Vesturland

Árgangur

Vesturland - 27.06.1958, Blaðsíða 7

Vesturland - 27.06.1958, Blaðsíða 7
VESTURLAND 7 Stefán Bjarnason skipaeftirlitsmaðnr Nokkur minningarorð Þökkum hjartanlega gjafir og skeyti, hlýjar kveðjur og allan vinarhug til okkar á gullbrúðkaupsdaginn 16. apríl síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll. HELGI O G PÁLÍNA Tangagötu 19 A. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföð- ur og afa EGILS JÓNSSONAR. Sérstaklega viljum við þakka Súðvíkingum fyrir alla þeirra vinsemd og hjálp í veikindum og við útför hans. Guð blessi ykkur öll. Guðrún 1 Þórðardóttir, börn, tengdaböm og barnabörn. Tilkynninfl. Nr. 7/1958. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið nýtt hámarksverð á smjörlíki sem hér segir: Niðurgr. Óniðurgr. Heildsöluverð pr. kg.........kr. 8,00 kr. 12,85 Smásöluverð pr. kg.......... kr. 8,90 kr. 13,80 Reykjavík, 3. júní 1958, VEEÐLAGSSTJÓEINN. Stefán Bjarnason, fyrrum skip- stjóri og skipaeftirlitsmaður, lézt í Sjúkrahúsi Isafjarðar 30. maí s.l. Stefán var fæddur að Jötu í Hrunamannahreppi 31. júlí 1889, en 14 ára að aldri fluttist hann til Bíldudals. Til ísafjarðar fluttist hann árið 1912 og hér bjó hann siðan. Stefán hóf ungur sjó- mennsku og var skipstjóri um langt árabil. Þegar hann lét af sjó- mennsku varð hann hleðslustjóri og skipaeftirlitsmaður fyrir Vest- firði. Stefán var athugull og grand- var í störfum sínum og framkomu allri. Hann var greindur vel og prúðmenni hið mesta í öllum sam- skiptum, og drengur góður i hví- vetna. Stefán kvæntist eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Helgadóttur, 21. október 1912 og eignuðust þau hjón tvær dætur, Valgerði og Sig- ríði, sem báðar eru giftar og bú- settar í Reykjavík. Með Stefáni Bjarnasyni er í val- inn fallinn einn þeirra góðu sjó- manna, sem hornsteina lögðu að vestfirzkri vélbátaútgerð, og jafn- Hreppsnefnd Súðavíkmhrepps. Við hreppsnefndarkosningar í Súðavíkurhreppi kom fram einn sameiginlegur listi og er hann þannig skipaður: 1. Halldór Magnússon, hreppst. 2. Kristján Sveinbjömss. vélstj. 3. Ágúst Hálfdánsson, bóndi. 4. Albert Kristjánsson, oddviti. 5. Birgir Benjamínsson, skipstj. 6. Bjarni Guðnason, sjómaður. 7. Þorb. Þorbergsson, verkam. 8. Auðunn Á rnason, bóndi. 9. Garðar Sigurgeirsson, sjóm. 10. Ólafur Halldórsson, lailknir. Til sýslunefndar: Ágúst Hálfdáns- son og til vara Halldór Magnússon. Hreppsnefnd Reykjarfjarðarhrepps. í Reykjarfjarðarhreppi kom fram einn framboðslisti, og var hann því sjálfkjörinn. Listinn er þannig skipaður: 1. Páll Pálsson, Þúfum. 2. Páll Aðalsteinsson, Reykjan. 3. Hákon Salvarsson, Reykjarf. 4. Friðrik Guðjónsson, Vogum. 5. Gunnar Valdimarss., Heydal. 6. Baklur ViIheImss.,Vatnsfirði. 7. Sigm. Siinundsson, Látrum. 8. Ólafur Steinsson, Keldu. 9. Ingibjörg Valdimarsd., Heyd. 10. ólafur ólafsson, Skálavík. Sýslunefnd: Páll Pálsson, Þúfuin, og til vara Friðrik Guðjónsson, Vogum. Stefán Bjarnason. framt er í valinn fallinn heilsteypt- ur drengskaparmaður og góður borgari þessa bæjarfélags í hálfan fimmta áratug. Konu hans, dætrum og öðru skyldfólki votta ég innilega samúð við andlát hans. Blessuð sé minning Stefáns Bjamasonar. M. Bj. Afmæli. Karl Jensson, verkamaður, Fjarð- arstræti 38, varð sjötugur 22/4. Ragnheiður Guðmundsdóttir kona Steins Guðbjartssonar, átti sextugsafmæli 6/4. Sveinn Sigurðsson, fyrrum bóndi að Heimabæ í Arnardal, átti sjö- tugsafmæli 10. júní. Sveinn er nú búsettur í Kópavogi. Finnbogi Björnsson bóndi á Kirkjubæ í Skutulsfirði, átti 60 ára afmæli 1. maí s.l. Guðrún Kristjánsdóttir, kona Hannesar Halldórssonar fram- kvæmdarstjóra, varð 65 ára 3. þ.m. Halldóra Knauf, kona Walters Knauf blikksmiðs, átti sextugsaf- mæli 10. júní. Vilhjálmur Jónsson, fyrrv. póst- ur, Urðarveg 15, átti sjötugsaf- mæli 20. maí s.l. Sigríður Guðmundsdóttir, kona Ingimars Finnbjömssonar, verk- stjóra í Hnífsdal, átti 60 ára af- mæli 13. júní. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína: Guðný Hermannsdóttir Hnífsdal og Halldór Geirmundsson Hnífsdal. Anna Knauf og Hjörtur Jónsson kennari. % V erkf ræðingur Guðmundur Halldórsson, (Jón- mundssonar yfirlögregluþjóns) Gjafir og áheit í Björgunar- sjóð Vestfjarða. Til minningar um Ólaf Jónsson fyrv. skólastjóra í Súðavík, gefið á 65 ára afmæli Ólafs 27. marz 1958 af skólabömum í Súðavík kr. 1240,00. — Frá H. E. ísafirði kr. 65,00. — Gjöf frá Sölva Guðnasyni ísafirði kr. 100,00. —Alls kr. 1405,00. Kærar þakkir fyrir þessar gjaf- ir og allt fé, sem Björgunarsjón- um hefir borist í mínar hendur. Framvegis tekur Guðjón Jóhanns- son, Tangagötu 15, ísafirði, við gjöfum og áheitum til Björgunar- sjóðsins. Minnist sjóðsins ykkar. Hans er ávalt þörf. Verk hans geta orðið mörgum til blessunar, í nútíð og framtíð. Lifið öll heil og sæl. Kr. Kristjánsson, Sólgötu 2, ÍScifirði. hefur.verið ráðinn til að vinna að verkfræðistörfum fyrir Isafjarðar- bæ í sumar. Guðmundur er verk- fræðinemi og langt kominn með nám sitt. Bolvíkingar búsettir á Isafirði! Þeir sem vildu minnast Hóls- kirkju vegna 50 ára afmælis henn- ar í sumar, eru beðnir að hafa samband við Arngr. Fr. Bjarnason eða Giísla Kristjánsson. ÚTDREEGIN SKULDABRÉF: 1. Bæjarfógetinn á ísafirði hef- ur framkvæmt útdrátt á handhafa- skuldabréfum af 4% hafnarláni Isafjarðarkaupstaðar 1946. Þessi bréf voru dregin út: Litra A. nr. 8, 43, 69, 103, 117, 152 og 197. Litra B. nr. 1, 23, 78, 107, 121, 142, 153, 176 og 188. Gjalddagi útdreginna skulda- bréfa og vaxtamiða er 1. ágúst 1958 og fer innlausn fram á bæjar- skrifstofunni á ísafirði. Vextir greiðast ekki af útdregn- um bréfum eftir gjalddaga þeirra. F.h. hafnarsjóðs Isafjarðar, ísafirði, 11. júní 1958. JÓN GUÐJÓNSSON. 2. Bæjarfógetinn á ísafirði hef- ur framkvæmt útdrátt á handhafa- skuldabréfum af 6% hafnarláni Isafjarðarkaupstaðar 1950. Þessi bréf voru dregin út: Litra A. nr. 3 og 6. Litra B. nr. 26, 45 og 54. Litra C. nr. 2, 9, 113, 114, 115, 118 og 119. Gjalddagi útdreginna skulda- bréfa og vaxtamiða er 1. október 1958 og fer innlausn fram í bæjar- skrifstofunni á ísafirði. Vextir greiðast ekki af útdregn- um bréfum eftir gjalddaga þeirra. F.h. hafnarsjóðs Isafjarðar, Isafirði, 11. júní 1958. JÖN GUÐJÓNSSON.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.