Vesturland

Árgangur

Vesturland - 11.06.1971, Blaðsíða 3

Vesturland - 11.06.1971, Blaðsíða 3
SJ3U3) aJesaFWZxxH saitawÆsvsMxxn 3 Tillaga um hagnýtingn vatnsfaila Rafvæðingarnefnd Vestur- Barðastrandarsýslu hefur lát- ið verktakafélagið Virki hf. gera tillögu um fullvirkjun Mjólkár- Dynjandissvæðisins. Fylgir hér uppdráttur af þeim tillögum. Myndin gerir grein fyrir hagnýtingu vatnsfalla á Hofs- ár-, Mjólkár- og Dynjandis- svæðunum með því að veita vatni Hofsár og Dynjandis- svæðisins yfir til Mjólkár, og velja síðan virkjunarstig eftir því sem markaður kallar á. Þessi orka, sem þarna er um að ræða, ætti að endast samveitusvæðinu fram til 1980 a.m.k., þegar reiknað er með 7,2% árlegri aukningu í heimilisnotkun og iðnaði, að viðbættri húshitun, sem næði til 50% rafhitaðra húsa. Aðalþættir þessa fyrir- komulags, sem tillagan gerir ráð fyrir, það er veiting vatns til Mjólkár, munu flestir vera sammála um, sem kannað hafa heildarnýtingu svæðanna hin síðari ár. Eins og sagt var frá hér í blaðinu í grein um rafvæð- ingarmál Vestfjarða, hefur Rafvæðingarnefnd Vestur- Barðastrandarsýslu, sem er undirnefnd sýslunefndar, látið gera áætlun um virkjun Suð- urFossár á Rauðasandi, sem yrði 2 megawött. Lögð hefur verið áherzla á af hálfu héraðsbúa, að virkj- un SuðurFossár verði næsta virkjun hér á Vestf jörðum og hún virkjuð nú strax, og þar með veitt nægilegt tóm til að fullhanna Mjólkár-Dynj- andissvæðið. Þessi mál eru nú í athug- un hjá Iðnaðarráðuneytinu. AMréttir af Vestfjðrðum Gæftir voru góðar í apríl og afli yfirleitt góður hjá togbátunum, en línuafli aft- ur á móti sáratregur allan mánuðinn. Hefir steinbítsafl- inn gjörsamlega brugðizt á þessari vertíð, en það mun vera algjört einsdæmi. í apríl stunduðu 39 bátar róðra frá Vestfjörðum, 24 réru með línu, 13 með botn- vörpu og 2 með net, en á sama tíma í fyrra réru 28 með línu, 11 með botnvörpu og 6 með net. Heildaraflinn í mánuðinum var 4.962 lestir, og er heild- araflinn frá áramótum þá orðinn 20.407 lestir. í fyrra var aflinn í apríl 7.848 lestir og heildaraflinn frá áramót- um 22.625 lestir. Heildarafli 24 línubáta var nú 2.113 lest- ir í 405 róðrum eða 5,21 lest að meðaltali í róðri, sem er mun lakara en í fyrra. Línu- aflinn frá áramtótum er þá orðinn 11.334 lestir í 1.554 róðrum eða 7,29 lestir að meðaltali í róðri. Aflahæsti línubáturinn í apríl er María Júlía frá Pat- reksfirði með 149,8 lestir í 20 róðrum, en í fyrra var Dofri frá Patreksfirði aflahæsti línubáturinn í apríl með 225,7 lestir í 25 róðrum. Af tog- bátunum er Kofri frá Súða- vík aflahæstur með 332,6 1. Hann var einnig aflahæstur í fyrra með 488,0 lestir. Kofri er einnig aflahæsti báturinn frá áramótum með 1.003,5 1. Hann var einnig aflahæstur á sama tíma í fyrra með 1.024,9 lestir. Nokkrir bátar frá Bolunga- vík reyndu með handfæri í lok mánaðarins og fengu ágætan afla, t.d. fékk einn bátur 8 lestir á eitt færi í 8 róðrum AFLINN í EINSTÖKUM VERSTÖÐVUM: PATREKSFJÖRÐUR: óslægðan fisk. lest. róðr. María Júlía, 1. 149,8 20 Jón Þórðars. n/tv. 136,6 12 Dofri, 1. 122,3 20 Þrymur, 1/tv. 83,8 15 Helga Guðm., n. 26,4 2 Vestri, 1. 15,8 4 TÁLKNAFJÖRÐUR: Tálknfirðingur, 1. 135,1 19 Tungufell, 1. 122,5 18 BÍLDUDALUR: Pétur Thorst., tv. 140,0 3 VOLKSWAGEN varahlutir: Hljóðkútar Púströr Spindilboltar Slitboltar Spindilkúlur Kúplingsdiskar Bremsuborðar Stýrisendar Benzíndælur Demparar Allt í rafkerfið ásamt ýmsu fleiru. RAF H/F Isafirði ÞINGEYRI: Sléttanes, tv. 166,9 4 Framnes, 1. 108,8 19 Fjölnir, 1. 86,0 18 FLATEYRI: Sóley, tv. 142,8 3 Ásgeir Torfas., 1. 81,3 18 Sölvi, 1. 75,0 18 Bragi, 1. 56,8 16 SUÐUREYRI: Kristján Guðm., tv. 147,1 3 Sif, 1. 114,9 20 Ólafur Friðberts., 1. 111,2 19 Friðbert Guðm., 1. 88,9 18 Stefnir, 1. 71,9 17 Jón Guðmundsson, 1. 16,2 BOLUNGARVÍK: 7 Guðm. Péturs, 1. 128,0 23 Sólrún, 1. 116,1 21 Hugrún, 1. 108,8 3 Flosi 97,5 19 HNÍFSDALUR: Guðrún Guðl., tv. 125,5 3 Mímir, 1. 67,9 17 ÍSAFJÖRÐUR: Guðbjörg, tv. 326,4 5 Júlíus Geirm., tv. 287,3 5 Guðbjartur Kr., tv. 286,9 5 Víkingur III., tv. 216,4 5 Guðrún Jónsd., tv. 130,9 3 Víkingur n., 1. 87,0 17 Hrönn, 1. 81,3 18 Guðný, 1. 75,2 17 Særún, tv. 156,7 3 Framh. á 6. síðu. „Það sem pú gjdrir..." í sjónvarpsumræðunum á þriðjudagskvöldið lýsti Hannibal yfir því, að kjörorð hans í baráttunni væri: „Það, sem þú gjörir, það gjör þú skjótt." Heilræði Meistarans til Júdasar eru kjörorð Hanni- bals, og hvatning hans til samherja sinna að láta nú ekki deigan síga við að fara að dæmi svikarans, lýsir manninum vel.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.