Vesturland

Árgangur

Vesturland - 15.11.1951, Blaðsíða 3

Vesturland - 15.11.1951, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 Landsfiuidurinn lítur svo á, að frumskilyrði þess, að Islendingum geti farnast vel í landi sínu, sé að athafnaþrá manna fái sem víðtækast verk- svið, en sé ekki reyrð í viðjar, svo sem gert hefur verið langt úr hófi fram á undanförnum árum. Stefna Sjálfstæðisflokksins er stefna sjálfsbjargarviðleitni, atvinnu- frelsis og séreignar. Sjálfstæðisstefnan byggist á sögu, eðli og hugsunar- hætti þjóðarinnar. Sjálfstseðisstefnan ein er í fullu samræmi við hug- sjónir fslendinga frá öndverðu, um frelsi í stað fjötra, um samheldni í stað sundrungar. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur því, í samræmi við grund- vallarstefnu sína, að standa jafnan vörð um lýðræði og mannréttindi gegn hinum alþjóðlega kommúnisma, sem gengur í berhögg við þessar hugsjónir. Sjálfstæðisflokkurinn er Iangstærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar. Hið mikla fylgi hans byggist á því, að hann er flokkur allra stétta, flokk- ur fjöldans, gagnstætt hinum flokkunum, sem allir eru sérhagsmuna- flokkar. Landsfundurinn er þess fullviss, að saga landsins undanfarin ár hefði orðið önnur og farsælli, ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki oftlega þurft að fallast á ógeðþekk ákvæði, til þess að semja landslýðinn undan því, sem verra var. Sjálfstæðisflokkurinn beinir þeirri eindregnu áskorun til lslendinga, að þeir fylki sér um stefnu flokksins og skapi á Alþingi meirihluta Sjálfstæðismanna, er einn megnar að mynda þá festu og öryggi í stjórn landsins, sem þjóðinni er brýn þörf á. ÞAKKABAVARP. Kvennadeild Slysavarnafél. á ísafirði hafa borizt þessar höfð- inglegu gjafir: Frá Ragnheiði Jónsdóttur í Kjós, til minninar um Guðbjart Kristjónsson, kr. 500,00. Frá Tómasi Guðmundssyni í Kjós, til minningar um Guðmund Tómasson, kr. 500,00. Gjafirnar gefnar til kaupa á radartækjum í Maríu Júlíu. Frá Bjarna Jónssyni, Isafirði, til minningar um son hans Bjama Halldór frá Snæfjöllum á 60 ára fæðingardegi hans, kr. 500,00. Kærar þakkir. Iðunn Eiríksdóttir, gjaldkeri. Ungbarnaskoðun. Ungbarnaskoðun fyrir börn á fyrsta aldursári, er kl. 4,30 fyrsta og þriðja mánudag í mánuði hverjum í Skátaheim- ilinu við Hafnarstræti. Mæður, látið lækni fylgjast með heilsufari barna yðar. EIRlKUR EINARSSON, alþingismaður, látinn. S.l. þriðjudag lézt í Reykjavík, Eiríkur Einarsson, alþingismaður. Hafði hann lengi þjáðst af þeim sjúkdómi, sem leiddi hann að lok- um til dauða. Eiríks var minnst í Sameinuðu þingi í gær. Fór for- seti hjartnæmum orðum um þenn- an ágæta drengskaparmann og drap á helztu æfiatrið hans. Æfi- starf hans var mikið og fjölþætt, m.a. sat hann 25 þing, lengst af sem þingmaður Árnesinga. Eirík- ur Einarsson var 66 ára er hann lézt. r Sjúkrasamlag Isaf jarðar. ilVARP -------------------—------------------ til ísfirzkra foreldra Auglýsing um lögtak. í lögreglusamþykkt Isafjarðarkaupstaðar eru þessi ákvæði um útivist barna og unglinga að vetrinum: Börn yngri en tólf ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 20 og börn 12—15 ára ekki seinna en kl. 22 á tímabilinu 16. sept- ember til 15. apríl, nema í fylgd með fullorðnum, sem bera ábyrgð á þeim. Ætla mætti, að flestum þætti skylt að hlýða lögreglusamþykkt bæjar síns, en svo virðist ekki um þessi ákvæði. Hér á ísafirði má sjá fjölda barna á ferli um bæinn seint á kvöldin, löngu eftir að þau ættu að vera sezt að heima hjá sér og gengin til hvíldar. Kvöldsýningar kvikmynda- hússins eru sóttar af börnum, sem þangað eiga alls ekki að koma, nema í fylgd með fullorðnum og helzt sem sjaldnast. Foreldrar, sem reyna til þess að halda börnum sínum inni á kvöldin, eiga við mikla erfiðleika að etja. Börn þeirra heimta sama frjálsræði til útiveru og þau sjá leikfélaga sína hafa og skilja sízt, hvers vegna þeim er bannað það, sem öðrum er leyft. Það er álit allra uppeldisfræðinga, að kvöldslór barna á götum úti og sókn þeirra á skemmtistaði á kvöldin sé í alla staði skaðlegt uppeldis- legri mótun þeirra. Hverju barni og unglingi er nauðsynlegt að njóta reglulegs svefntíma, en hann verður hvorki nægur eða reglubundinn, ef engum föstum venjum er haldið um svefntíma þeirra á kvöldin. Telja má víst, að alltof mörg börn bíði tjón vegna of skammrar hvíldar og of lítils svefns. ísfirzkir foreldrar og aðrir forráðamenn barna og unglinga: Takið höndum sáman um að bæta úr því ófremdarástandi, sem hér ríkir um útivist barna og unglinga. Það verður að vera lágmarkskrafa, að lög- reglusamþykkt bæjarins sé hlýtt í þessu efni og það er eitt í störfum lögreglunnar að sjá um að svo sé gert. Sé það vilji ykkar að forða börn- um ykkar frá kvöldslóri og næturvökum, þá leitið samvinnu við lög- regluna, en vinnið ekki á móti henni í velferðamálum barna ykkar. Sam- kvæmt lögreglusamþykktinni er og heimilt að beita sektarákvæðum við þá foreldra, er ekki sjá svo um, að, börn þeirra hlýði settum reglum um útivist á kvöldin. Einungis ákveðinn og samstilltur vilji ykkar getur bætt hér um. Stjórn Bamaverndarfélags Isaf jarðar. Lögtak hefur verið úrskurðað fyrir ógreiddum útsvörum, fasteigna- skatti, vatnsskatti, lóðaleigum og erfðafestugjöldum til bæjarsjóðs tsa- fjarðar fyrir árið 1951. Samkvæmt úrskurðinum má lögtak fara fram fyrir gjöldum þessum, eftir að átta dagar eru liðnir frá birtingu þess- arar auglýsingar. Skrifstofa bæjarstjórans á lsafirði, 8. nóvember 1951. TUNGUMALANAMSKEIÐ. Franska fyrir byrjendur. Þýzka og enska fyrir þá, sem lengra eru komnir. Dr. Fríða Sigurðsson. HÚS TIL SÖLU. Tilboð óskast í húseign mína, Þvergötu 5, Isafirði. Réttur er á- skilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Asberg Kristjánsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.