Vesturland

Árgangur

Vesturland - 19.11.1956, Blaðsíða 5

Vesturland - 19.11.1956, Blaðsíða 5
VESTURLAND 5 Jarðgong og yfirbygging fjallvega Þingsályktunartillaga Sigurðar Bjarnasonar og Kjartans J. Jóhannssonar. Bænagjörð í kirkjum landsins fyrir ungversku þjóðinni. Sóknarpresturinn á ísafirði óhlýðnast boði biskups. Sigurður Bjarnason og Kjart- an J. Jóhannsson hat'a lagt fram tillögu til þingsályktunar í Sameinuðu Alþingi um rann- sókn á möguleikum jarðgangna- gerðar og yfirbyggingar á f jall- vegum. Er tillagan svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta fara fram í samráði við vegamálastjóra rannsókn á möguleikum jarð- gangagerðar og yfirbyggingar á fjallvegum, sem liggja svo hátt eða eru svo ótryggir, að þeir eru aðeins opnir til umferðar nokkurn hluta árs. Skal jafn- framt leita álits erlendra sér- fræðinga á sviði vegagerðar, ef þess gerist þörf. I Noregi og Sviss. í greinargerð tillögunnar segir m. a.: í ýmsum fjallalöndum hafa ver- ið mörg vandkvæði við vegagerð um háfjöll og fjallahryggi. Bæði í Noregi og Sviss hefur fjöldi slíkra jarðganga verið gerður. Hafa þess- ar þjóðir og verkfræðingar þeirra nú mjög mikla og dýrmæta reynslu á þessu sviði. Hér á landi hafa aðeins verið grafin ein stutt jarðgöng fyrir veg. Eru það göngin í gegnum Arnar- neshamar á Súðavíkurvegi við Isa- fjarðardjúp. Þrátt fyrir algert reynsluleysi íslenzkra vegagerðar- manna á þessu sviði tókst gerð þessara fyrstu jarðganga, sem eru 34 metra löng, eftir atvikum vel. Tveir Vestfjarða-vegir. Á Vestfjörðum hafa athugulir menn síðan farið að velta því fyr- ir sér, hvort ekki væri hægt að bæta vegasambandið milli sumra byggðarlaga þar með því að leggja vegina um jarðgöng gegnum fjalls- hryggi. Hefur í þessu sambandi einkum verið rætt um veginn frá ísafjarðardjúpi yfir í Önundarf jörð um Breiðadalsheiði og veginn frá ísafirði til Bolungavíkur. Breiðadalsheiðarvegurinn er einn hæsti fjallvegur á landinu og teppist alltaf snemma hausts til mikils óhagræðis fyrir byggðarlög- in í Vestur-ísafjarðarsýslu og við utanvert Isafjarðardjúp. Væri vissulega hinn mesti fengur að því, ef hægt væri með jarðgöngum eða yfirbyggingu vegarins að lengja umferðartíma hans verulega. Bolungavíkurvegurinn, sem ligg- ur um sæbratta hlíð á löngu svæði, er að vísu opinn lengri hluta árs en Breiðdalsheiðarvegurinn. En einnig hann er stundum lokaður svo að vikum og mánuðum skipt- ir. Veldur það atvinnulífi byggðar- laganna, sem nota hann, stórkost- legu tjóni og óhagræði. Rætt hef- ur verið um að auðvelt mundi að leggja þennan veg aðra leið, þ. e. fram Hnífsdal, og grafa jarðgöng gegnum fjallseggina milli Hnífs- dals og Syðridals í Bolungavík. En á möguleikum þess hefur engin rannsókn farið fram. Framfaramál. Fyrir flutningsmönnum þessar- ar tillögu vakir það, að rannsókn væri látin fara fram á möguleikum jarðgangagerðar hér á landi í þágu vega og samgangna. Ætti að vera auðvelt að framkvæma slíka rannsókn og leggja fram sennilegar kostnaðaráætlanir, sem gefa til kynna, hvort hér sé um viðráðanlegar framkvæmdir að ræða af fjárhagslegum ástæðum. Nauðsynlegt er einnig, að rann- sókn verði framkvæmd á mögu- leikum þess að yfirbyggja ein- staka vegi, sem erfitt er að verja og halda við með venjúlegum hætti. Þetta er þýðingarmikið mál fyrir samgöngur víða um land. Það er án efa skynsamlegra að grafa jarðgöng gegnum fjallahryggi en að þenja sig með vegi upp um hæztu heiðar, sem eru færar með góðu móti aðeins 4 til 5 mánuði á ári. Stofnkostnaður slíkra vega verður efalaust liærri, en við- hald minna og nýtingartími veganna verður þá árið um kring. Vonandi samþykkir Al- þingi þessa tillögu. ——o------ Togarinn Fylkir sekknr Snemma á miðvikudagsmorgun sökk togarinn Fylkir úti af Horni er tundurdufl er hann hafði feng- ið í vörpuna sprakk. Skipið sökk á stundarfjórðungi og björguðust allir skipverjar 32 að tölu í annan skipsbátinn. Loftskeytamaðurinn gat sent út neyðarkall og kom tog- arinn Hafliði fljótlega til hjálpar og tók skipverja um borð. Hafliði kom með skipverja af Fylki hing- að til Isafjarðar kl. 2 sama dag og fóru þeir með skipi til Reykjavík- ur um kvöldið nema tveir þeirra sem meiddust voru lagðir á Sjúkrahúsið hérna. Hvorugur þeirra eru þó alvarlega meiddir. Togarinn Fylkir var byggður árið 1947 og var eign samnefnds hluta- félags í Reykjavík. ----oOo----- Hjónaband. Nýlega hafa verið gefin saman í hjónaband í Reykjavík, Selma Samúelsdóttir, ísafirði, og Ketill Jensson, óperusöngvari, Reykjavík. . Biskup landsins herra Ásmundur Guðmundsson, flutti ávarp í Rík- isútvarpið 8. nóvember og lauk hann máli sínu með þessum orð- um: „Ég hef beðið presta iands- ins að láta fara fram næsta sunnudag bænagjörð fyrir ung- versku þjóðinni og friði í heim- inum. Og vona, að sá fyrirbæn verði bænargjörð alls safnaðar- ins og guðsþjónusturnar verði sem fjölsóttastar. Komum öll, sem getum, ung og gömul. Gjör- um það, sem í voru valdi stend- ur, og þreytumst ekki að biðja. Biðjum um sinnaskipti ofbeld- ismannanna biðjum um frelsi til handa hugrökku hetjuþjóðinni, já, biðjum um sátt og frið með öllum mönnum og þjóðum.“ Ég er sannfærður um að íslenzka þjóðin var biskupi þakklát fyrir hans góða tilgang. Allir þjóðhollir Islendingar óskuðu eftir því að mega sýna ungversku þjóðinni samúð og biðja með prestum lands- ins um sinnaskipti ofbeldismann- anna og frelsi til handa hinni hug- rökku þjóð. Við ísfirðingar vorum ákveðn- ir að fjölmenna til kirkju sunnu- daginn 11. nóvember. Fjöldi sóknarpresta um allt land auglýstu messur og margir þeirra messuðu í öllum kirkjum sókna sinna, þó 20—30 km. vegalengd væri á milli kirkna. En hér á Isa- firði var engin messa auglýst. Hvað var að? Hafði sóknarprest- ur okkar orðið skyndilega veikur? Nei, sem betur fór, hann var heill heilsu og hafði boðað messu í Hnífsdal. Á milli Hnífsdals og ísafjarðar er auðvelt að aka í bifreið á 10 mín útum. Það hafði því verið vel hægt að messa líka hér á ísafirði, þar sem mestur hluti safnaðarins býr. En hversvegna óhlýðnast sókn- arprestur ísfirðinga boði biskups um bænagjörð fyrir ungversku þjóðinni? Við þvi viljum við fá svar. Hefur sóknarnefndin fengið skýringu á þessari fyrirtekt prests- ins? Söfnuðurinn vill fá skýr svör. Það tóku allir landsmenn þakk- samlega boði biskups um bæna- gjörð fyrir ungversku þjóðinni, nema kommúnistar. Blað þeirra Þjóðviljinn, réðist með fruntahætti á biskup. Þannig hefur það alltaf verið, þegar ofbeldis og kúgunar- stefna kommúnista hefur ráðist á smáþjóðir. Þá hefur Þjóðviljinn varið grimmdina og morðingjana. Sóknarprestur Isfirðinga er flokks- bundinn kommúnisti og innilegur aðdáandi þeirra. Getur það verið að hann hafi talið sér skildara að hlýða kalli Þjóðviljamanna en boði leiðtoga íslenzku þjóðkirkjunnar? Ef svo er þá er réttara fyrir prest- inn að segja af sér prestskap og lofa okkur Isfirðingum að velja okkur annan sóknarprest. Þjónusta við alþjóða kommúnisma og þjón- usta við Guð og kirkjuna getur aldrei farið saman. Isfirðingur. Blaðinu hafa borist fjórar grein- ar, þar sem rík óánægja er látin í ljós yfir framferði sóknarprests- ins. Almenn óánægja er meðal bæj- arbúa yfir því að ekki skuli hafa farið hér fram bænagjörð að boði biskups. Ritstj. ----o----- Ábyrgð bæjarsjóðs Framhald af 3. síðu. mjög í tízku og völdu hlutafélags- forrnið, sem reynst hefur að vera heppilegra, sbr. að núverandi ráða- menn hafa skipt um skoðun og ráðgera nú stofnun hlutafélags til togaraútgerðar. Isfirðingur var stofnaður af bæjarsjóði og á ann- að hundrað hluthöfum, borgurum þessa bæjar. Félagið var stofnað á tímum at- vinnuleysis og erfiðleika af mikl- um vanefnum og spáðu margir því ekki langra lífdaga. Frá upphafi hafa góðar óskir margra manna og kvenna fylgt skipum félagsins, hvert sem þau hafa farið um höfin. Allir starfs- menn þess hafa, fyrr og síðar, bor- ið hag þess mjög fyrir brjósti. Þetta hefur framar öllu öðru ver- ið gæfa félagsins. Hægt og hægt hefur félagið aukið starfsemi sína, bætt aðstöðu sína á mörg- um sviðum og orðið á þann hátt vaxandi þáttur í atvinnulífi fólksins í bænum. Það er von mín og vissa, að ís- firðingur h.f. megi auðnast að blómgast og dafna og vera áfram snar þáttur í atvinnulífi þessa bæj- ar og vaxa svo fiskur um hrygg á næstu árum, með bættri aðstöðu, að hann verði þess megnugur að leysa bæjarsjóð fljótlega undan þeirri ábyrgð, sem hann hefur nú gengið í fyrir félagið um stund- arsakir. Eitt er þó víst, hver sem af- drif fsfirðings li.f. verða, þá munu þess lengi sjást merki, að félagið hafi liér starfað um skeið, rekið fjölþætta starfsemi og gert virðingarverða tilraun á eri'iðum tímum til að skapa hætta aðstöðu til togaraútgerð- ar í þesum bæ. Asberg Sigurðsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.