Vesturland

Árgangur

Vesturland - 26.05.1962, Blaðsíða 4

Vesturland - 26.05.1962, Blaðsíða 4
4 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Guðfinnur Magnússon. Afgreiðsla og auglýsingar: Hafsteinn 0. Hannesson, Hafnarstræti 12 (Uppsalir). Heimasimi: 10. — Verð árgangsins kr. 50,00. Skrifstofa Uppsölum, sími 232. FÖLKSFÆKKUNIN í bænum er öllu hugsandi fólki mikið áhyggjuefni. Þéttbýlið við Faxaflóa sogar fólkið til sín. En hversvegna fjölgar fólki í Súgandafirði um 11% og í Bolungarvík um 10% frá árunum 1958 til 1961, en f ækkar um 1% á sama tíma hér á Isafirði? Isafjörður á sem stærri bær að hafa upp á meira að bjóða en Suðureyri og Bolungarvík, og þessvegna ætti þessi bær að hafa meiri möguleika á að hér verði fólks- fjölgun. 1 kauptúnunum, sem áður eru nefnd, hafa forystumenn- irnir skilið að framfarir verða að vera örar til þess að þéttbýlið við Faxaflóa lokki ekki til sín fleira fólk. En hér á ísafirði hefur meirihluti bæjarstjórnar ekki skilið sinn vitjunartíma. Isafjörður hefur dregizt mjög aftur úr síðustu ár. For- ystumenn meirihlutaflokkanna í bæjarfélaginu eru haldn- ir sérstöku þróttleysi og svartsýni. Þeir hafa mjög í orði dregið úr fólki að byggja íbúðarhús í stað þess að hvetja til íbúðabygginga. Þeii* hafa látið sig engu skipta atvinnulífið, og hér er engin fyrirgreiðsla veitt í sambandi við öflun nýrra fram- leiðslutækja. Til skamms tíma hafa þeir lagzt á móti byggingu fé- lagsheimilis, og íþróttamálum hafa þeir sýnt algert tóm- læti. Þessir svartsýnu menn hafa valið sér bæjarstjóra, sem er langt á eftir samtíðinni, og gerir sér ekki grein fyrir þeirri öru þróun, sem átt hefur sér stað í öðrum bæjum. Allt þetta hefur gert það að verkum að Isaf jörður hef ur að verulegu leyti staðið í stað. Isfirðingar! Bærinn okkar stendur nú á örlagaríkum tímamótum. Spurningin er, á að hafa áfram við völd svartsýni og þrótt- leysi með uppgefinn bæjarstjóra við stýrið, eða á að velja menn til að hafa stjórn bæjarins á hendi, sem trúa því, að ísafjörður geti vaxið, og að hér geti orðið framfarir með álíka hraða og er víðast annars staðar. Ef þið veljið svartsýnina og þróttleysið þá kjósið þið kyrrstöðu í bæ ykkar. En ef þið hinsvegar veljið bæ ykkar forystu, sem er bjartsýn, dugleg, áræðin og framfarasinnuð, þá veljið þið til forystu frambjóðendur D-Iistans. D-listaframbjóðendurnir vilja lægja ófriðinn og skapa náið samstarf í bæjarfélagin um öll þau mál sem til heilla horfa. Það hvílir mikil ábyrgð á ykkur kjósendur góðir, þið eruð að velja ykkur bæjarstjórn til fjögurra ára. Það skiptir miklu máli fyrir ykkur sjálf hvernig það val tekst. Ef þið berið gæfu til að velja það sem betra er fyrir bæjar- félag ykkar og ykkur sjálf, þá á þessi bær bjarta framtíð. Hafnið illindastefnu kássunnar. hún heyrir fortíðinni til. — Kjósið framtíðina. Kjósið D-listann. Frambjóðendur Sjá Matthías Bjarnason Marsellíus Bernharðsson Samúel Jónsson Júlíus Helgason Ingólíur Eggertsson Einar B. Ingvarsson Garðar Guðmundsson Kjósid ísafirði b

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.