Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1951, Blaðsíða 11

Vesturland - 24.12.1951, Blaðsíða 11
VESTURLAND Mamma flengir mig. Stundum flengir pabbi . mig Mamma flengir mig líka. Þau halda samt að það dugi ekkert. Þau gera það af því að þau verða reið yfir einhverju. Ég veit ekki hverju. í dag þurfti ég að baka sand- kökur. Ég þurfti að nota eina könnu af vatni úr eldhúskranan- um. Svo missti ég vatnið niður á gólfið og þá þurfti ég meira vatn. Mamma þurrkaði upp vatnið og gaf mér hálfa könnu af vatni. Það dugði ekki nema í eina sandköku. Svo fór ég inn í eldhúsið og klifr- aði upp á eldhússtólinn við vask- inn. Ég fyllti tvær könnur. Mamma segir að ég megi ekki skella hurð- inni á eftir mér þegar ég fer út en hvað á ég annað að gera þegar ég hef svo mikið að bera? Nærri allt vatnið úr annarri könnunni fór til ónýtis svo að ég þurfti að fá meira vatn. Svo fór ég aítur með stóru fötuna mína til að ná í mikið og setti hana upp á eldhúsborðið. Þar var leirtau og eitt þunnt gamalt glas brotnaði. Ég setti fötuna á gólfið því að ég ætlaði að hreinsa upp brotin. Mamma kom inn í eldhúsið og datt um fötuna. Vatnið fór niður svo að ég þurfti að fá meira. Þegar mamma fór út eftir gólfklútnum klifraði ég aftur upp á stólinn en hann valt um koll og ég skall á gólfið. Mamma æpti upp því að ég hafði helt niður dálitlu af vatni en það var ekki nærri eins mik- i ð og hún hellti niður og svo kast- aði hún mér og fötunni út og sagði að ég skyldi ekki voga mér að koma inn eftir meira vatni. Hún sagði að hún hefði höfuðverk og ætlaði að leggja sig. Litlu seinna þurfti ég meira vatn en ég minntist þess sem mamma hafði sagt svo að ég fyllti fötuna af sandi og bar öll mótin mín dósir og lok og öskjur og bolla og fötur og skóflur inn í eldhús. Ég missti n æ r r i þ v í engan sand niður á gólfið. Það var miklu þægi- legra að vera í eldhúsinu því að þá þurfti ég ekki að sækja meira vatn. Ég flatti út kökurnar á eld- húsborðinu hennar mömmu og setti dálítið sykur á þær. Ég sull- aði alls ekkert út. Það fór of mik- ið af sykri en það sem ég þurfti ekki að nota setti ég aftur í sykur- skálina. Svo ætlaði ég að setja eina kökuna inn í ofninn hennar mömmu en dyrnar hoppuðu upp og slógu kökuna úr höndunum á mér. Það varð ógurlegur gaura- gangur. Þegar ég sneri mér við stóð mamma og horfði á mig. Hún leit út fyrir að vera reið yfir ein- hverju. Hún flengdi mig. Ég veit ekki af hverju. Pabbi segir að það geti stundum verið erfitt að reikna mömmu út. Þegar mamma flengir mig segir pabbi þú veist jú að þetta er þýð ingarlaust. Þegar pabbi flengir mig segir mamma að það þýði ekkert það veizt þú svo vel. Þau eru tvö en ég er bara einn. Ég vildi óska að þau yrðu einhvern- tíma sammála. Pabbi kom seint heim af skrif- stofunni. Mamma spurði hvað hef- ir þú verið að gera allan þennan tíma? Hann sagði að loft hefði komið í benzínrörið og svo sprakk hjá mér. Mamma sagði mér er nok sama á hvaða krá þú hefir setið en hversvegna hringir þú ekki heim og lætur vita að þú komir ekki strax? Pabbi borðaði lítið og svo sagði hann að kartöflumar sem hún mamma steikti væru vondar. Mamma sagði hversvegna býrð þú ekki hjá henni? Pabbi sagði að það væri bara eitt að mömmu hún hryti. Mömmu svelgdist á og sagði þú verður að reyna að skilja mig því að ég hefi orðið að standa högg- reidd yfir þessum dreng í allan dag. Pabbi sagði hvað hefir hann n ú gert? Hann ætlar að gera út af við mig sagði mamma. Hún benti á mig. Nú sagði pabbi. Hvað myndir þú segja um að eignast lít- inn bróður? Ég sagðist heldur vilja litla systur svo að ég gæti haft hana fyrir kanínu. Mamma þaut á fætUr og bað guð að fyrir gefa mér því að ég vissi ekki hvað ég segði. Pabbi klappaði á kollinn á mér. Já já en þú færð nú lítinn bróður og verður glaður yfir því. Hann gekk í kring um borðið og kyssti mömmu til þess að hún gréti ekki meira. Ég held að hann hafi verið þreyttur því að hann fór út og lagðist undir bílinn. Þegar pabbi er eitthvað að vinna þá hjálpa ég honum. Ég tók lítinn hamar til þess að laga til miðstöð ina í bílnum. Ég barði á hana til þess að vita hvort kæmi ekki út lítið dýr. Pabbi skreið undan bíln- um og sagði að enginn skaði væri skeður því að hún hefði verið lek. Viltu lána mér naglbýtinn? Hann tók hamarinn minn og skreið aft- ur undir bílinn. Hann skildi stóru olíukönnuna eftir, svo að ég byrj- aði að hella olíu á vélina. Pabbi rak höfuðið út undan bílnum og andlitið á honum var svart af olíu. Hann sagði þakka þér fyrir hjálpina drengur minn en þessi olía er of óhrein til þess að nota hana aftur. Hversvegna hjálpar þú mömmu ekki? Svo tók ég nokkra hamra og fór inn til þess að gera við gasofninn hennar mömmu. Ég var rétt að byrja þegar mamma kom og tók stóra hamar- inn án þess að segja nokkuð. Ég sagði hvað ætlar þú að nota ham- arinn því að ég ætla að nota hann til þess að gera við ofninn? Svo kom pabbi og sagði ert þú með skrúflykilinn drengur minn? Svo tók hann annan hamar af mér. Hann sagði þú hefir líklega ekki tekið rafmagnsborinn líka? Ég sagði nei og svo fann hann raf- magnsborinn og skreið aftur und- ir bílinn. Leiðslan frá bornum var föst undir hjólinu. Þegar pabbi rykkti í datt tengillinn út úr veggn um. Hann sagðist f jandann engann straum fá og byrjaði að taka bor- inn í sundur. Ég vildi hjálpa hon- um svo að ég setti tengilinn aftur í. Það varð mikill hlunkur þegar pabbi rak höfuðið upp undir bíl- inn. Hann kom í hendingskasti undan bílnum og hoppaði upp og niður og hristi fingumar út í loft- ið og hrópaði fjandinn sjálfur. Ég hoppaði líka upp og niður og hristi fingurna og hló og hrópaði fjandinn sjálfur! Pabbi flengdi mig. Ég veit ekki af hverju. Hvað myndi pabbi gera ef hann t r y ð i því að það sé til einhvers að flengja mig? S.H. (Þýtt). iLiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiÍMiiiniiiiiijuiiuiiiiiniiiiiiiiniiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumii | GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁK! | | Þökkum viðskiptin á líðandi ári. | Verzlun Sigurðar Þorvarðssonar Alfons Gíslasonar, Hnífsdal. — 5 5iilllllliiiiiiiiiiliiillllliiiiiiiiiiilillllitliiiiiiiliilliliiillllilliiiiiiiiiliillllilliiiiilililiiiilillllllllllliiiiiiiililliljllllliiillliilliiini£ GLEÐILEG JÓL! GOTT NfTT ÁR! | Þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. | Hressingarskálinn. = iiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiliiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini i ™ 'X 1 | | GLEÐILEG JÓL! GOTT NÝTT AK! | Þökkum viðsliiptin á líðandi ári. M .5 1 Isver, h.f., Suðureyri. | «'.lllllllllllllllllllllllll||||||||||||tl||||||||||||||||||||||lt|||||||||||||ll|llll|||||lllllllllllllllll||llllll,llll„llllllllllllll,ll)llllilllllUII>? ■ s Niðursuðuverksiniðjan á Isafirði h.f., | óskar öllu starfsfólki sínu og viðskiptavinum GLEÐILEGRA JÓLA! m llllllllllUllillIIIIIIIBItllllllllllllllllltlMlilliiitiiiiBiiiiiiitiiiiintiiiiiiinii^iiiiiiiiiiiiiiiiit^ti^tiiiiitiiiiitiittiiimiiinniiiitiijii ^ GLEÐILEG JÓL! FAKSÆLT NÝTT AR! | Þökkuin viðskiptin á líðandi ári. § 1 Raf. h.f. | 2lllllliai|||||lllllllllllllllllllllll||||||||||||||i||||||||||||l||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||,||||||||||||,|||||||||||||||||,|,l|||| s GLEÐILEG JÖL! FARSÆLT KOMANDI AR! | Þakka viðskiptin á líðandi ári. | I Rakarastofa Ama Matthíassonar. “ 'ii 111111111111111111111111111111111111111111 ii iiiiiii n iiiiiiiiíi iii iiiiiiiii 111111111111111111111111,ii iiii,i„liiiniiilii iii im iiniiuini i,,MI mmij,

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.