Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1968, Blaðsíða 18

Vesturland - 24.12.1968, Blaðsíða 18
18 Séra Matfhías á fornum stöðvum Ríð ég suður Tröllatungur tæpan veg um hraun og klungur, freðin holt og fannabungur, fgrsta dag í júníó. Hart hefur verið í ári þenn an fyrsta dag júnímánaðar árið 1913, sem séra Matthías Jochumsson lýsir svo í kvæði, sem hann yrkir á ferðalagi frá Hólmavík yfir í Reykhóla- sveit. Hann hefur komið með Skálholti til Hólmavíkur á- samt syni sínum, Steingrími iækni, og Árna Þorvaldssyni kennara, og hyggst heim- sækja fomar stöðvar á Vest- fjörðum, en taka Flóru heim frá Patreksfirði. Séra Matthías gaf út lítinn bækling um þetta ferðalag sitt, sem ber heitið ,,Ferð um fomar stöðvar 1913“ og út kom sama ár. Er það skemmt ieg lýsing á ferðalaginu, um- hverfinu og fólki, sem verður á vegi skáldsins; krydduð kvæðum og vísum hér og þar. Við skulum grípa niður í frásögn þjóðskáidsins á stangli. „Fegursta smábyggð á Vest urlandi finnst mér vera Reyk hóla-innsveitin milli Skóga- háls og Króksfjarðamess, svo og framlenging hennar út með Reykjanesfjallinu austan- verðu. Byggðin er bæði grös- ug og fjölbreytt, með fellum, hólum og dölum upp í heið- arnar; skógarleifar eru þar og víðs vegar. Yfir sveitina gnæfa hin háu Vaðalfjöll beint upp frá Skógum. 1 þeim er dæld í miðju (hestmynd- un) og gnæfir gaflinn yfir inn sveitinni eins og risavaxinn hnjúkur, 1800 feta hár, en miklu hærri sýnast þau er þau bera yfir lágfjöllin í kring. í þeim er stórfellt og mjög reglulegt stuðlaberg; er þaðan afar víðsýnt yfir nálega alla Vestfirði og Strandir. í Innsveitinni er veðurblíða mikil; var þar og kominn allmikill gróður og mun meiri inn í Þorskafirði, þar sem meira ber á norðan- kuldanum". Þegar skáldið hefur komið í stutta heimsókn að Skógum, fæðingarbæ sínum, sem „mér fannst fátt um, því alls staðar var að sjá snjó og vetur,“ yrkir hann kvæði og „þóttist vera kominn til þrastanna í Skógaskógi." Sjötíu vorin hér svæft hefur hjarn og gustað í sporin þars gekk ég sem barn. Skógurinn horfinn, er skreytti hér fold, fallinn og sorfinn í fen eða mold. Þannig er farin mín fegursta tíð, og bátur minn barinn af brimsjó og hríð.----- Hér hefur gamli maðurinn fyllst angurværð og trega á bemskuslóðum sínum og minn ingamar frá bamsárunum brjótast fram. En hann víkur aftur að Inn sveitinni og Vaðalfjöllunum. „Væri ég málari og skyldi mála Innsveitina, vildi ég ég helzt standa á hálsinum yf ir bænum Hymingsstöðum, þar sem stundum stóð, er ég smalaði í Hlíð 1847, og horfði yfir reykina á bæjun- um standa eins og stoðir upp í loftið. Gmnar mig að undir- vitund mín hafi minnt mig á þá sjón þegar ég kvað vís- umar „Geng ég fram á gnýpur,“ eða: „Látum af hárri heiðarbrún." „Þó tekur útsýnin af Vaðal- fjöllunum öllu fram, því þau em einstakt fjall og liggja fyrir miðjum vesturbotnum Breiðafjarðar. Sést þaðan í skím veðri yfir alla beina- grind og rifjahylki Vest- fjarða. Er þaðan að sjá, sem upprunalega hafi Breiði- fjörður ætlað sér að skera í sundur landið, og hver inn- fjörður hafi verið ný til- raun hans til iþeirrar fram- kvæmdar — eftir að honum hefur mistekizt með Gils- fjörð, þar varla vantaði mílu vegar til þess hinn Breiði gerði Vestfirði að eyju, svo rauði boli Þórðar gellis hefði mátt ösla norður á Strandir til þess að ógna „landsins foma fjanda,“ ísinum og banna honum landtöku, eins og Finni Haraldar blátannar. „Já, hvílík sjón af þeim tindi. Ekki ber að efa, að skaparinn hafi skapað — eða eftir skilningi nútímans, lát- ið skapast, — allt þetta í vísdómsfullum tilgangi, en hinu trúum vér ekki, að hann hafi hagað Vestfjörðum í sam ráði við Isfirðinga og Stranda menn, svo ég nefni ekki fleiri. „Og samt sem áður: hvar á islandi mundi saga og reynsla sýna oss betri bend- ingar um upptök og orku anda og manndóms, en hér á þessu rammaukna, reglulausa, risavaxna hylki náttúmnnar, er vér köllum Vestfirði? Hér ólust upp þeir Þorsteinn surt ur og Gestur spaki, Þórður gellir, Snorri goði, Kjartan og Guðrún, Ari fróði, Snorri og Sturla, Hrafn Sveinbjarnarson og nafni hans Oddsson, Björn Jórsalafari, Vatnsfjarðar- Kristín, Eggert Ólafsson og Jón okkar Sigurðsson. „Mætti ég syngja söguljóð samboðin þessum hluta lands vors, mundu menn svo álykta og segja: að vísu virðist þessi landspartur vera einna snauð- astur og vanskapningi líkast- ur að yfirlitum, en þó er hann einhver hinn allra auðsælasti parturinn og drýgstur til allr ar siðmenningar! Ferðafélagamir fara um Barmahlíð og séra Matthías minnist þess, að „ótal skáld hafa keppst um að kveði um Barmahlíð". „En sökum þess að gróður var lítffl kominn, reyndist okkur skáldfákurinn heldur daufgerður; varð árangurinn ekki meiri en sá, að við böng- uðum saman þessari sléttu- bandabögu: Barmahlíðar foldin fríð frægðar víða njóti, arma þýða breiðir blíð brjóstum lýða móti. „Ó—já, sögðum við, bagan er varla meira en fyrir mat í dag á Reykhólum, og minn- ir helzt á hina gömlu, sem all ir kunna: „Aldan rjúka gerði grá,“ því okkar vísa hefur eins og hún fjögur orð, er ekki verða rímuð saman við önnur. Segir B. Gröndal, að beztu sléttubönd megi kveða 32 sinnum svo að ávallt sé breytt til um orðaskipun. Voru slíkir kveðlingar fyrr á dögum eins konar aliþingis- styrkur umrenninga, sem blót uðu Braga og lifðu mest á „góðgerðum“ þjóðfélagsins. „Fannst okkur Árna sem okkar staka hefði vel mátt endast einhverjum umrenn- ingi á hinni „góðu tíð“ alla leiðina milli Öndverðarness og Látratanga til viðurværis. Gerum ráð fyrir að skáldi hefði hafið umferð sína hjá þeim Gufsurum, Keflsurum, Söndurum, Rifsurum og Óls- urum undir Jöklimun, og tínt síðan upp alla bæi nærri vegi- num hringinn í kring um Breiðafjarðarbyggðir. „Mundi þá nærri hafa far- ið (eftir Johnsens bæjatali) að bagan hefði karli enzt 365 daga — ekki svo alls staðar hefði beðið hans hangi kjöt eða rafabelti, heldur víð- ast hvar snarl og grautur. Samt sem áður gerir þetta drjúga fúlgu. „önnur er okkar ævi, sem lifum af allsherjarfénu. En mun nú okkar kveðskapur taka þeim mun fram hinna gömlu, eða kveða meiri kjark og skemmtun inn í fólkið? Því svara ég engu öðru en því, að hver öld virðist skapa bæði skáld sín og alþýðu, sem hvað er eftir öðru; alþýðan á þau skáld, sem hún skilur, og engin önnur. En um höfuð- skáldin er það að segja, að með tímanum verða þau al- þýðueign, þótt listamenn séu og fáir kunni þau í fyrstu að meta. „Nú, þar hlær við nesið, flóinn sjálfur og eyjaklasinn; og þarna gnæfa hinir fomu Reykhólar. Það er höfðingja- bragur að þeim stórbæ á hól- num; er breitt, rennislétt skeið frá fjallinu og þangað heim, og því ávallt sprett úr spori á því skeiði. „Um Reykhóla og Reykhóla menn eru til geysimiklar sög- ur og sagnir, allt frá Ara, er „hvarf til Hvítramannalands,“ Gretti, sem bar bolann, og veizlu Ingimundar prests á 12. öld, og svo æ síðan. Á- vallt var þar griðastaður mik- ill sekum mönnum eða svöng- um. Matbrunnur var þar og mikill -—• og er enn, því jörð in er auðug mjög að gagni og gæðum. Því er haft eftir Gretti: „Þar varð ég fegn- astur mat mínum — þegar ég gat náð honum.“ „Reykhólar hafa misjafn- lega haldizt í ættum. Lengi vom þeir eign hinna vest- firzku hirðstjóra, afkomenda Lofts hins ríka, fyrst Vatns- firðinga, svo Skarðs- og Haga manna, sem allt má rekja eft ir Árbókum Esp. og ættfræði- bókum. Á 18. öld erfði Reyk- hóla Margrét Mála-Snæbjörns dóttir eftir mann sinn, og tengdasonur hennar, séra Jón Ólafsson á Stað, langafi föður míns, d. 1784, því séra Jón átti Sigríði Teitsdóttur sýslu- manns í Haga. Sonur þeirra Ari bjó þar lengi síðan, og fyrst móti ömmu sinni Mar- grétu. En sonur hennar Egg- ert, sem var ónytjungur, seldi hennar hluta jarðarinnar, svo og mikinn hluta Kirkjubóls- eigna, Ólafi amtmanni Stefáns syni. En Ari hélt sínum hluta, er þó eyddist af völdum hans mörgu bama. Varð loks mikill hluti Reykhóla eign Staðarfellsmanna, og er nú legatsgjöf frú Herdísar frá Flatey, eins og kunnugt er.“ Séra Matthías fer út í Breiðafjarðareyjar og segir m.a. um Hergilsey: „Hergilsey er hæst allra Vestureyja og útsýnin undra- fögur af hinu háa og ein- kennilega Vaðsteinsbjargi... Hergilsey þykir mér frumleg- ust á svip allra Breiðafjarðar eyja, enda var hún með um- merkjum 10. aldar fram yfir miðja 18. öld, þegar Eggert Ólafsson nam þar aftur land. Leiðin liggur upp á Barða-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.