Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1951, Blaðsíða 6

Vesturland - 24.12.1951, Blaðsíða 6
VESTURLAND Jólagesturinn. Það koma fyrir þau augnablik í æfi manns, að maður fyllist af ná- lega ómótstæðilegri þrá eftir heim- ili sínu og vinum. Ég var einmitt í slíku hugarástandi, eftir að haía dvalið fjóra síðustu mánuðina í Suður-Ameríku í leit að sjaldgæf- um jurtum í grasasafn mitt. Ég hallaði mér makindalega út af í bátkrílinu — niðursokkinn í drauma um heimili mitt og land, þar sem manni er ekki, eins og hér, ógnað af framandi sjúkdóm- um og fjandsamlegri náttúru. Meðan Pedro, indíánski leið- sögumaðurinn minn, stjakaði okk- ur letilega áfram, sagði hann mér, á sínum skringilega blending af bjagaðri ensku og óskiljanlegri spönsku, frá Cispatia, litlu þorpi, sem hann þekkti og lá lengra upp með Mulattifljótinu. Hann sagði mér frá hjartagæzku íbúanna og því, hversu mjög þeir væru einangraðir. Eftir því sem ég komst næst, hafði enginn hvít- ur maður stigið þar fæti sínum síðustu tuttugu árin. „Og það er aðfangadagur í dag“, hugsaði ég. „Við munum þá verða í Cispatia á jólanóttina, og ég mun verða jólagesturinn þeirra". Hugsunin var í hróplegri andstæðu við þrá mína eftir heimili mínu, og ég brosti biturlega. Það var byrjað að skyggja, þeg- ar ég kom auga á þorpið. Það var hópur lítilla kofa með skoplegum, tágfléttuðum þökum. Sumir voru byggðir á staurum til varnar villi- dýrum. Sá fyrsti af íbúunum, sem kom auga á okkur, var gamall maður. Hann stóð eins og negldur við jörðina og starði á okkur. Síð- an rak hann upp óp mikið og hróp- aði: „Hombres, hombres! Venid!“ og á samri stundu streymdu þorps- búarnir út úr kofunum. Þeir stönz- uðu snögglega, þegar þeir komu auga á okkur og allir sem einn féllu þeir á kné og beygðu sig of- an í rykið og gáfu um leið frá sér hljóðfallandi kveinan, sem hafði undarleg áhrif á mig. Ég vissi ekki hvað ég átti að halda um þessa undarlegu sýn, og leiðsögumaður minn gaf mér enga skýringu. Þegar ég steig á land var ekki einn, er uppréttur stóð eða svo mikið sem skotraði til mín augunum. Það, sem ég hafði haldið að væri harmsöngur, var sýnilega bæn. „Segðu þeim, að við óskum eftir næturgistingu", sagði ég við leið- sögumann minn. Hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu, en allir komu þjótandi til mín. Aldrei hefi ég ’ mannlegum augum litið svo skært tjáningarfullt blik eins og , augum þessara frumskógarmanna. Þeir horfðu á mig í ofvæni og af slíkri forvitni, að ég fór að verða órólegur. Ég leit einlæglega í augu þeim til þess að sýna, að ég væri vinur, og þá féllu þeir að fót- um mínum og kysstu skóna mína. Ég botnaði ekkert í öllu þessu. Undrun þeirra yfir að hitta hvítan mann var vart nægjanleg skýring á þessari tilbeiðslu. Nokkru síðar gekk ég niður að fljótinu og á meðan myrkrið breiddi huliðs- blæju sína yfir landið, sat ég á bakkanum og braut heilann um undur þessi. Ég sá hvar hinir innfæddu stóðu í hóp skammt frá og töluðu hljótt. Skyndilega kom ung, lagleg stúlka í áttina til mín. Hún gekk mjög erfiðlega og studdist þunglega við staf við hvert skref, sem hún tók. Ilún var auðsjáanlega lömuð vinstra megin; fóturinn dróst á eftir eins og þungur drumbur og handleggurinn hékk máttlaus nið- ur. Enginn í hópnum bak við hana hreyfði sig, en ég veitti því at- hygli, að þeir horfðu á hana í of- væni. Unga stúlkan hríðskalf. Ég stóð á fætur og braut heilann um, hvers vænst væri af mér. Um leið skrikaði henni fótur, missti staf- inn, og féll áfram. Ég greip hana léttilega og augnablik hélt ég grönnum, skjálfandi líkama henn- ar í örmum mér. Það liðu nokkrar sekúndur, svo stökk hún á fætur með gleðiópi og hvarf í myrkrið. Og það var eins og allir hinir hefðu beðið þessa augnabliks, því að nú ráku þeir einnig upp gleðióp og byrjuðu að syngja, lágt og til- breytingarlaust, en með hrífandi hljómi fagnaðarsöngs. Ég var ó- þreyjufyllri en nokkru sinni fyrr að fá vitneskju um, hvað bak þess- um leyndardómi byggi. Stafur ungu stúlkunnar lá við fætur mínar. Var skýringin sú, að þetta frumstæða fólk hefði heyrt um læknavísindi hins hvíta kyn- stofns og tryði því, að ég réði yfir undursamlegum læknandi krafti? Trú er hæfileikinn til þess að trúa því ótrúlega, stendur einhvers- staðar. Ég var furðu lostinn yfir þv*, sem fyrir mig hafði borið, og svo undarleg áhrif hafði þessi til- breytingarlausi söngur á mig, að ég skundaði til höfðingjans og reyndi að gera honum skiljanlegt., að ég vildi ganga til náða. Hann skildi mig þegar í stað og fylgdi mér til stærsta kofans, þar sem mér hafði þegar verið búin hvíla úr nýjum pálmaviðarblöðum með ábreiðu ofan á. Þetta var ágætasta hvílan, sem þorpsbúar gátu boðið upp á og þakklátur í huga lagðist ég til svefns. Ég vaknaði í morgunsárið. Jóla- dagur. — og þó, hvernig gat mað- ur trúað því? Hvað var jóladagur, langt inn í þessum rakasömu frumskógum, langt frá hvítum mönnum? Hvaða þýðingu skyldi hann hafa fyrir þessa Indíána? Með ákafri þrá minntist ég liðinna jóladaga. Ég vaknaði af draumum mínum við hljóðskraf margra manna. Þrátt fyrir allt töluðu þessar radd- ir til mín, og linuðu þjökum ein- manaleikans. íbúar þorpsins höfðu safnast saman umhverfis kofann minn, og allir höfðu þeir eitthvað meðferðis. Þegar þeir sáu mig, beygðu þeir sig til jarðar; síðan komu þeir, einn eftir annan og lögðu gjafir sínar við fætur mínar. Þetta var allt svo óraunverulegt, líkast draumi. Við stiga kofans lá brátt hrúga af stórum gaupu- og tígrísskinnum, banönum, undar- lega útskornum myndum og flétt- uðum viðarkörfum. Ég gerði það sem ég gat til þess að sýna þakklæti mitt með því að brosa og hneigja mig, en mér varð allt þetta meiri og meiri ráð- gáta. Ég reyndi að ná tali af leið- sögumanni mínum, svo að ég gæti fengið skýringu, en í sömu svifum færðu Indíánarnir mér mat. Þegar ég hafði lokið snæðingi, náði ég í hann. „Pedro“, sagði ég, „við verð- um að fara héðan þegar í stað“. Hann gekk til höfðingjans og tilkynnti honum að við hyggðumst halda af stað. Gamli maðurinn kom þjótandi til mín og með Pedro sem túlk, grátbændi hann mig um að vera áfram hjá þeim. Þegar hann sá, að ákvörun minni varð ekki haggað, gaf hann merki um, að ég skyldi býða meðan hann kallaði þorpsbúa saman. Þeir fylktu sér um mig og féllu á kné. Með áköfu handapati reyndi höfð- inginn að gera mér eitthvað skiljanlegt. „Blessa“, sagði Pedro. Þeir óskuðu eftir því að ég blessaði yfir þeim — ég, gam- all grasafræðiprófessor með heim- þrá! Ég hóf upp hendur mínar og mælti fram þessi orð: „Guð varð- veiti bæði mig og ykkur meðan við erum fjarlægir hver öðrum“. Síðan gekk ég niður að fljótinu með leiðsögumanni mínum og steig út í bátinn og brátt skreið kænan frá fljótsbákkanum „Pedro, hver var meiningin með öllu þessu?“ Hann horfði á mig stórum augum undrunar og efa. „Það vita þú sjálfur", sagði hann. „Ég hefi ekki minnstu hugmynd um það, segðu mér það“. Hann hikaði, en að síðustu sagði hann. „Koma Krists!" Enginn hvítur maður hefði getað sagt þessi orð með slíkri lotningu. „Koma Krists!“ át ég eftir, og skyndilega sá ég fögnuð Indíán- anna og atvikið með ungu stúlk- una í nýju ljósi. „Ja, gamall trúboði segja — Kristur koma. Hann koma, þegar verður jól. Koma upp fljótið með manni. Hann vera alla nóttina í Cispatía. Þeir vita í Cispatía". Ég sat lamaður við tilhugsun- ina. Þetta var ástæðan fyrir hin- um lotningarfullu móttökum og hinum mörgu gjöfum, þetta var ástæðan fyrir tiltrú ungu stúlk- unnar. Skilningur alls þessa kom mér til að skjálfa. Hversu óskiljanlega hrein var ekki barnsleg trú þessa fólks og hversu fullkomin til- beiðsla þess. Báturinn leið áfram. 1 fjarska heyrði ég óminn af söng. Það var hinn hátíðlegi lofgjörðarsálmur, sem þeir höfðu sungið mér, þegar ég kom, nú sungu þeir hann aftur þegar ég yfirgaf þá. Pedro beygði sig áfram í áttina til mín. „Það er satt, no es verd- ad? Þú er, þú er — Hann?“ S.H. (Þýtt.) GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÍTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. § í Prentstofan Isrún h.f. "■ 1 GLEÐILEG JÓL! GOTT NÝTT AR! 1 Þökkum viðskiptin á líðandi ári. 1 í Vélsmiðjan Þór h.f. " J :illllllllllllll!llll!lllllllllllllllllllllllll|l!lll|lllllllllllllll)ll!lllllllllllllllllllllllllllllll|líl|(III||||||||||||||||||l||l|||||||||||||||||||||||ij

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.