Vesturland


Vesturland - 11.06.1954, Blaðsíða 2

Vesturland - 11.06.1954, Blaðsíða 2
VESTURLAND wmm 3ER8 aÆssrwxxxn sstutFsxEsjsxmm Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Matthías Bjarnason og Sigurður Bjarnason frá Vigur. Skrifstofa Uppsölum, sími 193. Afgreiðsla og auglýsingar: Hafsteinn O. Hannesson, Hafnarstræti 12 (Uppsalir). Heimasími: 10. — Verð árgangsins kr. 20,00. R VARP Það var mikíl ógæfa. Á síðasta bæjarstjórnarfundi beitti Alþýðu- og Framsóknar- flokkurinn meirihlutavaldi sínu til þess að níðast á pólitízkum and- stæðingi sínum, Kjartani J. Jó- hannssyni, lækni. Kjartan átti kröfu til, að fá yfirlæknisstarfið við Sjúkrahús Isafjarðar, eftir að hafa starfað við stofnunina í 22 ár. — En því var ekki að heilsa. Fulltrúar krata og framsóknar höfðu ákveðið að veita honum ekki starfið. Ástæða? Andstæð- ingur í stjórnmálum. Öll framkoma þeirra manna, sem með óheilindum og blekking- um tókst að komast hér til valda, er með þeim hætti að hér er hver sjálfstæðismaður ofsóttur og elt- ur, ef þeir telja hann erfiðan andstæðing. Við Isfirðingar þekkj- um ofsóknaræði kratanna og lát- lausan róg og níð í áratugi. Sem betur fer hefur okkur tekist að hnekkja valdi þess flokks hér í bænum, en þó henti sú óhamingja að upprisu aðrir kratar í líki framsóknar, sem að uppruna og hugsanagangi ætla ekki að vera eftirbátar sinna pólitízku feðra. Þessi tegund af mannfólki kom fram fyrirffólkið og sagðist fylgja að málum borgaralegum flokki — Framsóknarflokknum — og hét því að vinna í málum af sanngirni og góðvild. Þessir menn ætluðu að bera sáttarorð í deilum hinna flokkanna og koma á friði og sam- starfi. En nokkrum dögum eftir kosn- ingar, sneru þeir dæminu við. Þeir féllust í faðma við kratana og hafa rækt skyldur sínar við þá svo eftirminnilega, að það hef- ur aldrei hyarlað að þessum fram- sóknarmönnum annað en beita þá sjálfstæðismenn, sem þeir álíta mesta andstæðinga sína, hvers- kyns bolabrögðum. Og svo langt hafa gengið ofsóknir þessara manna, að ákveðinn framsóknar- foringi hér á Isafirði hefur notað aðstöðu sína til að beita valdi starfs síns til þess að ná sér niðri á pólitízkum andstæðingi sínum. Slíkir menn hafa ekki efni á að tala um frið og samvinnu. Þeir geta ekki tekið að sér „milli- flokkshlutverkið", sem þeir léku í sínum pólitízka skripaleik í janúarmánuði - s.I. Það er annað, sem einkennir þessa dæmafáu stjórnendur þessa bæjarfélags. Það er fjandskapur þeirra við allar framfarir og um- bætur. öskur þeirra og takmarka- laus reiði yfir því að Sundin voru dýpkuð er táknrænt dæmi. Árás- irnar á þann mann, sem átti veg og vanda þeirrar framkvæmdar, er augljós sönnun þess. Og þeir sem æpa hæst eru einmitt þeir, sem minnst gera og mest stendur upp á. Það er sorgleg staðreynd, að hér skuli ráða í bæjarmálum á- hugalausir menn, og það sem verra er, menn sem eru á móti framtaki og dugnaði annara. Pólitísk verzlunarvara. Nýlega var haldinn stjórnar- fundur í Ishúsfélagi Isfirðinga h.f., og var þar lagt fram bréf frá Eyjólfi Jónssyni, skrifað í janúarmánuði s.L, þar sem hann óskar eftir því að losna frá framkvæmdastjórastarfi félagsins, og það sem fyrst. Stjórnarformaðurinn, Birgir Finnsson, hafði þó engan tíma til þess að leggja bréf þetta fyrir stjórnina fyrr en 4—5 mánuðum síðar. Haraldur Steinþórsson flutti á þessum stjórnarfundi tillögu um að framkvæmdarstjóra- starfið verði auglýst laust til umsóknar. Tillaga hans var felld með 1 atkvæði gegn 1 (atkv. Birgis Finnssonar). Eyj- ólfur, sem er þriðji stjórnar- maðurinn, sat hjá. Hlutverk vesalings Birgis er hið aumasta. Hann hafði í febrúarmánuði gefið samþykki sitt til, að þeir Guttormur og Bjarni bankastjóri réðu fram- kvæmdarstjóra Ishúsfélagsins, enda hófu þeir þegar leit að manni, sem þurfti að uppfylla það höfuðskilyrði, til þess að geta talist hæfur, að vera heit- trúaður framsóknar-krati, eins og þeir sjálfir eru. ÖIl störf í þjónustu bæjarins og bæjarstofnana eru orðin verzlunarvara hjá þessum póli- tízku loddurum. til Dr. Richards Beck, eftir Harald Leósson, sungið af Karlakór ísaf jarðar í Alþýðuhúsinu á ísafirði á afmælisdegi dr. Richards Beck, 9. júní 1954. Kom þú heill yf ir sæ nú, er blíðasta blæ hefur blásalur himins af náð sinni veitt. Snemma vestur um sund bar þig víkingsins lund. Sértu velkominn, f óstra vor ann þ,ér enn. heitt. Þegar rödd þín barst heim, bar hún hánorðurs hreim, því að hjartað er íslenzkt og norrænt þitt orð. Þú varst fulltrúi vor, áttir þreklund og þor . • og varst þjóð vorri sómi á vestrænni storð. Og með stórhug og trú reistir bandalags brú milli bræðra hér eystra og vestan við höf. Því skal þakkir tjá þér, því skal heiðra þig hér, og þín heimsókn er oss sem hin dýrasta gjöf. Júlíus Geirmundss. SJÖTUGUB. Júlíus Geirmundsson frá Atla- stöðum í Fljótavík varð sjötugur 26. maí s.l. Júlíus er fæddur að Látrum 1884. Foreldrar hans voru Sigur- lína Friðriksdóttir og Geirmundur Guðmundsson. Hann keypti hálfa jörðina Atlastaði í Fljótavík árið 1906 og hóf þar búskap. Á Atla- stöðum bjó hann um 40 ára skeið, en þá brá hann búi Og fluttist hingað til Isafjarðar 1946 og hef- ur búið hér síðan. Júlíus Geirmundsson er, þrátt fyrir sjötíu ár að baki, hvikur og léttur í hreyfingum og gengur að hverju verki með þeim sama á- kafa og ánægju, sem áður fyrr. Hann er léttur í lund, eins og fjörugur unglingur á vordegi lífs- ins. Þessi káti og lífsglaði maður er sérstæður persónuleiki. Hann hefur gengið í gegn um harðan skóla lífsins og staðist öll próf og allar þrautir. Hann hefur með elju sinni, dugnaði og trú á lífið afkastað miklu og löngu dags- verki. Júlíus stundaði sjómennsku jafnframt búskapnum öll sín bú- skaparár og aflaði jafnan vel. Hann var öll sín búskaparár sjálf- stæður maður og setti sér ungur það takmark að treysta á sjálfan sig, en ekki aðra. Júlíus hefur ver- ið hamingjumaður í lífinu. Hann kvæntist ágætri konu, Guðrúnu Jónsdóttur 29. desember árið 1905 og eignuðust þau hjón 14 börn og eru 11 þeirra á lífi, myndarlegt og mannvænlegt fólk. Frú Guðrún stóð við hlið manns síns langa búskapartíð og var honum ómetanlegur styrkur í um- fangsmiklu starfi. Þessi mætu hjón skiluðu þjóðfélaginu miklu starfi. Lífsuppeldi 11 þjóðfélags- þegna er stórvirki. Júlíus varð fyrir þeirri þungu sorg að sjá á bak konu sinni fyrir þremur árum síðan. — Að lokum vil ég færa þessum æskumanni, Júlíusi Geir- mundssyni, mínar beztu hamingju- óskir og vona að lífsgleði og starfshugur megi um langan aldur halda áfram að vera hans aðals- merki. M. Bj. ------------o------------ SJÚKRAHÚSSLÆKNIRINN. Framh. af,i. síðu. hann notið trausts og vináttu samborgara 'sinna, sem góður læknir og afbragðs maður. Heilbrigðismálaráðuneytið hef- ur ákveðið mælt með ráðningu Kjartans. Landlæknir telur hann hæfan til þess að gegna starf- inu. öll skynsamleg rök mæla því með því, að hann verði ráð- inn til þessa starfs, en þrátt fyr- ir það leyfir meirihluti bæjar- stjórnar sér að ganga framhjá Kjartani og virðist það eingöngu vera af pólitízkum ástæðum. Við hörmum það, að meirihluti bæj- arstjórnar skuli láta pólitízka blindu ráða gerðum sínum við val yfirlæknis að Sjúkrahúsi Isa- fjarðar. Matthías Bjarnason, Ásberg Sigurðsson, M. Bernharðsson, Högni Þórðarson".

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.