Vesturland - 20.11.1965, Side 3
3
- Rælt við Sigurð Dorsteinsson skipstjóra
á síldarfliitiiiniaÉipinu DagstjDrnnnni
Flutningar á síld frá fjar-
lægum miðum til hafna langt
frá veiðisvæðinu eru þegar
orðnir snar þáttur í síldarút-
gerð Islendinga. Það var síldar
verksmiðja Einiars Guðfinns-
sonar í Bolungarvík, sem
beitti sér fyrir tilraunum með
slíka flutninga í fyrra.
Tókst tilraunin með síldar-
flutningana í fyrrasumar
mjög vel, þótt við ýmsa
byrjunarörðugleika væri að
etja, eins og við mátti búast.
1 vor festu E. Guðfinnsson
og Fiskimjölhf.álsafirðikaup
á olíuflutningaskipinu Þyrli
og var því gefið nafnið Dag-
stjarnan.
Dagstjarnan hefur verið í
síldarflutningum í allt sumar,
og þegar skipið var að losa
síld hér á Isafirði um síðustu
helgi, átti Vesturland tal við
Sigurð Þorsteinsson skipstjóna
og bað hann að segja frá
flutningunum í sumar og
þeirri reynslu, sem fengizt
hefur.
— Dagstjaman fór í vor til
Þýskalands og viar þar í 5
vikur á meðan settar voru
niður nýjar síldardælur í skip-
ið og smáviðgerð fór fram á
því. Þetta eru sams konar
og eru í hinum síldarflutninga
skipunum, svonefndar Hiarco-
Vaculifts, sem hafa reynzt
ágætlega.
— Við komum fyrst á miðin
í endaðan júní, og byrjuðum
þá þegar síldarflutninga og
erum nú búnir að flytja hing-
að 55 þús. mál, sem landað
hefur verið í Bolungarvík og
hér á ísafirði. Við höfum ekki
fengið fullfermi í öllum ferð-
um, en fullfermi er um 6.700
mál; það er það mesta magn,
sem við höfum flutt í ferð.
Hér á ísafirði hafa verið lögð
upp um 10 þús. mál, en um
45 þús. mál í Bolungarvík.
— Jú, við höfum farið vítt
um veiðisvæðið, allt suður til
Hjaltlands og norður til Jan
Mayen og alltaf tekið síldina
langt úti í hafi, enda þótt við
höfum ekki verið nema 50—60
mílur SA af Dalatanga upp á
síðkastið eftir að síldin
færðist nær landi. Við höfum
elt flotann, hvar sem hann
hefur verið.
— Búast má við, að eitt-
hvað fari að styttast í þessum
flutningum úr þessu, enda fer
iað verða erfitt að athafna sig
úti á hafi þegar komið er fram
á þennan tíma, og margir skip
stjórarnir á bátunum eru
tregir að landa í skip í nátt-
myrkri og við erfiðar að-
stæður, sem von er.
— Annars er óhætt að segjia
það, að meðal sjómanna hefur
verið feikimikill áhugi fyrir
þessum síldarflutningum, og
þeir eru sannfærðir um, að
þetta er það, sem koma skal
og síldarflutningar verða ef-
laust miklu almennari næsta
sumar.
— í síldarflutningum í
sumar og haust hafa verið auk
Dagstjömunnar flutningaskip-
in Síldin frá Síldar- og fiski-
mjölsverksmiðjunni á Kletti í
Reykjavík, og mun hafa flutt
um 120 þús. mál; Polana
hefur flutt um 85 þús. mál, en
bæði eru þetta stærri skip en
Dagstjarnan, Rubistar og
Laura Terkol hafa flutt saman
lagt 50—60 þús. mál til síldar
verksmiðjanna í Keflavík,
Hafnarfirði og á Akranesi, og
Hjalteyrarverksmiðjan hefur
verið með flutningaskipið As-
dica, sem hefur flutt um 20
þús. mál og er það skip búið
dælum, sem gefið hafa tals-
vert góða raun. Einnig hefur
Krossanes verið í síldarflut-
ningum, en ég veit ekki hvað
það skip hefur flutt mikið
magn. Ég veit ekki töluna með
vissu, en ég býst við að
flutningaskipin hafa flutt
samanlagt talsvert á fjórða
hundrað þús. mál í sumar.
— Afköstin við dælingu úr
skipunum hafa gengið mjög
vel og hafa til jafnaðar verið
350—400 mál á klst., sem
teljast má mjög gott. Við
höfum styzt verið 18 klst. að
fylla skipið. Það er mjög mis-
jafnt hvað við tökum afla af
mörgum skipum. Nú síðast
tókum við síld af 5 bátum og
vorum mjög fljótir, en það fer
auðvitað nokkuð eftir því hve
taka þarf úr mörgum skipum,
hve vel gengur að fá fullfermi.
— Við höfum tekiö af hvaða
bátum, sem vera skal, þeim,
sem óskað hafa eftir því, og
engir bátar hafa notið neinna
forréttinda. Fyrir málið land-
að í flutningaskip eru greidd-
ar 205 kr., en fyrir málið lagt
upp hjá verksmiðju 235 kr.
— Löndun hefur yfirleitt
gengið snurðulaust og yfirleitt
má segja að allt hafi gengið
vel hjá okkur. Hér er 12
manna áhöfn, og er það 4
færra en þegar skipið var ein-
vörðungu í olíuflutningum.
Mannskapurinn er orðin vel
þjálfaður við sín störf og við
höfum ekki orðið fyrir neinum
teljandi töfum eða bilunum.
Hér hefur verið mikil vinna
um borð í sumar og tekjur
skipverja verið góðiar.
•— Auk síldarflutninganna
höfum við þrívegis flutt olíu-
farm til hafna fyrir austan og
nú hafa olíufélögin beðið
okkur að taka olíufarm
austur, en þar er nú alls
staðar að verða olíulaust.
Dagstjarnan er eina síldar-
flutningaskipið sem flutt
hefur olíu austur, og má segja
Styrkir til
Félagsheimila
Nýlega var reikningur
Félagsheimilasjóðs fyrir árið
1964 birtur í Lögbirtinga-
blaðinu. Kemur fram í þeim
reikningum, að sjóðurinn
hefur greitt til 9 félagsheimila
á Vestfjörðum; styrki og
greiðslu fyrir tæknilega að-
stoð samanlagt rösklega 647
þús. kr.
Hæstu greiðslur til félags-
heimila á Vestfjörðum eru til
félagsheimilisins á Patreks-
firði 125 þús. kr., í Hnífsdal
160 þús., í Bolungarvík 70
þús., til félagsheimilis Barða-
strandarhrepps 108 þús. og til
félagsheimilis Þingeyrar 109
þús. kr.
að það hafi tiafið okkur
nokkuð frá síldarflutning-
unum, en hefur einnig komið
að góðu gagni.
— Ég hefi heyrt það á sjó-
mönnunum, sem lagt hafa upp
hjá okkur að þeir teljia að
mestallt það magn, sem flut-
ningaskipin hafa tekið, sé
eingöngu aukning afla fyrir
veiðiskipin, og sú aflaaukning
hefði getað orðið meiri ef
flutningaskipin hefðu komið
fyrr á miðin þegar síldin var
við Jan Mayen snemma í
sumar. Þá hefðu flutningarnir
orðið töluvert meiri.
— Nú er komið gott skipu-
lag á tilkynningamar frá
bátunum til flutningaskip-
anna, og sjómenn á bátunum
og flutningaskipunum hafa
fengið talsverða æfingu í með-
ferð á dælubúnaðinum. Því
betur, sem sjómennirnir hafa
kynnzt þessum tækjum, því
fljótar hefur gengið að losna
við aflann úr veiðiskipunum
og hefja veiðar á nýjan leik.
— Ég tel að reynslan af
þessum flutningum hafi verið
góð. Við erum komnir yfir
byrjunarörðugleikana, þótt
ýmislegt megi lagfæra og
endurbæta. Ég tel engan vafa
leika á því, að síldarflutningar
nir eiga fullan rétt á sér og
þeir eiga tvímælalaust eftir að
verða miklu meiri er fram líða
stundir.
Sjómennirnir eru mjög
ánægðir með þessa flutninga
og kunna að meta þá. Fyrst í
sumar andaði nokkuð köldu
í garð okkar á síldarflutninga-
skipunum frá ýmsum eystra,
en sú andúð hvarf og ég held
að AustfirÖingar hafi sjálfir
séð að þessir flutningar áttu
fyllsta rétt á sér.
— Flutningarnir hafa
gengið framar öllum vonum
hjá okkur í sumar, og það er
rétt að það komi fram, að ég
tel að flutningaskipin hiafi
ekki tekið neitt frá verk-
smiðjunum eystra. Þegar veiði
skipin hafa haft möguleika á
að sigla með aflann í land, þá
hafa þau gert það, en þegar
verksmiðjurnar hafa ekki
getað tekið á móti, þá hafa
veiðiskipin lagt upp hjá
okkur, og verksmiðjurnar því
ekki misst neitt vegna
flutningsskipanna.
— Annars vil ég vekja at-
hygli á því, að flutningaskipin
þurfa að geta veitt veiðiskip-
unum meiri þjónustu en nú er,
og er þá fyrst og fremst um
að ræða vatn, olíu og vistir.
Þegar bátarnir voru við Jan
Mayen létum við þá hafa
vatn, olíu og lítils háttar af-
vistum, en bátarnir vildu
miklu meiri þjónustu en við
gátum veitt þeim. Er nú fyrir-
hugað að taka upp slíka þjón-
ustu í miklu ríkari mæli næsta
sumar.
— Enn er óákveðið hve við
höldum lengi áfram í síldtar-
flutningum, en verið getur að
það verði á meðan einhver síld
veiðist, en þó er útlit fyrir að
við förum bráðlega að sigla
með síldarlýsi, enda eru lýsis-
birgðir orðnar geysimiklar í
landinu og allir geymar að
fyllast hér og í Bolungiarvík
og víðar, og aðkallandi að
koma lýsinu út.