Vesturland

Árgangur

Vesturland - 11.06.1971, Blaðsíða 6

Vesturland - 11.06.1971, Blaðsíða 6
6 ££R2> a&XTFiKoam safuif&rE»t3>&ooei Markleysa Framsóknarmanna grími var í lófa lagið að krefjast þeirrar opinberu rannsóknar, sem hann nú hef ur gert, fyrir, mörgum mán- uðum, því að ádeilur þær, sem rannsaka skal, komu í öllum megin atriðum fram í Rann- sóknarráði þegar á síðasta hausti. Hví krafðist Steingrímur ekki rannsóknar þá? Gróusögur Framsóknar- manna um náinn skyldleika milli dr. Þorsteins Sæmunds- sonar og eins frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins hér í kjördæminu eru dæmigerðar um þann lúalega málflutning, sem hræddir menn geta lagt sig niður við. Slíkur skyldleiki eða tengd- ir eru engar. Orlofsvika í Húsmæðraskólanum Framsóknarmenn hér í kjör dæminu láta þessa dagana dæl una ganga í sambandi við hið margrædda mál Steingríms Hermannssonar í Rannsóknar ráði. Ganga þeir svo langt að deila á Sjálfstæðismenn og Morgunblaðið og saka báða um árásir og aðdróttanir í garð Steingríms. Af þessu tilefni er rétt að taka skýrt fram, að ritfrelsi ríkir hjá Morgunblaðinu og er öllum landslýð kunnugt um það, að blaðið Ijáir rúm undir aðsendar greinar um athyglis verð mál frá mönnum úr öll- um flokkum. Blaðið hefur á engan hátt skrifað pólitískt um þetta mál, og greinar, sem þar hafa birzt um þetta mál, hafa allar verið undir fullu nafni og á ábyrgð höfundar. VESTURLAND, málgagn Sjálfstæðismanna í Vestfjarða kjördæmi, hefur ekki birteina einustu grein um málið, hvað þá árásir og aðdróttanir, og hið sama gildir um málflutn- ing frambjóðenda flokks- ins hér í kjördæminu, og er þessi ósmekklegi áróður mark leysa ein og sízt Steingrími Hermannssyni til framdrátt- ar. Hitt er rétt að benda Fram sóknarmönnum á, að Stein- 38 tonna ýta... Framhald af 8. síðu Þórarinsson og Guðmundur Finnbogason. Fleiri eru að kaupa jarð- ýtur til að vinna í Djúpveg- inum. — Ræktunarsamband Nauteyrar- og Snæfjalla- hrepps hefur fest kaup á 14 tonna ýtu af gerðinni Cater- pillar og er kaupverð hennar 4,8 millj. kr. Þessi ýta er væntanleg nú um mánaðamótin og mun ætlunin að hún vinni í Djúp- veginum í sumar, en einnig mun hún verða notuð við snjómokstur og ræktunar- vinnu. Sambandið á tvær gamlar ýtur, sem eru orðnar úr sér gengnar. Mikill vélakostur af stór- virkum vinnuvélum er nú fyrir hendi hér á Vestfjörð- um, og hafa margir aðilar keypt siík tæki eftir að hinar miklu framkvæmdir hófust skv. Vestfjarðaáætluninni í samgöngumálum. Orlofsnefndirnar á vegum Sambands Vestfirzkra kvenna, hafa að þessu sinni sameinast um Húsmæðraskói ann á ísafirði, sem orlofs- dvalarheimili á þessu sumri. Er fyrirhuguð vikudvöl, frá 23.—30. júní. En talið er að sá timi henti betur en síðla sumars t.d. fyrir sveitakonur. Húsmæður á staðnum, sem heyra undir ísfirzku orlofs- nefndina, munu e.t.v. undrast þessa ráðstöfun. Bent skal á, að konur sem ekki eru lengur bundnar smábömum sem aðr ar gætu örugglega fundið upp lyftingu í að taka þátt í or- lofsvikunni að þessu sinni, þó í heimabæ sé. Orlofsvikan verður einnig með öðrum hætti en verið hefur, og ger- ir það einkum staðsetningin Má bjóða þeim túlk? Blað hannibalista er far- ið að bera mjög alþjóðleg- an brag, svona undir lok- in. Það lætur sér ekki nægja „ástkæra, ylhýra málið," nei, nú er það skrif að á þremur tungumálum. Talið er víst að meistar- inn hafi ritað enskuna, Ól- afur íslenzkuna, en gamli maðurinn látið sér nægja dönskuna sína. En ekki er víst að allir lesendur séu jafn hámennt- aðir og piltarnir, sem rit- stýra blaðinu. Má ekki bjóða þeim túlk? TIL SÖLU íbúð í Sundstræti 14, ísafirði. Upplýsingar gefur ODDUR ÖRNÓLFSSON í síma 3046. að hægara er um vik að fá fræðslukrafta úr bæ og ná- grenni. Þetta verður skipulögð or- lofs- .fræðslu- og kynningar- vika, og munu þær orloís- nefndir sem í nágrenni búa koma saman og undirbúa og skipuleggja orlofsdvölina. Einnig mun í fyrsta skipti gerð tilraun með eigið mötu- neyti. En eins og er fá nefnd irnar viss framlög frá ríki og bæjar eða sveitarfélögum. Er það fé ekki til stórræð- anna. Húsmæðraskólinn er stofn- aður sem menntasetur kvenna og uppfyllir að mínum dómi allar helztu nútímakröfur um orlofsheimili. Þar er t.d. vist- leg setustofa sem hefur til- finnanlega vantað í héraðs- ,/Ersladraugu,inn’ á ísafirði Litli leikklúbburinn á ísaf. frumsýndi sl. fimmtudags- kvöld í Alþýðuhúsinu sjón- leikinn Ærsldraugurinn eftir Noel Coward við ágæta að- sókn og góðar undirtektir á- horfenda. Önnur sýning var á föstu- dagskvöldið, en fyrirhugað er að sýna sjónleikinn víðar á Vestfjörðum á næstunni. Leik stjóri er Kristján Jónsson, en með hlutverkin fara: Kristín Oddsdóttir, Guðrún Eyþórs- dóttir, Theódór Júlíusson, Sigurborg Benediktsdóttr, Gestur Halldórsson, Sigrún Vernharðsdóttir og Gunnþór- unn Jónsdóttir. éttir af.. Framhald af 3. síðu SÚÐAVÍK: Kofri, tv. 332,6 5 Valur, 1/tv. 82,6 9 Aflatölur eru miðaðar við Heildaraflinn í hverri verstöð í apríl: 1971: 1970: Patreksfjörður 535 lestir ( 1.372 lestir) Tálknafjörður 258 — ( 718 — ) Bíldudalur 140 — ( o — ) Þingeyri 362 — ( 475 — ) Flateyri 364 — ( 677 — ) Suðureyri 564 — ( 668 — ) Bolungarvík 641 — ( 900 — ) Hnífsdalur 193 — ( 490 — ) ísafjörður 1.491 — ( 1.939 — ) Súðavík 414 — ( 609 — ) 4.962 lestir ( 7.848 lestir) Janúar/marz 15.445 — (14.777 — ) Samtals, 20.407 lestir (22.625 lestir) Aflahæstu bátarnir frá 1. janúar til 30. apríl 1971: Lestir: Róðrar 1. Kofri, Súðavík, tv. 1.003,5 19 2. Guðbjörg, ísafirði, tv. 983,3 18 3. Júlíus Geirmundsson, ísafirði, tv. 929,6 17 4. Guðbjartur Kristján, ísafirði, tv. 858,9 17 5. Tálknfirðingur, Tálknafirði, 1. 718,8 77 6. Sólrún, Bolungarvík, 1. 676,9 83 7. Tungufell, Tálknafirði, 1. 669,1 78 8. Guðmundur Péturs, Bolungarvík, 1. 650,6 85 9. Þrymur, Patreksfirði, 1. 642,7 71 L0. Særún, Bolungarvík, tv. 636,8 12 skólana. Sundhöll er við hhð- ina, og verður samið um sér tíma ef konur kynnu að vilja fá sér sundsprett eða sturtu- bað. Þá verða og daglega fræðsluþættir í ýmsu formi, sem skipulagðir verða vikuna út. — Kvöldin eru hugsuð sem kynningar og skemmti- kvöld. Það er líka viss hvíld og afslöppun fyrir konur frá ýmsum byggðarlögum að hittast, kynnast og ræða sam eiginleg vandamál, brjóta þau til mergjar og heyra ýms ólík sjónarmið. Guðrún Vigfúsdóttir. Afsakaðu Ásberg! I frétt á bls. 5 um hátíðahöld- Sjómannadagsins, er Ásberg Kristjánsson skipstjóri sagð- ur Sigurðsson, enda báðir góðir. Til sölu HÚSEIGNIN nr. 39 við Hlíðarveg, sömuleiðis STÓR ÍBÚÐ í nr. 5 við Silfurgötu. Upplýsingar gefur JÓN GRÍMSSON. Fnðnrbetrungur Hermann Jónasson varð frægur fyrir þá kenningu sína, að „setja bæri Sjálf- stæðisflokkinn til hliðar,“ í íslenzkum stjórnmálum. Sú hugmynd hefur ekki átt miklu fylgi að fagna á undanförnum árum og lítið verið á hana minnzt, þar til Steingrímur Her- mannsson lýsti yfir því, að hann „vildi kasta íhaldinu út í yztu myrkur." Einn kom þar og bætti um bet- ur, eins og þar stendur. LANDROVER varahlutir: Hljóðkútar Fjaðraboltar Fjaðragúmmí Stýrisendar Hjöruliðir Vatnsdælur Bremsuborðar Demparar Kúplingsdiskar Allt í rafkerfið ásamt ýmsu fleiru. RAF H/F ísafirði

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.