Vesturland

Volume

Vesturland - 30.11.1951, Page 1

Vesturland - 30.11.1951, Page 1
XXVIII. árgangur ísafjörður, 30. nóvember 1951. 18. tölublað Hversvegna líggur ísfirzki bátaflotinn bundinn í höfn? I verstöðvuniim í kring eru bátarnir starfrsktir. Það er létt að krefjast alls af öðrum. Á undanförnum vikum hafa kratamir í bæjarstjórn reynt að draga athyglina frá athafnaleysi sínu í atvinnumálunum með því, að samþykkja fjölda áskorana á stjórn togarafélagsins ísfirðing- ur, þess efnis, að skip félagsins legðu hér á land afla sinn. Þessum mönnum var það ljóst, að samningar stóðu þá yfir milli heildarsamtaka botnvörpuskipa- eigenda og Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna um hærra verð fyr- ir togarafisk, sem lagður væri á land til vinnslu. Þáttur bæjarstjórnarkratanna og aðstoðarkratans í bæjarstjóm var aðeins, að samþykkja áskomn á aðra, þeir sjálfir eða atvinnu- fyrirtæki þeirra þurftu ekkert að gera, til þeirra mátti engar kröf- ur gera. Bátaflotinn í verstöðvunum hefur veiðar. Fyrir nokkru síðan hófu bátar frá Súðavík, Hnífsdal, Bolungar- vík og Suðureyri róðra. Afli þess- ara báta hefur verið rýr en þó oft verið 3—4 smál. í róðri og hæst farið í hálfa sjöttu smálest. Ot- gerðarmenn á þessum stöðum telja það ómaksins vert að gera báta sína út og freista þess að færa björg í bú, sjómönnum, verkamönnum og sér til hagsbóta. Bátar fólksins bundnir i höfn. En hér á ísafirði, höfuðstað Vesturlands, sem einu sinni var þekktastur útgerðarstaður þessa lands, liggur vélbátaflotinn bund- inn við festar í bátahöfninni. Þannig er nú umhorfs í bæ vél- bátaútgerðarinnar, ísafirði á því herrans ári 1951. Isafjörður! Hvar er þín fom- aldarfrægð? Þannig myndu gömlu sjógarpar okkar spyrja nú, ef þeir stæðu uppi. Hvar eru athafnamenn þessa bæjar? Eða hvar eru nú þeir menn sem sögðu, afr ef bátamir — atvinnutækin — eru í eigu fólksins sjálfs, þá er tryggt að þeir verða alltaf starfræktir og fólkinu því séð fyrir vinnu. Það er bezta atvinnutrygging vinnandi fólks! Hver á Samvinnufélagið ? Er það ekki lengur félag fólksins ? Nú er öldin önnur. Tímarnir breytast og mennirnir með. Nú eiga ísfirzkir sjómenn ungan leiðtoga úr bamakennara- stétt, hann boðar nýja tíma og breytta stefnu. Hann telur það grín, að tala um útgerð á vélbát- um héðan. Eftir þessari trú ís- firzka sjómannaleiðtogans, þá eru útvegsmenn í áðurnefndum þorp- um að gera út báta sína upp á grín. Þéssi útgerð er þá öll orðin leikur og fíflalæti!!! Þá átti bærinn að gera út. Fyrir einu ári hélt þessi sami sjómannaleiðtogi því fram, að undirstaða atvinnulífs þessa bæj- ar byggðist á því, að vélbátaút- gerðin væri starfrækt. Þá vildi hann og nánustu sálufélagar hans, að bærinn leigði vélbátana og gerði þá út. Leiðtogi verkalýðsfélagsins sem telst ,,skrifstofustjóri“ taldi þá, að togarinn hér gæfi sáralitla vinnu í landi. En ísborg landaði þá afla sínum hér. Nú telja þeir félagar vélbátaút- gerðina einskis virði. Nú byggist allt á að togaramir leggi hér afla á land. Nú er sama og nefna snöru í hengds manns húsi, að minna þessa menn á þeirra eigin tillögur, sem þeir fluttu fyrir einu ári, þess efnis að bærinn leigði bátana. Nú hrópa þeir, hver í kapp við annan: Bærinn er ekki þess um- komin að gera neitt, það er tög- arafélagið ísfirðingur, sem á að halda öllu uppi. Atvinnuleysið hér er nú stjórnendum þess félags að kenna, að sögn kratanna. Hvaða skýring er á þessum snúningi. Fyrir einu ári fóm Sjálfstæðis- menn með forystu bæjarmálanna. Þessvegna kröfðust kratarnir þess að þeir gerðu út bátaflotann. Þá lagði Isborg hér afla á land, þá veitti það litla sem enga atvinnu sögðu kratarnir. Þá var alls kraf- ist af bæjarstjórn. Verkalýðs- og Sjómannafélagið var notað til þess að þjóna innræti og hvötum manna eins og Guðmundar G. Kristjánssonar og Jóns H. Guð- mundssonar. En nú hafa kratarnir meirihlut- ann, þá er málinu snúið við, nú má engar kröfur gera á hendur bænum, og nú er togarafélagið orð- ið eini aðilinn, sem allt stendur og fellur með. Sjálfstæðismenn ráða togarafélaginu. Skyldurnar hvíla ávallt á þeim að styðja og styrkja atvinnulífið. Hlutverk kratanna er hinsvegar annað, þeir hafa enga ábyrgð. Þeirra dyggðir koma all- ar fram í gaspri og slagorðum. lsfirzku bátarnir liggja. Vélbátarnir á Isafirði liggja enn í höfn. Forstjóri stærsta útgerðar- félagsins í bænum, sem jafnframt er ritstjóri Skutuls, Birgir Finns- son, hefur verið önnum kafinn, að losa bæjarfélagið við bátana. Eina útgerðaréifrek hans er það, að framtakssamir Hnífsdælingar, sem trúa á framtíð byggðarlagsins, hafa sótt til hans einn bátinn, Val- björn, og greitt fyrir hann ærið Framhald á 4. síðu. ATVINNUBÆTUR KRATANNA. Kratarnir hafa nú ráðið hér í rúma sjö mánuði með aðstoð einnar kommúnistanefnu. Þennan tíma hafa þeir notað vel. Lagt var á bæjarbúa 300—400 þús. kr. árlegnr skatt- ur í hækkuðum rafmagnsgjöldum. Hvert tækifæri hefur verið notað til þess að auglýsa hungur og eymd Isfirðinga í útvarpi og Alþýðublað- inu, en á sama tíma eru sendir bréflappar inn á heim- ili atvinnulausra verkamanna og sjómanna, og þeim hótað lögtaki eða f járnámi, ef áfallin útsvör er'u ekki greidd tafarlaust. Svo langt hafa þeir gengið að menn hafa fengið heimsenda snepla með fleiri þús- und króna skuld, þó að þeir væru búnir að greiða allt útsvarið fyrir yfirstandandi ár. Þetta eru atvinnu- bæturnar til alþýðunnar í bænum. En til kratanna sjálfra hefur þetta áunnlst á sjö mánuðum: Eyjólfur hefur yfirgefið hið blómlega Samvinnu- félag og leitað á náðir bæarins um framfæri. Hannibal hefur fengið þrjár ferðir til Reykjavíkur á s.l. ári, sem kostuðu bæjarsjóð tæpar sjö þúsund kr. Mestan þennan tíma hafa tveir og þrír bæjarstjórar verið á fullum launum. Stjórn kratanna þýðir álögur og hótanir á alþýðuna, en bitlinga fyrir broddana! s....... ............. /

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.