Vesturland


Vesturland - 31.10.1960, Blaðsíða 4

Vesturland - 31.10.1960, Blaðsíða 4
VESTURLAND Mánudagur 31. október 1960 wmm 3am> aJsssrFiítsxxn ssmorssæaisMfooai Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðfinnur Magnússon. Skrifstofa Uppsölum, símar 232 og 193. Afgreiðsla og auglýsingar: Hafsteinn 0. Hannesson, Hafnarstræti 12 (Uppsalir). Heimasími: 10. — Verð árgangsins kr. 50,00. Steindór J. Þórisson Minning. Sparnaður i ríkisrekstri Þegar fjárlög fyrir yfirstand- andi ár voru samin á síðasta þingi, var erfitt um vik fyrir ríkisstjórn- ina að áætla tekjur ríkissjóðs af innflutningi. Vegna hinna gagn- geru breytinga á efnahagskerfinu og gengislækkunarinnar var eðli- legt að áætla að nokkuð myndi draga úr innflutningi. Þegar ríkisstjórnin vildi fara varlega í sakirnar í áætlun um tekjur af innflutningi, deildu stjórnarandstæðingar óvægilega á hana fyrir það að áætla tekjurn- ar allt of lágar. Reynslan hefur hins vegar sann- að okkur að áætlun ríkisstjórn- arinnar var á rökum reist. Það hefur komið í ljós að ekki viar farið of varlega í sakirnar um tekjuáætlun af innflutningi. Geng- islækkunin og þær verðhækkanir, sem af henni leiddu hafa dregið nokkuð úr innflutningi til lands- ins, og þá einkum af hátollavöru. Hefur innflutningur hennar dreg- ist mun meira saman en gert viar ráð fyrir við samningu fjárlaga. Hinsvegar mun heildarinnflutning- ur vera nokkru meiri en á undan- förnum árum og stafar það af auknu viðskiptafrelsi. Þegar það var orðið ljóst, að tekjur ríkissjóðs af aðflutnings- gjöldum myndu verða allmiklu minni en gert var ráð fyrir, tók ríkisstjórnin þann kostinn, að reyna að draga úr útgjöldunum. Þetta hefur henni tekist og verða útgjöld ríkissjóðs nú í fyrsta sinn lægri, heldur en þau voru áætluð í fjárlögum yfirstandandi árs. Á þennan hátt hefur ríkisstjórninni tekist að ná því marki, að greiðslujöfnuður væri í fjármál- um ríkisins. Það er góðra gjalda vert þeg- ar ríkisvaldið ríður á vaðið og sýnir það í verki að hægt er að spara eitthvað af útgjöldum þess. Við erum fyrir löngu orð- in þreitt á sífelldu hjali um sparnað á ríkisrekstrinum, sem síðan hefur reynst skrum eitt. Reynsla undanfarinna ára hef- ur sannað okkur, að útgjöld- in hafa alltaf farið langt fram úr áætlun. Er það ekki einmitt rétta leiðin ,að mæta rýrnandi tekjum með sparnaði í útgjöld- um? Við samningu fjárlaga fyrir ár- ið 1961 hefur ríkisstjórnin leitast við að draga ennþá meira úr kostnaði við ríkisreksturinn, en unnt var að gera á yfirstandandi . ári. Niðurstaðan varð sú, að 10 af 14 útgjaldaliðum munu verða lækkaðir frá fjárlögum yfirstand- andi árs, og sumir allverulega. Þessir fjórir liðir, sem eftir eru verða ekki lækkaðir. Þvert á móti munu þeir hækka nokkuð frá því, sem var á síðasta ári. Þessi hækk- un stafar af auknum framlögum til tryggingamálanna. Vegna við- reisnarinnar voru fjölskyldubætur auknar að miklum mun. Hækkað- ar fjölskyldubætur gilda nú allt árið, sem giltu aðeins 9 mánuði á yfirstiandandi ári. Á næsta ári er og ákveðið að ákvæðið um skerðinu á ellilífeyri verði afnumin og kostar það, að sjálfsögðu, allverulega útgjalda- aukningu fyrir ríkissjóð. Aðrar greinir fjárlaganna, sem hækka nú, eru framlög til eftir- launa og lífeyrissjóða, sjúkrahúsa og skólamála. Sú ráðstöfun stjórnarinnar, að auka framlög til tryggingamál- anna sýnir skilning hennar á þörfum þeirra, sem bótanna eiga iað njóta. Þá er það ekki vonum fyrr, að ríkisstjórnin beitir sér fyrir afnámi hinna alræmdu skerð- ingarákvæða á ellilífeyri. Það er ljóst að ekki er hægt að endurskoða og endurskipuleggja allt ríkisbáknið á skömmum tíma svo að nokkur verulegur árangur fáist. En sú ríkisstjórn sem nú fer með völd, hefur talið sér skylt að fara þær leiðir, sem borgurunum eru fyrir beztu. Hún mun ennþá leitast við það, í auknum mæli, að draga úr öllum þeim útgjöldum ríkissjóðs, sem unnt er, án þess að skerða hag borgaranna. Ef vel er á málunum haldið má eflaust spara ríkinu milljóna tugi í út- gjöldum. Það mun reynslan sanna okkur, þegar rækileg end- urskoðun hefur farið fram á ríkisbákninu. Þessi hagrænu vinnubrögð eru raunverulegar kjarabætur fyrir þjóðina. Steindór J. Þórisson, andaðist að sjúkrahúsi í Kaupmanniahöfn hinn 12. sept. s.l., eftir uppskurð, sem á honum var gerður þann dag. Steindór heitinn hafði aðeins verið veikur í tæpan mánuð þegar dauða hans var að höndum. Steindór var fæddur á ísafirði 3. september 1937 og viar því ný- lega orðinn 23. ára. Hann var son- ur hjónanna Ólafar Jónsdóttur og Þóris Bjarnasonar ,bifreiðastjóra, en þau fluttust til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. Steindór stundaði nám við Gagnfræðaskólann hér á ísafirði og lauk prófi vorið 1954. Eftir það vann hann hjá frænda sínum Matthíasi Bjarnasyni, sem hann hafði og reyndar gert á sumrin þau ár, sem hann var við nám. Síðan hóf hann nám við Verzlun- arskóla Islands og lauk prófi vor- ið 1958. Hann fór svo til Englands og dvaldist þar um hríð við nám. Það kom snemma í ljós að hann var ágætur starfsmaður, enda var hann ungur valinn til trúnaðar- starfa. Vorið 1958 réðist hann til fyrirtækisins ísborgar í Reykja- vík og var síðar ráðinn fram- kvæmdastjóri þess. Steindóri kynntist ég þegar hann var barn að aldri, en þá bjuggu foreldrar okkar í sama húsi hér á Isafirði. Mér er það minnisstætt hve hann var sérlega geðþekkt barn. Síðar, þegar ég fluttist á ný hingað, lágu leiðir okkar saman. Við vorum í nokkur ár saman í stjórn Fylkis. Ég þakka honum fyrir það samstarf, sem í alla staði var hið bezta. Snemma á þessu ári opinberaði hann trúlofun sína með Ingibjörgu Egilsdóttur, Sigurgeirssonar, hæstaréttarlögmanns í Reykja- vík. Skömmu eftir trúlofun þeirra varð hún fyrir þeirri ógæfu að veikjast. Þá, sýndi Steindór það betur en nokkru sinni fyrr hvern mann hann hafði að geyma. Þeir, sem til þekktu veittu því athygli hve nærgætinn og elskulegur hann var unnustu sinni í hennar stóru raun. Við fráfall hans votta ég unn- ustu hans, foreldrum, systkinum, ættingjum öllum og tengdafólki, mína dýpstu samúð. Guðfinnur Magnússon. Hann Denni dáinn, það gat ekki verið rétt, þvílík harmafregn. Þessi ungi og elskulegi drengur, sem öllum þótti svo vænt um. Hann sem var svo sérstakt ung- menni, sem yljaði öllum með sínu sólskinsbrosi, og var öllum öðr- um ungum mönnum til fyrirmynd- ar, með alla reglusemi, hógværð og hjálpsemi, vildi allt fyrir alla gera. Og þó að siagt sé að þá sem Guðirnir elski deyji ungir, getum við ekki hugsað til þess að þessi ungi maður sé á brott kallaður, hann sem okkur fannst eiga svo margt ógert í lífinu, sjálfum sér og öðrum til blessunar. Þessi fáu orð mín eru ekki nein eftirmæli. Það munu aðrir skrifa um uppruna og æfi þessa unga rwanns — að- eins þakklæti fyrir allt, sem þessi góði drengur, í þess orðs fyllstu merkingu, skyldi eftir í hugum okkar allra á heimilinu. Og af öll- um ungum drengjum og stúlkum, sem voru leikfélagar minna barna mun hann verða minnisstæðast- ur. Það eru ýms atvik, sem eru okkur ógleymanleg, atvik sem oft er búið að rifja upp og tala um, með hlýjum huga — hann var svo saklaus og góður lítill dreng- ur og þannig munum við ávallt minnast hans með hjartans þiakk- læti fyrir liðnu árin og allt það góða, sem mun ylja okkur öllum um ókomin ár. Prestkosningar Hinn fyrsta október s.l. var út- runninn umsóknarfrestur um Núpsprestakall, en séra Eiríkur J. Eiríksson sagði því lausu þegar hann gerðist Þjóðgarðsvörður. Um prestakallið' sóttu þrír þrestar. Séra Stefán Lárusson, prestur að Vatnsenda í S.-Þingeyjarsýslu, séra Kári Valsson, prestur að Hrafnseyri og séra Sigurjón Ein- arsson, prestur að Brjánslæk. Úrslit urðu þau, að kosinn var séra Stefán Lárusson. Haut hann 59 atkv. og var kosinn lögmætri kosningu. Séra Sigurjón Einarsson hlaut 27 atkvæði og sér Kári Vals- son hlaut 2 atkvæði. Á kjörskrá voru 109 en 88 neyttu atkvæðisréttar.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.