Vesturland

Árgangur

Vesturland - 27.06.1958, Blaðsíða 1

Vesturland - 27.06.1958, Blaðsíða 1
10 S1Ð U R 12,—14. tölublað. &JBRS) s/eS&FWZWfiH 8d&GFS3'Æ$»SMíacm XXXV. árgangur. Isafjörður, 27. júní 1958. Bjargráð vinstri stjórnarinnar: Terðbólgnalda skellur yfir þjóðina. Stórkostlegasta skattahækkun á einu þingi — 55% gengislækkun — sem kallast „hliðarráðstöfun“ og á að fleyta þjóðarskútunni yfir sumarið. Talsmenn ríkisstjórnarinnar böða enn ofboðslegri álögur, þegar Alþingi kemur saman í haust. Engin tilraun er gerð að færa sarnan ríkisbáknið. Flnkkgi'áftstpfn: Lögin um útflutningssjóð o.fl., sem Alþingi afgreiddi í þinglok, ákveða uppbætur á útflutnings- framleiðsluna sem hér segir: a. Á allan fisk og fiskafurðir að undanteknum síldarafurðum, 80%. b. Á afurðir úr sumarveiddri Norður- og Austurlandssíld, 55%. c. Á afurðir úr aimari síld (Faxa- síld og smásíld) og loðnu, 70%. Ennfremur er gert ráð fyrir því að greiddar verði útflutn- ingsuppbætur á útfluttar land- búnaðarvörur „er séu sambæri- legar við beztu kjör, sem sjáv- arútvegurinn fær“. Togararnir njóta samkvæmt þess- um ákvæðum sömu útflutnings- uppbóta og bátaflotinn. Gert er ráð fyrir því að allar út- flutningsuppbætur hækki fyrst og fremst vegna hinna miklu nýju á- lagna, sem lagðar eru á útflutn- ingsframleiðsluna. En þær munu samkvæmt upplýsingum í greinar- gerð frv. nema rúmum 200 millj. kr. Þar að auki er talið að kaup- hækkanirnar valdi 50 millj króna hækkun á reksturskostnaði útvegs- ins á ári. Gífurlegir skattar. 1. Lagt er 30% eða 55% yfir- færslugjakl á alla gjaldeyris- sölu bankanna, einnig náms- og sjúkrakostnað, sem hingað til hefur verið undanþeginn yfir- færslugjaldi. Er 55% yfir- færslugjaldið lagt á inegin- hluta gjaldeyrissölunnar. Helztu vísitöluvörur bera 30% yfir- færslugjald. En uiulir þessu yf- irfærslugjaldi eru aðeins 10% heildarinnflutningsins. 2. Iimheimta skal áfram iimflutn- ingsgjald af flestum sömu vöru- flokkum og áður, og nemur það 22—62%. 3. Áfram verður innheimt 6% gjald af ýmissi veltu og þjón- ustu. 4. Haldið verður áfram að inn- heimta 10% gjald af farmiðum til útlanda og 10% af vátrygg- ingum. 5. Gjald af innlendum tollvörum skal innheimt með 150% álagi, og er þar um að ræða 70% hækkun. 6. Leyfisgjald af bifreiðum verður 160% í stað 125%, sem það var áður. 7. Álag á íerðagjaldeyri hækkar úr 57% í 101%. 8. Lagt er á sérstakt benzíngjald, sem nemur 62 aurum á lítra. Saintals mun þó vera um að ræða 80 aura liækkun á benzín- lítra, þar sem benzín liefur und- anfarið verið selt töluvert hærra verði en eðlilegt er. En ríkisstjórnin hefur ekki viljað fallast á verðlækkun þess, til þess að fyrirhugaðar álögur yrðu ekki eins áberandi. Með þessum ráðstöfunum hefur ríkistjórnin liorfið frá fyrri yfirlýsingum sínum, um að lialda dýrtíðinni í skefjum. 1 kjölfar þessara ráðstafana fellur ægiflóð verðbólgunnar yfir þjóðina, og afleiðingin er uppsögn kaupsamninga og skefjalaus verkföll. Því seint ætlar stór hluti þessarar þjóðar að skilja það, að á meðan út- flutningsat\'innuvegir þjóðar- innar eru reknir með stórtapi, þá er hverskonar kaupliækkun gagnslaus fyrir launþegana, því liún er uppetin með vaxandi dýrtíð og minnkandi kaupmætti launanna. RIKISST J ÓBNIN HEFUR Á ENGAN HÁTT SS N I VIÐLEITNI I ÞÁ ATT AÐ DRAGA ÍJR KOSTNAÐI VIÐ RIIÍISBÁKNIÐ, OG „VARANLEGU tlRRÆÐIN ' HENNAR ERU AÐ EIGIN SÖGN ADEINS TIL ÞESS AÐ FLEYTA S j álf stæOisf lokksins. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur boðað flokksráðstefnu með flokksráðsmöimum og formönnum flokksfélaga 5. og 6. júlí. Á ráðstefnu þessari verður rætt um skipulagsmál flokksins og á- stand og horfur í þjóðmálum og afstöðu flokksins til hinna helztu vandamála. Þinomðlafundir í Norður-ísafjarOarsýslu Sigurður Bjarnason, þingmaður Norður-lsfirðinga hélt þingmála- fundi í kauptúnum sýslunnar: Súðavík, Hnífsdal og Bolungavík, 7. og 8. þ.m. Fundarstjórar á fund- um þessum voru: 1 Súðavík, Áki Eggertsson, í Hnífsdal, Einar Steindórsson og í Bolungavík, Friðrik Sigurbjörnsson. Þingmaðurinn ræddi aðallega héraðsmál, en einnig þjóðmálin og síðustu ráðstafanir í efnahagsmál- unum. Var máli hans hvarvetna mjög vel tekið. Fundirnir voru vel sóttir og nokkrar umræður urðu þar. Vinabæjamötifl. Allir vinabæir ísafjarðar munu senda fulltrúa á vinabæjamótið, sem hér verður haldið dagana 19. til 21. júlí Frá Roskilde í Danmörku koma 10 fulltrúar, frá Tönsberg í Nor- egi 5, frá Linköping í Svíþjóð 6 og frá Joensuu í Finnlandi 4. ÞJÓÐARSKÚTUNNI YFIR HÁ- BJARGRÆÐISTIMANN. f HAUST BOÐAR HÚN NÝJAR AÐGERÐ- IR, EF HÚN ÍIJARIR SVO LENGI. Ánægja vinstra samstarfsins er nú horfin með öllu hjá stuðn- ingsfólki ríkisstjórnarinnar — og mun enginn furða sig á því. Fjórðungssamband Sjálfstæðismanna á Vestfjörðum heldur fjórðungsþing sitt í Bjarkarlundi laugardaginn 12. júlí og hefst það um kl. 3 síðdegis. Fulltrúi Miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins mætir á þinginu. Sunnudaginn 13. júlí verður héraðsmót Sjáll'stæðismanna í Austur-Barðastrandarsýslu í Bjarkarlundi. Ræða og fjölbreytt skemmtiatriði. Trúnaðarmenn flokksins á Vestfjörðum og annað flokksfólk er vinsamlega beðið að tilkynna þátttöku sína, sem fyrst, til formanns sambandsins, Matthíasar Bjarnasonar, ísafirði. Fagranes fer frá fsafirði kl. 8 árdegis á laugardag til Arn- gerðareyrar. Að Ioknu héraðsmótinu á simnudagskvöld mun Fagranes flytja fólk frá Melgraseyri til ísafjarðar.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.