Vesturland


Vesturland - 23.11.1951, Blaðsíða 1

Vesturland - 23.11.1951, Blaðsíða 1
SJSR® S/eSSrFIKZOVRH 83fíúFS3æ$»SMtiMMfl XXVIII. árgangur ísaf jörður, 23. nóvember 1951. 17. tölublað. Togararnir munu leggja hér upp afla sinn ef viðunandi verð fæst. ísborg lagði á land 4200 tonn á einu ári. Undanfarnar vikur hafa samn- ingaumleitanir farið fram milli stjórnar Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda um verð á togarafiski til vinnslu í landi. Hafa þessir aðilar skipst á. tilboð- um og gagntilboðum um verðlagið og hefur nokkuð þokast í áttina til samkomulags fyrir góðan vilja beggja aðila, enda er hér um mik- ilsvert hagsmunamál beggja að ræða og þjóðarbúsins í heild. Hefur ríkisstjórnin nú síðustu daga tek- ið þátt í þessum samningum og búast má við samkv. nýjustu frétt- um, að samningar takizt einhvern næstu daga. Ef samningar nást, er hér um 20 þús. tonn, sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna vill kaupa til febrúarloka. Er ráðgert að selja fiskinn aðallega til clearing-land- anna. Er talað um að 50% af afl- anum megi vera karfi og 10% ufsi. Um nánari skiptingu á öðr- um fiski er ekki talað. Mikið hagsmunamál. Öllum, sem til þekkja er ljóst, að mjög óráðlegt er að byggja af- komu togaraflotans eingöngu á ís- fisksölum í Englandi í vetur. Skipting skipanna fyrir Englands- markað og innanlandsmarkað er mjög þýðíngarmikið atriði, til að koma í veg fyrir of mikið fisk- framboð þar, og þar með verðhrun á fiski. Það er einnig mjög þýð- ingarmikið fyrir hraðfrystihúsin að fá verulegt fiskmagn til vinnslu fram til þess tíma, að aðalvertíð bátaflotans byrjar. Þetta myndi auk þess skapa geysimikla atvinnu í landi og auka verðmæti útflutn- ingsins til stórra muna. Á s.l. hausti og í vetur fékkst þýðingar mikil reynsla fyrir því, að hægt er að vinna togarafisk í landi með góðum árangri í frysti- húsum. Sérstaklega skapaði karfa- veiði togaranna nýja markaðs- vöru, sem reyndist vel til sölu í Bandaríkjunum. Mikil og góð karfaveiði skapaði togaraflotan- um möguleika til að leggja afla sinn í land, ýmist til hraðfrysting- ar eða til bræðslu. Um aðrar fisk- tegundir skapaði lágt verðlag mikla örðugleika. Þannig hafa tog- ararnir aðeins fengið 75 aura fyr- ir kg. af þorski á sama tíma sem bátarnir fengu 96 aura fyrir kg., vegna þeirra fríðinda, sem báta- gjaldeyririnn skapaði. Um verðlag annarra fisktegunda er svipað að segja. Hærra fiskverð. Þegar karfaveiðin brást í sumar, neyddust togararnir til að hætta að leggja afla sinn á land, þar sem útgerð þeirra gat alls ekki borið sig með því aflamagni, sem hægt var að ná í og verðlagi á öðrum fiski. Togararnir hófu veiðar í salt við Grænland og ísfisksölur í Þýzkalandi og Englandi. óvenju- legt aflaleysi hefur verið á mið- unum í haust og karfaveiði stopul og ótrygg. Þetta gerir það að verkum, að veruleg verðhækkun á togarafiski er nauðsynleg til þess að hægt sé að leggja afla á land til vinnslu, þannig að útgerðin beri sig. Þetta er öllum hugsandi mönn- um ljóst. Það er þýðingarlaust og óviturlegt, að heimta að togararn- ir leggi afla sinn á land, nema því aðeins, að líkur séu til, að fisk- verðið standi undir útgerðarkostn- aðinum, miðað við aflabrögðin. Krafa um, að leggja afla í land með stórtap, myndi fljótlega leiða til þess, að skipin yrðu bundin við bryggju eða flutt úr bænum, og þá hvorki veita togarasjómönnum né landverkamönnum atvinnu. Myndi slíkt ráðslag hvorki auka atvinnu í landinu eða auka þjóðar- tekjurnar né útflutningsverð- mætið. fsfirzku togararnir og atvinnulífið á lsafirði. Það verður ekki sagt, að að- staða til að leggja upp afla af tog- urunum sé góð á ísafirði. Hrað- frystihúsin eru lítil. Fiskimjöls- verksmiðjan er óstarfhæf eftir brunann í vor. Jarðolíu er ekki að fá nema þá 100—120 kr. dýrari pr. tonn og miklir örðugleikar með ís. Fram til þessa hafa ísfirzku togararnir, þegar þeir hafa lagt afla sinn á land hér í bænum, far- ið suður til Reykjavíkur til að taka olíu og til Reykjavíkur eða Pat- reksfjarðar til að taka ís. Við þessa erfiðu aðstöðu bætizt það, að ekki hefir verið hægt að fá sama verð fyrir aflann hér og t.d. á Akranesi eða við Faxaflóa yfir- leitt, hvorki á afla til bræðslu eða frystingar. Þrátt fyrir þetta hef- ur togarafélagið mjög lagt sig fram um það, að leggja afla hér á land til þess að auka sem mest at- vinnu í bænum. Verður ekki kom- izt hjá að benda sérstaklega á þetta atriði. Frá 20. nóv. 1950 til jafnlengd- ar í ár hefur togarinn ísborg lagt um 4200 tonn af fiski á land. Til samanburðar má geta þess að afli ísfirzku bátanna á s.l. vetrarvertíð, sem gerðir voru út frá ísafirði, var 1319 tonn og vertíðarafli bátanna í verstöðvum við Djúp, Bolungar- vík, Hnífsdal, ísafirði og Súðavík var samtals um 3715 tonn. Þetta eru athyglisverðar tölur fyrir þá sem nú hallmæla togara- félaginu fyrir það, að það hafi ekki hagað rekstri sínum með tilliti til hagsmuna bæjarfélagsins, með því að leggja afla skipanna á land og auka atvinnu í bænum, en flytja aflann óunnin, að hætti nýlendu- þjóða, á erlendan markað. Stjórn togarafélagsins hefur þvert á móti, jafnan haft það sjón- armið efst í huga, við rekstur tog- aranna, að veita sem mesta vinnu í land, þegar nokkur kostur hefur verið á. Það má t.d. nefna það, að Isborg varð fyrst allra nýsköpun- artogara til að hefja veiðar í salt eftir stríðið og lagði afla sinn á land hér á Isafirði. Nam saltfisk- afli ísborgar 1950 um 900 tonn og veitti það verulega vinnu hér í bænum, enda var um þriðjungur, aflans þurrkaður. Einnig má geta þess, að ísborg varð fyrst allra nýsköpunartogara, til að hefja síldveiðar sumarið 1950. Togaraverkfall stóð þá yfir og enginn kostur að ná sérsamn- ingum um karfaveiðar við Sjó- mannafélag Isfirðinga, eins og gert var á Akureyri og víðar. Sú nýbreytni var tekin upp að salta síld um borð í ísborg, til þess að gera aflann verðmætari og skapa meiri vinnu og fyrir fleiri bæjar- menn en ella. Það er staðreynd, sem ekki verður mótmælt, að Is- borg \hefur tvö undanfarin ár lagt meiri afla á land til söltunar og frystingar en flestir, ef ekki allir aðrir togarar. Þáttur bæjarstjórnar lsafjarðar. Um rekstur ísfirzku togaranna hefur enginn ágreiningur verið innan stjórnar togarafélagsins. Til- raun var gerð til þess strax í haust, að leggja afla skipanna á land, en vegna aflatregðunnar og verðlagsins var með öllu útilokað að halda því áfram. Það var því enginn ágreiningur innan stjórnar- innar, um að senda Sólborg á salt- fiskveiðar við Grænland og Isborg á ísfiskveiðar til sölu á erlendum markaði, eins og á stóð. Eftir að samningaumleitanir voru hafnar milli S.H. og F.Í.B. um verð á togarafiski, ríkur bæjar- stjórn Isafjarðar til og samþykkir áskorun á togarafélagið að leggja afla skipanna á land, einmitt þeg- ar samtök togaraeigenda voru að vinna að því að tryggja það, að Framhald á 4. siðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.