Vesturland


Vesturland - 10.09.1971, Blaðsíða 1

Vesturland - 10.09.1971, Blaðsíða 1
®jsn® a/essrFi<Rzx9iH ssúBFssms^sjmam XLVin. árg. ísafirði 10. sept. 1971. 11. tölublað. Framboðslisti Sjálfsfæðisflokksins Högni Þórðarson Á SAMEIGINLEGUM fundi Sjálfstæðisfélaganna á ísa- firði og í Eyrarhreppi 30. ágúst sl. var ákveðið fram- boð Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar, sem fram fara 3. október n.k. vegna sameiningar sveitarfé- laganna. Listinn er þannig skipaður: 1. Högni Þórðarson, bankafulltrúi. 2. Kristján J. Jónsson, skipstjóri. 3. Garðar S. Einarsson, verzlunarmaður. 4. Ásgeir Ásgeirsson, lyfsali. . Guðmundur H. Ingólfsson, oddviti. 6. Samúel Jónsson, forstjóri. 7. Jens Kristmannsson, útsölustjóri. 8. Ólafur G. Oddsson, tæknifræðingur. 9. Geirþrúður Charlesdóttir, frú. 11. Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri. 12. Jóhannes Þorsteinsson, vélsmíðameistari. 13. Júlíus Helgason, rafvirkjameistari. 14. Sigurgeir Jónsson, bóndi. 15. Úlfar Ágústsson, forstjóri. 16. Óskar Eggertsson, rafvirkjameistari. Kristján Jónsson 17. Þröstur Marsellíusson, verkstjóri. 18. Matthías Bjarnason, alþingismaður. Þær einu breytingar hafa orðið á skipan manna í fimm efstu sæti listans, að Guð- finnur Magnússon, sem skip- aði þriðja sætið við síðustu bæjarstjórnarkosningar, hefur flutzt úr bænum, en í fimmta sæti kemur Guðmundur Ing- ólfsson, oddviti Eyrarhrepps. Skulu Guðfinni Magnússyni hér færðar þakkir fyrir mörg og margháttuð störf í þágu Sjálfstæðismanna hér í bæ og í kjördæminu, sem hann vann af miklum ötulleik og dugnaði. Efsta sæti listans skipar Högni Þórðarson, bankafull- trúi. Hann er margreyndur félagsmálamaður og var bæj- arfulltrúi frá árinu 1954 til 1966 og svo aftur frá 1970. Hann hefur verið bæjarráðs- maður og átt sæti í fjölda nefnda, sem of langt yrði upp að telja hér. Fer ekki á milli mála, að Högni Þórðarson er þrautreyndasti maðurinn í félags- og sveitarstjórnarmál um af þeim, sem skipa efstu sætin á framboðslistum flokk- anna. Högni nýtur hvarvetna trausts og álits, enda grand- var og íhugull félagsmálamað- ur, en jafnframt framfarasinn aður framkvæmdamaður. Garðar Einarsson Með Högna Þórðarson sem íorseta bæjarstjórnar gætu bæjarbúar verið vissir um það, að forysta bæjarmálanna væri í traustum og öruggum böndum. Annað sæti listans skipar Kristján J. Jónsson stýrimað- ur. Kristján hefur verið bæjar fulltrúi alllt frá 1962 og er þaulkunnugur bæjarmálunum. Kristján er mikill félagsmála- maður og þykir hvarvetna leggja gott til málanna. I sam tökum sjómanna nýtur hann óskoraðs trausts og álits fé- laga sinna, og hefur unnið mikið að félagsmálum þeirra. 1 þriðja sæti er Garðar S. Einarsson verzlunarmaður. Hann hefur átt sæti í bæjar- stjórn frá 1970, en hefur um langt skeið starfað mikið að félagsmálum, m.a. í skáta- hreyfingunni, verið formaður í Verzlunarmannafélagi ísa- f jarðar í allmörg ár og mikið starfað í samtökum Sjálf- stæðismanna, og er nú for- maður Sjálfstæðisfélags ís- firðinga. í fjórða sæti er Ásgeir Ás- geirsson lyfsali. Hann hefur verið bæjarfulltrúi frá 1970, en einnig starfað að öðrum félagsmálum, ma. átt sæti í Fræðsluráði ísaf jarðar í mörg ár og er mikill áhugamaður um menntamál. Ásgeir er mjög vinsæll og vel Ásgeir Ásgeirsson látinn og ber hag bæjarins og velferð fyrir brjósti. Fimmta sæti listans, baráttu sætið, skipar Guðmundur H. Ingólfsson oddviti Eyrar- hrepps. Guðmundur hefur átt sæti í hreppsnefnd Eyrarhr. frá árinu 1962 og verið odd- viti hreppsins frá síðustu sveitarstjórnarkosningum vor ið 1970. Guðmundur er harðduglegur og fylginn sér í félagsmálum og hefur unnið mikið og ó- eigingjarnt starf að félags- málum sveitunga sinna og einnig að sameiginlegum hags munamálum Vestfirðinga og er varamaður í stjórn Fjórð- ungssambands Vestfirðinga. ísfirzkir Sjálfstæðismenn bjóða Guðmund H. Ingólfsson velkominn til baráttunnar fyr ir hag og velferð hins nýja sveitarfélags og vænta mikils- af honum í því starfi. í blaði Hannibals, sem út kom í dag, skín í gegn hve illa Hannibalistum líkar, að Guðmundur skuli hafa gefið kost á sér til framboðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Gengur blaðið svo langt, að segja að „oddvitinn hafi veðjað á vitlausan hest." Hver er ábatavon meistar- ans í hans veðmáli? Er hann sár yfir því, að margendur- teknar tilraunir hans til þess að fá Guðmund á lista hjá mt m Guðmundur H. Ingólfsson Hannibalistum skyldu mistak- ast? Hafi meistarinn talið það ávinning fyrir Hannibalista að fá Guðmund H. Ingólfsson til framboðs, teljum við Sjálf- stæðismenn ekki síður mikinn feng að framboði hans á veg- um okkar flokks og bindum miklar vonir við störf hans að bæjarmálum. Önnur aðalsæti listans skipa: Samúel Jónsson for- stjóri, Jens Kristmannsson út sölustjóri, Ólafur G. Oddsson tæknifræðingur og Geirþrúður Charlesdóttir húsfrú. Sjálfstæðisflokkurinn ber fram sterkan lista, sem skip- aður er fólki, sem líklegt er til stórra átaka í hagsmuna- og velferðarmálum bæjarfé- lagsins, og ríður nú á miklu, að kjósendur veiti D-listanum brautargengi til þess að tryggja samhenta og einhuga forystu í bæjarmálum í stað þess glundroða og sundrung- ar, sem ríkt hefur á undan- förnum hartnær tveimur ára- tugum í valdatíð vinstriflokk- anna. Með því að skipa sér í sveit með Sjálfstæðisflokknum og veita honum hreinan meiri- hluta um stjórn bæjarmálanna á næsta kjörtímabili, tryggja bæjarbúar sér nýja framfara sókn í málum sínum og sam- taka forystu í stað upplausn- ar og sundrungar.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.