Vesturland

Árgangur

Vesturland - 27.02.1953, Blaðsíða 3

Vesturland - 27.02.1953, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 iiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiuiuiiiiiiiuiuiiiiuiuKiiiiiuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu Coca Cola ískalt hressandi. Heimsins bezti svaladrykkur. Coca Cola ui ii iiii ii iiii iii iii ii iiiiii iii i ii iiiiiii iii iii uiiiiiiiiiin 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111- TILKYNNING um viðbótarfjölskyldubætur, mæðralaun o.fl. Samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi ber nú að greiða fjölskyldu- bætur með öðru og þriðja barni til viðbótar þeim fjölskyldubótum, sem greiddar hafa verið til þessa. Ennfremur ber nú að greiða mæðralaun til einstæðra mæðra, sem hafa fleiri en eitt bam á framfæri. Greiðast þau eftir sömu reglum og f jölskyldubætur og koma í þeirra stað. Þeir, sem nú njóta fjölskyldubóta samkvæmt eldri ákvæðum trygg- ingalaganna, þui'fa ekki að sækja um viðbótarfjölskyldubætur. Sama gildir um ekkjur, fráskyldar konur og ógiftar mæður, sem nú njóta bamalífeyris frá Tryggingastofnuninni. Þær þurfa ekki að sækja sér- staklega um mæðralaun. Aðrir þeir, sem rétt eiga til framangreindra bóta, eru hér með áminnt- ir um að sækja um þær eigi síðar en fyrir 31. marz n.k. Umsóknaeyðu- blöð verða til afhendingar eftir 1. marz hjá umboðsmönnum vorum, sem veita nauðsynlegar upplýsingar og taka við umsóknum. Fæðingarvottorð barnanna fylgi umsóknunum. Það er skilyrði fyrir bótarétti, að hlutaðeigandi hafi greitt gjald- fallin tryggingaiðgjöld. Síðar verður auglýst hvenær greiðsla viðbótarfjölskyldubóta og mæðralauna hefjast. Athygli skal vakin á því, að samkv. fyrrnefndum lögum eiga íslenzkar konur, sem gifst hafa erlendum mönnum, rétt til bamalífeyris frá Tryggingastofnuninni, þótt þær hafi misst íslenzkan ríkisborgararétt, ef eiginmenn þeii’ra hafa fallið frá, yfirgefið þær eða skilið við þær, enda dvelji þær og börnin hér á landi og njóti ekki lífeyris eða meðlags annars staðar frá. Reykjavík, 15. febrúar 1953 TRYGGINGASTOFNUN RIKISINS. Um það bil er Björn kom á víkina urðu menn þess varir að dragnóta- bátar höfðu byrjað veiðar sínar þar, sem lóðirnar höfðu verið lagð- ar. Fannst heimamönnum, af áður fenginni reynslu, sem engir au- fúsugestir væru þama á ferðinni. Bjöm vildi hraða sínu erindi og kvaddi flesta heimamenn sér til hjálpar við útskipunina og var henni lokið það snemma að heima- menn komust fram til lóða sinna nokkru fyrir rökkrið. Umskipti voru nú ill orðin á mið unum frá því sem áður var. Sumt af línu heimamanna var horfið með öllu en nokkru náðu þeir þó. Ágætur afli var á línuna sem náðist en meginfxluti fiskjarins, sem á línunni var, var dauður og tálkn hans full af fínum sandi. Fisk á þessum sömu miðum var svo ekki að fá næstu vikurnar. Sannaðist nú, sem oftar, hví- líkan skaða veiðar með dragnót höfðu á aflabrögð þeiri'a er smábátaútgerð höfðu með hönd- um. Sjómenn þar nyrðra voru skiljanlega mjög sárir yfir þeim búsifjum er veiðar með dragnót, svo að segja við landsteinana hjá þeim, árlega ollu þeim. Mér eru minnisstæðar þær um- ræður, sem urðu á þing- og héraðs- málafundum okkar Norður-ísfirð- inga um dragnótaveiðar á þessum árum. Sjómenn og bændur í norð- ui’hreppum sýslunnar og reyndar fleiri sáu þá kannske hvað gleggst hverjar afleiðingar veiðar með dragnót hefðu fyrir þá og framtíð byggðarlagsins. Fulltrúar þessara hreppa beittu sér skiljanlega fyrir því á fundunum að dragnótaveiðar væru lögbannaðar, enda höfðu í- búar þessara hreppa beðið tilfinn- anlegast tjón vegna rányrkju þeirrar er dragnótin hafði í för með sér. En hér var við ramman reip að dragaá- Flestir hinna stærri út- vegsmanna hér við Djúp, semhugð- ust verða ríkir vegna þessai’ar veiðiaðfei’ðar og ónefndur áhx’ifa- maður, sem stundaði hér atkvæða- veiðar á þessum árum, gerðu bara gys að norðanmönnum og fóru jafnvel háðulegum orðum um slóðaskap þeirra. Þeir gætu eins og aðrir framtakssamir menn keypt sér stærri báta og viðeig- andi veiðarfæri til dragnótaveiða og tekið þar með þátt í rányrkj- unni. Árin liðu. Veiðar með drag- nót rénuðu fljótlega og fáir eða engir hér í héraðinu efnuðust af þessari veiðiaðferð. Hvernig þessum málum er nú komið vita allir. Skaðsemi drag- nóta- og botnvörpuveiða á grunn- sævi er nú viðurkennt af öllum hugsandi mönnum, enda þessi veiðiaðferð nú bönnuð innan þeirra takmarka, sem alþjóð er kunnugt um. Vonir standa til þess, að hin gjöfulu fiskimið á f jörðum og vík- um kring um land vort nái sér aft- ur eftir rányrkjuna. Megi þá svo fara að hinum fiskisælu víkum meðfram ströndum Sléttuhrepps verði gaumur gefinn af væntanleg- um íbúum sama hrepps og jarð- imar þar, sem nú hafa verið yfir- gefnar, byggist aftur dugandi fólki, sem skilur að án fyrirhafnar og vinnu getur enginn orðið sjálf- bjarga og að í sveitinni er jafnan næg verkefni til staðar er útiloka allt atvinnuleysi og basl, sem vissulega er full ástæða til að ótt- ast í þoi’pum og kaupstöðum, þegar aflabi’ögðin bregðast. Það hefir ekki leynt sér hin síð- ari ár hver áhrif aflatregða und- anfarinna ára hefur haft á afkomu alls þorra fólks í þorpum og kaup- stöðum. En kannske tilfinnanleg- ast hafa skakkaföllin í þessum efn- um komið niður á ríkissjóði og peningastofnunum okkar og þar með á þjóðarheildinni. Því hefur verið haldið fram í ræðu og riti að efnaleg afkoma þjóðar vorrar væri svo að segja einvörðungu undir sjávarútvegin- um komin. Aðrir atvinnuvegir landsmanna væru yfirleitt lítils virði. Jafnvel hefur því verið haldið á lofti, þegar síldveiðamar hafa heppnast vel og allt hefur leikið í lyndi fyrir sjávarútveginum, að íslenzka þjóðin þyrfti ekki að byggja afkomu sína á öðru en sjávarútvegi, á honum einum gæti þjóðin lifað góðu lífi. Kjöt og aði'- ar landbúnaðarafurðir ætti að kaupa af öðrum þjóðum, sem seldu þessar nauðsynjavömr ódýrara en íslenzkir bændur. Forvígismenn þeiri’a, er þannig liugsa, liafa verið ósparir á að benda á hver í'egin- munur hafi verið á tekjum þeim er þjóðarbúið hefði af sjávarút- vegi og landbúnaði, og þá verið vitnað til útflutningsskýrslna því til stuðnings. Allt þetta hjal hefur rneðal ann- ars leitt til þess að fólkið hefur yfirgefið sveitirnar og flutzt til sjávarþorpa og kaupstaða, enda þar á velgengnisárum sjávarútvegs ins tíðast verið hátt kaup í boði, svo hátt til þessa tíma að bændur yfirleitt hafa ekki talið sig geta staðist þær greiðslur. Ef einhver skyldi nú ætla að ég, vegna þessara ummæla, hefði horn í síðu sjávarútvegsins, fer fjarri því að svo sé. Mér er það ljóst að sjávarútvegurinn á að vera og verður að vera einn aðalatvinnu- vegur okkar íslendinga. Eins og vitað er hefur lengst af sá skerfur sem frá honum hefur runnið í þjóð arbúið verið hvað drýgstur. Niðurlag í næsta blaði. --------o--------- Sextugur. Sigurður Bjarnason, verkamað- ur Múla við Seljalandsveg, er sex- tugur í dag. Sigurður hefur í fjöldamöi’g ár unnið hjá ísafjarð- arbæ. SUMARBCSTAÐUR til sölu. Uppl. gefur Bæring Jónsson, Tangagötu 23.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.