Vesturland

Árgangur

Vesturland - 11.06.1971, Blaðsíða 4

Vesturland - 11.06.1971, Blaðsíða 4
4 SJ37ÍS afcSTTFlKZXXR 33HOPXTÆS»S>mxm ' / æH® sks'jFNizomt saúBFssrtEsismxm Útgefandi: Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Vest fjarðakjördæmi. Blaðnefnd: Guðmundur Agnarsson, Bolungarvík, Halldór Bernódusson, Suðureyri, Sigurður Jónasson, Patreksfirði, Sigurður Sv. Guðmundsson, Hnífsdal, tJlfar Ágústsson, Is. Ábyrgðarmaður: Finnur Tli. Jónsson _ Afgreiðsla: Uppsölum — Sími 3062. Prentstofan Isrún hf., lsafirði. --- ---------------------— ------—----------------- J Sterkasta aflið Nú í iok kosningabaráttunnar er það orðin augijós stað- reynd allri þjóðinni, að Sjálfstæðisflokkurinn er sú styrkasta stoð, sem kjósendur eiga völ á að renna undir festu og á- byrgð í meðferð landsmála. IVIenn hafa gert sér grein fyrir því, að Sjálfstæðisflokkurinn er sterkasta aflið í íslenzkum stjórnmálum, og frá honum einum er að vænta þeirrar traustu leiðsögu, sem landsmönnum öllum er fyrir beztu. Þessi sannindi hafa mönnum orðið því augljósari eftir því, sem liðið hefur á kosningabaráttuna, og stjórnarand- stæðingar opinberað sundurlyndi sitt, stefnuleysi og glund- roða. Kosningabarátta þeirra hefur verið með eindæmum fátæk að málefnum og rökvísi, en hins vegar barmafull af hávaða og eftirsókn eftir vindi. Úrræðaleysi stjórnarandstæðinga hefur verið átakanlegt. Þeir hafa verið þráspurðir um þau ráð, markmið og leiðir, sem þeir hyggjast fara, kæmust þeir til valda, en þagað þunnu hljóði eg engin svör hafa fengizt. Það hefur einnig komið berlega fram, að það er gjörsam- lega borin von að vinstriflokkarnir geti komið sér saman um myndun ríkisstjórnar. Þá staðreynd viðurkennir hvert mannsbarn. Allir vilja þessir flokkar ólmir mynda stjórn með Sjálf- stæðisflokknum að kosningunum loknum. Þeir tala mikið um að fella stjórnina. En hvaða stjórn? Það liggur ekkert fyrir um það, að núverandi stjórnarflokkar starfi saman að kosningunum loknum. Afstaða almennings í landinu hlýtur að mótast af þess- um staðreyndum og niðurstaðan verður sú, að þjóðin fylkir sér um Sjálfstæðisflokkinn og tryggir honum þingstyrk til að standa áfram við stýrisvölinn með auknu trausti og auknu afli. Viiorfin á Vestfjörðum Mikið hefur verið fylgzt með kosningabaráttunni hér á Vestfjörðum. Veldur þar miklu vindgangur Hannibals, sem varla er eyðandi orðum að. Málflutningur stjórnarandstæðinga á framboðsfundum og í blöðum hér í kjördæminu hefur haft á sér sama snið og í öðrum kjördæmum, og innihaldsleysið verið næsta brjóst- umkennanlegt. Frambjóðendur Sjálfstæðisf lokksins hér á Vestfjörðum hafa haldið uppi rökföstum og mjög málefnalegum mál- flutningi, og greint kjósendum frá þeim miklu framkvæmd- um, sem nálgast stórvirki, sem unnin hafa verið hér á undanförnum árum, og ákveðið er að vinna að á næstu árum. Hér í blaðinu hefur birzt fjöldi greina og frásagna, sem allar bera með sér þá miklu grózku og mikla athafnalíf, sem blómgvast hér á Vestfjörðum undir styrkri forystu Sjálfstæðismanna. Ræðukaflar frá Sjömannadegi Á Sjómannadaginn flutti Halldór Hermannsson skip stjóri, formaður Skipstjóra og stýrimannafélagsins Bylgjunnar, ræðu við hátíðahöldin á ísafirði. Ræddi hann þar mörg hags munamál íslenzkra sjó- manna, og birtir Vestur- land hér útdrátt úr ræðu hans. Halldór sagði m.a.: — Á þeim tíma, sem lið inn er frá því að fyrsti Sjómannadagurinn var haldinn, hafa orðið ótrú- legar breytingar; stórauk- in vélvæðing, stærri skip, betri veiðarfæri og miklu meiri aflamöguleikar. — Þrátt fyrir þetta eru uppi kröfur um fleiri veið- arfæri í sjó, lengri útivist, meira magn í land. Því hefur álagið á sjómönnum ekki minnkað þótt aðrar stéttir hafi hlotið stytt- ingu á vinnutíma, sem eðli legt er miðað við nútíma kröfur. Ekki hefur tekizt að gera sjómennskuna mjög eftirsóknarverða né nógu vel launaða, og á ég þar einkum við sjómenn, sem stunda úthafsveiðar. — Því hljótum við að óska þess, að einhver at- vinnuvegur skapist í landi, sem geti leyst sjómennsk- una af hólmi sem þýð- ingarmesti atvinnuvegur þjóðarinnar. — Sjómenn fagna þeirri hreyfingu, að stækka fiski skipin hér við Djúp, því hvergi er einmitt meiri þörf á stórum og traustum skipum sem hér. — Sjómenn fagna þeim almenna áhuga, sem menn hafa sýnt á stækkun land- helginnar og vona, að þeg- ar kosningaskjálftinn er almennt horfinn, þá tak- ist okkur að standa sam- an með djörfung og dugn- aði í þessu mikla máli. Vesturland átti tal við Guð- mund Karlsson, formann yfir- kjörstjórnar, og fékk hjá honum þær upplýsingar að í Vestfjarðakjördæmi væru nú 5677 manns. Kosið verður í 39 kjördeildum og munu kjör fundir hefjast kl. 10 árdegis. Talning atkvæða fer fram í Góðtemplarahúsinu á ísa- firði og taldi Guðmundur, að hægt yrði að hefja talningu fljótlega eftir að kosningu lýk ur. Verða atkvæðakassar og kjörgögn flutt til ísafjarðar með flugvélum frá Barða- strandarsýslu og Stranda- sýslu, strax að kosningu lok- inni, en með bifreiðum frá öðrum kjördeildum. Guðmundur taldi erfitt að segja til um hvenær taln- ingu atkvæða yrði lokið, en kvaðst áiíta að úrslit ættu að geta legið fyrir um hádegi á mánudag. í Yfirkjörstjórn eiga sæti auk Guðmundar Karlssonar, Björg vin Bjarnason, sýslumaður, Þorgeir Hjörleifsson, séra Sig urður Kristjánsson og Guð- mundur Kristjánsson, Bol- ungarvík. Hjá Pétri Bjarnasyni, kjör- stjóra hjá bæjarfógetaem- bættinu á ísafirði fékk blað- ið þær upplýsingar að um 180 manns hefðu kosið utan kjörstaðar hjá embættinu kl. 14 á föstudag, en auk þess hefðu borizt 40 atkvæði úr ýmsum áttum. skrifstofa Sjálfstæðismanna í Bol- ungarvík verður á ski if stofu Einars Guðfinns- sonar, Vitastíg 1. ★ ,Þeir sem vilja iána bíla á kjördegi, eru beðn ir að hafa samband við Jón F. Einarsson. Sími kosningaskrifstof- unnar er 7200. Valdaklíka öldunga Skelfing er það broslegt þegar verið er að telja mönnum trú um að unga fólkið styðji Hannibal. í sjónvarpskynningu hanni balista lýsti lítil dúkka yf- ir því, að hún væri and- víg „valdaklíku öldunga" eins og hún orðaði það svo laglega. Sama litla stúlkan studdi Hannibal, manninn, sem yrði aldursforseti þingsins kæmist hann að. F Reynsla Vestfirðinga af baráttumönnum Sjálfstæðismanna á þingi hefur verið með afbrigðum góð, og hver, sem vill sjá og vill heyra, sér og heyrir verkin tala hvar sem farið er um kjördæmið. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins leggja verk sín ó- hikað undir dóm kjósenda. Þeir treysta því, að heilbrigð dómgreind, sanngirni og hlutlægt mat á verkunum stjórni ákvörðun kjósenda við kjörborðið. Vestfirðingar gera sér fulla grein fyrir því, að þing- mannsefni Sjálfstæðisf lokksins hér á Vestfjörðum bera hag og velferð þessa landshluta fyrir brjósti og berjast af einurð og festu fyrir blómgvun hinna vestfirzku byggða. Því fylkja Vestfirðingar sér um Sjálfstæðis- flokkinn á sunnudag og leggja fram sinn skerf til þess að skapa Sjálfstæðisflokknum aukið afl til athafna og stjórnarforystu. Fram til sigurs, Sjálfstæðismenn.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.