Vesturland

Årgang

Vesturland - 12.12.1951, Side 4

Vesturland - 12.12.1951, Side 4
W , . \ Vf SGfíS) 2/6S3rFWZX&H SdtU3FS37£®)SMmfR XXVIII. árgangur 12. desember 1951. 19. tÖlublað. rnmrn Leikfélag Isafjarðar. B. í. L. Stundum og stundum ekki. Leikstjóri: Sveinbjiörn Jónsson. lír bæ og byggð. Þing- og héraðsmálafundur Vestur-lsafjarðarsýslu, sá 51. í röðinni, var haldinn á Suðureyri við Súgandafjörð dagana 27.—29. okt. 1951. Fundinn sátu 17 fulltrú- ar. Fundarstjóri var ólafur Ólafs- son, skólastjóri, Þingeyri. Fundur- inn tók alls 23 mál til meðferðar. Voru þau rædd og að lokum gerð- ar ályktanir í þeim. Fundurinn lagði áherzlu á nauð- syn aukins fjármagns til landbún- aðarins og útvegun lánsfjár til stóraukinnar ræktunar, bygginga og bústofnsaukningar. Fundurinn taldi stækkun land- helginnar aðkallandi nauðsyn Fundudrinn skoraði á Alþingi að veita eigi minna fé til vegagerðar í héraðinu en verið hefði og taldi mikilvægt aukið framlag til við- halds þjóðvegum sýslunnar. Fundurinn lýsti fulltingi sýnu við framkomna tillögu á Alþingi um aukna raforku fyrir Vestfirði. í verðlags- og viðskiptamálum taldi fundurinn að ekki beri að auka verðlagseftirlit, en treystir almenningi til þess að fylgjast vel með vöruverði. Fundurinn skoraði á Alþingi og ríkisstjórn að sjá um, að sama brennsluolíu- og benzínverð gildi frá olíustöðvum um land allt. Fundurinn skoraði á samgöngu- málaráðuneytið að það hlutist til um hagkvæmari samgöngur í hér- aðinu og þá sérstaklega með tilliti til viðkomu skipa á Suðureyri, sem nokkuð hefir orðið afskipt í þeim sökum. Fundurinn lýsti sig í höfuðatrið- um samþykkan þeim meginreglum, sem nefnd sú sem f jallar um breyt- ingu á prestakallaskipun hefir starfað eftir. Þó telur fundurinn að gjalda beri varhug við að leggja niður prestssetur, sem hafa verið það öldum saman, nema stórbreytt ar aðstæður geri slíkt nauðsyn- legt. Ennfremur taldi fundurinn, að í engu mætti skerða eignarrétt kirkjunnar á niðurlögðum prests- setursjörðum. — Varðandi skattamál, áleit fund- urinn endurskoðun skattamálanna í heild nauðsynlega. Fundurinn vítti harðlega það sleifarlag, sem ríkt hefir í síma- málum sýslunnar, og skoraði á póst- og símamálastjórnina að hefja þegar í stað aðgerðir til úr- bóta. Fundurinn taldi það óviðeigandi að ríkisstjórnin aflaði sér tekna með sölu áfengis. Togararnir. ísborg seldi afla sinn í Bremer- haven í Þýzkalandi 27. nóv. s.l., 172 tonn fyrir 96 þús. mörk, en það jafngildir 371.520 ísl. krónum. Þegar skipið var búið að taka olíu í Hvalfirði á miðvikudaginn, varð það fyrir stýrisbilun og verður að fara í slipp til viðgerðar. Er búizt Leikfélag Isafjarðar hafði frum- sýningu á gamanleiknum „Stund- um og stundum ekki“, í Alþýðu- húsinu laugardaginn 8. des. s.l. Leikurinn er eftir hina kunnu þýzku höfunda Fritz Amold og Emst Bach en staðfærður af Emil Thoroddsen. Leikur þessi gerist í þrem þátt- um. Er hér um algjört léttmeti að ræða, sem eingöngu er ætlað til að gera mönnum glaða stund. Náði leikurinn allvel tilgangi sínum. Leikaramir gerðu flestir hlut- verkum sínum góð skil og sumir ágætlega, miðað við hinar erfiðu aðstæður hvað snertir húsrúm, æfingarskilyrði og tilsögn. Leikur- inn er umfangsmikill og leikendur margir. — Aðalhlutverkið, Putta- við, að viðgerðin muni taka 10—12 daga. Sólborg seldi afla sinn í Grimsby föstudaginn s.l., 3761 kits fyrir 13 864 sterlingspund, en það jafn- gildir 631 505,20 ísl. krónum. Með- alverð fyrir kg. er því kr. 2,65. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Aðalheiður Gunnars- dóttir frá ísafirði og Stefán Þór- arinsson, Húsavík. Andlát. Rósmundur Jónsson, fyrrverandi bóndi að Tungu í Skutulsfirði, and- aðist hér í bænum 9. þ.m. Verður þessa mæta manns nánar getið síðar. Áttræður. Þorsteinn Guðmundsson, klæð- skerameistari, átti áttræðisafmæli í gær. Er hann einn af vinsælustu borgumm þessa bæjar. Hefir hann rekið saumastofu hér í bænum í fulla hálfa öld. Munu margir hafa hugsað hlýtt til hans á þessum degi. Vesturland gat lítillega um störf hans, ætt og uppruna á 75 ára afmæli hans og verður þess ei getið frekar að þessu sinni. — Vesturland sendir þessum heiðursmanni hlýjar kveðj ur og árnaðaróskir. GOTT ÚTVARPSTÆKI (Philips) til sölu. Afgreiðslan vísar á. lín, samvizkusaman stjórnarráðs- ritara, sem er orðinn langþreyttur á torsóttri leið til meiri mannvirð- inga, leikur Samúel Jónsson. Samúel virðist miður sín í þessu hlutverki. Hann nær ekki tökum á því. Svipbrigði hans eru lítil og látbragð hans nokkuð óeðlilegt. — Konu hans, frú Puttalín, leikur frú Laufey Maríasdóttir allsæmilega og yfirleitt má segja, að leikur kvenfólksins hafi verið mun betri en karlmannanna. Borra, gamlan og slitinn dyravörð, leikur Steinþór Kristjánsson. Gerfi hans er gott og leikur hans góður. Þó eru hreyfingar kvikar um of stundum. Dag Dagsson, stjórnar- ráðsfulltrúa, leikur Óskar Aðal- steinn. óskar er fjöhugur og rösk- ur, en leikur hans er yfirdrifinn og ætti hann að stilla hreyfingum sín- um og látbragði í hóf. — Haukur Ingason leikur skrifstofustjóra í stjórnarráðinu. Haukur er góður leikari en hann á ekki heima í þessu hlutverki. Leikur hans er ekki sannfærandi og fremur svip- laus. Auk þess er málfar hans ó- skírt. Rósa Þórarinsdóttir leikur Tuttí, fjöruga og léttlynda frú. Leikur Rósu er ágætur. Hún hefir gott vald á hlutverki sínu og er eðlileg og skemmtileg. Lára Magn- úsdóttir leikur hina siðvöndu al- þingiskonu og gerir það vel. Jón Halldórsson leikur kaupfélags- stjórann í Súðavík, afspirnu kven- saman piparsvein. Gervi hans er skemmtilegt og leikur hans eftir því. Guðný Magnúsdóttir, sem leik- ur skrifstofustúlku, fór vel með hlutverk sitt. Jón Jónsson, Theo- dór Jónsson, Þorgeir Hjörleifsson og Þórólfur Egilsson skiluðu hlut- verki sínu allvel. Aðrir leikendur voru: Haraldur Hamar, Margrét Kristjánsdóttir, Guðjón B. Ólafs- son og Ingileif Guðmundsdóttir. — 1 heild var leikurinn ósamstillt- ur og verður að taka tillit til þess í dómi um einstaka leikendur. Einnig ber að athuga, að þetta var frumsýning, en þá er hættara við ,,nervösítet“ og ósamstillingu í leik en ella. — Leiktjöld gerði Sig- urður Guðjónsson og er það vel gert. Hvíslari er Grímur Samúels- son. Hljómsveit Vilbergs Vilbergs- sonar lék á undan sýningu og í hléi og var það góð skemmtun. — Leikfélagið á miklar þakkir skilið fyrir þann dugnað, sem það hefir HVERJIR BERA ÁBYRGÐINA. Framhald af 1. síðu. unum. Jón Guðjónsson segir, að um tómt mál sé að tala, að bæjar- sjóður haldi uppi nokkurri vinnu. Samvinnufélagið ætlar ekki að gera út, fyrst um sinn og senda síðan bátana í Faxaflóa. Þetta er öagt beinum orðum í síðasta tbl. Skutuls: „Er þá ætlunin að láta vélbátana liggja aðgerðarlausa, munu menn spyrja. Ekki er svo, en hins er ekki að dyljast, að vegna aflatregðunnar hér heima, er senni legt, að þeir leiti á önnur mið, þeg- ar frá líður og er þá hæpið, að mikið af afla þeirra verði lagður hér upp“. Jólaboðskapurinn. Þannig hljóðar jólaboðskapur forstjóra Samvinnufélagsins í ár. Þetta er jólakveðja kratana til sjó- manna og verkamanna, sem byggt hafa lífsafkomu sína á vélbátun- um mörg undanfarin ár. Að dómi forstjórans er ekki hægt lengur að gera út vélbáta frá Isafirði, það verður að senda þá suður í Faxa- flóa, ef ekki verður þá búið að selja þá alla. Þetta eru skyldurnar við fólkið. Er það ekki von, að samviskan sé slæm og hrópað sé, að aðrir hafi brugðist skyldum sínum við atvinnulífið í bænum? Samvinnufélagið getur ekki gert út báta frá Isafirði sem kostuðu 50 þúsund krónur fyrir rúmum 20 árum, en Hnífsdælingar kaupa nú samskonar bát fyrir kr. 350 þús. til þess að gera út frá Hnífsdal og leggja afla hans þar á land. Á hverju byggist það, að hægt er að gera út bát frá Hnífsdal en ekki frá ísafirði ? — Það byggist á mis- munandi dugnaði og lífsviðhorf- um. Kratarnir á ísafirði hafa misst trúna á lífið og sjálfa sig og sjá ekkert framundan, nema eymd og dauða. Þess vegna deyr allt og visnar, sem þeir koma nálægt. Hnífsdælingar eru hinsvegar trúir skyldunum við sjálfa sig og fólk- ið og horfa vonglöðum augum til framtiðarinnar. Þess vegna kaupa þeir bát en kratarnir selja. Formaður Sjómannafélagsins kallar útgerð vélbáta á Isafirði grín. Það var annað hljó í krötun- um hér áður og fyrr, þegar þeir seldu togarann Skutul burt úr bæn um, eða þegar Ifannibal sagði „að íhaldið mætti sjálft eiga hugmynd sína um togaraútgerð á ísafirði", eða þegar þeir börðust með hnúum og hnefum gegn því að togarafél- agið fengi að vera þáttakandi í fiskiðjuverinu. sýnt við sviðsetningu þessa leiks, og þakklæti sitt munu ísfirðingar sýna með því að fjölmenna á sýn- ingar þess. - , Leiknum var vel tekið af sýning- argestum, sem voru nálega eins margir og húsrúm leyfði. S. H.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.