Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1951, Blaðsíða 5

Vesturland - 24.12.1951, Blaðsíða 5
VESTURLAND Hestarnir lötruðu hægt og stigu þungt til jarðar undir byrðum sín- um. Langir plankar og borð voru bundin saman í knippi, og bar hver hestur tvö, sem héngu sitt hvor- um megin hryggjar. Afturendar byrðanna drógust með jörðinni, urguðu á grjótinu og rispuðu jarð- veginn. Ólafi þótti þetta merkileg sjón. Hann stóð lengi og horfði á eftir lestamönnum, þar sem þeir ská- sneiddu brekkumar niður eftir. Ólafur var orðinn einn eftir með smalahundi sínum. Og nú fór hann að setja sér fyrir sjónir, að vetur væri kominn og hvernig þá væri umhorfs á þessum slóðum — allt mjallhvít, kuldaleg auðn og enga lifandi veru að sjá. Svo þegar kvöldaði, birtust marglit norður- ljósabönd á dimmbláum stjörnu- himni, hvikul og bragandi. Þetta var einn af mörgum hugleikjum hans í einverunni. Þannig leið þetta sumar í þrot- lausu starfi og striti. Ungir og gamlir urðu að leggja fram krafta sína, og allt þetta erfiði bar að þessu sinni góðan árangur, því að sumarið var hagstætt og gott. Úlfur bóndi var ánægður með frammistöðu sonar síns og þótti honum hafa farnast vel smala- mennskan. Hann gerði sér vonir um það, að ólafur mundi verða góður fjármaður eins og forfeður hans í Skuggahlíð höfðu verið. En hér lá einnig annar fiskur undir steini. Úlfar vissi, að einver- an og ábyrgðarstarfið mundi hafa góð og þroskavænleg áhrif á drenginn. Hann vissi það af eigin reynslu. Ólafur átti að kynnast óttanum — og sigrast á honum. Hann átti að læra að sjá fótum sínum forráð, vera gætinn, athugull og djarfur, en ekki fífldjarfur. Þetta hafði lánazt, og það var mesta lánið á þessu farsæla sumri. Þannig hugsaði bóndinn í Skugghlíð. Ólafur festi djúpar rætur í Skuggahlíð. Hann óx upp sam- kvæmt þeim lögmálum, sem ein kynslóð eftirlætur annarri. Hann var hægur í framkomu, en sífellt opinn fyrir öllu, sem fram fór umhverfis hann, orðum manna og athöfnum. Drengurinn var alltaf prúður, lipur í leikjum sínum, en sérstæð- ur í hugmyndalífi og einrænn nokkuð. Þó að aldursmunur foreldranna væri mikill og skapgerð þeirra ó- lík, voru samfarir þeirra góðar, og hvort um sig hélt sínum meðfæddu eiginleikum óbreyttum. Þau voru samhent um uppeldi drengsins og hugsuðu sem svo, að hvert þroska- stig barns hefði sín sérstöku ein- kenni, sem ekki voru alltaf for- eldrunum að skapi í bráðina, en þetta breyttist með aldri og þroska. I Skuggahlíð féllu aldrei ill eða reiðileg orð, er valda sársauka, sem örðugt er að gleyma. Drengurinn festi takmarkalaust traust á föður sínum og tók alla úrskurði hans gilda. Eitt sinn spurði hann föður sinn, hvemig mennimir yrðu til. Úlfur svaraði því á þá leið, að þetta gætu börn á hans aldri ekki skilið — hann yröi að bíða, þangað til hann væri orðinn eldri. Þá gekk ólafur aftur til leikja sinna fullviss um það, að þetta væri eina rétta úrlausnin. Nú gerðist nýr atburður í lífi drengsins. Konráð Sigurðsson kom til sögunnar. Ólafur hafði þegar fjögra ára gamall lært að þekkja bókstafina. Þessi kennsla hafði farið fram í skuggalegu baðstof- unni hjá ömmu gömlu og þó meira sem leikur en kennsla. Hann kom foreldrum sínum á óvart einn sunnudag, þegar hann tók sálmabók móður sinnar og fór að stafa hægt og gætilega sálm eftir Matthías Jochumsson. Þegar hér var komið sögu, kunni hann einföldustu atriði bama- fræðslunnar. Lengi höfðu foreldrar hans velt því fyrir sér, hvort þau ættu ekki að senda hann í skóla að Stórholti. Ungur farkennari kenndi þar um veturinn, og mikið var látið af honum þar í dalnum. Börnunum þótti mjög vænt um hann, og þá þótti þeim ekki lítið til þess koma, að auk venjulegra námsgreina kenndi hann þeim söng og leiki. En leiðin frá Skuggahlíð að Stór holti var alllöng og oft torfær í vetrarsnjóum og illviðrum. í ráði var að byggja heimavist- arskóla í hreppnum svo fljótt, sem unnt væri, og átti ungi kennarinn að verða forstöðumaður hans. En ekki var fært að bíða þangað til það mál kæmist í framkvæmd. En haustdag nokkum, áður en niðurstaða var fengin um skóla- göngu Ólafs, bar Konráð Sigurðs- son að garði í Skuggahlíð. Það var dapurlegur september- dagur. Birtan var dauf og sumar- litirnir sölnaðir. Regnið buldi á þakinu sleitulaust, dró þó úr því með köflum, en svo færðist það í aukana hina stundina. Þetta lét í eyrum eins og raunalegt lag án upphafs og endis. Undir kvöldið tók að hvessa með stynjandi þot- um, og jók það enn meir á ömur- leika dagsins. Allt í einu voru barin þrjú högg á útidyrnar. Þegar- komið var til dyra, stóð þar langferðamaður, sem baðst gistingar og dvalar í tvo eða þrjá daga til þess að hvíla hest sinn, því að hann væri upp- gefinn eftir langa og erfiða ferð yfir fjöll og heiðar. Hesturinn hafði líka helzt lítið eitt á vinstra afturfæti. Úlfur bóndi kallaði á vinnumann og bað hann að taka hestinn, leiða hann í hús og þurrka af honum svita og regnbleytu. Seinna mundi hann koma sjálfur og líta eftir, hvort nokkuð væri hægt að gera við lasna fótinn. Síðan sneri Úlfar sér að gestin- um og spurði: „Hvað heitir maðurinn og hvað- an kemur hann?“ „Konráð Sigurðsson. Ég kom austan yfir heiði. Hvað heitir þessi bær?“ „Skuggahlíð. Og ég heiti Úlfur Úlfarsson og á að heita húsbónd- inn hérna“. Síðan leiddi Úlfur gestinn til stofu. Vinnukona tók við vos- klæðum gestsins og færði honum síðan kjarngóðan, heitan mat. Við nánari eftirgrennslan um gestinn kom í ljós, að hann var guðfræðistúdent. Fljótt dró til kunningsskapar hans og Ólafs litla. Drengnum fannst svo mikið til um þennan beinvaxna, bjarthærða stúdent, fjör hans og skýra og hiklausa orð færi, að vel hefði mátt segja hon- um, að hann væri einhver sendi- boði frá öðrum heimi. Flestir menn í þessum þrönga dal voru fremur fáorðir og tal þeirra mest um sauðfé, hesta og heyskap. Hreyfingar þeirra voru seinar og stirðlegar. Enginn þeirra hafði séð Kaupmannahöfn, borg turnanna við bláu sundin. Enginn þeirra kunni að tala dönsku, og því síð- ur ensku, eins og þessi maður gerði. Drengurinn, sem annars var svo dulur og feiminn, gleymdi nú allri óframfærni og tók að spyrja þennan víðförla gest spjörunum úr, svo að móðir hans undraðist. Hún stóð upp eins og ósjálfrátt, gekk til drengsins og strauk yfir koll hans eins og hún vildi koma honum til sjálfs sín. En þó hafði hún sjálf yndi af spurningum drengsins og fróðleg- um svörum og frásögnum gestsins. Ungi stúdentinn færði gleði og birtu yfir Skuggahlíð. Innra með honum bjó orka og fjör, sem skein úr björtum augum, hljómaði í rödd inni og lék í öllum hreyfingum hans. Heimilisfólkið í Skuggahlíö hafði aldrei fyrr kynnzt slíkri glæsimennsku og lífsfjöri. Hann bar með sér hressandi og heillandi blæ frá suðlægari löndum og brá upp nýjum og fegri himni yfir þessum þrönga hamradal. Allir voru þessum góða gesti þakklátir í hjarta sínu fyrir komuna og ósk- uðu, að dvöl hans mætti verða sem lengst. Og annað kvöldið, sem Konráð var gestur í Skuggahlíð, söng hann með fallegri og vel æfðri tenór- rödd mörg eftirlætislög íslenzkra alþýðu og það svo eðlilega og af svo miklum skilningi, að öllum þótti yndi á að hlýða. Þetta sama kvöld var það af- ráðið, að hann kæmi aftur að Skuggahlíð í byrjun október og yrði kennari ólafs um veturinn. Hann viðurkenndi ótilkvaddur, að hann hefði orðið að gera hlé á námi sínu í Kaupmannahöfn vegna fjárskorts. Á þessum kyrrláta dalabæ þótti honum gott að láta marglitar lifandi myndir frá gleði lífi dönsku höfuðborgarinnar líða sér fyrir hugskotssjónir. Hann vildi engu glata af þeim nýju, sterku áhrifum, sem hann hafði öðlazt þar. Því var hann fús til að segja frá, til þess að halda þess- um minningum sínum vakandi. Þegar hann fór, var sem dimmdi yfir heimilinu. GLEÐILEG JÓL! GOTT NÝTT AR! Fallegt úrval af: Náttkjólum, undirfötuin lífstykkjuin og sokkabandabeltum. Ýmsar áteiknaðar hannyrðavörur, lsaumsgarn, strammi javi og etamine. Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Verzlun Karls Olgeirssonar. iBÚÐ. Ibúð til sölu í húsinu Túngata 13 (efri hæð). Nánari upp- lýsingar um greiðslufrest og annað varðandi cignina gefur eigandinn Daði Kristjánsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.