Vesturland - 17.02.1966, Page 2
2
Útgefandi: Kjördæraisráð Sjálfstæðisflokksins í Vest-
fjarðakjördæmi.
Blðaðútgáfunefnd: Finnur Th. Jónsson formaður, Ósk
óláfsdóttir, Jakob Þorvaldsson, Jónas ólafsson,
Ólafur Guðbjartsson.
Ritstjóri: Högni Torfason.
Ritstjórn og afgreiðsla: Uppsölum, sími 232.
Prentstofan ísrún hf., lsafirði.
Bæj arstjó rna rkosii in gar
Bæjar- og sveitastjórnarkosningar fara fram í vor og
eru þær þegar teknar að setja sitt svipmót á hið pólitíska
líf í landinu.
Á því kjörtímabili ,sem er að Ijúka, má segja að sæld
og værð hafi ríkt i bæjarmálum ísfirðinga og er nú af,
sem áður var, að pólitíkin hér á fsafirði var landsfræg —
að endemum.
Vissulega er gott að forustumenn bæjarmála hafa hætt
málflutningi sem mótaðist fyrst og fremst af rifrildi og
illindum, og tekið í þess stað upp málefnalegri meðferð bæjar
málanna. Slíkt er öllum til góðs. Engu að síður er það nauð-
synlegt aðhald hverjum bæjarstjómarmeirihluta, að minni-
hlutinn beiti sér fyrir réttmætri gagnrýni á gerðum
þeirra, sem ráða og minnihlutinn þarf einnig að beita sér
fyrir raunhæfri tillögugerð, sem miðar að almannaheill og
þá ekki sízt þeirra bæjarbúa, sem veitt hafa minnihlutanum
brautargengi, og eiga því undir högg að sækja um framgang
sinna hagsmunamála lijá meirihlutanum.
Isafjörður stendur nú á tímamótum í sögulegum skiln-
ingi, en einnig í þeim skilningi, að hér eru að verða þau
straumhvörf, að fólksflóttinn er mjög í rénun. Þá heilla-
þróun verður að efla með ráðum og dáð.
Sjálfstæðismenn á Isafirði munu setja sér það mark, að
vinna einhuga að sigri floklcsins í næstu bæjarstjórnar-
kosningum og treysta því, að bæjarbúar veiti honum brautar-
gengi til þess að mynda sterkan meirihluta eins flokks, sem
beitt geti sér einhuga að því mikla uppbyggingarstarfi, sem
framundan er.
Mál er að ísafjörður vakni af þeim doðadúr, sem hér
hefur verið í bæjarmálunum á undanförnum árum. Hefja
þarf nýja sókn fyrir hag og framtíð bæjarins og íbúa hans
og í þeirri sókn munu Sjálfstæðismenn fylkja sér til forustu.
Sðkn á Mjarðamið
Þessa dagana eru fjölmargir Vestfjarðabátar ýmist ný-
hættir eða um það bil að hætta á línu og skipta yíir á
netin. Bendir allt til þess að aldrei verði jafn margir Vest-
fjarðabátar á netavertíð eins og í ár, og aldrei jafn fáir á
línu. Kemur það greinilega í ljós í frásögnum fréttaritara
blaðsins í hinum ýmsu verstöðvum.
Ýmsum þykir nóg um um þessa þróun í veiðum Vestfirð-
inga og jafnframt hafa menn þungar áhyggjur af þeirri
miklu sókn, sem virðist ætla að verða á Vestfjarðamið með
net í vetur. Aflaleysið við suðurland og víðar á vetrarvertíð
veldur því, að þegar eru komnir fjölmargir netabátar frá
verstöðvum við Suðurland og Faxaflóa og jafnvel einnig
frá Norðurlandi til veiða á miðum Vestfirðinga í Iíreiða-
firði.
Sú öfugþróun hefur orðið í sjávarútvegi íslendinga á
síðari árum, að allt kapp er lagt á aflamagnið, en minna
hugsað um gæði hráefnis og nýtingu. Þessi mikli ágangur á
fiskistofnana hlýtur að hefna sín og það er þegar orðið
brýnasta vandamál sjávarútvegsins að móta nýja stefnu um
tilhögun fiskveiða og nýtingu sjávarfangs til hagsbóta fyrir
þjóðina alla.
Vcrstöðvariiar...
Framhald af 4. síðu.
Bolungarvík, 16. febr.
Fimm bátar héðan eru nú
byrjaðir á netum; Hugrún,
Bergrún, Guðmundur Péturs,
Guðrún og Einar Hálfdáns.
Heiðrún er ein eftir á línu.
Afli netabátanna var yfirleitt
góður í síðustu viku og var
mestur afli hjá Hugrúnu, 40
lestir eftir eina nótt.
Dagstjarnan kom hingað í
síðustu viku með olíu og tók
100 lestir af síldarlýsi til út-
flutnings. Hér komu einnig
Askja og Langá og lestuðu
fiskimjöl og síldarmjöl.
FTH
lsafjörður:
Hér hefur verið tregur afli
síðustu dagana, en í síðustu
viku var ágætur afli hjá flest-
um og fengu bátarnir mest
13—17 lestir í róðri. Var það
Gunnhildur, sem fékk 17
lestir.
ísaf jarðarbátar eru sem
óðast að skipta yfir á net.
Eru sumir þegar byrjaðir, en
aðrir á förum. A netunum
verða Guðrún Jónsdóttir,
Straumnes, Guðbjörg, Guð-
bjartur Kristján og Gylfi.
Hefur Gylfi fengið 50—60
lestir þá einu viku, sem hann
hefur verið á netum, mest
15 lestir í róðri. Til mála
liefur komið, að fleiri færu á
net, en erfitt mun vera að
manna fleiri báta til þeirra
veiða eins og stendur.
Súðavík, 17. febr.
Afli Súðavíkurbáta hefur
verið frekar rýr undanfarna
daga, en var þó heldur betri
í gærkvöldi. Þá kom Trausti
með 9 lestir og Freyja með
7—8 lestir. Sæmilegur afli
var í síðustu viku.
MA
Frumsýning
á Suðureyri
Leikfélag Kvenfélagsins
Ársólar og Ungmennafélags-
ins Stefnis í Súgandafirði
frumsýnir á laugardag danska
gamanleikinn „Allt fyrir
Maríu“ eftir Johannes Allen.
Leikstjóri er Eiríkur Einars-
son frá Reykjavík, en með
aðalhlutverk fara Sigrún
Sturludóttir, Ingibjörg Jónas-
dóttir og Páll Janus Þórðar-
son.
önnur sýning verður í
Félagsheimilinu á sunnudag,
og fyrirhugað er að sýna
þetta leikrit í nágrannabyggð
um síðar í vetur.
RækjuveiOar ganga vel
Rækjuveiðin á Vestfjörðum
er fremur misjöfn um þessar
mundir. I Amarfirði og Húna
flóa er allgóð veiði, en í ísa-
fjarðardjúpi mjög misjöfn.
ísaf jörður:
Sæmileg veiði hefur verið
hér í Djúpinu að undanförnu,
en þó mjög misjöfn. Einn eða
tveir bátar hafa komizt upp í
900—1000 kg, en flestir eru
með 600 kg og þar undir.
Rækjan er sæmileg.
Bíldudal, 16. febr.
Fimm bátar eru enn á
rækjuveiðum og hafa aflað
fremur vel. Þeir mega veiða
650 kg hver á dag og ná þeim
skammti yfirleitt.
HA
ágætlega að undanförnu. Guð-
mundur frá Bæ hefur mest-
megnis stundað veiðarnar á
Hrútafirði og yfirleitt fengið
um 1000 kg á dag. Annar
bátur er nýbyrjaður veiðar,
er það Víkingur, og hefur
hann fengið ágætan afla, eða
um 1000 kg. Síðustu dagana
hafa bátarnir veitt á Stein-
grímsfirði. Guðmundur frá
Bæ hefur ýmist lagt upp á
Hólmavík eða Drangsnesi og
hefur verið mikil atvinna við
rækjuna á báðum stöðunum.
Einn bátur, Smári frá Kleif-
um, er byrjaður að róa héðan
með línu og þegar farið fjóra
róðra. Hann hefur fengið
reitingsafla, en þurft að
sækja nokkuð langt.
Hólmavík, 16. febr.
Rækjuveiðarnar hafa gengið
AÖ
MOSKVICH M - 4 0 8
J A L T A er 4 manna bíll þægilegur í akstri
J A L T A er hár undir grind
J A L T A kostar aðeins um 100.000,00 kr.
GREIÐSLUSKILMÁLAR
Vinsamlegast gerið pantanir sem fyrst.
Afgreiðslutími c.a. 2 mánuðir.
Sigurður Hannesson sími 217 lsafirði
AIJKIN HESTORKA
EINGÖNGIJ 4-GÍRA _ -
m MEÐ ÞREM „CARBORATORIJM
SAAB66
GÆÐIN SKÝJUM OFAR - ÖRYGGI FRAMAR ÖLLU
GERIÐ HÆRRI KRÖFUR VIÐ BIFREIÐAKAUP YÐAR
ÞVÍ FYRR SEM þÉR PANTIÐ
- ÞVÍ FYRR ERUÐ þ ÉR ÖRUGG
syði bjornsson & co.
LANGHOLTSVEGI 113 - SÍMI 30530
VIÐGERÐARÞJÓNUSTAN SÍMI 31150