Vesturland

Árgangur

Vesturland - 27.06.1958, Blaðsíða 10

Vesturland - 27.06.1958, Blaðsíða 10
M! <2£fí® 5feSVFlKZWRH SdÚGFS3Æ&)SmXm XXXV. árgangur. Isafjörður, 27. júní 1958. 12.—14. tölublað. P Ct jjú'ÍHUM Oeý (. — Margt er vel gert, en kofarnir verða að víkja. — Ruslaílát meðfram gangstéttum. — Grasblettur og bekkir við Hafnarstræti. — Hjólreiðar á gangstéttum. — Óþefurinn yfir bænum. — Hver á sér fegri sumar- skemmtistað ? Ur bæ og byggð. 40 ára hjúskaparafmæli. Frú Lára Eðvarðsdóttir og Elías J. Pálsson, framkvæmdarstjóri, áttu 40 ára hjúskaparafmæli 8. þ.m. Gullbrúðkaup. Hjónin Pálína Sigurðardóttir og Helgi Jónsson frá Súðavík áttu 50 ára hjúskaparafmæli 16. apríl s.l. Embættispróf frá Háskóla íslands. Tveir Vestfirðingar hafa nýlega lokið embættisprófi frá Háskóla íslands. Árni Ingólfsson (Ámasonar framkvstj) Isafirði, embættispróf í læknisfræði, og Jóhann Þórðar- son (Halldórssonar oddvita á Laugalandi) embættisprófi í lög- fræði. Handfæraveiðar. Margir bátar stunda handfæra- veiðar frá ísafirði á þessu sumri, þar á meðal tveir stórir bátar, Auðbjöm og Sæbjöm. Afli nokk- urra þeirra hefur verið góður en lakari hjá öðrum. Léleg grasspretta. Grasspretta er með allra léleg- asta móti víðast hvar á Vestfjörð- um. Vorið var óvenju kalt og þurrkar langvinnir síðustu vik- umar. Andlát. Petrína Jónasdóttir, systir Ge- orgs Jónassonar, andaðist að Víf- ilsstöðum 25. maí s.l. eftir langa vanheilsu. Egill Jónsson í Súðavík, fyrmm bóndi í Amardal, andaðist í fyrra mánuði. Kona hans er Guðrún í. Þórðardóttir. Togaralandanir. Isborg 27/5 206 tn. ísfiskur og 38 tn. saltfiskur. 9/6 198 tn. ísfiskur. 24/6 201 tn. ísfiskur ísborg fór í slipp til Reykjavíkur á miðvikudag. Sólborg 19/5 251 tn. ísfiskur og 25 tn. saltfiskur. 3/6 221 tn. ísfiskur og 19 tn. saltfiskur. Sólborg er væntanleg á föstudag með fullfermi. Gylfi 21/6 312 tn^ ísfiskur. Ólafur Jóhannesson 23/6 125 tn. ísfiskur. Horft af brúnni. Þjóðleikhúsið sýndi á þriðju- dags- og miðvikudagskvöld í Al- þýðuhúsinu sjónleikinn Horft af brúnni, eftir Arthur Miller, við mjög góða aðsókn og afbragðs undirtektir áhorfenda. Prentsmiðjan ISRÚN h.f. Margt er vel gert, en kofarnir verða að víkja. Það er ánægjulegt að sjá, hve margir húseigendur eru að mála og hugga til hús sín og lóðir um þessar mundir. Þetta ber ótvírætt vitni þess að áhugi fólks fyrir að fegra bæinn fer ört vaxandi. En margt er ennþá ógert í þess- um efnum. Sérstaklega er leiðin- legt að sjá aldagamla kofaskratta, skakka og skælda, margir lítið eða ekki notaðir, sem hanga uppi af gömlum vana á öllum mögulegum stöðum í bænum. Eigendur þessara ljótu skúra ættu að taka rögg á sig og rífa þá hið bráðasta. Isafjörður á að vera þrifalegur og smekklegur bær. Buslaílát meðfram gangstéttum. Á síðasta bæjarstjórnarfundi flutti einn bæjarfulltrúinn tillögu sem samþykkt var með samhljóða atkvæðum um að fela bæjarstjóra að festa kaup á a.m.k. 30 rusl- ílátum, sem festa á meðfram gang- stéttum við aðalgötur bæjarins, svo vegfarendur geti látið bréf og annað rusl í þau, í stað þess að fleygja því á gangstéttir og götur. Þessi framkvæmd á að vera einn liðurinn í því, að skapa hér betri umgengnismenningu en nú er í þessum efnum. Grasblettur og bekkir við Hafnarstræti. Bæjarstjórn hefur einnig sam- þykkt tillögu um að fara þess á leit við bæjarfógeta, að bærinn fái afnot af lóð ríkisins á homi Hafnarstrætis og Pólgötu og þar verði útbúinn grasblettur og kom- ið fyrir útibekkjum fyrir vegfar- endur. Þetta er smá framkvæmd, sem verður bæði til gagns og ánægju. Hjólreiðar á gangstéttum. Það er ljótur vani, sem nokkrir hjólreiðamenn hafa tamið sér, að hjóla eftir gangstéttum í bænum. Á meðan fullorðnir menn leika þennan leik, þarf engan að furða þótt böm og unglingar geri það einnig. Lögreglan má gjarnan herða eftirlit með þessu, og ef menn hlýða ekki áminningum hennar, þá er ekki um annað að ræða en sekta slíka menn og venja þá með því aí þessum leiðinda sið. Óþefurinn yfir bænum. Oft hefur lyktin frá fiskimjöls- verksmiðjunni verið slæm, en að undanförnu hefur keyrt um þvert bak. Á nýliðnum góðviðrisdögum hefur loftið verið blandað megnri ýldupest, sem legið hefur yfir bænum. „Þetta er peningalykt“ segja sumir. En það er sama hvað hún heitir þessi lykt, hún er ó- þolandi og andstyggileg, og á þessu máli verður að ráða bót. Ættu bæjaryfirvöldin að ræða við forráðamenn verksmiðjunnar um úrbætur á þessu máli. Hver á sér fegri sumarskemmtistað ? Enginn kaupstaður á sér fegra land í 4—5 km. fjarlægð frá bæn- um en ísafjörður. Tunguskógur og dalurinn er dá- samlegur sumardvalarstaður. En það þarf að lagfæra þar margt og gera þennan stað vel úr garði. Þama ætti að byggja sundlaug, Staksteinar Öll loforð sín hefur hún svikið. Daginn eftir að ríkisstjórnin dó og gekk aftur sagði framsóknar- maður í höfuðstaðnum, sem upp- gefin var á öllum loforðum og svikum stjórnarinnar: „Við mátt- um ekki einu sinni treysta því lof- orði hennar að hún myndi deyja í gær.“ Það er ekki að furða þótt stuðn- ingslið stjórnarinnar sé orðið mætt og þreytt á öllum loforðum hennar og svikum. Loksins þegar menn hennar voru farnir að anda léttara, þegar hún lofaði þeim að nú skyldi hún deyja, þá sveik hún það eins og allt annað, og sama fargið hvílir á þessu fólki eftir sem áður. Fjórði hver Alþýðuflokksþing- maður á móti efnahagsaðgerðum ríkisstjóraarinnar. Það vakti athygli að þeir tveir Alþýðuflokksþingmenn, sem eru í tengslum við verkalýðssamtökin, greiddu báðir atkvæði gegn efna- hagsmálafrumvarpi ríkisstjómar- innar, en hinir sex, sem eru em- bættismenn eða framsóknarhjá- legur, studdu skapnaðinn. Formað- ur Sósíalistaflokksins vildi vísa málinu frá og greiddi einnig atkv. gegn því. Það var aðeins Framsóknar- flokkurinn, sem óskiptur vildi eiga þetta afkvæmi, svo burðugt sem það er. sem hita mætti upp með rafmagns- orku, þarna ættu að vera leikvellir fyrir börn og fullorðna. Það þarf að lengja veginn fram dalinn fram að Valhöll. Og margt fleira mætti telja. Bæjarstjórnin á að láta hæf- an mann skipuleggja þennan stað til almenningsnota og teikna þar fullkomið og gott skemmtisvæði. F. U. S. F. U. S. Hópferð í Bjarkarlund. Hin nýkjörna stjórn „Fylkis" samþykkti á fyrsta fundi sín- um að efna til hópferðar á vegum félagsins í Bjarkarlund í í Reykhólasveit laugardaginn 12. júlí n.k., en um þá helgi fer þar fram þing Fjórðungssambands Sjálfstæðismanna á Vest- fjörðum og héraðsmót Sjálfstæðismanna í Austur-Barðastrand- arsýslu. Verður þingið síðdegis á laugardaginn, en héraðsmótið á sunnudag og verða þá ræðuhöld, ýmis skemmtiatriði og dans- leikur á eftir. Tilhögun ferðarinnar verður þannig, að farið verður frá ísa-< firði kl. 8 á laugardagsmorgun með Fagranesinu til Amgerðar- eyrar, en þaðan með bíl í Bjarkarlund og svo væntanlega sömu leið til baka á sunnudagskvöld. Allar nánari upplýsingar varðandi ferðina, t. d. um gistingu og aðra fyrirgreiðslu veitir stjórn „Fylkis“. Eflaust munu margir nota þetta tækifæri og taka þátt í skemmtilegri ferð á fagran stað og sækja þar samkomur Sjálf- stæðismanna. Þáttaka tilkynnist í Bókabúð Matthíasar Bjarnasonar, í síðasta lagi 10. júlí.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.