Vesturland

Árgangur

Vesturland - 27.06.1958, Blaðsíða 6

Vesturland - 27.06.1958, Blaðsíða 6
6 VESTURLAND £>(’{{ a| ItOelju ta<ji. Vinnuveitendafélag Vestfjarða. Fyrir nokkru síðan var haldinn aðalfundur Vinnuveitendafélags Vestf jarða. Lagðir voru fram end- urskoðaðir reikningar félagsins og þeir samþykktir. Ólafur Guðmundsson, fram- kvæmdarstjóri, formaður félagsins flutti skýrslu stjómarinnar. Úr stjóm átti að ganga ólafur Guðmundsson og var hann endur- kjörinn. Aðrir í stjórn em: Ásberg Sig- urðsson, framkvæmdarstjóri, Ein- ar Guðfinnsson, útgerðarmaður, Matthías Bjamason, framkvæmd- arstjóri og Óskar Kristjánsson, framkvæmdarstjóri. Búnaðarsamband Vestfjarða. hélt aðalfund sinn hér á ísafirði 25. og 26. þ.m. 19 fulltrúar mættu á fundinum. Formaður sambands- ins er Guðmundur Ingi Kristjáns- son á Kirkjubóli. Hreppsnefndarkosningar í Eyrarhreppi. Við hreppsnefndarkosningar í Eyrarhreppi, sem fram fara 28. júní n.k., hafa komið fram tveir listar. Listi Sjálfstæðismanna, sem er B-listi og sameiginlegur listi vinstri manna, sem er A-listi. Listi Sjálfstæðismanna er þann- ig skipaður: 1. Ingimar Finnbjörnss., verkst. 2. Sigurjón Halldórsson, bóndi. 3. Öskar Friðbjörnsson, bóndi. 4. Einar Steindórss., framkvst. 5. Þórður Sigurðsson, verkam. 6. Jóakim Pálsson, skipstjóri. 7. Sigurgeir Jónsson, Engidal. 8. Halldór Geirmundsson, sjóm. 9. Magnús Guðmundsson, verksmið just jóri. 10. Vemharður Jósepsson, bóndi. 11. Friðbj. Friðbjömsson, vélstj. 12. Finnbogi Bjömsson, bóndi. 13. Högni Sturluson, vélstjóri. 14. Vagn Guðmimdsson, bóndi. Á vinstri listanum eru þessir efst- ir: Helgi Björnsson, framkvstj., Hjörtur Sturlaugsson, bóndi, Ólaf- ur Guðjónsson, útibússtjóri og Geirmundur Júlíusson. Til sýslunefndar em í kjöri fyrir Sjálfstæðismenn: Einar Steindórs- son og til vara Sigurjón Halldórs- son. Fyrir vinstrimenn: Ólafur Guðjónsson og til vara Helgi Bjömsson. Eyrhreppingar! Setjið X við B-listann. X B-listinn Hershöfðinginn de Gaulle er nú orðinn forsætisráð- herra Frakklands og er franska þingið komið í langt frí — Sagt er að Bjarni Guðbjörnsson hyggi á þing- mennskuframboð í Vestur- Isaf jarðarsýslu fyrir Fram- sóknarflokkinn, en til þess að svo verði þarf að beygja Eirík Þorsteinsson og Hall- dór á Kirkjubóli — Heil- brigðisyfirvöld ísafjarðar- kaupstaðar hafa skýrt frá því, að á árinu 1957 hafi verið úthlutað 90 kg. af rottueitri, 78 villikettir ver- ið drepnir og 42 kindur fluttar úr bænum — Ey- steinn hefur fyrir nokkru gert Guðbjarna Þorvalds- son að yfirskattanefndar- manni, Framsókn þekkir Hátíðahöldin 17. júní fóru fram í góðu veðri og tók margt fólk þátt í þeim Lúðrasveit Isafjarðar, stjóm- andi H. Herlufsen, lék nokkur lög við Austurvöll og þar safnaðist fólk saman. Síðan var farin skrúð- ganga með lúðrasveit og íþrótta- menn í fararbroddi að hátíðasvæð- inu við Túngötu. Hátíðin var sett af Guðmundi 1. Guðmundssyni. Jóhann Gunnar Ól- afsson, bæjaxfógeti, flutti hátíða- ræðuna. Ragnhildur Helgadóttir flutti ávarp fjallkonunnar. Sunnu- kórinn söng, stjómandi Ragnar H. Iðnskólinn á Isafirði. Guðjón Kristinsson tók við skóla- stjóm á s.l. hausti, en auk hans störfuðu 8 stundakennarar við skólann. Skólahald hófst 4. janúar og lauk 18. apríl. Skólinn var nú í húsakynnum gagnfræðaskólans, en hefur áður verið í barnaskólan- um. Skólinn starfaði í tveim deildum, og vom nemendur alls 29. Sjö nemendur brautskráðust þar af 4 rafvirkjar, 1 úrsmiður, 1 bakari og 1 skipasmiður. Hæstu einkunn hlaut Gerald I-Iiisler, raf virki. sína ----- Bæjarstjórinn gleymdi að láta girða bæjar- landið, hann reynir að bæta ráð sitt með því að reka sjálfur kindur úr efri bæn- um ------- Þess ber að geta, sem vel er gert --- Blómagarðurinn er nú kominn á bæinn----------- Þrátt fyrir sláturannir Kremlmanna um þessar mundir, hafa framsókn og kratar sent fulltrúa í heim- sókn til Rússíá — Einn flokksbróðir Stefáns skó- smiðs telur hann hafa „negldar gáfur“ ... frekari útskýring er ekki fyrir hendi — Marías Guðmunds- son er orðinn formaður skólanefndar húsmæðra- skólans — Hannibal var hér um hvítasunnuna ----- Ragnar. Lúðrasveitin lék nokkur lög, Stjórnandi H. Herlufsen. Síðar um daginn var barna- skemmtun. — Gunnlaugur Jónas- son flutti ávarp. Þá voru gaman- vísur, handknattleikur, Hörður og Vestri. Knattspyrnukeppni, ungir og gamlir. Þá var almennur söng- ur, lúðrasveit lék og að síðustu ýmsir leikir. Um kvöldið voru dansleikir í öll- um samkomuhúsum bæjarins. Þjóðhátíðin fór vel fram og var nefndinni til sóma og bæjarbúum til ánægju. Barnaskólinn. Barnaskóla ísafjarðar var slitið 17. maí í Skátaheimilinu. Jón H. Guðmundsson, skólastjóri, flutti þar ræðu, skýrði frá skólastarfinu, afhenti verðlaun fyrir námsafrek og trúnaðarstörf og ávarpaði fullnaðarprófsbörnin. Nemendur sungu undir stjórn Ragnars H. Ragnar, á undan ræðu skólastjóra og aftur við lok skólaslitaathafn- arinnar. Alls stunduðu 400 börn nám í skólanum í vetur og 61 luku barnaprófi, þar af höfðu 5 yfir 9 í aðaleinkunn. Sýning á handavinnu og teikn- ingu var haldin 10. maí, og var hún fjölsótt. St j órnmálaf undir á Vestfjörðum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að undanförnu haldið marga stjóm- málafundi. Á Isafirði var fundur 13. þ.m. og voru frummælendur alþingis- mennirnir Bjöm Ólafsson, Kjartan J. Jóhannsson og Ólafur Björns- son. í Bolungavík 14. þ.m. og voru frummælendur þeir sömu nema K. J.J. 1 Vestur-lsafjarðarsýslu voru um síðustu helgi fundir á Þing- eyri, Suðureyri og Flateyri. Frummælendur voru Bjarni Benediktsson alþingismaður og Þorvaldur Garðar Kristjánsson lögfræðingur. Á sama tima voru fundir á Bíldudal og Patreksfirði, frum- mælendur þar voru Ingólfur Jóns- son alþingismaður og Ari Krist- insson sýslumaður. Þessir fundir voru yfirleitt vel vel sóttir og málflutningi ræðu- manna hvarvetna vel tekið. Minningar s j óður dr. Urbancic. Þjóðleikhúskórinn hefur stofnað minningarsjóð hins látna söng- stjora síns, dr. Victors Urbancic. Sjóður þessi er ætlaður til styrktar lækni til sérnáms í heila- og og taugaskurðlækningum. Stjórn sjóðsins hefur nú gefið út tvennskonar gjafakort: Minningarkort eins og aðrir sjóðir hafa, en auk þess gjafakort við hátíðleg tækifæri til að minn- ast Dr. Urbancic einnig á gleði- stund. Þessar tvær gerðir af kortum Minningarsjóðsins eru fáanlegar hjá Bókaverzlun Jónasar Tómas- sonar. Skógræktarfélag íslands Skógræktarfélag Islands heldur landsfund sinn hér á Isafirði dagana 4.—6. júlí'. Á þessum fundi munu mæta um 80 fulltrúar víðsvegar að á landinu 1 næsta blaði verður skýrt frá framkvæmdum Skógræktarfélags Isafjarðar á þessu sumri, en þar hefur mikið verið gert á undan- fömum vikum. Ökuhraði bifreiða. Að tillögu bæjarfógeta hefur bæjarstjórn samþykkt þá breyt- ingu á lögreglusamþykktinni, að hámarkshraði bifreiða á aðalbraut- um megi vera 45 km. á klst. og 25 km. á klst. á öðrum götum bæj- arins. 17. júní hátíðahold.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.