Vesturland

Volume

Vesturland - 28.05.1971, Page 1

Vesturland - 28.05.1971, Page 1
XLVTII. árg. ísafjörður, 28. maí 1071. 5.—6. tölublað. Vísvitandi blekkingar Steingríms í landhelgismálinu Hominn i andstöðu við formann sinn Landhelgismálið er til um- ræðu í forsíðugrein í blaðinu „ísfirðingi", sem út kom 22. maí sl. Ritar Steingrímur Hermannsson þar greinina „Fáeinar staðreyndir í land- helgismálinu.“ Rekur hann þar í 8 töluliðum nokkur at- riði, sem hann kallar „stað- reyndir“ í landhelgismálinu. Fyrstu fjórir liðirnir eru ekki umtalsverðir; þeir liggja hverju mannsbarni jafnt í augum uppi og Steingrími. 5. töluliður er athyglisverð- ur fyrir vísvitandi blekkingar og rangfærslur. Liðurinn hljóðar þannig orðrétt: „5. Færa verður landhelgina út fyrir hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna, sem halda á haustið 1973, einfaldlega vegna þess, að nú eru engin alþjóðalög eða reglur um víð- áttu fiskveiðilögsögu og því ekkert, sem bannar útfærslu. Það er hins vegar yfirlýst stefna stórveldanna, bæði Bandaríkjamanna og Rússa, að fá 12 mílna fiskveiðilög- sögu samþykkta á hafréttar- ráðstefnunni. Við íslendingar eigum því á hættu, að 12 sjómílna fiskveiðilögsaga verði orðin að alþjóðalögum 1973. Þá yrði útilokað fyrir okkur að færa út, en hins vegar erfiðara að afnema það, sem við höfum áður gert á meðan engar reglur bönnuðu útfærslu.“ (Leturbr. Vesturlands.) Hér eru á ferðinni háska- legar og vísvitandi blekking- ar. Hafréttarráðstefnan 1973 setur engin alþjóðalög, hún er engin löggjafarsamkunda þjóðanna, og fáránlegt að halda því fram, að niðurstaða ráðstefnu, sem haldin er haustið 1973, geti orðið að alþjóðalögum á því ári, hver svo sem niðurstaða ráðstefn- unnar kynni að verða. Sömuleiðis er alveg öruggt, að ráðstefna þessi samþykkir aldrei 12 mílna fiskveiðilög- sögu. 12 mílurnar náðu ekki samþykki 1958, og munaði þar atkvæði íslands, en nú hefur afstaða margra þjóða breyzt okkur í hag, og engin hætta á ferðum fyrir okkur í þessu tilliti. Við höfum allt að vinna og engu að tapa á hafréttarráðstefnunni 1973. Hitt er einnig vísvitandi blekking, að láta sem svo að stórveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin, ráði úrslitum á væntanlegri hafréttarráð- stefnu, og þau ein setja engin alþjóðalög upp á sitt ein- dæmi. Þvert á móti eiga þessi tvö stórveldi undir högg að sækja á ráðstefnunni með að viðhalda 12 mílna lögsög- unni. Lokaorðin í þessum tölulið eru sömuleiðis vísvitandi blekking. Vinstristjórnin færði ekki út fiskveiðilögsöguna í 12 mílur fyrr en eftir að Genfarráðstefnan 1958 hafði leitt í Ijós, að meirihluti full- trúa þar var meðmæltur 12 mílna fiskveiðilögsögu. Ætlar Steingrímur Her- mannsson að slá því föstu, að ráðstefnan 1973 geti ekki fullt eins vel verið meðmælt 50 sjómílna eða jafnvel enn stærri fiskveiðilögsögu? Að það sé „útilokað að færa út“ eftir 1973 er helber þvætting- ur. Við ísiendingar færðum út í 12 mílur eftir ráðstefn- una 1958. Við getum alveg á sama hátt fært út eftir ráðstefnuna 1973, en auðvit- að einnig fyrir þann tíma, ef okkur sýnist svo, enda er ráð fyrir þeim möguleika gert í tillögum ríkisstjórnar- innar sem samþykktar voru á Alþingi. Steingrímur Hermannsson veit það jafn vel og aðrir, eða á að vita það, að út- færsla fiskveiðilögsögu hefur nær aldrei verið gerð eftir neinum alþjóðalögum, heldur nær alltaf með einhliða að- gerðum strandríkis. Ekki lagast málflutningur- inn þegar nýkjörinn ritari miðstjórnar Framsóknar- flokksins kemur að 6. tölulið „staðreyndanna“. Þar segir svo: „6. Koma verður í veg fyrir að útfærsla verði lögð íyrir alþjóðadómstólinn í Haag. Dómstóllinn getur varla úrskurðað meiri fisk- veiðilögsögu en þá, sem al- mennust er, þ.e. 12 sjómíl- ur . . .“ Steingrímur Hermannsson situr ekki inni með neina sér- staka vizku um hugsanlega dómsniðurstöðu í máli, sem ekki er orðið til. Alþjóðadóm- stóllinn í Haag dæmdi Norð- mönnum 4 sjómílur 1952, þó að þriggja sjómílna landhelgi væri þá talin vera almenna reglan. Sá úrskurður Alþjóða- dómstólsins styrkti mjög all- ar frekari aðgerðir okkar í landhelgismálinu. En í afstöðu sinni til Al- þjóðadómstólsins má segja um Steingrím, að þar rísi skepnan gegn skapara sínum. Formaður Framsóknarflokks- ins, Ólafur Jóhannesson, hef- ur allt aðra skoðun á þessu máli en Steingrímur, sbr. til- vitnuð ummæli Ólafs, sem birt eru á öðrum stað hér á síðunni. Þessi djúpstæði ágreiningur Steingríms og Ólafs heitir á máli Framsóknarmanna, að xD stefnan sé „opin í báða enda.“ 7. tl. fjallar um uppsögn samningsins við Breta, og segir Steingrímur, að sá samningur veiti Bretum „ein- hliða rétt til þess að vísa útfærslu okkar íslendinga til Alþ j óðadómstólsins.1 ‘ í næstu málsgrein segir Steingrímur, að dómstóllinn taki aðeins við málum, sem báðir aðilar séu sammála um að til hans verði vísað. Er Steingrímur ekki læs, eða þá við, sem lesum þessa speki? Hvernig getur réttur Breta verið „einhliða" þegar við höfum sama rétt? Stein- grími bæri að kynna sér bet- ur afstöðu flokksformanns síns í þessu máli, en yrði þó trúlega ekki sammála „já, já, nei, nei,“ því hvorugum end- anum má loka. 8. og síðasti töluliður „stað- reynda“ Steingríms er athygl- isverður. „Færa verður minnst út í 50 sjómílur." (Leturbr. Vesturlands). Hann virðist ekki hafa lesið Framhald á 2. síðu Olafiir og Alpjóðadómstóllinn Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, markaði skýra stefnu um afstöðu íslendinga til Al- þjóðadómstólsins í Haag, í ræðu, sem hann flutti á Alþingi 14. nóvember 1960. Af skrifum Steingríms Hermannssonar um landhelgismálið í „ísfirðing", sem rædd eru hér á síðunni, mætti ætla að hann væri búinn að gleyma orðum Ólafs, en honum til upprifjunar skulu þau birt hér í heild. Þau hljóða svo: „Og þess vegna eigum við ekki að skorast undan því að eiga orðastað við aðrar þjóðir um þetta mál, og við eigum ekki að skorast undan því að taka þátt í viðræðum við aðrar þjóðir um það. Og ég verð að segja, og vil láta það koma fram í sambandi við þetta, að ég tel raunar eina veikleikamerkið í okkar málstað hér vera það, ef rétt er hermt, að við höfum neitað að leggja þetta mál til úrlausnar hjá alþjóðadómstól- um. Ef það er rétt, þá hefur verið haldið á annan veg á þessu máli heldur en var gert 1952, því að ef ég man rétt, og það leiðréttist þá hér á eftir, ef ég fer með rangt mál, þá var það boð íslendinga þá, að leggja það mál og þá deilu, sem þar af spratt, undir úrlausn alþjóðadómstólsins, þegar fjögurra sjó- mílna fiskveiðilandhelgin verður ákveðin. Og vissulega er það svo, að smáþjóð verður að varast það að ganga svo langt, að hún geti ekki alltaf verið við því búin að leggja mál sín undir úrlausn alþjóðadómstóls, því að sannleikurinn er sá, að smáþjóð á ekki annars staðar frekar skjóls að vænta heldur en hjá alþjóða- samtökum og alþjóðastofnunum, af því að hún hefur ekki valdið til að fylgja eftir sínum ákvörðunum eins og stórveldin. Og þess vegna hefði, að mínu viti, hvert eitt spor í þessu máli átt að vera þannig undirbúið, að við hefðum verið við því búnir að leggja það undir úrlausn alþjóðadómstóls."

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.