Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 27.02.1953, Qupperneq 2

Vesturland - 27.02.1953, Qupperneq 2
2 VESTURLAND Ritstjórar og ábyrgöarmenn: Matthías Bjarnason og Sigurður Bjamason frá Vigur. Skrifstofa Uppsölum, sími 193. Afgreiðsla og auglýsingar: Engilbert Ingvarsson, Hafnar- stræti 12 (Uppsalir). — Verð árgangsins krónur 20,00. ---------------------------------------—----------~i Það verður að stððva fðlksstrauminn úr bænum. FLÓTTINN UR SLÉTTUHREPPI.. Allir hugsandi menn hér í bæ, hvar í flokki sem þeir standa, hafa miklar áhyggjur af því hve ör fólksstraumurinn er úr bænum. Á hverju ári fara margar fjölskyld- ur, og oftast góðir skattþegnar, úr bænum. Fólkið sem inn kemur er að miklu leyti eldra fólk úr ná- grenninu, með lítil efni, þegar und- an er skilið þeir menn sem flutt hafa inn í bæinn vegna atvinnu sinnar á togurunum. Á móti því verður ekki mælt með rökum, að höfuðorsök fólks- flóttans er óstöðug atvinna og miklu hærri gjöld hér en annars staðar á landinu. í þessum efnum keyrði um þver- bak á s.l. ári, þegar jafnað var nið- ur útsvörum á Isafirði eftir hærri útsvarsstiga en áður hefur verið gert. En í staðinn fyrir að viður- kenna þessa augljósu staðreynd og reyna að lagfæra þessi mál með samkomulagi allra flokka og alls fólks sem bæinn byggir, þá grípa þeir flokkar sem fara með völdin, Alþýðuflokk- urinn og kommúnistar til þeirra heimskulegu aðferða, að þræta. Og það fer líkt hjá þeim og svo mörg- um ógæfusömum manninum, sem ratar í þaö að fremja afbrot, að þeir þræta fyrir verknaðinn og reyna í lengstu lög að koina sök- inni á aðra með því að benda á þennan og hinn sem sökudólginn. Forystumenn Alþýðuflokksins héma segja nú: „Útsvörin í Reykjavík eru hærri en á ísafirði. Sjáið þið til í Reykjavík er útsvar pr. íbúa kr. 1600 en hér á ísa- firði er það um kr. 1000.“ Það er ekki látið nægja að segja þessa sögu hérna, heldur er hún einnig send Alþýöublaðinu til birtingar og þar japlar hinn „sannleikselsk- andi“ flokksleiðtogi á þessari sögu. Tilgangur hennar er sá, að leiða athyglina frá útsvarsráninu á ísa- firði og benda í stað þess á höfuð- borgina. En það er ekki úr vegi að athuga útsvarsálagninguna héma á s.l. ári og gera samanburð við Reykjavík. Og til fróð- leiks og umhugsunar mætti lofa Siglufirði að fljóta með, en það bæjarfélag hefur átt við mesta erfiðleika að stríða í fjár- og at- vinnumálum á undanfömum árum. Á 20 þús. kr. útsvarsskyldar tekjur var álagt útsvar á Isafirði kr. 2145,00, Reykjavík kr. 1670,00 og Siglufirði kr. 1860,00. A 30 þús. kr. útsvarsskyidar tekjur var álagt útsvar á Isafirði kr. 4455,00, Reykjavík kr. 3225,00 og Siglu- firði kr. 3870,00. A 40 þús. kr. út- svarsskyldar tekjur var álagt út- svar á lsafirði kr. 7145,00, Reykja- vík kr. 5010,00 og Siglufirði kr. 6010,00. Þessar tölur tala sínu máli. Þær em staðreynd sem ekki er hægt að hrekja. Og hvemig geta menn svo leyft sér að láta að því liggja, að útsvörin hér séu lægri en í Reykja- vík. Hvaða máli skiptir það hvort útsvar á íbúa á Isafirði er kr. 1000, en i Reykjavík kr. 1600, ef þeir hefðu t.d. 40 þús. kr. útsvarsskyld- ar tekjur og greiddu hér á Isafirði kr. 7145,00 í útsvar, þegar maður í Reykjavík greiðir krónur 5010,00 í útsvar með nákvæmlega sömu tekjur. Með öðrum orðum: Á lsafirði var útsvarið meir en 40% hærra. Nú kann einhver að spyrja: „Hversvegna getur Siglufjörður lagt útsvör á eftir lægri útsvars- stiga en ísafjörður?" Því er til að svara, að ráðamenn Siglufjarðar þurftu sannarlega á meiru útsvars- fé að halda, en þeir þoröu ekki að hafa útsvarsstigan hærri af ótta við það, að fólk sem gæti greitt út- svörin, myndi flýja bæinn til ann- arra þeirra staða sem biði því tryggari og betri lífskjör. Ráða- menn Siglufjarðark&upstaöar skyldu líka þýðingu atvinnuveg- anna með því að leggja á öll fram- leiðslufyrirtæki hóflegt veltuút- svar. Þar var lagt á frystihús 3 pro.mill veltuútsvar en hér á ísa- firði 16,5 pro.mill., eða fimm og hálft sinnum hærra. Munurinn á þessum tveimur bæjarfélögum í erfiðleikum og þrengingum er gífurlegur. Ráða- menn Siglufjarðar óttast fólks- flóttann og skilja að ba>jarfélagið verður að fóma og jaí'aframt að létta sem mest á framleiðslufyrir- tækjum til þess að veikja ekki trú og áræðni þeirra manna sem vilja og geta skapað fólkinu vinnu. En ráðamenn Isafjarðar lílta öðrum augum á þetta mál. Þeir einsetja sér að pína sem mest út úr borgur- unum og ganga svo merri fram- byggðin er öll við sjávarsíðuna. Líklega hvergi á landinu jafn stutt að fara á gjöful fiskimið, sem nær aldrei brugðust, áður en veiðar með dragnót hófust. Fyrir röskum áratug síðan voru í hreppnum þrjú blómleg sjávarþorp. Studdist fólk- ið' þama þá við nytjar af land- búnaði og lifði góðu lífi. Munu íbúar Sléttuhrepps þá hafa verið rösklega 400 talsins. Það mætti nú ætla, að ókunnug- ir gætu ímyndað sér að fólkið hafi flúið hreppinn sakir fátæktar. Svo mun þó ekki. Fátækt fólk hefur yfirleitt ekki ástæður til að yfir- gefa hús sín og jarðir og skilja eftir mannlaust til að grotna niður fyrir tímans tönn. Það er vitað að margt þeirra manna, sem flúið hafa hreppinn voru efnalega vel stæðir menn, já sumir jafnvel meir en í meðallagi, enda hafa þeir hin- ir sömu haft efni á að kaupa dýrar húseignir annars staðar og jarðir án þess að stofna til skulda svo teljandi sé. Um. það bil er síðustu íbúar Sléttuhrepps voru að yfirgefa hreppinn sinn á s.l. hausti, hitti ég að máli reyndan og greindan mann þaðan. Ég spurði gamla manninn? Hvað hefur nú eiginlega valdið því að Sléttuhreppur hefur svo skyndilega tæmst af fólki? Það stóð ekki á svarinu. „Ég held að ekkert hafi frekar orðið til að fæla fólkið frá að vera í hreppnum, en það öryggisleysi, sem það átti við að búa hvað alla heilsuvernd snerti eftir að hrepp- urinn okkar varð læknislaus“. Mér kom svarið ekkert á óvart. Eins og öllum Norður-lsfirðing- um er kunnugt um, hefur enginn leiðslutækjum, iðnaðinum og vcrzl- uninni í bænum að fólk er að bug- ast. Framtak og áræðni einstak- lingsins í þessu bæjarfélagi er fót- um troðið af ofstækisfullum að- dáendum eymdar og fátæktar. Það verður ekki hægt að gera ísafjörð að blómlegum athafnabæ fyrr en slílcum mönnum hefur ver- ið vikið til hliðar og menn sem hafa þá hugsun að útrýma fátækt og eymd hafa tekið ráðin í sínar hendur. Kratamir hafa prédikað eymd og sult í áratugi. Þeir hafa sýnt sig í því að vilja ekki annað. Þess- vegna er sá flokkur dæmdur úr leik.Fólkið hér vill ekki búa við lakari kjör en annars staðar eru. Því fylkir það sér nú undir merki Sjálfstæðisflokksins. Krataflokkurinn er steinrunnið afturhald sem ekki skilur þarfir og kröfur fólksins nú. Sjálfstæðis- flokkurinn skilur tímanna rás, þessvegna er hann að vaxa, fólkið hefur öðlast trú á málstað hans. Framhald af 1. síðu. læknir verið þama um nokkurt árabil. Fólkið því búið þar við dæmafátt, ef ekki dæmalaust ör- yggisleysi hvað alla heilsuvemd snertir. Að vísu áttu Sléttuhrepps- búar tilkall til læknishjálpar frá ísafirði. Þeir sem- til þekkja vita vel hvers virði sú hjálp er, eða réttara sagt var. Þeim, sem mestu hafa ráðið um heilbrigðismálin í landi voru nú á seinni árum stóð nokkum veginn á sama um þetta ömurlega ástand er þama átti sér stað í þessum efnum. Sjálfur landlæknirinn sagði að þarna ætti helzt enginn læknir að vera. Fólkið ætti að flytja burt úr héraðinu þangað, sem betra væri að lifa og auðveldara væri að ná til læknis. Tilgangi hans er nú líka náð, fólkið er allt flúið burjg, til annarra staða, sem maður skyldi nú ætla að því liöi betur. Þessum skilningi átti fólkið að mæta hjá Vilmundi Jónssyni, sem þó aðstöðu sinnar vegna hefði get- að gnúist á annan veg við óskum og kröfum fólksins í þessum efn- um, ef viljað hefði. Það eru ekki mörg ár síðan að ljósmóður, sem gegndi störfum í Sléttuhreppi, var neitað um endur- greiðslu á ferðakostnaði, er hún varð að borga úr eigin vasa til fylgdarmanns yfir torsótta leið á bólusetningarferð um hreppinn. Reikningur Ijósmóðurinnar var sanngjarn í fi'emsta máta, milli 50—100 kr. Ég sel þetta ekki dýr- ara en ég keypti það, en sagan var mér sögð af einum þeirra lækna er falin var heilsugæzla í Sléttu- hreppi þá, er Hesteyrarhérað var orðiÖ læknislaust. Ég efast ekki um að sagan er sönn. Hvað finnst svo mönnum um annað eins tillitsleysi og spamað? Ljósmóðurin lagði auðvitað nið- ur störf þarna. Ég er því sammála, að læknisleysið í Sléttuhreppi hafi átt hvað drýgstan þáttinn í að fólkið flutti þaðan á burt. Annað, sem ég tel að mikinn þátt hafi átt í fólksflóttanum voru þær afleiðingar, sem veiðar með dragnót á hinum fiskisælu miðum á grunnsævi höfðu á afkomu smá- útvegsmanna þar. Ég get ekki stillt mig um að rifja hér upp það sem Bjöm Bjömsson, verkstjóri á ísafirði, hefur sagt mér fyrir nokkru síðan. Það var haustið 1939, að hann var sendur norður á Fljótavík að sækja 30 tonn af saltfiski til karl- anna þar nyrðra. Var þetta ein af hans mörgu ferðum á þeim árum þar norður í Sléttuhrepp í sömu erindum. Björn var að vanda snemma dags á ferðinni, kominn á víkina fyrir birtingu. Heimamenn höfðu þá um nóttina lagt lóðir sín- ar gmnnt á víkinni, því að afli hafði verið ágætur dagana áður.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.