Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1968, Blaðsíða 11

Vesturland - 24.12.1968, Blaðsíða 11
&G719 aÆsanxsxxn saAasssiEsoMrorxR 11 r Rabbaú við Jóhann Gunnar Olafsson fógeta Nú í haust lét Jóhann Gunnar Ólafsson af embætti sem bæjarfógeti á Isafirði og sýslumaður í Isafjarðarsýslu eftir aldarfjórðungs starf í umsvifamiklu embætti. Hann er nú fluttur til Reykjavík- ur, og þar göngum við á hans fund. Erindið er ekki að ræða um embættisstörf hans, held- ur rabba við hann um snar- an þátt í lífi hans hér fyrir vestan, en það eru afskipti hans af menningarmálum byggðarlagsins. Mun ekki of- mælt, að enginn einn maður hefur lagt jafn mikinn og fjölþættan skerf til menning- armála héraðsins og Jóhann Gunnar undanfarinn • áratug. Hann hefur verið vakinn og sofinn við að sinna áhuga- málum sínum á sviði lista og menningar, og unnið mikið og ómetanlegt starf af elju og fómfýsi, sem seint verður fullþakkað. Við setjumst inn í bóka- herbergi, þar sem allir vegg- ir eru þa'ktir bókahillum og myndum, og spyrjum um þessi áhugamál Jóhanns Gunnars. — Það fyrsta, sem ég var viðriðinn í menningarmálum á ísafirði, var stofnun Tón- listarfélagsins árið 1946, að mig minnir. Jónas Tómasson tónskáld mun hafa verið upp- hafsmaður að því, en eitthvað gekk í erfiðleikum að fá for- mann fyrir félagið. Það end- aði með því, til þess að fé- lagið yrði stofnað, bauðst ég til þess að taka að mér for- mennskuna í bili, þegar allir vom búnir að neita en með því skilyrði þó, að Halldór Halldórsson bankastjóri, sem var mikill músikmaður og góð ur píanóleikari, yrði mín hægri hönd og mér til ráðu- neytis. Svo varð hann for- maður á eftir mér, en vildi ekki taka þetta að sér- í fyrstu, enda var hann hlé- drægur maður. — En svona náðust end- arnir saman og haldnir vom nokkrir fundir til undirbún- ings. Upp úr því var Tón- listarskólinn stofnaður. Um það leyti var Jónas Tómasson í samningum við Ragnar H. Ragnar, sem þá átti heima í Norður-Dakota í Ameríku, um að koma til Isafjarðar og taka við starfi organista við kirkjuna, kennslu í skólum og stjórn kóra m.a. Niðurstaðan varð sú, til þess að gera Ragn ari auðveldara að vinna að tónlistarmálunum, að ákveðið var að stofna Tónlistarskól- ann. Innan Tónlistarfélagsins var kosin sérstök skólanefnd, og má segja að ég hafi verið í skólanefndinni allan eða mestallan tímann, sem hún starfaði. Hún var svo lögð niður þegar Ragnár var gerð- ur að framkvæmdastjóra fé- lagsins fyrir tveimur eða þremur ámm, en þá tók stjóm félagsins að sér stjóm á Tónlistarskólanum. — Starfsemin hefur gengið að sumu leyti vel, það hefur verið fengið mikið af lista- mönnum til þess að koma fram á ísafirði, og sannast að segja gekk það nú betur fram an af. Þegar Páll Jónsson var framkvæmdastjóri hjá félag- inu, var gengið á milli manna og komið upp hópi styrktar- manna um félagið. Fyrir fram lög sín fengu þeir miða á alla hljómleika, sem haldnir vom á vegum félagsins. En um tíma lá þessi starfsemi niðri, og þá datt þetta styrktarfé- lagakerfi niður, og hefur ekki verið endumýjað. Þó rauna- legt sé frá að segja, þá hefur tónlistaráhugi farið minnk- andi á Isafirði. Á síðari ár- um hefur gengið mjög erfið- lega að fá fólk til að hlusta á ágætis listamenn, innlenda og erlenda, þegar þeir hafa komið vestur. Það em ekki meira en um það bil hundrað manns, sem sækir menningar- starfsemi. — Ég skil ekki hvemig í þessu liggur. Að vísu hefur allt félagslíf aukizt mjög mik ið. Þó hefði maður mátt halda, að tónlistaráhugi hefði aukizt vegna þess að tónlistar skóli hefur verið starfandi lengi. Tónlistarskólinn hefur alltaf starfað með miklum blóma, verið mjög mikið sótt- ur, að jafnaði 50—60 nem- endur, og Ragnar er alveg frá bær píanókennari. Það hefur komið mikið af góðum nem- endum frá honum, og mikill fjöldi nemenda hefur útskrif- azt frá skólanum. Nemenda- fjöldinn jókst mjög mikið eft ir að þar var tekin upp kennsla í hornaleik og á önn- ur blásturshljóðfæri. Uppistað an í kennslunni var píanóleik ur, en á vegum kóranna og Tónlistarfélagsins hefur ver- ið kenndur söngur, og hefur Sigurður Demetz Franzson annast þá kennslu, og komið hingað tvívegis. og haft á hendi söngkennslu og raddæf- ingar, sem hefur gefið mjög góða raun, eins og sýndi sig í tveimur miklum söngferða- lögum, sem kórarnir fóru und ir ágætri stjórn Ragnars. Sunnukórinn og Karlakór ísa- fjarðar til Norðurlandsins í fyrra og um Suðurland sl. vor. Þessar ferðir heppnuðust mjög vel og kórarnir fengu mjög góðar móttökur. Um þessar mundir er að koma út stór plata með ísfirzku kór- unum. Þetta mun vera fyrsta platan, sem gefin er út með ísfirzku kórunum, en til eru upptökur með þeim hjá Ríkis útvarpinu. Á því leikur enginn vafi, að starfsemi Tónlistarfélagsins og Tónlistarskólans hefur haft mjög mikla þýðingu fyrir bæinn, holl áhrif á uppeldi barna og unglinga, enda er það góð tómstundaiðja að iðka tónlist og njóta hennar. En að sjálfsögðu er það einkum að þakka traustri for- ustu Ragnars H. Ragnars. Næst víkjum við talinu að Byggðasafninu. — Tildrögin að byggðasafn inu voru þau, að árið 1941 hópuðu sig saman okkrir menn fyrir forgöngu Guð- laugs Rósinkranz þjóðleikhús- stjóra um að koma upp byggðasafni á ísafirði. Guð- laugur gaf svokallaða Vest- firðingabók, sem menn skrif- uðu nafn sitt í og gáfu til stofnunar á byggðasafni. Þarna safnaðist mikið fé, sem byggðasafnið fékk til ráðstöf unar þegar það var stofnað. Þessir menn söfnuðu ekki neinum munum. Eftir að ég kom vestur kynntist ég fljót- lega Guðmundi frá Mosdal. Hann hafði undir höndum þessa fjármuni, sem höfðu komið inn í sambandi við Vestfirðingabók. Við ræddum mikið um þetta og í sannleika sagt, fannst mér skakkt að far ið. Það var ljóst á þessum ár um, upp úr 1945, að þá er farið að fækka mjög mikið í sveit- unum í Jökulfjörðum og á Ströndum og fólk tekið mjög að flytja burtu. — Einmitt þá losnaði um alls konar muni og fór ákaf- lega mikið forgörðum á þeim árum í því umróti. Fólk skildi bæði eftir og brenndi bein- línis gömlum munum, og mér er kunnugt um að víða voru haldnar stórar brennur þegar fólk skildi við bæina og flutti í burtu. Mér leizt ekki á þetta og þess vegna fór ég á stúf- ana til þess að reyna að safna munum. Eins og kunnugt er, eru til lög frá 1947 um byggða- söfn og vemdun fornra mann- virkja, og þar em ákvæði um framlög frá ríkissjóði til byggðasafna, en ýmis skilyrði eru sett fyrir yeitingu þeirra. Ég stakk upp á því við Sögu- félag ísfirðinga, að það fengi bæði bæjarstjómina og sýsl- urnar báðar, Vestur- og Norður-lsafjarðarsýslu, til þess að beita sér fyrir stofn- un byggðasafns. Undirtektir vom mjög góðar hjá þessum aðilum. Það var 6. júlí 1955, sem bæjarstjórn samþykkti að gerast aðili að byggða- safni. Sýslunefnd Vestur-ísa- fjarðarsýslu samþykkti þetta 26. júlí 1955 og sýslunefnd Norður-ísafjarðarsýslu 20. september 1955. Þessir aðilar em eigendur að byggðasafn- inu og hafa lagt því til fjár- muni árlega síðan. — Árið 1956 var byggð rishæð á íþróttahús bæjarins. Þá samþykkti bæjarstjóm eftir tilmælum frá byggða- safnsstjóminni, að láta hluta af rishæðinni undir byggða- safnið. Áður heldur en þakið var sett á, var fluttur þangað upp sexæringur, sem Bárður Tómasson skipasmiður hafði látið byggja sem sýnishom af vestfirzku skipi. Jóhann Bjarnason skipasmiður frá Bolungarvík byggði þetta skip undir handleiðslu Bárð- ar. Þetta er lítill sexæringur með bolvíksku lagi og ein- mitt mjög gott sýnishom cif þeim fleytum, sem róið var frá þessum verstöðvum hér áður fyrr. Jóhann hafði smíð- að mikið af skipum, og þegar hann gerði þetta, var hann orðinn aldraður maður. Það mun hafa verið árið 1941, sem hann smíðaði þennan bát. Bárður safnaði fé til smíðinnar með samskotum, en það, sem á vantaði, borg- aði hann sjálfur og annaðist síðan smíðina. Þessi bátur var í vörzlu Guðmundar frá Mos- dal, og við ákváðum að setja hann þarna upp og Marzellíus Bernharðsson skipasmíða- meistari kom honum upp í risið áður en þakinu var lok- að. Þarna er því báturinn og verður sennilega til eilífð- arnóns. Byggðasafnið var þá komið undir þak og báturinn fyrsti munurinn. sem kemur þama á loftið. — Söfnun muna gekk alveg ágætlega. Sama árið og byggðasafnið fékk húsnæðið, 1956, byrjaði Sögufélagið að gefa út ársrit. Ég verð að víkja hér að Sögufélaginu, því að þetta er allt saman- tvinnað. Það var stofnað 1953. Við vorum þar aðal- menn við stofnunina Kristján frá Garðsstöðum og séra Óli Ketilsson. Það félag hefur starfað síðan og frá 1956 hef- ur það gefið út ársritið. í það hefur alltaf verið skrifað

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.