Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1951, Blaðsíða 9

Vesturland - 24.12.1951, Blaðsíða 9
VESTURLAND Forvitnin er án efa öruggasta tryggingin fyrir því að maður fái einhverju áorkað í lífinu. Og því eldri sem menn verða þeim mun meiri nauðsyn er þeim að halda henni vakandi. Þegar hún fer að sljógvast er ellin að færast yfir, og fyrsta merki um minnkandi for- vitni, sem maður uppgötvar hjá sjálfum sér, verður að afmá af öll- um kröftum. C. Mackenzie. ★ Það er með hamingjuna eins og ilman — maður getur ekki fundið hana á öðrum án þess að fá hluta af henni. R. W. Emerson. ★ Hamingjusamasta mannveran í heiminum er sú, sem leitar eftir meiri þekkingu og meiri vísdómi, sem elskar góða hljómlist, góðar bækur, fögur málverk og vingjam- legar samræður við góða vini. Og það eru ekki einungis þeir sem eru hamingjusamir, þeir gera einnig aðra hamingjusama. W. L. Phelps. ★ Lífið vísar á bug öllum fomum kröfum. Ef þú hefir tækifæri á að gleðja þig, þá gríptu það. Hver einasta stund rænir okkur hluta af því, sem við getum glaðst yfir — og ef til vill hluta af hæfileika okkar sjálfra til að gleðjast. S. Johnson. ★ Hlustaðu á gott ráð: byrjaðu! Sá, sem bíður með að byrja sitt líf, er eins og bóndinn, sem bíður þess að áin þomi áður en hann gengur yfir. Horats. ★ Legðu allt annað til hliðar en þetta eina: að fá áorkað sem mestu í starfi dagsins. Sá, sem vill ganga út á brautina til ham- ingju og metorða, verður að lifa í nútíð án þess að gera sér áhyggj- ur út af morgundeginum. Lifðu hvorki í fortíð né framtíð, en beittu allri orku þinni og metnað- argirnd að starfi sérhvers dags. Sir W. Osler. ★ Leiðin til sannrar hamingju. Ef maður hittir verulega ham- ingjusaman mann, mun maður komast að raun um, að hann ætl- ar að fara að byggja bát, skrifa hljómkviðu, mennta son sinn, eða yrkja garð sinn. Hann leitar ekki hamingjunnar, eins og hún væri ermahnappur, sem oltið hefir und- ir rúm. Hann hefir uppgötvað að hann er hamingjusamur ef lif- andi líf fyllir allar stundir dagsins. W. B. Wolfe. María Júlía Þessi mynd er af björgunarskútu Vestfjarða Maríu Júlíu, við komu hennar til landsins í apríl 1950. Björgunarskúta þessi er glæsileg sigurlaun slysavarna- sveita á Vestf jörðum fyrir mikið og dáðríkt starf. Hún er einn hlekkurinn í traustakeðju íslenzkra slysavarna, sem hlekkjuð hefir verið saman af fámennri og fátækri þjóð á ótrúlega skömmum tíma. Hvarvetna á okkar vogskornu strandlengju og skerjum hafa verið reistir vitar skipum til varnaðar og vegvísis. Björgunarsveitum hefir alls staðar verið komið á fót og búnar nýtízku björgunartækjum. Skipbrotsmannaskýli hafa víða verið reist. Mörg skip hafa það hlutverk, öðrum þræði, árið um kring að koma nauðstöddum skipum til hjálpar. Flugvélar hafa veitt mikilsverða aðstoð við leit að týndum skipum, og nú síðast en ekki sízt hefir verið ráðist í kaup björgunarflugvéla. Þannig mætti lengi telja og er hér aðeins drepið á það helzta, sem framkvæmt hefir verið í þessum efnum. Þegar á allt er litið, sést, hvílíku Grettistaki íslendingarhafalyft, við svo skjóta og giftudrjúga framvindu þessa nauðsynja máls. í verkinu lýsir sér hjálpfýsi og drenglyndi, samfara ó- bilandi kjarki til baráttu fyrir lífinu — hinir ágætustu eiginleikar. Meðan íslenzka þjóðin hefir þá til að bera og þroskar þá með sér, þá þarf hún vissulega engu að kvíða um framtíð sína.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.