Vesturland

Árgangur

Vesturland - 30.11.1951, Blaðsíða 2

Vesturland - 30.11.1951, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjamason frá Vigur Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Afgreiðsla og auglýsingar: Engilbert Ingvarsson, Hafnar- stræti 12 (Uppsalir). — Verð árgangsins krónur 20,00. Landhelgismálin. Landhelgismálin eru nú þau mál, sem efst eru á baugi í ræðu og riti, enda eðlilegt, þar sem þróun þeirra getur átt eftir að hafa úrslitaþýð- ingu fyrir fjárhagslega afkomu þjóðarinnar. Um aldaraðir hefir aðal- atvinnuvegur Islendinga verið sjávarútvegur og svo mun enn verða um hríð. Landið okkar er gæðafátt, og erum við því neyddir til að sækja nauðsynjar okkar til annara landa að sýnu meira leyti, en flestar aðr- ar þjóðir. Þær neyzluvörur greiðum við með okkar afurðum. Og ef þess er gætt, að 95% af öllum útflutningi okkar eru sjávarafurðir, þá er ljóst, að lífæð okkar eru fiskimiðin umhverfis landið. Það er því eðli- legt, að við höfum reynt að tryggja okkur sem bezt not af þeim og reynt að friða miðin fyrir hættulegum veiðiaðferðum. 1 því augnamiði hefur öll botnvörpuveiði verið stanglega bönnuð innan landhelgi og dragnótaveiði mjög takmörkuð. Landhelgisgæzlan hefir mjög verið efld á síðari árum. En betur má ef duga skal. Það er nú fullljóst orðið, að strangar reglur um þriggja mílna landhelgi og öflug framfylgd þeirra nægja ekki til þess að vernda fiskistofninn við landið. — Vegna þess hversu land okkar og landgrunn er glögglega afmarkað frá öðrum löndum og öll afkoma okkar svo háð fiskveiðunum, þá er eðlilegt, að við teljum okkur eiga réttinn til að veiða á íslandsmiðum umfram aðrar þjóðir, sem allar eiga betri landkosti. Vegna margra ára ofveiði og rányrkju á fiskimiðunum er nú svo komið, að full ástæða er til að óttast, að þau muni brátt til þurrðar ganga. Hugsandi mönnum er fyrir allöngu orðið ljóst, að við svo búið mátti ekki standa. Því var það, að Jóhann Þ. Jósefsson, þáverandi sjávarútvegsmálaráðherra, fékk staðfest á Alþingi 1948 lög um vís- indalega vemdun fiskimiða landgrunnsins. Samhliða því beitti Pétur Ottesen sér, ásamt öðrum, ötullega fyrir því að fá alþjóða samþykkt fyrir friðun Faxaflóa. Strandaði það mál aðallega á andstöðu Breta, sem töldu málið tekið upp á röngum grundvelli. í beinu framhaldi af því var sagt upp samningnum frá 1901, sem Danir gerðu við Breta, og skuldbatt íslendinga til að halda ekki fram meira en þriggja mílna landhelgi gegn Bretum. — Á sama tíma og lögin um verndun fiski- miðanna áttu að koma til framkvæmda, kærðu Bretar Norðmenn fyrir alþjóðadómstólnum í Haag, vegna þess að Norðmenn höfðu látið koma til framkvæmda lög um landhelgi, sem voru með líku sniði og íslend- inga. Halda Bretar því eindregið fram, að engin þjóð hafi rétt til að ákveða landhelgi sína sjálf, heldur yerði þar að koma til alþjóðasam- þykkt. En við fslendingar trúum því ekki fyrr en í fulla hnefana, að Bretar muni að engu hafa jafn sjálfsagða réttlætiskröfu smáþjóðar, sem krafa okkar um umráðarétt yfir landgrunninu er. Jafnvel þótt úrskurður dómstólsins í Haag verði á þá lund, að okkur sé ekki heimilt að ákveða sjálfir landhelgi okkar að svo miklu leyti, sem við getum sætt okkur við, þá treystum við því, að Bretar verði ekki þrándur í götu þess, að við megum ná rétti okkar. Það er samt vonandi að við þurfum ekkert undir Bretum að eiga í þessu máli. Okkur mun finnast kynlegur úrskurður alþjóðadómstóls þess efnis, að frjáls og sjálfstæð þjóð þurfi að sækja það undir aðrar þjóðir, hver lög hún vilji láta gilda um eign hennar, og það því fremur, sem þannig er háttað, að um úrslitaþýðingu fyrir afkomu hennar get- ur verið að ræða. Krafa okkar tii algjörra yfirráða yfir landgrunninu er reist á óyggj- andi rétti okkar til að ráða Iandi okkar sjálfir. Ég þakka hjartanlega bömum mínum, barnabömum og öllum þeim, er á ýmsan hátt sýndu mér heiður og vinarhug á 70 ára afmæli mínu þann 14. þ.m., með heimsóknum gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Vogum, 25. nóvember 1951, Guðjón Sæmundsson. Utgerðarmenn — Velstjórar Biireiðaeigendur! Sparið Eldsneyti — Viðgerðarkostnað og Vélahreinsanir Notið SMURNIN GSOLlUR Aðalumboð fyrir Sinclair Refining Co., New York OLÍUSALAN H.F. Reykjavík SINCLAIR — umboðið á Isafirði: Matthías Bjarnason, sími 155 llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll■llltllllllllll■ 1 NÝKOMIÐ: | | Bátaofnar | | Scandia-eldavélar | Þvottapottar | Gólfdúkar | | Von er á gólfpappa. | Verzlun | | Elíasar J. Pálssonar, | ísafirði. Íiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii NÝKOMIÐ: OLIULITIR í smekklegum kössum. Verð kr. 120,00 og ' kr. 58,00. VAXLITIR TRÉLITIR Litabækur í miklu úrvali. BÓKABÚÐ Matthíasar Bjarnasonar. HÖFUM nýtízku vinnuspar- andi vélar til að: FRÆSA og SLIPA ventla og BORA CT cylindra í bif- reiðavélum, landbúnaðar- vélum, snurpibáta, trillu- báta og öðrum smærri vélum. Látið okkur gera við vélarn- ar í tæka tíð. VÉLSMIÐJAN ÞÓR H.F. fsafirði — Sími 41. HÁRGREIÐSLUDAMA verður hér með permanent fyrri hluta desembermánaðar. Tekið á móti pöntunum. Anna Jónsdóttir, Austurveg 12 — Sími 107. V

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.