Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 19.11.1956, Qupperneq 8

Vesturland - 19.11.1956, Qupperneq 8
mmm (3JSHS) S/ksVFl'RZJURU SdíWFS37ES))Smjmi 1» XXXIII. árganur Isafjörður, 19. nóvember 1956 25.-26. tölublað. Reikningar bæjarsjóðs fyrir árið 1955 siðbúnir. Reikningar bæjarsjóðs Isafjarðarkaupstaðar fyrir árið 1955 hafa ekki séð dagsins ljós þó liðinn sé hálfur ellefti mánuður frá áramótum. Bæjarráðsmaður Sjálfstæðisflokksins spurðist nýlega fyrir um hvað þessu liði og svaraði bæjarstjóri því til að reikningar bæj- arsjóðs væru nú búnir en eftir væri að fjölrita þá. Þ'etta teljast léleg vinnubrögð að hafa ekki Iagt fram bæjar- reikninga fyrir löngu. Því ekki vantar mannfjöldann á bæjar- skrifstofuna. Þar hafa verið fimm karlmenn allt árið, eða ein- um fleiri en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun, ein stúlka og bæjarstjóri sá sjöundi. Auk þess var keyptur einn aukamaður í sumar um tíma. Það hafði því átt að vera hægt hjá bæjarstjór- anum að koma reikningum saman fyrir vorið og birta þá bæj- arfulltrúum. Sleifarlagið og smnuleysið er sannarlega orðið ein- kennismerki bæjarstjórnarmeirihlutans. Ungversku þjóðinni vottuð samúð. Ofbeldið fordæmt. Á fundi í Sjálfstæðisfélagi ísfirðinga, sem haldinn var 6. nóvember, var rætt um það ískyggilega ástand sem skapast hefur í heiminum að undanförnu. Maríus Helgason, umdæmisstjóri, var málshefjandi. Umræður urðu miklar og var svohljóðandi ályktun samþykkt samhljóða: „Fundur í Sjálfstæðisfélagi Isfirðinga, haldhm 6. nóvember 1956, vottar Ungversku þjóðinni dýpstu samúð sína, vegna þeirra miklu hörmunga sem yfir hana hafa gengið að undanförnu. Fundurinn lýsir og aðdáun sinni á henni fyrir þann kjark og dugnað, sem hún sýndi með því að brjóta af sér hlekki einræðis og ofbeldis, sem hún var hneppt í af kominúnistum með aðstoð rússnesks hers og drápstækja. Fordæmir fundurinn, að þegar Ungverska þjóðin hafði aftur öðlast frelsi sitt, skuli ein voldugasta hernaðarþjóð heimsins — Sovétríkin — ráðast á hana og beita freklegu ofbeldi með aðstoð ægilegustu dráps- tækja og drepa niður varnarlaust fólk þessarar djörfu smáþjóðar, sem einskis óskar annars en að lifa friðsömu lífi í sjálfstæðu lýðræðis- þjóðfélagi. Slíkt ofbeldi sem þetta er öllum frjálsum þjóðum andstyggð og full ástæða fyrir þær að varast betur, héreftir en hingað til þau óþjóðlegu og glæpsamlegu öfl, sem starfa að því, að hneppa frjálsar þjóðir í f jötra einræðis og kúgunar. Ennfremur lýsir fundurinn yfir samúð sinni með Egyptsku þjóðinni, vegna átaka þeirra er þar standa yfir, af völdum voldugra þjóða, sem skapast hefur vegna þeirra einræðisafla sem traðkað hafa á þeim frjáls- um samningum sem á sínum tíma voru gerðar til aukinnar velmegunar og samstarfi allra þjóða. Harmar fundurinn og fordæmir að tvær af for- ystuþjóðum Sameinuðu þjóðanna, skuli hafa gripið til slíks örþrifa- ráðs, að beita vopnavaldi í samskiptum þjóða á milli.“ Ur bæ og byggð. Hjónaband. Flóra Ebenezersdóttir, Bolungavík og Kjartan Jakobsson, Reykjar- firði voru gefin saman í hjóna- band 12. október af sóknarprest- inum í Hólssókn. Bjömey Björnsdóttir, hjúkrun- arkona frá Hafnarfirði og Magnús Elíasson, ísafirði, voru gefin sam- an í hjónaband af sóknarprestin- um í Hafnarfirði. Ásthildur Geirmundsdóttir, Hnífsdal og Kristófer Edilonsson frá Ólafsvík, voru gefin saman í hjónaband 7. þ. m. Salbjörg Þorbergsdóttir og Kjartan Geir Karlsson, bæði í Súðavík voru gefin saman í hjóna- band 18. þ. m. Birna Valdimarsdóttir, ísafirði og Heiðar Guðmundsson, rafvirki, Bolungavík, voru gefin saman í hjónaband 17. þ. m. Sóknarprest- urinn hér gaf brúðhjónin saman. Hjónaefni. Kristín Hermundsdóttir, verzlun- armær, Akureyri, og Guðmundur Kjartansson, bankagjaldkeri, Isa- firði, hafa fyrir nokkru opinberað trúlofun sína. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Jakobína V. Jakobsdóttir, Hraunprýði Isafirði, og Rúnar G. Steindórsson, prentari. Ása Ásbergsdóttir, hjúkrunar- nemi, Isafirði og Pétur Helgason frá Akureyri. Kristín Einarsdóttir, verzlunar- mær, Isafirði, og Guðmundur Sig- urðsson, Hnífsdal. Sigrún Sigurgeirsdóttir, Isafirði, og Sverrir Sigurðsson, sjómaður, Reykjavík. Birna G. Friðriksdóttir, Reykja- vík og Egill Jónsson frá Isafirði. Sigfríð Lárusdóttir, Hnífsdal og Stefán Björnsson, skrifstofumaður Aðalvík. Sigríður Guðjónsdóttir, skrif- stofumær, Reykjavík, og Haraldur Hamar, blaðamaður, frá ísafirði. Charlotte Rist, saumakona, ísa- firði, og Þórarinn Sighvatsson, Höfða, Dýrafirði. Afmæli. Frú Halldóra Katarinusdóttir í Arnardal átti fimmtugsafmæli 16. þ. m. Halldóra var gift Matthíasi Guðmundssyni, bónda í Arnardal, en hann lézt fyrir nokkrum árum. Síðan hefur hún búið á jörð sinni ásamt sonum sínum. Silfurbrúðkaup. Guðmunda R. Sigurðardóttir og Geirmundur Júlíusson, smiður í Hnífsdal, áttu 25 ára hjúskaparaf- mæli 6. þ. m. Veðurfar. Veðurfar hefur verið óvenju milt í haust. Vegir eru færir yfir Breiðadalsheiði og mun það eins- dæmi að þeir hafi verið akfærir svo lengi. Fossavatn og Nónhoms- vatn eru full og er það mikið lán fyrir Rafveituna því dieselvélin er ennþá óstarfhæf vegna byggingar- framkvæmda. Afli línubáta. Afli línubáta hefur verið góður á þessu hausti og hefur komist yf- ir 7 tonn í legu. Frá ísafirði eru.gerðir út þrír bátar, Gunnvör, Guðbjörg og Vík- ingur. 1 Hnífsdal er Mímir gerður út og í Bolungavík Flosi, Einar Hálfdáns og Hugrún. Fleiri bát- ar munu hefja róðra á næstunni. Rafveitufram- kvæmdir. Nýlega var lokið við að steypa þakið á viðbótarbygginguna við rafstöðvarhúsið í Engidal. Hefur nú tekist að útibirgja húsið, enda hefur veðurfar verið með ágætum til útivinnu. Viðbyggingin er 175 fermetrar að grunnfleti, vélasalurinn 19 m. að lengd og 6,75 m. á breidd eða rúmlega 128 fermetrar. Verkstæð- isplássið er um 45 fermetrar að grunnfleti. „Gottwald“ minni dies- elvélin er nær gamla stöðvarhús- inu en nýja dieselvélin verður sett upp innan við hana. Eftir er að steypa undirstöðu undir nýju vélina og er ekki hægt að búast við því að uppsetning hennar hefjist fyrr en eftir ára- mót. Öll múrhúðun og einangrun er óunnin. Yfirsmiður við byggingarfram- kvæmdir þessar var Daníel Sig- mundsson. Þessar byggingaframkvæmdir og kaup á dieselstöðinni hafa kostað mikið fé og Rafveitan því þurft að afla mikils lánsfjár til þeirra, en þunglega hefur gengið um öfl- un þess. Skrifstofustjóri Rafveitunnar Guðmundur G. Kristjánsson fór að beiðni rafveitustjóra til Reykjavík- ur til þess að vinna að því að fá lán til þessara framkvæmda. Mætti Guðmundur góðum skiln- ingi og varð för hans góð. Lán fékkst hjá þessum aðilum: Trygg- ingarstofnun ríkisins 330 þús. kr. Landsbanka íslands 200 þús. kr. og Útvegsbanka Islands h.f. 200 þús. kr.. Öll lánin eru til 12 ára. Þá fékkst einnig úr raforkumála- sjóði 40 þús. kr. af fé því 'sem rík- issjóður veitir til styrktar bygg- ingu dieselstöðva. ----o---- ■ Vatnslejrsi# »g tram- kvæmdalejrsi bæjar- stjórnarinnar. Vatnsskortur er tilfinnanlegur í bænum. Vatnið hverfur fyrirvara- laust og eru húsin vatnslaus tím- unum saman. Húsmæður eru, sem von er, orðnar leiðar yfir þessu ólagi á vatnsveitunni. Sagt er að vatnssigtin séu alltaf að stíflast vegna mosa og ýmiss gróðurs, sem berst með vatninu. 1 fjögur ár hefur bæjarstjórnin ætlað að Iáta smíða vatnssíuútbún- að og gera fleiri endurbætur sem óhjákvæmilega þyrfti til þess að koma í veg fyrir að vatnssíur stífl- uðust. En framkvæmdir hafa eng- ar orðið. Það er þungur kross, sem hvílir á bæjarbúum að liafa dáðlausan bæjarstjórnarineirihluta.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.