Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1968, Blaðsíða 14

Vesturland - 24.12.1968, Blaðsíða 14
14 aans> ak&íFntsxxH saAuF&ræiH&aoom Hin gömlu verzlunarhús í Neðstakaupstað. Turnhús byggt 1784-’85 og Faktorshús byggt 1765. halda ársritinu úti, en við höf um fengið nokkum styrk hjá ríkissjóði, sem hefur gert okk ur kleift að koma ritinu út. Ég skal ekki segja um, hvaða gagn er að þessu, en ég býst við að það sé þó eitthvað, því að þama er nú ýmislegt að finna, sem ekki hefði varð- veizt, ef ritið hefði ekki verið til. Þeim fækkar nú óðum, sem muna gamla tíð, og fáir eru orðnir eftir, sem muna aldamótin. Það er því brýnt verkefni, að safna þjóðlegum fróðleik frá gamalli tíð og halda til haga. — Já, ég hefi haft mikinn áhuga á sögu og haft hana sem tómstundagaman. Meðan ég starfaði í Vestmannaeyj- um athugaði ég nokkuð sögu þeirra, en eftir að ég kom vestur, langaði mig til að vita meira um Vestfirðinga. Svo kom að því, að ég tók að mér að skrifa sögu bæjar- stjómar ísafjarðar fyrir aldar afmæli kaupstaðarins 1966. Það var nokkuð erfitt verk, því að fangahúsið, þar sem skjalasafn bæjarins var geymt, brann árið 1924, og þá brann mjög mikið af skjöl um, meginparturinn af bók- unum fór í eldinum, og þar á meðal allar gerðabækur bæjar stjórnarinnar frá 1866 til 1905. Þess vegna varð þetta nokkuð seinlegt og erfitt verk. T.d. varð ég að fá allar kosningar á þessu tímabili úr amtsskjölum og fara yfir þau fyrir allt þetta tímabil til þess að leita uppi allar kosn- ingar og aðrar upplýsingar. Að vísu varð verkið slitrótt, því að ekki fékkst annað en það, sem hafði orðið kæruefni eða tilkynningaefni til amts- ins. Af þessum ástæðum reyndist þetta mjög erfitt viðureignar. Þú hefur látið þér mjög annt um gömlu húsin á ísa- firði. — Þau eru alveg einstæð. Það er stórlega merkilegt, að þama skuli vera uppistand- andi svona mörg hús frá 18. öld. Þarna er um að ræða í- búðarhúsið í Hæstakaupstað, byggt 1788, Hæstakaupstaðar- búðina, sem stendur þarna ennþá, sem er miklu yngri, eða frá 1875, en í Neðstakaup staðnum er eitt hús, sem er sennilega frá 1734, en þar er nú vélahús fyrir frystihús. Ef maður kemur þar upp á loft og skoðar súðina, má sjá, að þar em mjög gamlir viðir. 1 Neðsta er einnig íbúðarhús- ið, sem er næst þessu húsi, þar sem Birgir Finnsson al- þingisforseti býr, en iþað er gamla krambúðin, sem þama stóð og var þama lengi. Hún er byggð 1761. Beint á móti er Faktorshúsið, sem er byggt 1765, og loks er vörugeymsl- an, Tumhúsið, sem byggt er 1784. Þetta eru allt gömul hús. Ég veit að í Reykjavík þætti mönnum fengur að því að hafa svona gömul hús, þvi að Reykvíkingar geta ekki flutt upp að Árbæ neitt hús, sem er eldra en frá fyrstu áratugum 19. aldarinnar. Að vísu em til gömul hús í Rvk., eins og í Aðalstræti. — En gömlu húsin á Isa- firði em alveg einstæð og í mjög góðu ástandi. Það hefur nær alltaf verið búið í þess- um húsum og þeim haldið vel við. Að vísu hefði verið meira gaman að hafa t.d. krambúð- ina í sinni upprunalegu mynd, og það er svo undarlegt, að að það var ekki fyrr en 1917, að búðarinnréttingin var rifin úr húsinu, og því breytt í íbúðarhús. Þessi hús em byggð af Einokunarverzlun- inni í Neðstakaupstaðnum, en íbúðarhúsið í Hæstakaupstaðn um er byggt af norskum kaup mönnum frá Björgvin. Og svo skrýtilega vill til, að til em vinnuteikningarnar af Hæsta- kaupstaðarhúsinu. Sigfús An- drésson sagnfræðingur fann þær úti í Kaupmannahöfn. Þær teikningar hanga uppi í Sögusýningunni í Byggða- safninu. Annars hefur húsið verið stækkað frá sinni upp- haflegu gerð, og lengt í báðar áttir. -—■ Isafjörður er merkilegur fyrir það, hvað hann er gam- all bær. Það er alveg ótrúlega mikið af gömlum húsum í bænum. 1 Aðalstrætinu standa t.d. enn hús úr Miðkaupstaðn um, sem voru byggð 1816. Og þar er hús, sem gamall kaup- maður, Jónas Jónsson átti, stofninn í því er frá því um 1850, að eins búið að hækka risið. Svo standa þama ennþá Ásgeirsverzlunarhúsin frá 1852, þótt búið sé að breyta þeim nokkuð. Húsið, þar sem Jón Grímsson er í, er upphaf lega verzlunin, og íbúðarhús- ið, sem Ásgeir byrjaði í og byggt var 1852. — Ég stakk upp á því ein- hvern tíma við bæjarstjóm, að íbúðarhúsið í Hæstakaup- staðnum yrði flutt niður í Neðstakaupstað, og yrðu þessi hús öll sett í sérstaka girð- ingu. Um varðveizlu húsanna gilda nú engin ákvæði. Hafnar sjóður á húsin í Neðsta, en þau hafa ekki verið friðuð. Þau eru leigð og notuð og það er búið í þeim öllum. Ég segi ekki, að æskilegra væri að ekki væri búið í þeim, ekki í bili, eða þar til þau yrðu gerð að saínhúsum. Gaman væri og til fróðleiks að setja þau í upphaflegt horf og koma fyrir í þeim hlutum, sem þar voru, eða eftirlík- ingum af þeim. — Já, það er vel hugsan- legt að hafa þetta sem deild úr Byggðasafninu og það færi mjög vel á því, að Byggða- safnið hefði umsjón með þess um húsum þegar þar að kæmi. Mér finnst alveg frá- leitt að rífa þessi hús. Bæjar stjórnin var að vísu búin að ákveða að rífa íbúðarhúsið í Hæstakaupstaðnum, en þá komu annarlegar ástæður til, og ekkert varð úr því. Aðrar sögulegar minjar og etv. merkilegri eru rústimar af landnámsbænum. Ég held að enginn vafi leiki á því, að þær rústir sé að finna á sjúkrahússtúninu. Það er vit- að, að þama var prestssetur frá því kristni var lögtekin. Ég tel mjög líklegt, ef graf- ið væri þama af fornfræðing- um, að þá myndu finnast þarna undir hólnum leifar af elztu byggingum, sakir þess að oftast vom þessir bæir byggðir á undirstöðum eldri bæja, sem alltaf hækkuðu. Hóllinn er ekki annað en rústir af bænum og hækkun- in stafar eingöngu af hleðsl- um. Eitthvað af þessu er að vísu öskuhaugar. Sumir vilja halda því fram, að landnáms- bærinn hafi ekki verið þarna, en það held ég að komi ekki til mála. Þetta hefur vafa- laust verið grasi gróin eyri áður fyrr, og þá hefur þetta verið tilvalið tún, sléttað af náttúrunnar hendi. Þarna var líka miklu betri aðstaða til sjósóknar norðarlega á eyr- inni heldur en t.d. á Kirkju- bóli, sem maður veit ekki hvað hefur heitið upphaflega, því að Kirkjubólsnafnið er auðvitað ekki upphaflegt. — Nei, þetta svæði hefur ekki verið friðað. Ég stakk eitt sinn upp á því við þjóð- minjavörð að friða þetta svæði, svo að ekki yrði raskað við því áður en það væri rannsakað, en hann vildi ekki gera það nema bæjarstjórnin féllist á það, en hún hefur ekki gert það. Og svo rauna- lega hefur tekizt til, að sam- kvæmt nýja skipulaginu á vegurinn út í Hnífsdal og Bolungarvík að liggja þvert yfir hólinn. Að vísu er ekki búið að samþykkja þetta enn þá, en það hefur verið ráð- gert og skipulagt, að vegur- inn fari þvert yfir bæjarrúst- irnar. — Ég minntist á þetta við skipulagsnefnd ríkisins, sem var á ferð á ísafirði í sumar, og fór með nefndarmenn þama á hólinn og minntist á það, að ekki væri rétt að ganga frá þessu svona. Það fékk heldur litlar undirtektir, og önnur sjónarmið munu ríkja þar, miðuð fyrst og fremst við not og nauðsyn. Hvernig líkar þér að fara nú frá Isafirði eftir svo langa dvöl þar? — Það er að sjálfsögðu Framhald á 17. síðu. Réttarhöld í máli Taylors. Frá v.: Taylor skipstjóri, Ragnar H. Ragnar dómtúlkur, Jóh. Gunnar Ólafsson og Hermann G. Jónsson fulltrúi.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.