Vesturland


Vesturland - 31.10.1960, Blaðsíða 2

Vesturland - 31.10.1960, Blaðsíða 2
VESTURLAND Sextugur: Kristján H. Jónsson forstj óri Kristján H. Jónsson, forstjóri hér í bæ átti sextugsafmæli 7. október s.l. Kristján er fæddur á ísafirði og eru foreldrar hans hjónin Símonía Kristjánsdóttir og Jón Pálsson, skipstjóri, ættuð úr Arnarfirði. Kristján fór ungur til sjós og stundaði sjómennsku í mörg ár. Aðeins seytján ára fer hann í sigl- ingar erlendis og í nokkur ár var hann á skipum Eimskipafélags ís- lands. Hann f ór á Stýrimannaskól- ann og lauk þaðan farmannaprófi árið 1921. Um alllangt skeið var hann á togurum stýrimaður, en sjómennskú hættir hann um árið 1931, er hann kaupir Verzlun Magnúsar Magnússonar og rak hann verzlun sína í átta ár. Árið 1938 stofnsetur hann verksmiðj- una Hektor með systur sinni, Sig- ríði Jónsdóttur, kaupkonu, og hef- ur veitt því fyrirtæki forstöðu síð- lan. Kristján var í fjölda mörg ár hafnsögumaður hér á Isafirði, fyrst aðstoðarhafnsögumaður, en þegar Eiríkur heitinn Einarsson féll frá, gerðist hann yfirhafn- sögumaður og gegndi því starfi hátt á annan áratug. Kristján hefur látið félagsmál rhikið til sín taka. Hann var um hríð bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæð- isflokkinn, átti lengi sæti í hafn- arnefnd, var í stjórn Félags opin- berra starfsmanna á Isafirði og tók og tekur mikinn þátt í félags- starfi Oddfellowreglunnar. Hann hefur lalltaf haft mikinn áhuga á slysavarnarmálum og félags- samtökum sjómanna, og í hvaða félagsskap sem hann hefur tekið þátt í, hefur hann verið góður og traustur félagi. Kristján H. Jónsson, er glæsileg- ur maður að vallarsýn, tryggur vinur vina sinna, enda vinsæll og vinmargur. Hann er hlýr í við- móti, viðkvæmur og hjartahlýr og leggur öllum gott til og hjálpsam- ur að sama skapi. Kristján er í skoðunum frjáls- lyndur og víðsýnn, heldur vel á sínu máli og lipurlega og á létt með að umgangast fólk enda fell- ur hann öllum í geð, en þeim bezt er gerst þekkja hann. Kristján kvæntist 1. júlí 1933 ágætri og glæsilegri konu, önnu Sigfúsdóttur frá Galtastöðum í Fljótsdalshéraði og eiga þau tvö börn uppkomin, Margréti, búsetta í Reykjavík, og Jón Símon, sem býr í foreldrahúsum. Auk þess ólu þau hjón upp bróður Önnu, Sig- mund, sem búsettur er í Reykja- vík. Heimili þeirra Önnu og Krist- jáns er hlýtt og fagurt. Þau eru bæði innilega gestrisin og þangað þykir öllum gott að koma og vera, enda er þar oft gestkvæmt. Þau eru höfðingjar heim að sækja og ágætir borgarar í þessum bæ, sem njóta trausts og vinsælda allria þeirra mörgu er þau þekkja. Ég óska Kristjáni vini mínum, konu hans, börnum og systur til hamingju með þetta merkisafmæli og bið þeim heilla og gæfu um ókomin ár. M. Bj. HéraOsmöt Sjálfstæðismanna Sjálfstæðismenn á ísafirði og í Bolungavík héldu hin árlegu hér- aðsmót sín laugardag og sunnu- dag 10. og 11. sept. s.l. lsafjörðar. Héraðsmótið á Isafirði var haldið á laugardagskvöldið að Uppsölum. Ræður fluttu Gísli Jónsson, Kjartian J. Jóhannsson og Sigurður Bjarnason. Leikar- arnir Karl Guðmundsson og Jón Aðils fluttu skemmtiþætti, en Kristinn Hallsson, óperusöngvari, söng einsöng með undirleik Carls Billich. Kristinn Hallsson og Sig- urður Jónsson sungu glúnta. Mótinu stjórnaði frú Geirþrúður Charlesdóttir, form. Sjálfstæðis- kvennafélags Isafjarðar. Boluiigavík. Mótið í Bolungavík var haldið á sunnudagskvöldið. Ræður fluttu Gísli Jónsson, Kjartan J. Jóhanns- son og Sigurður Bjarnason. Sömu leikarar önnuðust skemmtiatriði og Kristinn Hallsson söng einsöng með undirleik Carls Billich. Mótinu stjórnaði Friðrik Sigur- björnsson, formaður Sjálfstæðis- félagsins Þjóðólfs í Bolungavík. Vetraráætlun Pluyiélags íslands Vetraráætlun Flugfélags ís- lands í innanlandsflugi gekk í gildi um síðustu mánaðamót og vetraráætlun millilandaflugsins tekur gildi 1. nóvember. Sumar- áætlanir félagsins, sem gilt hafa frá 1. apríl fyrir millilandaflugið og frá 1. maí fyrir innanlands- flugið gengu mjög að óskum. Samkvæmt vetraráætlun innan- landsflugs Flugfélags islands verða tíu ferðir á viku til Akur- eyrar, sjö til Vestmannaeyja, fjórar til Isafjarðar og þrjár ferð- ir á viku til Egilsstaða. Tvær ferðir í viku verða til Hornaf jarð- ar, Húsavíkur og Sauðárkróks. Ein ferð í viku verður til Fagur- hólsmýrar, Flateyrar, Kirkjubæj- arklausturs, Patreksfjarðar, Siglu- fjarðar og Þingeyrar. 1 sambandi við ferðir til Siglufjarðar er vert að tafea fram, að enda þótt ekki sé flogið þangað nema á mánudög- um' eru ferðir aðna daga miðaðar við ferðir flóabátsins Drangs til Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og ann- arra hafna, sem hann hefir við- komu á. Þannig eru t. d. þriðju- dagsferðir til Sauðárkróks miðað- ar við að farþegar geti komist samdægurs til Siglufjarðar, en Drangur fer frá Sauðárkróki laust eftir komu flugvélarinnar þangað. Á miðvikudögum fer flugvél ekki frá Akureyri fyrr en eftir komu flóabátsins og sama gildir um seinni ferð frá Akur- eyri á laugardögum. Dakotaflug- vélar fljúga nú til ísafjarðar og leysa Katalínuflugvélarnar þar af hólmi. Á undanförnum árum hef- ir verið komið við á Hólmavík einu sinni í viku á leið til ísaf jarð- ar, en þar sem flugvöllur á Hólma- vík er ekki nægjanlega stór fyrir Dakobaflugvélar leggst flug þang- að nú niður. Katalínuflugvél mun í vetur halda uppi flugi til Pat- reksfjarðar, Flateyrar, Siglufjarð- ar og Þingeyrar. ^^TBlD.^5ía^>í^^^/«.C^.C/«..,....„.M,,.u,.,. Aðalfundur Neista Aðalfundur Neista, félags ungra Sjálfstæðismanna í Vestur-Barða- strandarsýslu, var haldinn að Patreksfirði laugardginn 17. sept. s.I. Sveinn Þörðarson, Irinri-Múlia, formaður Neista, setti fundinn og stýrði honum. Flutti hann skýrslu um starf félagsins á árinu. Helzta verkefni félagsins var þátttaka í undirbúningi kosninganna á s.l. hausti. Ennfremur hefur félagið gengizt fyrir skemmtisamkomum á Patreksfirði og stjórnmálanám- skeiði. Reikningar félagsins voru lesn- ir upp og samþykktir. Fjárhagur félagsins er með miklum blóma. Sveinn Þórðarson baðst eindreg- ið undan endurkosningu. Formaður var kosinn Hannes Friðriksson, Bíldudal. Aðrir í stjórn: Bjarni Hákonarson, Haga, Gylfi Adolfsson, Patreksfirði, Ing- veldur Hjartardóttir, Patreksfirði, og örn Gíslason, Bíldudal. Vara- stjórn skipa: Jóhannes Árnason og Sigfús Jóhannesson, Patreks- firði. Endurskoðendur: Helga Guð- jónsdóttir og Hilmar Arnason, Patreksfirði. Að loknu stjórnarkjöri fóru fram umræður um flokksstarfið. Um kvöldið hélt Neisti dans- leik í Skjaldborg, húsi Sjálfstæðis- manna á Patreksfirði. Stjórnmálanámskeið á Patreksfirði. Neisti, Félag ungra Sjálfstæðis- manna í Vestur-Barðastnandar- áýslu og Samband ungra Sjálf- stæðismanna héldu stjórnmála- námskeið á Patreksfirði dagana 15.—17. sept. s.l. Á fundinum voru flutt mörg erindi. Þór Vilhjálmsson, formað- ur S.U.S. flutti erindi um ræðu- mennsku, Matthías Bjarniason/ formaður Fjórðungssambands Sjálfstæðísmanna á Vestfjörðum flutti erindi um atvinnumál á Vestfjörðum og Guðfinnur Magn- ússon, erindreki, flutti erindi um fundarsköp og fundarreglur. Auk þess voru flutt erindi af segulbandi um Sjálfstæðisstefnuna, verka- lýðsmál, og efnahagsmál. Námskeiðið fór hið beztia fram og ríkti mikill einhugur um fram- gang : Sjálfstæðisstefnunnar á Vestfjörðum.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.