Vesturland


Vesturland - 12.12.1951, Blaðsíða 2

Vesturland - 12.12.1951, Blaðsíða 2
 VESTURLAND \*J wrisi s/esvFiíisxim sanci&ræaisxænm Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjarnason frá Vigur Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Afgreiðsla og auglýsingar: Engilbert Ingvarsson, Hafnar- stræti 12 (Uppsalir). — Verð árgangsins krónur 20,00. Flestar húfurnar fara þeim eins, , Eins og bæjarbúum mun öllum kunnugt var vélbáturinn Valbjörn ÍS. 13, eign Samvinnufélags ísfirðinga, seldur burt úr bænum fyrir skömmu síðan, eða nánar tiltekið 29. nóv. s.l. Fyrir hönd félagsins undirritaði forstjóri þess samninginn, Birgir Finnsson. — Sala Valbjarnar burt úr bænum er fyrir ýmsa hluti mjög athyglisverð. Fyrir rúmum tveimur árum, þegar sýnt var, að dauðinn fór á Sam- vinnufélagið, þá ræddi Vesturland um hvort ekki mundi hentugt að leigja bátana skipstjórunum oog færði þau óyggjandi rök fyrir máli sínu, að atvinnutæki í höndum einstaklinga er rekið af meiri fyrir- hyggju °g þrótti en af félögum, og þá sérstaklega félagi eins og Sam- vinnufélagi ísfirðinga. — Síðan það var ritað, hefir Samvinnufélagið gert út báta sína með stöðugu stórtapi, með undantekningu þá. Það var sumarið og haustið 1950 að félagið seldi á Ieigu Valbjörn fyrir tóíf þúsund krónur á mánuði. Bátinn leigðu nokkrir ungir menn og gerðu hann út með nokkrum hagnaði, enda þótt þeir þyrftu að borga allháa leigu fyrir hann. Ef þessir menn hefðu ekki leigt bátinn hefði hann eflaust legið bundinn í bátahöfninni, og enda þótt félagið hefði gert hann út, er ótrúlegt að það hefði orðið annað en hallæris- útgerð, svo sem á hinum bátunum. — Hugleiðingar Vesturlands voru því ekki út í bláinn, enda byggðar á reynshi. Gegn þessari uppástungu risu kratarnir auðvitað öndverðir, eins og ölium velferðarmálum, sem þeir eiga ekki frumkvæðið að, og því flestum framfaramálum. — Svar- grein birtist í 36. tbl. Skutuls 1949, rituð af Birgi Finnssyni, forstjóra Samvinnuféagsins. Þar segir m.a.: „Með þeim „úrræðum Vesturlands (þ.e. leigja skipstjórunum bátana), sem hér hefir verið drepið á, tel ég, að brugguð séu vélráð til að flytja héðan nauðsynlegustu atvinnutæki bæjarbúa, Samvinnufélagsbátana, og því skora ég á bæjarbúa, og sér- staklega þá er hjá Samvinnufélaginu starfa og hafa starfað að vera á verði gegn þeim flokki og þeim mönnum, sem ætla sér að drýgja þessa dáð". Takið eftir: — Birgir Finnsson, forstjóri Samvinnufélagsins skorar á alla bæjarbúa að vera á verði gegn þeim flokki og þeim mönn- um, sem aðhefðust eitthvað sem orðið gæti til þess að bátarnir hrekt- ust úr bænum. Við þeirri áskorun er ekki nema allt gott að segja. En réttum tveim árum eftir áskorun þessa, selur áskor- andinn einn bátinn burt úr bænum! Væntanlega hefir áskoruninni verið fyrst og fremst beint til þeirra, sem standa eiga vörð um heill og velferð hinnar vinnandi stéttar bæj- arins, Sjómannafélagsins og Baldurs. En formenn verkalýðsfélaganna horfa þegjandi upp á er skjólstæðingar þeirra eru sviptir einu af sín- um nauðsynlegustu atvinnutækjum. Hafa þeir gleymt áskorun for- ingjans? Hvar er nú tyrðilmennið Jón H., sem tönglast á gamal-rjóli krataklíkunnar í síðasta Skutli? Hví boðar hann ekki til fundar til þess að mótmæla athæfi þessu, því að ekki getur sjómannastétt ísa- f jarðar verið hlutlaus þegar um er að ræða eitt af hennar nauðsynleg- ustu atvinnutækjum? Það er ekki nema eðlilegt að slík vesalmenni verði óðir og uppvægir þegar almúginn er minntur á það, sem hann virðist vera búinn að gleyma, að það er hann, sem ræður því hverjir eru áhrifamenn um hans málefni. — Svo ataðir eru nú kratamir eigin auri, að enginn mun verða til þess að draga þá upp úr vilpu þeirri, sem þeir svamla nú í. Halldór Jónsson, bóndi í Tungu MINNINGARORÐ Dánarfregn Halldórs Jónssonar, óðalsbónda í Tungu, Skutulsfirði er barst svo skyndilega, setti okk- ur samtíðarmenn hans næsta hljóða. Okkur skyldist að ennþá mætti honum endast aldur að lifa og starfa meðal okkar, og hugðum ekki að vanheilsa sú er hann kenndi hin síðari ár væri svo al- varlegs eðlis sem raun bar vitni. Halldór var ekki gamall maður, 66 ára, heill af starfsþrá og fram- kvæmdum, enda þótt hinir líkam- legu kraftar færu þverrandi. Halldór hefur alið aldur sinn í Tungu frá bernskuskeiði, fyrst sem æskumaður með lífsgleði og æskudrauma, og síðan sem ráðsett- ur og traustur búhöldur er hefir sýnt og sannað að íslenzkur land- búnaður er sá atvinnuvegur er fær- ir þjóðinni björg í bú, og er vel þess verður að lifa þar lífinu. Hall- dór í Tungu hefir mótað þau við- horf í íslenzkum landbúnaði, er framtíðin má vel við una, og skyldi taka sér til fyrirmyndar. Halldór í Tungu var enginn yf- irborðsmaður. Allt er hann lagði hug eða hönd að, skyldi byggt á traustum grunni, og hafði vakandi auga á öllu er til umbóta mátti verða, og þá jafnhliða hrynti því í framkvæmd á búi sínu, enda ber heimilið í Tungu þess glöggt vitni, að þar hefir farið saman fyrir- hyggja, dugnaður og reglusemi; allt eru þettagóðireiginleikar. Það sem Halldór sagði stóð eins og stafur á bók, hann vildi ekki vamm sitt vita í smáu sem stóru, annað tveggja sagði hann já eða nei. Þetta er sá trausti íslenzki stofn, er frá alda öðli hefir mótað hina beztu menn þjóðar vorrar og mun Halldór heitinn í Tungu því ef- laust vera í tölu slíkra manna. Halldór var kvæntur Kristínu Hagalínsdóttur frá Hjarðardal í önundarfirði, hinni mætustu konu, og mun hafa haldist í hendur hjá þeim hin snjöllustu búsforráð. Kristín er látin fyrir nokkrum ár- um. Þau hjón eignuðust þrjá syni, Vilhjálm, er dó í æsku, Sigurjón og Bjarna er sitja nú óðal sitt í Tungu, ásamt tveim fósturböm- um er þau ólu upp að mestu eða öllu, og önnuðust sem sín eigin, Soffíu og Ebenezer. Foreldrar Halldórs voru þau hjónin Sigríður Halldórsdóttir og Jón Ólafsson, bóndi í Tungu, og mun hann hafa verið yngstur sex systkyna, og enn eru á lífi Mar- grét er lengi var búsett í Tungu, en dvelur nú hjá dóttur sinni í Noregi, Pálína og Guðmundur, skipstjóri, bæði til heimilis í Reykjavík. Halldór í Tungu gaf sig lítið að störfum á opinberum vettvangi, en fylgdist vel með, og gat spjallað og túlkað sín áhugamál með festu og góðri greind ef svo bar undir. Mun hann . þó um skeið hafa átt sæti í hreppsnefnd Eyrarhrepps, og jafnan verið hlutgengur með sínar tillögur. Sömuleiðis var hann forðagæzlumaður hreppsins árum saman. Hér fyrr á árum mátti segja að heimilið í Tungu væri einskonar miðstöð ferðafólks millum önund- arfjarðar og Isafjarðar, í þá tíð var ferðast mjög á vetrum yfir Breiðadalsheiði, og venjulega tek- inn náttstaður hjá Halldóri bónda í Tungu. Mun því margur ferða- maðurinn er bar að garði, þreytt- ur, kaldur og svangur, minnast þess er hann þáði þar hinar beztu móttökur oog fyrirgreiðslu í allan máta án endurgjalds.Og það var líkt Halldóri í Tungu og konu hans að vera hjartanlega ánægð að hafa komið á móts við ferðamanninn og veitt honum þann greiða er að haldi kom. Halldór var þjóðlegur og gestris- inn, og vildi greiða úr hvers manns vanda. Við kveðum þig Halldór, vinir þínir, og þökkum góðar sam- verustundir. Einn úr sveitinni. Frá Súðavík. Blaðið átti tal við Áka Eggerts- son, Súðavík, og skýrði hann blað- inu frá eftirfarandi: Heita má, að algjör dauði hafi ríkt í atvinnumálum Súðvíkinga í haust. Aðeins örfáir menn hafa unnið við byggingaframkvæmdir á Langeyri, önnur hefir atvinna eng- in verið. — Sæfari hóf sjósókn um 20. okt s. 1. en vél hans bilaði þá þegar, og gat hann ekki hafið róðra fyrr en fyrir um þaS bil þrem vikum síð- an, en þá hóf Andvari einnig róðra. Frá Súðavík sækja því tveir bátar. Gæftaleysi hefir verjð. að undanförnu, en áfli mjög tregur, þegar gefið hefir á sjó. Mestur afli í einum róðri er 9% lest hjá Sæ- fara. í ráði er að Valur hef ji einn- ig róðra. Mun hreppurinn að öllum líkindum ábyrgjast hlutatrygg- ingu, og hefir hann fengið atvinnu bótafé í því skyni. — Enginn afgangur er af því, að menn fáist á þessa fáu báta, því að fjöldi manna hefir farið burt í atvinnuleit, aðallega suður á land.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.