Vesturland

Árgangur

Vesturland - 28.05.1971, Blaðsíða 2

Vesturland - 28.05.1971, Blaðsíða 2
2 Bfiflji a/kszrFWzxxH saúiiFsvtEiDsmxm Blekkingar Steingríms Þeir hverfa nú hver af öðrum af sjónarsviðinu, gömlu, góðu ísfirðingarnir, sem sett hafa svip á bæinn sinn síðustu áratugina. Einn þessara ísfirðinga, sem nú hafa kvatt okkur, er frú Ása Grímsson, en hún lézt 15. þ.m. eftir langvarandi veik- indi, og var útför hennar gerð frá ísafjarðarkirkju 22. þ.m. Mér féll það þungt, að geta ekki fylgt þessari góðu vin- konu minni síðasta spölinn, en atvik og annir höguðu því, þannig að svo varð. Með okkur Ásu Grímsson tókst mikil og góð vinátta fyrir um það bil þremur ára- tugum. Þá var ég um tvítugt, en hún fimmtug að aldri. Að vísu hafði ég þekkt hana og þau hjón frá barnæsku. Þessi vinátta hefur staðið æ síðan og aldrei borið skugga á. Hún reyndist mér í hvívetna traustur og hollráður vinur. Hún hikaði aldrei við að segja manni hreint út úr pokahorninu, hvort sem lík- aði betur eða verr. Það fór líka brátt á þann veg, að hún hafði á mann mikil áhrif. Gáfur hennar og skarpskyggni á mönnum og málefnum brugðust ekki. Við hana var löngum gaman að ræða, og margt gat maður af henni lært þegar hún miðl- aði af brunni fróðleiks, þekk- ingar og lífsreynslu. Ása var fædd á Þingeyri 18. maí 1892, og voru for- eldrar hennar Finnur Thord- arson kaupmaður og ræðis- maður og Steinunn Ragn- heiður Guðmundsdóttir, en hún lézt fyrir fimm árum, 100 ára gömul. Systkini Ásu voru þrjú; Soffía, sem lézt á sl. ári, Gyða og Gunnar, bankafulltrúi í Reykjavík. Þegar Ása var þriggja ára, fluttu foreldrar hennar til ísafjarðar og hér ólst hún upp til manndóms og þroska, og hér hefur hún alið allan sinn aldur, að undanteknum átta árum, sem hún átti heimili í Súgandafirði. Ása vann skrifstofustörf hjá föður sínum um skeið. Árið 1914, 29. september, giftist hún Jóni Grímssyni, þá verzlunarstjóra við Ás- geirsverzlun á Súgandafirði, og þar reistu þau heimili sitt. Ása minntist ávallt veru sinnar í Súgandafirði með hlýju og gleði. Þegar síminn kom til Súgandafjarðar 1915 varð Ása fyrsti símstjórinn á staðnum, og því starfi gegndi hún til ársins 1922, er þau hjónin flytja búferl- um til ísafjarðar. Hún var meðal stofnenda kvenfélags- ins „Ársól“ í Súgandafirði fyrir um hálfri öld og var fyrir mörgum árum kosin heiðursfélagi þess félags. í Súgandafirði áttu þau hjón land og sumarbústað að Gilsbrekku, og þar var löng- um dvalið að sumrinu meðan heilsa og kraftar leyfðu. Fyrirspurnir um elliheimilið Vesturland hefur verið beðið að koma á framfæri eftirfarandi fyrirspurn um elliheimili ísafjarðar: „Þar sem ekkert bendir til þess, að hafin verði bygging nýs elliheimilis á ísafirði í sumar, langar mig til að fá svör við eft- irfarandi: Hversu mikið fé er hand- bært í elIiheimiIissjóði til að hefja byggingu elli- heimilis? Er endanlega búið að ákveða staðsetningu húss- ins? Er búið að fá teikningar og fá þær samþykktar? Hvað veldur því, að framkvæmdir eru ekki hafnar tafarlaust?" H.S. Vesturland Ijáir fúslega rúm undir svör við þess- um spurningum. Heimili Ásu og Jóns Gríms- sonar hér á ísafirði hefur verið rómað fyrir gestrisni. Þar var löngum fjölmenni og oft glatt á hjalla. Þó árin færðust yfir, þá urðu þessi hjón í raun og veru aldrei gömul. Hugsun þeirra og við- horf til lífsins hafa alltaf fylgt tímanum. Þau kunnu bæði að meta það liðna, virða þá, sem voru horfnir og það, sem þeir höfðu gert, en þau fylgdust með þróun tímans og vildu skapa tengsl við unga fólkið á hverjum tíma. Þess vegna urðu þau aldrei gömul í reynd. Ása Grímsson tók þátt í félagsmálum fram eftir ár- um. Hún var mikil áhuga- Framhald á 4. síðu Allar almennar myndatökur LJÓSMYNDASTOFAN Engjavegi 28 — ísafirði Sími 3 7 7 0 VW bílar til leigu BÍLALEIGA BOLUNGARVÍKUR Sími 719 5 Framhald af 1. síðu. tillögur stjórnarandstæðinga á þingi um landhelgismálið. Þar er hvergi minnzt á, að fiskveiðilögsagan eigi að vera meiri en 50 sjómílur. Hvorki meira né minna. En Stein- grímur ætlar að bæta um og hafa fiskveiðilögsöguna „að minnsta kosti 50 sjómílur.“ Gott er til þess að vita, að Steingrímur Hermannsson að- hyllist þá stefnu ríkisstjórn- arinnar, sem samþykkt var á Alþingi, að fiskveiðilögsagan verði miðuð við 400 metra dýptarlínu landgrunnsins, þó Albert Guðmundsson, Völusteinsstræti 18 Anna Sigríður Pétursdóttir, Aðalstræti 6 Arnar Smári Ragnarsson, Hafnargötu 46 Bjarni Benediktsson, Völusteinsstræti 34 Bjarni Þór Þorkelsson, Skólastíg 7 Fjóla Pétursdóttir, Völusteinsstræti 17 Guðmundur Einarsson, Völusteinsstræti 13 Guðni Kristján Sævarsson, Traðarstíg 14 Haraldur Guðfinnsson, Völusteinsstræti 26 Helga Kristín Gunnarsdóttir, Völusteinsstræti 30 Helgi Bragason, Hlíðarvegi 23 María Sveinsína Kjartansd., Skólastíg 26 • •• aldrei minni en 50 sjómílur, en með því móti yrði fisk- veiðilögsagan hvergi minni en 50 sjómílur og sums stað- ar 60—70 sjómílur. Hitt láir enginn Steingrími Hermannssyni þótt hann hafi lítinn tíma til að kynna sér hinar raunverulegu staðreynd- ir í þessu mikilvægasta hags- munamáli íslendinga um þess- ar mundir. Til þess hefur þessi at- hafnamaður verklegra fram- kvæmda vafalaust verið of önnum kafinn við fjármála- umsvif í seinni tíð. Matthildur Herborg Bene- diktsdóttir, Bakkastíg 13 Hulda Margrét Þorkelsdóttir, Traðarstíg 10 Ingibjörg Vagnsdóttir, Þjóðólfsvegi 5 Jóhann Ólafur Hauksson, Miðstræti 17 Kristján Ásberg Þorbergsson, Miðstræti 14 Magnús Kristjánsson, Þuríðarbraut 9 Margrét Jónsdóttir, Völusteinsstræti 16 Pálína Guðrún Kristjánsdótt- ir, Hlíðarstræti 20 Pálmi Árni Gestsson, Traðarstíg 10 Ragna Guðmundsdóttir, Miðstræti 11 Reynir Ragnarsson, Traðarstíg 4 Reynir Snæfeld Stefánsson, Hlíðarstræti 22 Torfi Guðmundsson, Hlíðarstræti 15. Aoglýsing Bæjarsjóður ísafjarðar óskar eftir tilboðum í að mála eftirtalin hús: Aðalstræti 42, að utan. Seljalandsveg 73, að utan. Seljalandsveg 68, að utan. Túngötu 22, að utan. Nánari upplýsingar hjá bæjarverkfræðingi. VKosninga- skrifstofa Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins á ísafirði er í Sjálfstæðishúsinu, annarri hæð, sími 3232. Utankjörstaðakosning er hafin er hafin og geta þeir, sem verða að heiman á kjördag, kosið hjá sýslumönnum og hreppstjórum, og erlendis er kosið í íslenzkum sendiráðum og hjá íslenzkum ræðismönn- um. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins, sem dvelur utan bæjarins og verður ekki heima á kjördegi, er beðið að hafa samband við kosningaskrifstofu flokksins. Veitið skrifstofunni allar þær upplýsingar, sem geta orðið til þess að auðvelda kosningaundirbúning- inn og til aðstoðar við stuðningsmenn flokksins. Fermiig f Bolnngarvík

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.