Vesturland

Volume

Vesturland - 07.05.1966, Page 2

Vesturland - 07.05.1966, Page 2
2 &Gn& a/e&'jFVíizxxH surUiFSJiEMSxnxxn Hotel Loftleiðir opnafl Sl. sunnudag var opnað eitt glæsilegasta gisti- og veitinga hús landsins, Hótel Loftleiðir á Reykjavíkurflugvelli. Er Gr ventiiðvunm... Framhald af 8. síðu upp netin sl. mánudag og eru hættir. Er þá vertíð lokið hér. Um þessar mundir er verið að búa nokkra báta á færi og dragnót og er búizt við að 4—5 bátar stundi drag- nótaveiðar héðan, en þær munu hefjast um miðjan júní, ef að vanda lætur. H J A BOLUNGAKVIK: Afli netabátanna er tregur og munu þeir flestir hætta nú um helgina. Heiðrún II er hætt á Iínu. Verið er að búa trillubátana á liandfæri og nokkrir eru byrjaðir. Mikill áhugi er nú hér fyrir grásleppuveiði og munu fleiri stunda hana en oftast áður, enda er búizt við góðu verði á hrognunum. Nokkrir bátar eru þegar byrjaðir á hrogn- kelsum og hafa íengið góðan afla. Síldarflutningarskipið Dag- stjarnan er nú í floltkunar- viðgerð á lsafirði og er m.a. verið að setja í skipið nýjan löndunarbúnað þannig að greiðlegar gangi að landa úr skipinu en verið hefur. Er búizt við að Dagstjarnan fari á síldarmiðin í lok þessa mán aðar. Nýlega komu hingað tvö skip og tóku fiskimjöl og loðnumjöl; Rangá 200 lestir og Sigrid 150 lestir. A mánu- dag er væntanlegt þriðja skipið og tekur 200 lestir af mjöli. Nýlega tók danska skip ið Iben Thailgárd 40 lestir af sajtfiski hér. FTH ISAFJÖRÐUR: Misjafn afli hefur verið að undanförnu hjá línubátunum, frá 3 og upp í 8 lestir af steinbít. Þrír netabátar lönd- uðu I fyrrinótt: Straumnes var með 22 lestir, Guðbjörg 21,5 og Guðbjartur Kristján með 20 lestir. Er hann búinn að draga upp, en búizt er við að hinir netabátarnir haldi áfram fram til 10. maí. Margir bátar eru þegar komnir hingað til ísafjarðar til að fara í slipp til viðgerðar og hreinsunar. Eru nú miklar annir hjá skipasmíðastöð M. Bernharðssonar. þar gistirými í 108 herbergj- um með 216 rúmum, veitinga salir, vínstúkur og funda- herbergi, sundlaug, gufubað og margvísleg þjónustustarf- semi við gesti. Fyrsti íslenzki gesturinn á Loftleiðahótelinu var Árni Matthiasson, umboðsmaður Loftleiða á Isafirði. Vestur- land innti Árna frétta af þessu nýja fnamtaki Loftleiða. ■— Hótelið er mjög glæsi- legt í alla staði og eins full- komið og beztu hótel, sem ég hefi kynnzt erlendis. Margt er hægt að segja um nýjungar og hagkvæmni í útfærslu á þessu mannvirki, en ég læt nægja að nefna, að á hverju herbergi geta gestirnir ráðið hitastiginu. — Ég vil taka fram, að íslendingar eru ekki síður velkomnir gestir á Hótel Loft leiðir en útlendingar, og rétt er að taka fram, að þeir ís- lenzkir farþegar, sem fljúga með Loftleiðum frá Islandi og heim aftur njóta sérstakra hlunninda ef þeir gista á hótelinu. ■—- Hótelpláss hjá Hótel Loftleiðir er hægt að panta hjá umboðsmanni félagsins hér á Isafirði. Stækbn Húsmæflraskilans Að undanförnu hefur skóla- nefndin í Húsmæðraskólanum Ósk hér á Isafirði verið að ræða nauðsyn þess, að skólinn verði stækkaður, húsrými verði aukið, þannig að hægt verði að taka við 42 nem- endum í stað 32, eins og nú er, og jafnframt verði byggð- ar kennaraíbúðir fyrir þrjá kennara og íbúð skóiastjóra endurbætt. Þetta mál var til umræðu í bæjarráði Isafjarðar 25. apr. sl. og mætti þar frú Þorbjörg Bjarnadóttir, skólastjóri. Gerði hún grein fyrir til- lögum skólanefndar í þessu máli og greindi frá því, að skólanefndin óskaði eftir heim ild bæjarstjómarinnar til að mega leita til húsameistara ríkisins og fá hann til að at- huga um óskir nefndarinnar og gera tillögur um úrbætur og nauðsynlega stækkun skól- ans. Veitti bæjarráð þá heim- ild. Hér í blaðinu hefur oftar en einu sinni verið minnt á nauðsyn þess, að stækka húsa kynni húsmæðraskólans og þá ekki eingöngu til þess að geta fjölgað nemendum, heldur einnig út frá því sjónarmiði, Andlátsfregn Sl. miðvikudag andaðist Pétur Pálsson frá Hafnardal í Landakotsspítalianum í Reykjavík eftir stutta legu. Hann var rúmlega áttræður að aldri er hann lézt. Pétur var sonur séra Páls Ólafssonar í Vatnsfirði og Arndísar Eggerz konu hanss. Hann bjó lengi í Hafnardal í Nauteyrarhreppi, var síðar bústjóri á Kirkjubóli í Skut- ulsfirði, en síðustu árin bjó hann á Isafirði ásamt konu sinni, Sigríði Jónsdóttur, sem lifir mann sinn. Sjónarsviptir er að Pétri Pálssyni og munu margir sakna þess góða drengs, sem gat sér vinsældir og trausts allra þeirra, sem honum kynntust. Vesturland flytur skylduliði hans innilegustu samúðarkveðjur. að nota skólahúsnæðið sem sumargistihús. Gistihúsaskortur að sumar- lagi er ekki minni hér á ísa- firði en víða annars staðar á landinu, nema síður væri. Fyr ir tilstuðlan ríkisvaldsins hef- ur verið farið inn á þá braut síðustu árin, að gera heima- vistarskóla og aðra skóla úti á landsbyggðinni þannig úr garði, að notia mætti þá sem gistihús að sumarlagi. Einsýnt virðist nú, þegar hugsað er til stækkunar hús- mæðraskólans hér á ísafirði, að reynt sé að slá tvær flugur í einu höggi: stækka skólann „Lénharður fógeti" sýndur í Bolungarvík Bolvíkingar eru að æfa leik rit. Kvenfélagið Brautin og Ungmennaf. Bolungarvíkur eru byrjaðir að æfa sjón- leikinn Lénharð fógeta eftir Einar Hjörleifsson Kvaran. Leikstjóri er frk. Ragnhildur Steingrímsdóttir og hóf hún æfingar fyrir skömmu. Með aðalhlutverkin fara Benedikt Þ., Benediktsson Halldór Halldórsson og Ernia Hávarðardóttir. Búizt er við að sýningar á Lénharðai fógeta hefjist um næstu mán aðamót. og koma upp viðunandi sumar gistihúsi. Til stækkunar skólans er hægt að fá veruleg fjárfarm- lög frá ríkinu, ef horfið verð- ur að því ráði að stækka og endurbyggja skólann með því augnamiði, að nota hann sem sumargistihús. Kostniaður við þá stækkun og endurbæt- ur myndu þá að verulegu leyti greiðast af ríkisfé, en ef bærinn hyggst vera einn um það að stækka og breyta skólahúsnæðinu, lendir sá kostnaður fyrst og fremst á bæjarbúum einum. isfirðingar - Vestfiröingar! Heiðraði viðskiptavinur Nú skipuleggjum við alla vinnu fyrir sumarið. Látið okkur vita hvað við getum gert fyrir yður, hvort held- ur eru nýlagnir eða viðliald á eldri lögnum. Húsið - Bíllinn - Báturinn. Ákvæðisvinna ef óskað er. RAF hf. ísafirði. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem auðsýndu mér samúð, vinarhug og hjálp við andlát fóstursystur minna,r. PETRÍNAR JÓNSDÓTTUR Ólöf Jakobsdóttir Heildverzlun Umboðsverzlun Byggingavörur Matvörur SKIPHOLTI 37 REYKJAViK SiMI 38560 (5línur) íslenzkar afurðir

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.