum. Rannsókn þessari sé hraðað svo, að rökstuddar til- lögur og áætlanir um, hvar og hvernig sé haganlegast að virkja, liggi fyrir haustið 1952“. 1 greinargerð segir svo: Þörfin fyrir raforku á landi hér vex nú hröðum skrefum, og eru kröfur landsmanna um aukið raf- magn orðnar svo ákveðnar, að segja má, að þar sem ekki er kost- ur á nægilegu rafmagni, þar fáist fólkið ekki til að búa til lengdar. Engar líkur eru til þess, að þetta breytist á næstu áratugum. Vax- andi iðnaður og aukin véltækni á öllum sviðum kallar á rafmagn í sívaxandi mæli. Bættur húsakost- ur og kröfur um aukin lífsþægindi útheimta meira rafmagn til húsa- hitunar og annarra heimilisþarfa. Allt þetta verður að gera sér ljóst nú þegar og miða virkjanir næstu ára og undirbúning virkjana við það. Hinar myndarlegu virkjanir Sogsins fyrir Suðvesturland og Laxár fyrir Norðurland eru svar við hinum vaxandi rafmagnsþörf- um í þessum landshlutum. Með framkvæmd þeirra er lagður grundvöllur að áframhaldandi þróun atvinnulífsins á flestum sviðum í þessum landshlutum. En það þurfa fleiri landshlutar að fá virkjanir, sem eru til frambúðar, ef aðstaðan til öruggrar lífsaf- komu á ekki að verða allt of ó- jöfn í landinu. Stórvirkjunum á okkar mæli- kvarða, eins og Sogsvirkjuninni og Laxárvirkjuninni, verður seint komið í framkvæmd án erlendrar aðstoðar, og eru þær nú fram- ltvæmanlegar aðeins vegna þess, að Marshallaðstoðarinnar nýtur við, og einungis með því að nota mestan hluta Marshallfjársins, sem landinu í heild var veitt, til þessara tveggja virkjana. Aðrir landshlutar eiga því fullan rétt á að krefjast þess, að heildarvirkj- anir hjá þeim verði látnir sitja í fyrirrúmi, ef áframhald verður á Marshallaðstoð til landsins, en til þess munu nokkrar vonir. Ástand í rafmagnsmálum á VestfjörSum. Á Vestfjörðum eru virkjanimar í Engidal við Skutulsfjörð einu vatnsvirkjanirnar, sem fram- kvæmdar hafa verið og nokkur munur er að. Vantar þó mjög mik- ið á, að þær fullnægi ísafjarðar- kaupstað og Eyrarhreppi í Norð- ur-ísafjarðarsýslu. Þá er ákveðin og að nokkru leyti hafin 700 hest- afla virkjun í Fossá í Hólshreppi fyrir Bolungavík. Þessar ár hafa góð virkjunarskilyrði, yfir 300 metra fallhæð, og em aðeins í 5—6 km fjarlægð frá notendasvæðinu. Þær hafa því skilyrði til þess að framleiða rafmagn jafnódýrt og stór sameiginleg stöð. Virkjun þeirra var því og er sjálfsögð, jafnt fyrir það þó að síðar komi stórt sameiginlegt orkuver fyrir allt svæðið. Verður væntanlega settur fullur kraítur á Bolungar- víkurvirkjunina á næsta vori. Önn- ur kauptún á svæðinu verða flest að bjargast við litla og rándýra raforku, framleidda með olíu. Eins og nú lítur út með verðlag á að- fluttu eldsneyti og gjaldeyrisöflun þjóðarinnar til kaupa á því í fram- tíðinni, eru horfurnar þær, að vart þarf að ræða um raforkufram- leiðslu með olíuvélum sem fram- tíðarlausn málsins, en þó verða þessar stöðvar nauðsynlegar sem varastöðvar. Vestfirzkar sveitar hafa yfirleitt ekkert rafmagn, ekki einu sinni til ljósa. Vatnsafl og virkjunar- möguleikar. Dynjandi, fossinn við Arnar- fjörð, vakti snemma athygli um virkjunaraðstöðu á svæðinu vestan Glámufjallgarðs. Nú munu liðin yfir 30 ár síðan hafin var rann- sókn á virkjunaraðstöðunni þar, bæði í Dynjandisá og Mjólkurám. Hefur sitt sýnzt hverjum um virkjanlegt afl ánna, en samkvæmt frumvarpi um virkjun þar, er lá fyrir síðasta Alþingi, er talið, að fá megi þar 7000 hestöfl fyrir 60 millj. kr. miðað við verðlag 1950. Þetta er ekki óglæsileg niðurstaða, ef endanleg er, og full ástæða er til þess. að skyggnast eftir virkj- unaraðstöðu við önnur fallvötn þar í grehnd til samanburðar. En Glámufjallgarðurinn hefur tvær hliðar, og snýr aðeins önnur þeirra niður að Arnarfirði. Hin snýr að fjörðunum við Isafjarðar- djúp: Hestfirði, Skötufirði, Mjóa- firði og Isafirði. Þar er ekki síð- ur mikil fallhæð, fossar og stöðu- vötn til miðlunar. Hefur raforku- málaskrifstofan í sumar byrjað lauslegar athuganir þar og mæl- ingar á miðlunarskilyrðum og vatnsrennsli. Verður vatnsrennsl- ismælingum þar haldið áfram í vetur. Niðurstaða þessara laus- legu athugana hvetur eindregið til Sigurður Bjarnason frá Vigur. áframhaldandi mælinga, jafnframt því sem áætlunarinnar um Dynj- andisá og Mjólkurár verða endur- skoðaðar. Þá eru einnig veruleg virkjunar- skilyrði á svæðinu austan Isafjarð- ar, innst í Isafjarðardjúpi, upp af Langadalsströnd, og hafa þar ver- ið gerðar talsverðar mælingar. Áður en hafizt er handa um framtíðai'virkjun fyrir þennan landshluta, er mjög nauðsynlegt, að athuguð séu öll meiri háttar fallvötn á svæðinu, sem líkleg eru til heildarvirkjunar, svo að hægt sé að mynda sér rökstudda skoðun um, hvar fyrst á að virkja og hvar síðast og hvernig haga á virkjun hvers fallvatns, svo að rafmagnið verði sem ódýrast, bæði í byrjun og við síðari aukningar. Ef fall- vatn er ekki virkjað að fullu strax, þarf einnig að gæta þess vandlega, að virkjun að hluta útiloki ekki né torveldi fullnaðarvirkjun síðar, þar sem öll fallhæð og allt vatnsrennsli árinnar er hagnýtt. Þetta er sér- staklega mikilsvert í' landshluta, sem á frekar lítið af fallvötnum, sem aðgengileg eru til virkjunar í ríkum mæli. Nauðsyn raforkunnar. Reynsla allra þjóða er sú, að þar sem rafmagn er fáanlegt í ríkum mæli við hóflegu verði, þar rís upp Framhald á 4. síðu.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.