Vesturland


Vesturland - 27.06.1958, Blaðsíða 3

Vesturland - 27.06.1958, Blaðsíða 3
VESTURLAND Tónlistarskóli Isafjarðar: Arangursríkt tíu ára mennlngarstarf. Ragnar H. Ragnar, skólastjóri. Tónlistarskóla ísafjarðar var slitið í Alþýðuhúsinu 31. f.m. Dagana 28. og 29. maí voru vor- hljómleikar nemenda í Alþýðuhús- inu við mikla aðsókn og til ánægju fyrir alla, er þá sóttu. Á hljómleik- um þessum var meiri fjölbreytni en áður. 1 fyrsta skipti kom nú fram söngkór, sem skólinn hefur stofnað og Jónas Tómasson stjórn- ar, þá var blokkflautuleikur, lúðra- sveit skólans lék, nemendur léku á blásturshljóðfæri og orgel. En flestir nemendur stunda nám I píanóleik. 1 vetur voru 56 nemendur í skól- anum, þar af 34 í píanóleik. í lúðrasveitinni eru 12 og stjórnar Harry Hérlufsen henni. Þá var í fyrsta skipti haft námskeið í blokkflautuleik og tóku þátt í því 36 börn, stjórnandi þess var Hjört- ur Jónsson. Skólaslitaathöfnin 31. maí hófst með því, að lúðrasveit skólans lék nokkur lög. Síðan flutti skólastjór- inn, Ragnar H. Ragnar, ávarp, nokkrir nemendur léku einleik á píanó og söngflokkur telpna söng undir stjórn Jónasar Tómassonar. Þá fór fram afhending verð- launa, sem öll voru gefin ai ís- firzkum fyrirtækjum, og hlutu þau þessir nemendur: Messíana Marzellíusdóttir fyrir píanóleik, Guðrún Hólmfríður Rristjánsdótt- ir, Þorbjörg Kjartansdóttir, Sig- rún Guðmundsdóttir, Kristjana S. Kjartansdóttir og Ásdís Ásbergs- dóttir, allar fyrir tónfræði. Því næst sagði skólastjóri skól- anum slitið. Þá var minnst 10 ára afmælis skólans og stjórnaði Kristján Tryggvason, formaður skólanefnd-' ar, þeirri athöfn. Ræður fluttu: Birgir Finnsson, forseti bæjarstjórnar, Björgvin Sighvatsson, kennari, formaður fræðsluráðs, Marías Þ. Guðmunds- son og Matthías Bjarnason, sem afhenti skólastjóra peningagjöf Nemendur í píanóleik. -mmmá Nemendur á blokkflautunámskeiðinu. Lúðrasveit Tónlistarskólans. frá nokkrum bæjarbúum að upp- hæð kr. 15.650,00 — Auk þess bár- ust skólanum nokkrar aðrar gjafir og margar heillaóskir. Allir ræðu- menn rómuðu mjög starf skólans og þökkuðu skólastjóranum, Ragn- ari H. Ragnar fyrir framúrskar- andi dugnað og áhuga, er hann hefur sýnt með starfi sínu fyrir skólann og tónlistarlíf í þessum bæ á þeim 10 árum, sem hann hefur verið hér búsettur. Þá kom fram sérstakt þakklæti til skólastjóra- frúarinnar, Sigríðar Ragnar, fyrir iþann mikla áhuga, sem hún hefur sýnt skólanum, og staðið við hlið manns síns um að efla starfsemi skólans. En á heimili þeirra, sem jafnframt er aðalbækistöð skólans, hefur mikil kennsla farið fram og flestar samæfingar nemenda. Þá voru færðar þakkir öðrum kennur- um fyrir mjög góð störf, en þeir eru auk skólastjóra: Jónas Tómas- son, sem kennt hefur frá byrjun, og var ásamt Halldóri heitnum Halldórssyni bankastjóra, einn að- al hvatamaður að stofnun skólans. Elísabet Kristjánsdóttir hefur kennt frá 1951, Guðmundur Árna- son frá 1952, Harry Herlufsen hefur starfað við skólann lengi, og stöðugt siðustu tvö árin og Hjört- ur Jónsson hefur kennt í vetur á blokkflautur. Kristján Tryggvason þakkaði ræðumönnum hlý orð og gjafir, sem skólanum barst og flutti síðan ræðu um störf skólans og rakti sögu hans. 1 Tónlistarskóla ísafjarðar hafa 210 nemendur stundað nám frá stofnun hans og margir verið í nokkur ár. Starf Tónlistarskólans hefur sannfært alla ísfirðinga um það, að starfsemi hans héfur aukið mik- ið menningarlíf bæjarbúa og tón- listarinnar er notið á fjölda heim- ila í bænum í mun ríkara mæli en áður. Börnin sem stunda nám í þessum skóla hafa fært með sér heim áhuga fyrir tónlistinni. Það er þetta sem hefur gert Tónlistar- skóla ísafjarðar að sannkölluðu óskabarni bæjarbúa. Tónlistarskólinn er rekinn af Tónlistarfélagi Isafjarðar, en for- maður þess er Sigurður Jónsson, prentsmiðjustjóri. Góðar vinabæjafulltrúl heimsækir ísafjorð. Einn hinna erlendu blaðamanna, sem sóttu Norræna blaðamanna- mótið í Reykjavík, var Carl Hilmer Johanson aðalritstjóri frá Lin- köping, sem er vinabær Isafjarðar í Svíþjóð. Carl Hilmer brá sér hingað til ísaf jarðar sunnudaginn 15. þ.m. og heimsótti hér ísfirzka vini sína, sem kynntust honum á vinabæjamótunum í Roskilde og Linköping á fyrra ári. Hann skoð- aði bæinn og nágrennið þær fáu klukkustundir sem hann dvaldi hér. Carl Hilmer Johanson er rhikill áhugamaður norrænnar samvinnu og hefur góðan vilja á að kynnast Islandi og íslenzku þjóðlífi. Hann er aðalritstjóri annars stærsta dag- blaðs Linköpingborgar, Östgöten, og á sæti í bæjarstjórninni og er annar varaforseti hennar. Vinum hans hér var mikil ánægja að komu hans hingað, en því mið- ur var viðdvölin alltof stutt. Búningsklefar Í.B.Í. teknir í notkun. Nokkur undanfarin ár hef ur ver- ið unnið að því að koma upp bún- ingsklefum við íþróttavöllinn. Hef- ur framkvæmdum miðað fremur hægt vegna f járskorts, en nú í vor var unnið af krafti af íþrótta- mönnum, við að leggja síðustu hönd að verkinu. Friðrik Bjarna- son, málarameistari, lánaði áhöld og stjórnaði verkinu, og var húsið tekið í notkun um hvítasunnuna. Hefur aðstaða íþróttamanna mjög batnað við að fá húsið.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.