Vesturland

Árgangur

Vesturland - 11.06.1971, Blaðsíða 2

Vesturland - 11.06.1971, Blaðsíða 2
2 sans aÆsmxsxxn 33ftaFs?/zv>smxm Barðstrendingar i sóknarhug Glæsilegur fundur Sjálf- stæðismanna var haldinn á Patreksfirði á miðvikudags- kvöldið. Voru það Sjálfstæð- isfélögin í Vestur-Barða- strandarsýslu, sem efndu til sameiginlegs stjórnmálafund- ar í samkomuhúsinu Skjald- borg, og sóttu hann nokkuð á annað hundrað manns. Frummælendur á fundin- um voru Geir Hallgrímsson borgarstjóri, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og þeir frambjóðendur, sem skipa þrjú efstu sæti lista Sjálf- stæðisflokksins við alþingis- kosningarnar hér í Vest- fjarðakjördæmi. — Fyrstur þeirra talaði Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson, síðan Ásberg Sigurðsson og loks Matthhías Bjarnason. í ræðu sinni ræddi Geir Hallgrímsson byggðaþróun, efnahagsmál, stöðu sveitarfé- laganna gagnvart ríkisvald- inu, en ýtarlegast rakti hann gang landhelgismálsins, og hrakti ýmsar staðhæfingar og firrur stjórnarandstæðinga í því máli. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son talaði næstur og ræddi stefnu Sjálfstæðisflokksins í landsmálum, héraðsmál, og um Vestfjarðaáætlun í sam- göngumálum. Ásberg Sigurðsson gerði m.a. að umræðuefni fram- boðsfundina, sem haldnir hafa verið hér í kjördæminu að undanförnu, og gerði saman- burð á málflutningi Sjálf- stæðismanna og stjórnarand- stæðinga, og benti á málefna- fátækt og rökleysi í mál- flutningi stjórnarandstöðu- flokkanna. Matthías Bjarnason var síðastur framsögumanna og kom víða við. Ræddi hann ýmsa þætti þjóðmálanna, sjávarútvegs- og atvinnumál og ræddi um mörg þeirra héraðsmála, sem efst eru á baugi. Framsöguræðurnar hlutu óvenjugóðar undirtektir hins fjölmenna fundar, og að þeim loknum voru almennar um- ræður og bornar fram ýmsar fyrirspurnir, og tóku þar nokkrir heimamanna til máls. Svöruðu þeir Geir Hall- grímsson og Matthías Bjarna- son framkomnum fyrirspurn- um. Þessi glæsilegi fundur á Patreksíirði bar þess glöggan vott, að Sjálf- stæðisflokkurinn er í mikilli sókn hér í kjör- dæminu, og Vestur- Barðstrendingar eru staðráðnir í að láta ekki sitt eftir liggja til þess að gera sigur flokksins sem mestan í alþingis- kosningunum á sunnu- daginn. Oviti svarar frá Guárúnu Ægisdóttur Föstudaginn 4. júní síðast- liðinn gafst okkur ísfirðing- um kostur á að hlýða á mál- flutning fulltrúa kvenþjóðar- innar á lista Alþýðubanda- lagsins í Vestfjarðakjördæmi. Við höfðum þó áður fengið forsmekk af hugmyndafræði þessa frambjóðanda í blaða- grein, sem birzt hafði í Vest- firðingi skömmu áður. Þegar þessar línur eru ritaðar hefur þeirri blaðagrein verið vel svarað af ungri ísfirzkri hús- móður í blaðinu ísfirðingi. Ber að virða það og þakka, að kvenþjóðin tekur ekki þessum nýja boðskap með þegjandi þögninni. Það er hugsanlegt, að til séu konur innan Alþýðubandalagsins, sem ekki vissu, að það væri lítilmótlegt hlutverk að prjóna sokka í skipbrotsmannaskýli. Mun ég ekki eyða á það fleiri orðum, en snúa mér að framboðsræðu frú Guðrúnar Ægisdóttur, sem að mínum dómi var einstök í sinni röð. Og erum við ísfirðingar þó ýmsu vanir. Það, sem vakti mesta athygli mína í ræðu frambjóðandans var skilgrein- ing hennar á því fólki, sem kysi Sjálfstæðisflokkinn. í fyrsta lagi væru það óvitar. í öðru lagi geðbilað fólk, og í þriðja lagi stórglæpamenn. — Takk fyrir!!! Áður en lengra er haldið ættuð þið góðir Sjálfstæðismenn að raða ykkur í þann af þessum þremur hópum, sem þið eigið heima í!!! Ég setti sjálfa mig í hóp óvitanna — að minnsta kosti hefi ég ekki verið lýstur geðbilaður eða glæpamaður. Þar sem Sjálfstæðismenn telja um 40% af kjósendum þjóðarinnar verður að segj- ast, að heldur er hún illa á sig komin fornnorræna vík- ingaþjóðin. Vil ég í stuttu máli gera grein fyrir gengi Sjálfstæðis- flokksins, frá sjónarhóli ó- vitans séð. Það er skoðun mín, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt meira fylgi að fagna meðal þjóðarinnar en nokkur annar stjórnmálaflokkur fyrst og fremst vegna þess, að stórbrotnustu leiðtogar þjóð- arinnar hafa valizt í hans raðir. Ber þar hæst þjóðskör- unginn Ólaf Thors, sem myndaði fleiri ríkisstjórnir en nokkur annar íslendingur. Hann myndaði á sínum stjórnmálaferli samsteypu- stjórnir með öllum flokkum, þ.á.m. nýsköpunarstjórnina með Sósíalistaflokknum. Olli sú stjórn straumhvörfum í atvinnumálum íslendinga. — Hann var í áratugi kjörinn á þing í Gullbringu- og Kjós- arsýslu með meirihluta, sem enginn af andstæðingum hans fékk ógnað — ekki einu sinni vinstrimaðurinn og banka- stjórinn Finnbogi Rútur Valdimarsson. Það er gert heldur lítið úr skynsemi þjóð- arinnar, þegar sagt er, að maður eða flokkur, sem hlýt- Framhald á 7. síðu Kjörstaflur við alþingiskosningarnar hinn 13. júní n.k. hefur verið ákveðinn í Menntaskólanum á ísafirði, og hefst kjörfundur kl. 10 f.h. Umboðsmenn framboðslista og undirkjörstjórnir eru boðaðir til fundar á sama stað kl. 8,30. ísafirði 8. júní 1971. Yfirkjörstjórn ísafjarðarkaupstaðar. Vantar hann sima? í síðasta tölublaði „fsfirðings" er einhver skætingur um að Matthías Bjarnason útvegi margar milljónir í framkvæmdir hér á Vestfjörðum. „Af hverju notar maðurinn ekki símann? Hví hringir hann ekki og lætur eitthvað að sér kveða?" spyrja Framsóknarmenn. Vestfirðingar vita það vel og hafa fyrir sér áþreif- anleg dæmi um það, að Matthías hefur verið óspar á að nota símann til að hlynna að framkvæmdum á Vestfjörðum, og greiða fyrir vestfirzku athafnalífi. Er nýjasta dæmið um það að finna í síðasta tbl. „Vesturlands," þar sem sagt er frá vel heppnuðum til- raunum hans til þess að útvega 10 millj. kr. lánsfé til framkvæmda við Djúpveginn í sumar. Það fer engum sögum af afrekum Steingríms Her- mannssonar né þeirra Framsóknarmanna á þessum sviðum. Hvað er að? Skyldi Steingrímur ekki hafa síma? Sigmundur Jónsson, kanpmaöur Þingeyri Veldnr hver á heldur Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú farið með stjórnarforust- una í þrjú kjörtímabil. Sé lit- ið til baka, blasa við stór- stígar framfarir, sem orðið hafa á þessu tímabili á öllum sviðum athafnalífsins. Nægir að benda á virkjun vatnsaflsins, sem er undir- staðan undir iðnaði lands- manna, og álverksmiðjuna, sem bætt hefur atvinnulífið, og dregið úr þeim sveiflum, sem stöðugt gera vart við sig í okkar einhliða atvinnu- rekstri, sem verið hefur til þessa. Mikil grózka hefur verið í sjávarútvegi, svo sem ný- smíði stærri skipa og nú síð- ast endurnýjun togskipaflot- ans. Iðnaður landsmanna heí ur verið aukinn og endurbætt ur með aðild okkar að EFTA Slæmu árin eru liðin hjá. Allir vita orsakir þeirra, afla brest og verðfall á afurð- um okkar. Ráðstafanir, sem gera þurfti voru að sönnu ekki sársaukalausar, en það hefur sýnt sig, að þær voru skynsamlegar, og lyftu þjóð- inni upp úr þeirri lægð, sem hún var komin niður í. Alhliða uppbygging atvinnu lífsins hefur átt sér stað og ríkisstjórnin hefur vissulega unnið vel og viturlega að menningar og framfaramálum þjóðarinnar, og sótt markvíst til hagsældar. Lífskjör eru nú góð og atvinnuleysi úr sögunni. Þeir, sem vilja áframhald- andi hagsæld og efnahagsleg ar framfarir, kjósa að sjálf- sögðu Sjálfstæðisflokkinn. Annað væri óviturlegt. Sigm. Jónsson Þingeyri. Fjörbrol ættarinnar Vinum og velunnurum framhaldssögunnar „Fjör- brot ættarinnar", sem komið hefur út hjá for- laginu síðustu 25 árin í A-deild, G-deild, l-deild og nú síðast F-deild, er góðfúslega bent á það, að sögunni er lokið, og ekki má búast við frekari útgáfu eftir 13. júní Forlagið

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.