Vesturland

Árgangur

Vesturland - 10.09.1971, Blaðsíða 3

Vesturland - 10.09.1971, Blaðsíða 3
3 Aðalfnodnr Aðalfundur í Muninn hf. verður haldinn í húsi Vélsmiðjunnar Þór hf., uppi, laugardaginn 25. september 1971, kl. 16. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til sam- þykktar. 3. Lögð fram tillaga um félagsslit og kosningu skilanefndarmanna. 4. Önnur mál. ísafjörður, 8, september, 1971. STJÓRNIN. Isafjarðarkaupstaður Hér með er auglýst eftir umsóknum um lán úr Byggingalánasjóði ísafjarðar. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunni og skal umsóknum skilað þangað fyrir 20. sept. 1971. ísafirði, 15. ágúst 1971 BÆJ ARSTJÓRI. §Utanlíjðrfmidar- atkvieðagreiOsla Utankjörfundaratkvæðagreiðsla við bæjarstjórnarkosning- arnar hinn 3. okt. er hafin. Stuðningsmenn D-listans, lista Sjálfstæðisflokksins á ísa- firði hafa opnað kosningaskrifstofu að Uppsölum. Skrif- stofan er opin allan daginn. Sími 3232. Stuðningsfólk D-listans er vinsamlegast beðið að hafa sam- band við skrifstofuna, gefa henni upplýsingar um kjósend- ur, sem fjarverandi verða á kjördegi og annað, sem að gagni kemur í kosningabaráttunni. Þeir stuðningsmenn D-listans á Isafirði og í Eyrarhreppi, sem vilja vinna sem sjálfboðaliðar á kjördegi eru vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við skrifstofuna að Uppsölum. Stuðningsmenn D-listans! Sameinumst í barátt- unni fyrir auknum áhrifum sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Isafjarðar. Frá Húsmæðrashólanum Ný garðlond Á sl. vori voru hinum mörgu garðleigjendum á Torfnes- svæðinu send bréf frá bæjar- skrifstofunni, þar sem þeim var sagt upp öllum garðlönd- um þar, vegna þess að nú átti að hefja þar framkvæmd- ir að fyrirhugaðri mennta- skólabyggingu. Þetta vissu allir að stóð til, en hitt kom mönnum á óvart, að í bréfinu stóð einn- ig á þá leið, að ekki væri hægt að þessu sinni að brjóta nýtt land til að leigja bæjar- búum. Þá fylgdi það einnig með, að mönnum væri heim- ilt að setja niður á eigin ábyrgð, því uppsögnin kom svo seint að fólk hafði látið útsæði sitt spíra og var því tilbúið til niðursetnings. Það gerðu svo nokkrir upp á von cg óvon. Að minnsta kosti einn varð svo fyrir því, að garður hans var rifinn upp eftir að hann var búinn að setja niður. Hvers vegna var ekki þá þeg ar brotið nýtt land þegar á- kveðið var að taka þessi garð lönd frá fólkinu? Hvað var í veginum? Allir sem komið hafa nálægt garðrækt vita þó að nýir garðar gefa hvað bezta uppskeru ef rétt er að farið. En hvað er þá um undir- búning þessa máls. Hvaða landsvæði hefir verið ákveðið í þessu skyni, og væri þá ekki tíinabært að plægja það og girða í haust, svo hægt væri að leigja það fullunnið til niðursetningar næsta vor. Á þetta er minnzt hér í fullu trausti þess að bæjar- stjórnin hefjist nú þegar handa til framkvæmda í þessu mikla nauðsynjamáli margra bæjarbúa. Ég trúi ekki að óreyndu, að ísfirðingar þurfi að búa við lakari skilyrði í þessum efn- um en víða er annars staðar td. í Reykjavík. Garðleigjandi. MESSAÐ í ísafjarðarkirkju n.k. sunnudag 12. sept. í sambandi við héraðsfund. Sr. Stefán Eggertsson, Þingeyri prédikar. Sóknarprestur. ALLAR ALMENNAR MYNDATÖKUR LJÓSMYNDASTOFAN Engjavegi 28 — ísafirði Sími 3 770 Húsmæðraskólinn verður sett ur 22. sept. n.k. og eiga nem- endur að mæta í skólann dag- inn áður. Aðsókn hefur nú aftur auk- izt til muna og eru líkur til að hann verði fullskipaður. Þá er ætlunin að gefa kon- um og ungum stúlkum í bæ- num og nágrenninu, tækifæri á að sækja lengri og skemmri námskeið í saumum, vefnaði og hússtjórn, eftir því sem kennsluhúsnæði leyfir. Voru slík námskeið haldin sl. vetur og vöktu almenna ánægju þátttakenda. Kennsla á þessum námskeið- um fylgir fastri kennslu í skólanum og byrjar kl. 10 alla virka daga og stendur til kl. 3,30 fjóra daga vikunnar að frádregnu 1 klst matar- hléi, en til kl. 12 á laugardög- um og þriðjud. Utanbæjar- stúlkur á námskeiðunum geta fengið að búa í skólanum ef þær vilja. Einnig mun Or- lofsnefndum húsmæðra á Vest f jörðum verða gefinn kostur á að senda nokkrar konur til viku dvalar eftir áramót, ef áhugi er fyrir hendi. Orlofs- vika húsmæðra á ísafirði og á svæðinu til Patreksfjarðar var haldin í skólanum í sum ar og þótti takast afbragðs vel. Allar upplýsingar um starfsemi skólans gefur skóla- stj. Þorbjörg Bjarnadóttir. Tilkynning frá Barnaskóla Isafjarðar Börn í IV., V. og VI. bekk B.í. komi í skólann mánudaginn 13. september n. k. sem hér segir: IV. bekkur- börn fædd 1961- klukkan 10,00. V. bekkur- börn fædd 1960- klukkan 10,30. VI. bekkur- börn fædd 1959- klukkan 11,00. ísafirði, 9. sept. 1971. Skólastjóri. Útboð Tilboð óskast í að byggja 1. áfanga heimavistarhúss Menntaskólans á Isa- firði. TJtboðsgögn verða afhent frá 8. þ.m. á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, R.vík og hjá skólameistara á Isafirði, gegn 5.000,00 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð 24. sept. 1971. INNKAUPASTOFNUN RlKISINS Borgartúni 7 — Sími 26844. Laust starf karlmanns Baðvörður við íþróttahús og Sundhöll ísafjarðar (vaktavinna). Innifalin: kynding, þrif og húsvarzla á móti öðrum. Umsóknir óskast fyrir 15. september n.k. FORSTÖÐUMAÐUR.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.