Vesturland

Árgangur

Vesturland - 28.05.1971, Blaðsíða 4

Vesturland - 28.05.1971, Blaðsíða 4
4 \ * f fflGH® aks'jFmzyatn s3!tBFsytF.í»sxmm Útgefandi: Kjördœmisráð Sjálfstœðisflokksins í Vest fjarðakjördæmi. Blaðnefnd: Guðmundur Agnarsson, Bolungarvík, Halldór Bernódusson, Suðureyri, Sigurður Jónasson, Patreksfirði, Sigurður Sv. Guðmundsson, Hnífsdal, tJlfar Ágústsson, Is. Ábyrgðarmaður: Finnur Th. Jónsson Afgreiðsla: Uppsölum — Sími 3062. Prentstofan Isrún hf., Isafirði. -— -------------—-— ----------------------------------- Umhoninleysi i niálflntiiiii|i Fróðlegt hefur verið að fylgjast með málflutningi. blaða stjórnarandstæðinga hér á Vestfjörðum að undanförnu, og einnig að hafa kynni af málflutningi þeirra á stjórnmála- fundum. Á öðrum stað hér í blaðinu er rætt nokkuð um einstök atriði í þessum skrifum blaðanna og þennan mál- flutning, og sýnd nokkur dæmi um algjört umkomuleysi andstöðuflokkanna. Hinn átakanlegi málefnaskortur, sem hrjáir stjórnarand- stæðinga í blöðunum hér vestra, endurspeglast á hinum sameiginlegu framboðsfundum, sem hófust hér í kjördæm- inu si. mánudag. Tvennt er það, sem setur svip sinn á þessar umræður nú fyrir kosningarnar; í fyrsta lagi landhelgismálið, og í öðru lagi hvaða flokkur muni hljóta fimmta þingsætið, því að allir virðast sammála um það, að Sjálfstæðisflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn fái hvor um sig tvo þing- menn örugglega kjörna. Fátt lýsir betur algjörri uppgjöf stjórnarandstæðinga en sú ákvörðun þeirra, að gera landhelgismálið að mesta hitamáli kosninganna. Þar með rufu þeir einingu þjóðar- innar í þessu mikla hagsmunamáli allra íslendinga. En hætt er við, að lítið verði úr því högginu, sem hátt er reitt. Við kosningarnar 1963 ætluðu stjórnarandstæðingar sér einnig að gera landhelgismálið að stóra kosningamálinu, og ekki stóð á því, að stjórnarflokkarnir væru úthrópaðir sem landráðamenn og önnur álíka smekkleg brigzlyrði höfð uppi. Svipaður málflutningur er borinn fram nú. Dómur kjósenda 1963 var augljós. Ríkisstjórnin hlaut traust og tilstyrk þjóðarinnar til að halda áfram því uppbyggingar- starfi og þeirri viðreisn, sem þá var hafin. Allt bendir til þess, að almenningur hafi þegar áttað sig á því, að stjórnarandstaðan er að fiska í gruggugu vatni í landhelgismálinu, og fólk sjái í gegnum þann blekk- ingavaðal, sem borinn er fram af stjórnarandstæðingum í því máli. Ef sú meðferð landhelgismálsins, sem stjórnarandstæð- ingar telja þá einu réttu og jafn einfalda og auðvelda og þeir vilja vera láta, hver vill þá trúa því, að ríkisstjórn, sem er að leggja framtíð sína undir dóm kjósenda, hefði ekki valið svo einfalda og auðvelda leið? Nei, menn gera sér fulla grein fyrir því, að ríkisstjórnin hefur tekið þann kostinn, að taka ábyrga afstöðu í þessu máli, og leiða það til sigurs á þann hátt, sem verður þjóðinni til mestra heilla um framtíð alia. Stjórnarandstæðingar hafa gripið til þess örþrifaráðs, Minning... Framhald af 2. síðu kona fyrir þjóðmálum og einlæg og traust stuðnings- kona Sjálfstæðisflokksins til þess síðasta. En hún gat líka gagnrýnt sinn flokk þegar henni líkaði ekki. Hún var mikill ísfirðingur og lét sig miklu varða hag og heill bæjarfélagsins. Þeim hjónum varð sjö barna auðið, og eru sex þeirra búsett hér við Djúp. Afkomendur þeirra eru 41 að tölu. Börn þeirra eru þessi: Hjörtur, umdæmis- stjóri pósts og síma á ísa- firði, kvæntur Ástu Jónsdótt- ur, sem lézt fyrir nokkrum árum, Finnur, fulltrúi bú- settur í Bolungarvík, kvænt- ur Margréti Guðmundsdóttur, Steinunn, búsett í Bandaríkj- unum, gift M. Hunt í S. Jose, Árni Þorvaldur skipstjóri, búsettur á ísafirði, kvæntur Gunnhildi Sigurðardóttur, Grímur, starfsmaður Flug- málastjórnarinnar, búsettur á ísafirði, kvæntur Jóhönnu Bárðardóttur, Inga, símstjóri í Hnífsdal, gift Leifi Páls- syni skipstjóra í Hnífsdal, Ragnar Áki, skipstjóri á ísa- firði, kvæntur Soffíu Alex- andersdóttur, en auk þess ólu þau hjón upp sonarson sinn Sigurjón, sem búsettur er í Reykjavík og kvæntur Mar- gréti Blöndal. Það er söknuður í hug okkar og hjarta að vita Ásu farna frá okkur, en þetta er gangur lífsins. Þetta er leiðin, sem við eigum öll að fara. Löngu veikindastríði er lok- ið, nýtt og bjartara tilveru- stig hefur tekið við. ísafjörð- ur er einum góðum borgara fátækari. Góð kona er geng- in, kona, sem skilið hefur eftir minningar, sem eru í senn hlýjar og bjartar. Hún var stórbrotinn persónuleiki, traust, hispurslaus og fram- úrskarandi hreinskilin og heiðarleg. Hún gat átt það til að vera hrjúf á manninn, en innra með henni var við- kvæmt hjarta. Vinátta henn- ar var sönn og trygg. Nú ertu horfin héðan, góða, trygga vinkona. Húsið ykkar Jóns, Aðalstræti 20, geymir margar minningar liðins tíma. Þær minningar eru eins og gengur, misjafnar. Þar, eins og víða annars staðar, hafa skipzt á skin og skúrir, en ■ allir þeir mörgu, sem komu AEG ÞVOTTAVÉLAR MARGAR GERÐIR G Ó Ð I R greiðsluskilmálar Verzl. KJARTAN R. GUÐMUNDSSON SÍIVII 3507 — ÍSAFIRÐI mann inn og hina út. Sölvi Helgason hefði ekki gert það betur. Lýsir þetta litla dæmi furðu vel því sundurlyndi og þeim glundroða, sem ríkir í röðum vinstrimanna hér á á heimili þetta, minnast þess með hlýju og þakklæti. Þar fór saman, að húsbóndi og húsfreyja voru bæði gáfuð, skemmtileg, víðlesin og marg- fróð um sögu byggðarlags síns, menn og málefni. Jón minn, nú ertu einn eftir heima. það eru mikil viðbrigði hjá þér. Þú sérð ekki Ásu koma eins og áður þegar þú sazt við skrifborðið þitt cg kallaðir á hana, en þú veizt að Ása hugsar um þig eins og alltaf áður. Ég sendi þér, börnum ykkar og öðru skylduliði, ynnilegar samúðarkveðjur. Guðs blessun fylgi þér, Ása mín, í nýjum heimkynn- um. Matthías Bjarnason. Frá Bridgefélaginu Bridgefélag ísafjarðar hef- ur starfað af miklum þrótti í vetur og er starfseminni rétt lokið. Sveitakeppni lauk í síðasta mánuði og tóku þátt i henni sex sveitir. ísafjarðarmeistari 1971 varð sveit Einars Vals Kristjánssonar, sem hlaut 83 stig. Sveitina skipa auk Ein- ars þeir Steingrímur Stein- grímsson, Birgir Valdimars- son og Ágúst Oddsson. í öðru sæti varð sveit Guð- mundar M. Jónssonar með 78 stig. 3. sveit Ólafs Ásgeirs- sonar með 45 stig, 4. sveit Björgvins Bjarnasonar með 30 stig, 5. sveit Hinriks Guð- mundssonar með 28 stig og 6. sveit Elísabetar Samúels- dóttur með 13 stig. Tvær sveitir frá ísafirði, Einars Vals og Einars Gunn- ars Einarssonar tóku þátt í undankeppni íslandsmótsins í bridge og komu heim reynsl- unni ríkari. Tvö pör frá Vest- fjörðum, Páll Áskelsson og Ása Loftsdóttir, ísafirði, og Tómas Jónsson og Gunnar Jóhannesson Þingeyri tóku þátt í tvímenningskeppni ís- iandsmótsins í bridge og náðu þokkalegum árangri. að gera landhelgismálið að aðal hitamáli kosninganna, ein- faldlega vegna þess, að þeir treysta sér ekki til að ráðast gegn störfum eða stefnu stjórnarinnar með neinum rökum né neinni von um árangur við kjörborðið. Kátbroslegt er allt hjal stjórnarandstæðinga í ræðu og riti um „fimmta þingmanninn". Fjórir flokkar hér í kjör- dæminu rembast eins og rjúpa við staur við að reikna sinn landi. Niðurstaða kjósenda, sem skoða málin niður í kjölinn, og gera sér fulla grein fyrir þeirri traustu forystu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur veitt í málefnum þjóðarinnar undanfarin þrjú kjörtímabil, verður sú, að endurnýja um- boð hans til þess að hafa á hendi stjórnarforystuna áfram með auknum tilstyrk. HERBERGI óskast til leigu Upplýsingar í símum 3555 og 3390

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.