Vesturland

Árgangur

Vesturland - 27.02.1953, Blaðsíða 1

Vesturland - 27.02.1953, Blaðsíða 1
&jGR® a/essrFmzot&n S3úBFsaræs»sMaxm XXX. árgangur. ísafjörður, 27. febrúar 1953. 4. tölublað. Framboð Sjálfstæðisfiokksins. Fimm manna fjölskylda finnst látin á heimili sínu. Þorvaldur Garðar Kristjánsson Sjálfstæðisflokkurinn hefur þeg- ar ákveðið framboð í nokkrum kjördæmum við Alþingiskosning- arnar, sem fram eiga að fara á komandi sumri. Gísli Jónsson, alþingismaður, verður í kjöri í Barðastrandar- sýslu. Hann hefur verið þingmaður Barðstrendinga í tæp 11 ár. Fyrst var hann kjörinn í sumarkosning- unum 1942. Gísli hefur á undan- fömum árum verið formaður fjár- veitingarnefndar og sá þingmaður, sem mesta vinnu hefur lagt á sig við afgreiðslu fjárlaga, enda er hann kunnur dugnaðarmaður að hverju sem hann gengur. Gísli nýt- ur almenns trausts og vinsælda hjá Barðstrendingum og er ekki að efa að fylgi hans þar stendur traustum fótum. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, lögfræðingur, verður í kjöri í Vest- ur-ísafjarðarsýslu. Þorvaldur Garð ar var þar í kjöri í aukakosning- unum á s.l. hausti og bætti þar við fylgi Sjálfstæðisflokksins. Þor- valdur Garðar er dugnaðarmaður og fylgir sínum málum vel fram. Það er því víst að fylgi hans vex hröðum skrefum í kjördæminu. Auk þessara tveggja framboða á Vestfjörðum hafa eftirtalin fram- boð verið ákveðin: Austur-Húna- vatnssýsla: Jón Pálmason, forseti Sam. Alþingis. Akureyri: Jónas G. Rafnar, alþingismaður. Vestur- Skaftafellssýsla: Jón Kjartansson, sýslumaður. Vestmannaeyjar: Jó- hann Þ. Jósefsson, alþingismaður. Hafnarfjörður: Ingólfur Flygen- Gísli Jónsson. ring, framkv.stjóri. Snæfells- og Hnappadalssýsla: Sigurður Ágústs son, alþingism. Eyjafjarðarsýsla: 1. Magnús Jónsson, alþingism. frá Mel, 2. Árni Jónsson, tilraunastj., Akureyri, 3. Guðmundur Jörunds- son, útgerðarm., Akureyri, 4. Stef- án Stefánsson, bóndi Fagraskógi. Sá hörmulegi atburður gerðist að Suðurgötu 2, Reykjavík, í gærdag, að Sigurour Magnússon, lyfjafræðingur, 35 ára, fannst lát- inn á heimili sínu ásamt konu sinni Huldu Karen, 32 ára, og þrem börnum þeirra á aldrinum 3ja til sex ára. Asdís systir Huldu bjó í húsinu hjá þeim og þegar hún fór til vinnu sinnar um morguninn var Hulda að klæða börnin. Móðir húsmóðurinnar kom á heimilið kl. 12,40 og fann þá alla fjölskylduna látna. Á náttborði húsbóndans var glas merkt eitur, og bréf til nánustu skyldmenna, þar sem hann segir að hann hafi hugsað sér að fremja sjálfsmorð í örvilnan sinni eftir nokkurra ára veikindi, og liafi liann ekki getað hugsað sér að láta konu og börn lifa eftir og liafi hann gefið þeim Bjarni Sigurðsson í Vigur: Hvað olli fólksflóttanum úr Sléttuhreppi? Það er ýíst að bera í bakkafullan lækinn að skrifa eða tala um fólks- flóttan úr sveitunum til sjávar- þorpa og kaupstaða, og hvað þá helzt til höfuðborgar vorrar, sem mest hefur aðdráttaraflið. 1 tilefni þess, að á s.l. hausti hef- ur einn hreppanna hér í Norður- ísafjarðarsýslu, Sléttuhreppur, sem fyrir nokkrum árum síðan var annar eða þriðji fólksflesti hrepp- ur sýslunnar, gjörsamlega tæmst af fólki. Ætla ég nú samt að fara nokkrum orðum um þetta, ég vil segja óhugnanlega fyrirbrigði. Margar ástæður hafa verið færð- ar til þess, að fólkið vildi ekki vera í sveitunum. Það hefur verið sagt, að bændur tímdu ekki að greiða jafn hátt kaup og hægt væri að fá annars staðar. Háa kaupið þar hafi valdið losi á fólkinu frá átthögun- um þangað, sem fjölmennið er fyr- ir. Þar væri völ á fjölbreyttum skemmtunum og auðveldara að lifa félagsbundnu lífi en í dreifbýl- inu. Þar væri og fólkið laust við þrældóminn og ófrelsið, sem sveitalífkiu jafnan fylgdi. Þar þyrfti fólkið ekki að taka nærri sér við vinnuna, vinnutíminn þar stuttur en kaupið hátt, þægindip mikil og því skemmtilegt og gott að eiga þar heima. Sumt þetta má að vísu færa til sanns vegar, en vissulega kemur margt fleira til greina í þessum efnum. Ég hefi oft hugsað um hver væri eiginlega ástæðan til þess að Sléttuhrepnur tæmdist af fólki á svo stuttum tíma sem raun er á orðin. Meginástæðurnar tel ég nokkurn veginn augljósar og vil ég hér færa nokkur rök til. Sléttuhreppur liggur, eins og all- ir vita, á norðvestur horni Vest- fjarðakjálkans. Það má ef til vill til sanns vegar færast, að veður- lag í hreppnum sé verra en víða eitur og muni öll verða dáin er þetta bréf hans verði lesið. Sigurður Magnússon var starfs- maður í Reykjavíkur-Apóteki, en kona hans er ættuð frá Siglufirði. -------O------- Vélbátur ferst. Vélbáturinn Guðrún frá Vest- mannaeyjum fórst s.l. mánudag. Fimin af áhöfn skipsins fórust, en fjórir björguðust á gúmmibát og náðu þeir landi nálægt Hallgeirs- ey í Landeyjum. Þessir fórust: Óskar Eyjólfsson, skipstjóri, Guðni Rósmundsson, Kristinn Að- alsteinsson, Sigþór Guðnason og Elías Hinriksson. annars staðar á landinu. Held ég þó að vart séu harðindin þama tíð- ari en t.d. á norður hluta landsins, Þingeyjarsýslum og jafnvel víðar. Tíðarfar s.l. ára bendir til þessa. Heyleysi hjá bændum í Sléttu- hreppi hefur ekki, minnsta kosti sem ég man til, orðið til að hnekkja afkomu bænda þar, enda reynslan sú að í hörðustu sveitum landsins er ásetningur búfjárins jafnan tryggastur. Ekki er treyst á útigang fjársins. Fólkið yfirhöf- uð í hinum veðurharðari sveitum harðgerðara og dugmeira en í hin- um veðurblíðari og samgróið því umhverfi, sem það hefur alizt upp við. Að veðurlagið í Sléttuhreppi hafi verið orsök mannflóttans úr hrepnum tel ég fráleitt. Landskostir í þessum hreppi eru misjafnir. Víða góðir og sums staðar ágætir. Skilyrði til aukinn- ar jarðræktar viða til staðar. Væn- leiki búfjár og afurðir þess er bezta sönnun þessa. Mun óvíða á landi voru gerast vænna sauðfé og kostameiri búpeningur. Góðar bú- jarðir eru margar og nokkrar þeirra hlunnindajarðir sem kallað er, Eggja- og fuglatekja á mörg- um bæjunum að ógleymdum mikl- um trjáreka svo að segja undan hvers manns bæjardyrum. Útræði er alls staðar ágætt þar eð Framhald af 2. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.