Vesturland


Vesturland - 31.10.1960, Blaðsíða 3

Vesturland - 31.10.1960, Blaðsíða 3
Mánudagur 31. október 1960 VESTURLAND Opið bréf tíl bæjarstjórnar ísajarðar Bæjarstjórn Isafjarðar sam- þykkti á fundi 18. maí s.l. með 5 atkv. gegn 4 að banna sauðfjár- hiald. Með þeirri samþykkt var borgurunum gert að skyldu að drepa eða flytja allt sauðfé úr bæjarlandinu fyrir 20. október 1960. Ég hef verið búfjáreigandi hér í 40 ár og hefur þetta verið einn þátturinn í því að sjá mér og 'mín- um farborða, og stundum ekki sá veigaminnsti, til þess að komast af án hjálpar frá samborgurunum. Satt að segja þá veit ég ekki hvað vakir fyrir bæjarstjórninni með þessari samþykkt. Býst hún við að geta hrætt mig og aðra bú- fjáreigendur með þessum aðgerð- um, eða er henni kannski efst í huga að fremja ofbeldisaðgerðir á okkur? Heldur hún kannski að við getum ekki borið hönd fyrir höf- uð okkur? Ég held að það sé ó- líklegt. Býst hún við að auka hróður Isafjarðar með þessum að- gerðum? Satt ;að segja veldur að hún sé rétt, að ekki sé hægt að banna mér að leggja net í sjó í netalögnum bæjarins. Ekki er hægt að meina mér að láta búfé mitt bíta í bithögum bæjarins. Að sjálfsögðu getur bærinn tekið gjald fyrir netalögnina og bithag- ann. Ég held, að borgararnir verði að skoðast sem ein fjölskylda með sameiginlegum réttindum og skyldum. Ég held að það sé skylda bæj- arstjórnar að koma þessu máli í lag. Ég get ekki séð að það þurfi að kosta stórar upphæðir ef vilji er fyrir hendi að leysa það á frið- saman hátt. Ef á að nota þetta til ágreinings og úlfúðar held ég að það verði sízt kostnaðarminna og bæjarfélaginu til vansæmdar. Hér er því ekki um lalmennings- heill að ræða og skal ég nefna því dæmi til sönnunar. Þegar sex- mannanefndin tók til starfa á síð- ^ astliðnum vetri til að ákveða verð landbúnaðarafurða, þá áætlaði hún að í eigu landsmanna, í þorpum Minningarorð: Örnólfur Hálfdánsson kaupmaður. Frá Kirkjubólsrétt. þetta mér engum áhyggjum. Hinsvegar mun ég leita réttar míns ef ofbeldisverk á að fremja á mér að skerða eignir mínar eða athafnafrelsi. Það er mjög óeðli- legt að fulltrúar borgaranna, sem hafa tekið að sér að fara með hagsmunamál þeirra um takmark- aðan tíma, standi fyrir þeim of- beldisverkum. Á þettia að skoðast sem yfirlýsing um að þeir ætli að afnema eignarrétt og athafnafrelsi einstaklingsins ? Um rétt einstakl- ingsins segir svo í stjórnskipunar- lögum landsins: gr. 67. Eignarrétturinn er frið- helgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema al- menningsheill krefji og þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir. gr. 69. Engin bönd má leggja á atvinnufrelsi manna nema almenn- ingsheill kref ji ,enda þarf lagaboð til. Það er mín skoðun, og ég held og bæjum sem telja yfir 300 íbúa, væri 45 þús.. sauðfjár fyrir utan allt annað búfé. Þetta er allt met- ið til eigmar og skatts. Ekki héfur heyrst að þessi starfsemi sé bönn- uð neinsstaðar nema á ísafirði. Svo mikil er virðing meirihluta bæjarstjórnar fyrir lögum og at- hafnafrelsi borgaranna, og má það teljast furðulegt í stærsta kaup- stað í kjördæmi Jóns Sigurðsson- ar, forseta. Ýmsar sögur hafa verið á ferð- inrii um þessi mál. Ein er sú, að girðing um bæinn væri svo dýr, að ekki væri framkvæmanlegt að girða bæjarlandið kostnaðar vegma. Búf járeigendur hafa óskað eftir að á þessu væri hafður sá háttur að tengja saman girðingar þær, sem fyrir eru frá Pétursborg að utan og inn að rétt án þess að bærinn legði í að setja rimlahlið í vegina. Með þessu vonast bú- f járeigendur til að ágangur búf jár í bæinn myndi iað mestu leiti Örnólfur Hálfdánsson, kaupmað- ur, lézt í Landsspítalianum í Reykjavík 11. sept. s.l. og var jarðsettur að Hóli í Bolungavík 17. sept., að viðstöddu fjölmenni ísfirðinga og Bolvíkinga. Örnólfur Níels var fæddur að Grundum í Bolungavík 19. ágúst 1888. Foreldrar hans voru hjónin Hálfdán Örnólfsson, hreppstjóri, og Guðrún Níelsdóttir. Ólzt Örn- ólfur upp í föðurgarði að Meiri- hlíð í Bolungavík í glöðum syst- kiniahópi og vandist strax í æsku störfum til lands og sjávar. örnólfur kvæntist Margréti Reinharðsdóttur frá Kaldá í ön- undarfirði 11. desember 1913. Bjuggu þau fyrst þrjú ár að Kaldá, en fluttist svo til Hnífsdals og voru þar tvö ár. Var örnólfur for- maður á vélbátum og aflaði vel. 1918 keypti ömólfur hluta af jörðinni Breiðabóli í Skálavík ytri. Bjuggu þau hjónin þar samfleytt í 21 ár. Hafði Örnólfur þá keypt alla jórðina, en áður var hún margskipt. Tók Örnólfur sonur þeirra hjóna við búi á Breiðabóli, er foreldrar hans viku þaðan. 1942 fluttu þau Örnólfur og Margrét hingað til Isafjarðar. Börn Örnólfs og Margrétar eru þessi: Guðrún, saumakona í Rvík, ekkja Eggerts Samúelssonar, raf- virkja. Kristín ,húsfreyja að Hóli í Bolungavík, gift Guðmundi Magn- ússyni, bónda. Örnólfur, búfræðikandidat, nú skóliastjóri í Súðavík, giftur Arn- dísi Steingrímsdóttur frá Nesi í Aðaldal. Oddur, sjómaður, giftur Krist- ínu Jónsdóttur. , Halldóra, gift Magnúsi Þórarins- syni. Jóna ,gift Kristjáni Jónssyni. Áður en Örnólfur giftist átti hann son með Hólmfríði Halldórs- dóttur frá Rauðamýri, Hálfdán, húsmaður að Hóli í Bolungavík, giftur Hallfríði Jónsdóttur. örnólfur Hálfdánsson var mikill maður vexti og mátti heitia af- renndur að afli. Snemma byrjaði hann sjómennsku. Fyrst í Bol- hverfa. Þessi tilraun er ekki svo útgjaldamikil að fjárhag bæjar- ins næmi neinu, enda er löngu bú- ið að leggja á gjöld fyrir þeim kostnaði, en aldrei hefur verið byrjað á framkvæmdum. Ég hef talið að þetta myndi kosta um tuttugu og fimm þús- und krónur eða sirka 8% af því, Framhald á 6. síðu. ungavík, svo í Hnífsdal. Megin- starf hans varð samt bóndastaðan. Lét honum það vel. Var farsæll bóndi og komst jiafnan sæmilega af, þrátt fyrir talsverða ómegð, enda var kona hans honum sam- hent og prýðilega verki farin. Eftir að þau hjón fluttu hingað til ísafjarðar gerðist Örnólfur fiskikaupmaður og átti einnig hlut í útgerð. Jiafnframt hafði hann verzlun með ýmsar vörur. Örnólfur Hálfdánsson var mik- ill starfsmaður og búhygginn. Ekki tók hann opinberan þátt í félagsmálum, en fylgdist með þeim af áhuga. Honum var það fyrir öllu, að vinna sem bezt fyr- ir heimili sínu og veita börnum sínum þann styrk er hann mátti. Á yngri árum var Örnólfur fé- lagi í Ungmennafélögum og tók nokkurn þátt í íþróttaæfingum, einkum íslenzkri glímu, og var góður glímumaður. Það varð hlutverk örnólfs Hálf- dánssonar, sem flestra samtíðar- manna hans að berjast harðri bar- áttu til framfærzlu sér og sínum. En hann stóð allt af upp úr þeirri baráttu og vann fullan sigur á erfiðum kjörum, enda var skap- lyndi hans slíkt, að hann vildi í hvívetna vera sjálffær og ekki upp á aðra kominn. Þurfti og ekki til þess að taka, því þeim hjónum farnaðist vel og höfðu mikið barnalán. Eru börn þeirra dug- mikið myndarfólk. Örnólfur Hálfdánsson var ör í lund, en stillti oftast vel skapi sínu. Hann var greiðvikinn og hjálpsamur ef því var að skipta. Frændrækinn og tryggur maður. Líf hans og yndi var að vinna að nýtilegum störfum, og sjaldan féll honum verk úr hendi. Hann var heilsuhraustur fram á síðustu ár. Kenndi sér meins fyrir tveimur árum, en fékk á því bráðabirgða- bót með holskurði. Á þessu ári tók mein hans sig upp að nýju, og varð ekki bót ráðin á. Hefði örn- ólfi eflaust orðið þung raun, að liggja lengi heilsulaus, og því ef- laust fagnað hvíldinni eftir langt og mikið æfistarf. Konu örnólfs og börnum votta ég samúð í sorg þeirra. Arngr. Fr. Bjarnason, iiiiiiiniiitniiiliiiiiiiiiiiiHtiiiiiiiiiiiiiiiiiliiliiiiiiiiiiiiuiiiiiia TIL SÖLU Gott barnarúm með dýnu. ¦ ólöf Karvelsdóttir, Seljalandsvegi 24, ísafirði. Sími 76. IHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Prentstofan ISRUN h.f. - Isafirði

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.